Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaNeytandi vikunnar segir sína fjögurra manna fjölskyldu verja um 22 þúsund krónum í mat á viku Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir er yfirleitt kölluð Adda Steina. Hún er Grafarvogsbúi og prestur í Hjallakirkju í Kópavogi og á alltaf til mjólk, smjör og ost í ísskápnum. Fjöldi heimilismanna og gæludýr? Fjórir í heimili auk Stúfs sem er íslenskur fjárhundur. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Um 22 þúsund krónur miðað við útgjöldin sl. þrjá mánuði. Hvar kaupirðu helst inn? Í Krónunni á Höfða og Nettó í Hverafold. Hvað freistar helst í mat- vörubúðinni? Grænmeti og ávextir – og pecan- hnetur. Hvernig sparar þú í heim- ilishaldinu? Við kaupum ekki snakk, gos, sætt kex eða sælgæti. Við reynum að forðast allan sykur sem mest og það þýðir að flest unnin kjötvara og margt fleira dettur út því að sykri er bætt í ótrúlegustu hluti. Við eldum úr hráefnum í upprunalegu formi og reynum að nýta matinn vel. Hvað vantar helst á heim- ilið? Eitthvert töfratæki sem tekur til þegar heimilismenn eru of þreyttir. Svo væri gott að fá blandara sem brotnar ekki strax. Eyðir þú í sparnað? Já, við höfum greitt reglulega í aukasparnað í 12 ár. Við spörum líka fyrir öðru, s.s. sumarfríi með því að leggja smávegis fyrir í hverj- um mánuði. Skothelt sparnaðarráð Fara heim og hugsa málið ef mann langar mikið í eitthvað. Ef hlutir eru á ómótstæðilegu tilboði er ágætt að spyrja sig hvort maður hafi efni á að spara svona mikið. NEYTANDI VIKUNNAR STEINUNN ARNÞRÚÐUR BJÖRNSDÓTTIR Vantar töfratæki á heimilið sem tekur til Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir telur það góða reglu að leggja fyrir í hverjum mánuði fyrir sumarfríi og öðru. Morgunblaðið/Rósa Braga * Matarsódi er ódýrt og um-hverfisvænt hreinsiefni sem kemur í góðar þarfir þegar taka á bílinn í gegn eins og hægt er að sjá á vefnum matarkarfan.is * Stráðu matarsóda í rakanklút og þurrkaðu af speglum, númeraplötum, rúðum og þurrku- blöðum. Skolaðu með vatni og þurrkaðu með þurrum klút. * Ef sullast í teppið má nuddamatarsóda á blettinn og ryksuga svo þegar allt er orðið þurrt. Sódinn dregur í sig hverskonar fnyk. * Mottur bílsins má hreinsameð matarsódalausn (4 msk út í 1 lítra af vatni). Ef motturnar eru sérstaklega skítugar má gera blönduna sterkari og jafnvel nudda sódanum beint á bletti. Skola svo og þurrka. púkinn Aura- Matarsódi í bílþrifin P innið á minnið er auglýst grimmt nú um stundir og neytendum sagt að nú eigi þeir ekki að þurfa að afhenda kort sín yfir afgreiðslukassa. Enn þurfa þeir sem versla í tveimur stærstu lágvöruverðsversl- ununum á matvörumarkaði, Bónus og Krónunni, að afhenda kort sín þar sem ný kerfi hafa ekki verið innleidd. „Við höfum verið að prófa þetta kerfi hjá okk- ur og að okkar mati hefur tekið of langan tíma að sækja kortaheimild þegar mikið álag er á kerfið. Hver sekúnda skiptir máli í þessu þegar mikið er að gera og langar raðir við kassana. Von er á endurbættu kerfi og þá verður okkur ekkert að vanbúnaði að hefja innleiðingu kerf- isins,“ segir Guðmundur Marteinsson fram- kvæmdastjóri Bónuss um verkefnið Pinnið á minnið. Frá Krónunni kveður við sama tón og hjá Bónus. „Þegar þetta fór af stað var bara val um einn posa og einn þjónustuaðila. Þetta er búið að vera á leiðinni í mörg ár en það var farið af stað í þetta verkefni án þess að það væri fullmótað, fannst mér. Það gekk á ýmsu þegar við inn- leiddum þetta kerfi í hinar verslanir Norvikur og við erum svolítið brennd af því í sambandi við matvöruna. Við erum að passa að afgreiðslutím- inn verði ekki lengri,“ segir Gísli Jón Magn- ússon, fjármálastjóri Norvikur. Á að auka öryggi Pinnið á minnið á að auka öryggi hjá neytendum. Posinn snýr að neytendum sem eiga að muna pin-númerið á kortunum sínum. Verkefnið er í umsjá Greiðsluveitunnar ehf, dótturfyrirtækis Seðlabanka Íslands. Þeir Íslendingar sem verslað hafa erlendis þekkja það vel að þurfa að slá inn pin númer í stað þess að skrifa undir þegar greitt er með korti. Í júní 2012 voru 94% allra af- greiðslustaða innan Evrópusambandsins komin með örgjörvaposa. Fjölmörg debetkort hér á landi eru enn án ör- gjörva og enn sem komið er er auðsótt hjá versl- unum að fá að ýta á græna takkann og skrifa undir eins og áður. Miðað er við rétta aðferð Tæp 80% afgreiðslustaða hér á landi hafa sett upp örgjörvaposa. Þær upplýsingar fengust hjá verkefnastjórn Pinnið á minnið að þær verslanir sem ekki hafa tekið upp kerfið ættu ekki að geta kvartað undan því að það sé of hægt. Mikilvægt sé að hafa hugfast að rétt notkun örgjörvakorta feli í sér meira öryggi fyrir korthafa og er sé mikilvægur áfangi til verndar neytendum og fyr- irtækjum sem stunda kortaviðskipti sín í milli. „Staðreyndin er sú að ef staðfesting greiðslu með segulrandarkorti er framkvæmd rétt, þannig að undirskrift á strimli er borin saman við undir- skrift á korti, þá er sú aðferð tímafrekari. Stytti menn sér hins vegar leið með því að bera ekki saman undirskrift á strimli og korti hefur það auðvitað áhrif á afgreiðslutíma,“ var svarið sem fékkst frá aðstandendum verkefnisins innt eftir viðbrögðum við skýringum Bónuss og Krónunnar BÓNUS OG KRÓNAN VELJA HRAÐA YFIR NÝJUNG Risarnir vilja ekki pinnið á minnið HVORKI BÓNUS NÉ KRÓNAN HAFA TEKIÐ UPP ÖRGJÖRVAPOSA SEM SNÝR AÐ NEYTENDUM ÞRÁTT FYRIR AÐ ÖLLUM VERSLUNUM HAFI VERIÐ UPPÁLAGT AÐ GERA SLÍKT FYRIR 1. NÓVEMBER SÍÐASTLIÐINN. FORSVARSMENN VERSLANANNA TELJA KERFIÐ OF HÆGVIRKT. FORSVARSMENN „PINNIÐ Á MINNIГ-VERKEFNISINS SEGJA HRAÐANN SÍST MINNI MEÐ NÝJU KERFI Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Nú hafa tæp 80% afgreiðslustaða á Íslandi sett upp örgjörvaposa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.