Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 30
Guðmundur Ingi Hauksson Morgunblaðið/Eggert Þ egar Guðmundur Ingi Hauksson fékk erlendan gest í heimsókn á dögunum notaði hann tækifærið og kynnti þá fyrir alíslensku hráefni. „Ég ákvað að bjóða honum upp á hrefnu- sashimi með söxuðum hvítlauk, engifer, smá chili og wasabi og hafa í forrétt. Til að kynna honum almennilega kjötið grillaði ég einnig úrvalshrefnusteik í aðalrétt sem er ekkert síðra en nautakjötið okkar. Mér finnst að við Íslendingar eigum fylgja okkar eigin sannfæringu og hafa trú á okkur sjálf- um eins og við gerðum eftir hrunið þegar ríkisstjórnin bugaðist við að aðrar þjóðir reyndu að pressa upp á okkur skuldbind- ingum sem við áttum aldrei að taka. Þá stóð þjóðin ein í lappirnar og kom í veg fyrir stórslys. Það sama á við um hvalinn okkar sem hefur verið umdeildur á alþjóðavísu. Ef við þorum ekki að bjóða erlendum gestum okkar upp á úrvalshvalkjöt, hvers vegna ættu þá aðrir að gera það? Við eigum að vera stolt af því að nýta auðlindir okkar með hófsömum hætti og vera ófeimin við að bjóða útlendingum upp á úrvalshrefnukjöt eða annað hvalkjöt.“ Kjötið sé ekki of lengi í sambandi við súrefni Guðmundur segir auðvelt að meðhöndla hrefnukjötið en þó þurfi að gæta að því að kjötið sé ekki lengi í óheftu sambandi við súrefni. „Þá er hætta á að smá lýsisbragð komi af því og það viljum við ekki. Annars er ég ekki duglegur að elda dagsdaglega, eiginkonan sér alveg um það en á hátíð- arstundum í eldhúsinu stend ég alveg löð- ursveittur, sérstaklega við kjötið en ég verð að viðurkenna að ég er ekki laginn við grænmetið,“ segir Guðmundur Ingi og hlær. Morgunblaðið/Eggert ALÍSLENKT SASHIMI Óhræddur við að bjóða upp á hrefnukjöt HREFNUKJÖT ER KANNSKI EKKI ALLRA EN GUÐMUNDUR INGI HAUKSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI LÖÐURS ER EKKI Í VANDA MEÐ AÐ REIÐA FRAM HREFNUSASHIMI FYRIR LESENDUR. Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 Matur og drykkir U.þ.b. 400 g hrefnukjöt Marinering 2-3 hvítlauksrif 2-3 tsk. engifer 2 tsk. chili Smávegis wasabi bætt í kikkoman-sojasósu. Kjötið saxað í u.þ.b. 2 x 2 cm bita og látið liggja í leginum í 1-2 klst. Borið fram hrátt með engifer og wasabi. HREFNUSASHIMI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.