Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 30
Guðmundur Ingi Hauksson Morgunblaðið/Eggert Þ egar Guðmundur Ingi Hauksson fékk erlendan gest í heimsókn á dögunum notaði hann tækifærið og kynnti þá fyrir alíslensku hráefni. „Ég ákvað að bjóða honum upp á hrefnu- sashimi með söxuðum hvítlauk, engifer, smá chili og wasabi og hafa í forrétt. Til að kynna honum almennilega kjötið grillaði ég einnig úrvalshrefnusteik í aðalrétt sem er ekkert síðra en nautakjötið okkar. Mér finnst að við Íslendingar eigum fylgja okkar eigin sannfæringu og hafa trú á okkur sjálf- um eins og við gerðum eftir hrunið þegar ríkisstjórnin bugaðist við að aðrar þjóðir reyndu að pressa upp á okkur skuldbind- ingum sem við áttum aldrei að taka. Þá stóð þjóðin ein í lappirnar og kom í veg fyrir stórslys. Það sama á við um hvalinn okkar sem hefur verið umdeildur á alþjóðavísu. Ef við þorum ekki að bjóða erlendum gestum okkar upp á úrvalshvalkjöt, hvers vegna ættu þá aðrir að gera það? Við eigum að vera stolt af því að nýta auðlindir okkar með hófsömum hætti og vera ófeimin við að bjóða útlendingum upp á úrvalshrefnukjöt eða annað hvalkjöt.“ Kjötið sé ekki of lengi í sambandi við súrefni Guðmundur segir auðvelt að meðhöndla hrefnukjötið en þó þurfi að gæta að því að kjötið sé ekki lengi í óheftu sambandi við súrefni. „Þá er hætta á að smá lýsisbragð komi af því og það viljum við ekki. Annars er ég ekki duglegur að elda dagsdaglega, eiginkonan sér alveg um það en á hátíð- arstundum í eldhúsinu stend ég alveg löð- ursveittur, sérstaklega við kjötið en ég verð að viðurkenna að ég er ekki laginn við grænmetið,“ segir Guðmundur Ingi og hlær. Morgunblaðið/Eggert ALÍSLENKT SASHIMI Óhræddur við að bjóða upp á hrefnukjöt HREFNUKJÖT ER KANNSKI EKKI ALLRA EN GUÐMUNDUR INGI HAUKSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI LÖÐURS ER EKKI Í VANDA MEÐ AÐ REIÐA FRAM HREFNUSASHIMI FYRIR LESENDUR. Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 Matur og drykkir U.þ.b. 400 g hrefnukjöt Marinering 2-3 hvítlauksrif 2-3 tsk. engifer 2 tsk. chili Smávegis wasabi bætt í kikkoman-sojasósu. Kjötið saxað í u.þ.b. 2 x 2 cm bita og látið liggja í leginum í 1-2 klst. Borið fram hrátt með engifer og wasabi. HREFNUSASHIMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.