Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 15
ekki nákvæmlega eins og það sjálft hvað kynhneigð varðar. Slík viðhorf eru þó á hröðu undanhaldi, alveg eins og fólk sem ekki þoldi konum að fá kosningarétt eða þrælum að fá frelsi.“ Tilfinningaríkar stundir Áttu þér önnur áhugamál en mat? „Ætli ég teljist ekki vera grúsk- ari. Ég hef gaman af sögu og því þjóðlega. Þegar ég var krakki á Fáskrúðsfirði heyrði ég mikið af sögum um franska sjómenn á Ís- landsmiðum en stærsta verstöð þeirra á Austfjörðum var á Fá- skrúðsfirði. Þegar ég var orðinn fullorðinn var ég stöðugt að hvetja sveitarstjórnarmenn til að gera þessari arfleifð skil á einhvern hátt. Það var lítill áhugi þá svo ég bretti bara upp ermarnar og stofn- aði safn á Fáskrúðsfirði til minn- ingar um franska sjómenn. Þegar eldmóðurinn er óslökkvandi getur fólk allt. Það var þannig í mínu til- felli. Í byrjun varð til einföld ljós- myndasýning en gestir streymdu að og fóru að gefa safninu muni og sýning varð að safni. Ég sökkti mér ofan í verkefnið og talaði við gamalt fólk sem mundi eftir Frökkunum og fór til Frakklands á slóðir franskra sjómannna og kynnti mér þeirra hlið og gerði út- varpsþætti um þessi mál. Að ári liðnu var safnið svo opnað á nýjum stað, í endurbyggðum Frönskum spítala á Fáskrúðsfirði. Áhuginn er mikill, bæði á Íslandi og í Frakk- landi, og það væri gaman að stofna regnhlífarsamtök Frakka og Íslendinga til að halda minningu franskra sjómanna á loft. Þegar ég rak safnið á Fáskrúðs- firði kom þangað á hverju sumri fólk sem átti forfeður sem höfðu verið á Íslandsmiðum um tíma eða dáið þar, drukknað eða látist vegna veikinda. Einu sinni kom fullorðinn maður til að vitja leiðis afa síns. Hann kom í eins konar pílagrímsför með bréf sem afi hans skrifaði heim til Frakklands þegar hann lá banaleguna á spítalanum á Fáskrúðsfirði. Hann hafði líka með sér tillkynningu frá spítalanum um andlátið og útförina. Þessi maður, sem var á að giska 75 ára, hágrét eins og barn þegar hann var kom- inn á staðinn þar sem afi hans dó. Á hverju ári varð ég vitni að til- finningaríkum stundum eins og þessari. Það snart mig mjög.“ Þú virðist vera kátur og léttur í lund. Ertu mjög glaðsinna? „Ef einhver upplifir mig glað- lyndan þá er ég ánægður með það. Mér finnst óskaplega gaman að taka þátt í lífinu. Það eitt er öruggt að ég verð ekki eilífur og ég vil njóta þess að vera til meðan ég er hérna. Ég býst við að ég eigi auðvelt með að umgangast fólk að upplagi, en samt sem áður er mikill galdur fólginn í því að einbeita sér að þeim sem byggja mann upp og smita frá sér ein- lægri lífsgleði og ljóma, en láta hina lönd og leið. Kannski hef ég bara verið heppinn með fólk í ár- anna rás. Svo ég nefni dæmi er það fólk sem ég umgengst í gegn- um Bergþór óskaplega opið, ein- lægt og kátt og ég smitast auð- veldlega af því. Eins og allir vita er ákaflega skemmtilegt og gef- andi að umgangast glaðlegt fólk.“ Albert Eiríksson í fyrstu peysunni sem hann hefur prjónað. Morgunblaðið/Kristinn 5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís 25. maí - 8. júní. 27. júlí - 10. ágúst. 24. ágúst - 7. sept. www.nordichealth.is Það er einlæg skoðun mín að þegar við föstum á sérfæði Dr. Ewu Dabrowsku, í kyrrð og í ró með uppbyggilegu fólki, náum við jafnvægi. Jafnvægi til anda, sálar og líkama. Flest verðum við fyrir áföllum í lífinu og stundum ráðum við ekki við líf okkar sjálf. Það er eðlilegt! Því heiti ég því að hjálpa þér, sama hvort um er að ræða lífsstílssjúkdóma eða aðra vanlíðan og aðstoða þig í hvívetna. Í Póllandi vinn ég með lækni hótelsins við að gera líf þitt betra og flestir, ef ekki allir, koma heim með nýja og betri sýn á lífið og tilgang þess. Ég hlakka til þess að vinna með þér að betri heilsu! Upplýsingar og pantanir í síma 822 4844 og á joninaben@nordichealth.is. Heilsumeðferðir Jónínu Ben eru þekktar fyrir að skila árangri, bæta líðan og heilsu. Í samstarfi við lækni hótelsins er unnið einstaklingsmiðað að því að lækna og fyrirbyggja lífsstíls-sjúkdóma svo sem háþrýsting, sykursýki 2, húðsjúkdóma,offitusjúkdóma, streitu, þunglyndi og kvíða. Læknir hótelsins aðstoðar fólk við að losa sig við lyf með breyttu mataræði. Mikil fræðsla og hreyfing er í boði eftir því sem fólk treystir sér til. Meðferðin er 2 vikur en hafi fólk komið áður er í lagi að taka eina viku. Flogið er til Gdansk þar sem leigubíll bíður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.