Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 H versu oft heyrum við ekki á það minnst að sums staðar á öðrum Norðurlöndunum, ekki síst í Danmörku, leggi menn ekki eins mikið upp úr meiri- hlutastjórnum og hér sé gert. Minnihlutastjórnir eru þá einatt sagðar í eðli sínu meiri lýðræðisstjórnir en þær sem njóta meirihluta- stuðnings, sem hljómar þó eins og öfugmælavísa. Neyðarbrauð, ekki náðarsending Virðast þau rök einkum höfð uppi að lýðræðisaukn- ingin af því að hafa færri kjörna fulltrúa á bak við sig felist helst í því að þá komist ríkisstjórnir ekki hjá að semja sín mál eftir hendinni í gegnum þingið og því lúti ríkin ekki „foringjaræði“ þar sem stjórnarfor- ingjar neyðist til að semja við foringja annarra flokka, sem ekki fengu sjálfir nægjanlegan stuðning til að mynda stjórn. Það er svo sérstök ánægjuleg aukageta við að hlusta á þessar kenningar að það voru oft hinir sömu, sem hampa þessu minnihluta- ástandi danskra, sem háværastir kröfðust þess að ríkisstjórnin deyjandi beindi meintum meirihluta sín- um til að þagga niður í „málþófi“ stjórnarandstöð- unnar. Það er raunar svo þekkt að ætti ekki að þurfa að nefna það, að mál sem meirihlutastjórn leggur fyr- ir á eðlilegum tíma verður ekki stöðvað með málþófi. En þegar hrúgað er inn málum, illa unnum að auki, á fáeinum dögum fyrir þinglok er staðan önnur, sem betur fer. En þeir sem þekkja til stjórnmála í þeim norrænu löndum sem helst eru nefnd vita vel að þar þykir mönnum bölvað að búa við þá skipan sem hér er hampað. Það kallar á óljósari stefnumörkun, leyni- makk og hrossakaup í lokuðum sölum eða út undir vegg og að ríkisstjórn sitji í landinu sem getur til ei- lífðar afsakað stefnuflökt og getuleysi sitt með því að hún hafi ekki raunverulegan stuðning á þjóðþinginu. Og svo heyrum við ekki sjaldnar um lýðræðishall- ann sem okkar kosningakerfi á að leiða til umfram flest önnur. Allt er það tal með nokkrum ólíkindum. 5% múr Nú síðast var mikið agnúast út í „ prósenta múrinn“ sem svo er kallaður. Virtust þá fæstir vita að reglan um 5 prósenta fylgi á landsvísu var sett til að milda regluna um að flokkur eða samtök þyrftu að hafa kjördæmakjörinn þingmann til að mega nýta atkvæði sín til úthlutunar jöfnunarsæti. Flokkur gat því áður haft verulega meira fylgi en sem nam 5 prósentum á landsvísu án þess að fá þingmann kosinn. Reglan um 5 prósentin var því ekki múr heldur glufa. Píratar náðu ekki kjördæmakjörnum manni í kosn- ingunum í apríl, en það var „5 prósenta múrinn“ sem „bjargaði“ þeim um þrjá þingmenn. Engar líkur standa til þess að þeir þrír menn muni þar hafa mikil áhrif, með fullri virðingu fyrir þeim einstaklingum sem í hlut eiga. Mikið er rætt um atkvæði litlu flokk- anna sem „féllu dauð“ og reiknimeistarar verið fengnir til að sýna fram á hvernig réttlátara kerfi hefði getað tryggt landslýð að fjórir eins manns flokkar sætu nú á þingi með 1-2 % fylgi hver. Væri það virkilega eftirsóknarvert? Hjá öðrum Í bandarískum forsetakosningum kýs gjarnan um helmingur atkvæðisbærra manna og tæpur helm- ingur atkvæða þeirra „fellur dauður“ í hvert eitt sinn, án þess að menn haldi því fram að lýðræðið sé í upp- námi. Sama gerist í tilviki hvers öldungadeildarþing- manns. Á Íslandi hefur tekist að tryggja í aldarfjórð- ung að fylgi þeirra flokka eða samtaka sem bjóða fram og ná mönnum á þing endurspeglar vel stuðning þeirra með þjóðinni. Við kosningar nú tókst þetta þó ekki að fullu, en frávikið er lítið og mun minna en löngum var hér á landi. Tilvikið nú helgast af mjög sérstökum aðstæðum hér á landi og er ekki merki um galla kerfisins. Lengi hefur verið deilt um breska kosningakerfið. Þar fellur óhemju fylgi „dautt“ miklu mun meira en þar sem hlutfallsreglur gilda. Eftir mikla umræðu ákváðu Bretar að efna til þjóðar- * Í bandarískum forsetakosn-ingum kýs gjarnan um helm-ingur atkvæðisbærra manna og tæp- ur helmingur atkvæða þeirra „fellur dauður“ í hvert eitt sinn, án þess að menn haldi því fram að lýðræðið sé í uppnámi. Reykjavíkurbréf 03.05.13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.