Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Page 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Page 57
5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Í Sækið ljósuna lýsir Jennifer Worth reynslu sinni af ljós- móðurstörfum í fátækra- hverfum Lundúnaborgar á sjötta áratug síðustu aldar. Í bókinni er að finna sterkar og lifandi mannlýsingar og glöggar lýsingar á aðstæðum sem oft eru ömurlegar. Hreinskilin og eftirminnileg frásögn í bók sem ætti að falla stórum lesendahópi í geð. Ólöf Eldjárn þýðir verk- ið með miklum ágætum eins og hennar er von og vísa. BBC gerði vinsæla þátta- röð eftir þessari bók sem sýnd var á RÚV síðastliðið haust og nú eru hafnar sýn- ingar á þáttaröð númer tvö. Lifandi lýsingar Skáldsagan Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson vakti mikinn áhuga erlendra bókaútgef- enda á bókasýningunni í London í síðustu viku. Hið mikilsmetna for- lag Gallimard keypti franska út- gáfuréttinn á uppboði og var útgáfu- stjórinn, Jean Mattern, svo hugfanginn af fáguðum stíl og orð- kynngi höfundar að hann gat ei orða bundist og hvatti alla viðmæl- endur sína til að lesa gersemina. Það jaðraði við umsátursástand við borð Réttindastofu þegar erlendu útgefendurnir flykktust að til að afla sér upplýsinga og tryggja sér lestr- areintak af bókinni. Sem kunnugt er er Valeyrarvalsinn ein bókanna sem tilnefndar eru af Íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Guðmundur Andri. Valeyrarvals hans heillar útgáfu- stjóra Gallimard sem lofar verkið mjög. Morgunblaðið/Kristinn UMSÁTURS- ÁSTAND VEGNA VALEYRARVALS Spennusagan Áður en ég sofna (Before I Go to Sleep) eftir S.J. Watson er í þriðja sæti metsölulista Eymunds- son yfir rafbækur. Bókin er ekki komin út á prenti held- ur einungis sem rafbók. Prentaða útgáfan er væntan- leg í lok mánaðarins og ekki er að efa að bókin muni þá komast mjög ofarlega á met- sölulista yfir prentaðar bæk- ur og langlíklegast er að hún komist alla leið á toppinn. Það væri alveg í takt við viðtökur erlendis en þessi hörkuspennandi bók hefur verið þýdd á 30 tungumál, hlotið metsölu og unnið til fjölmargra verðlauna. Bókin er fyrsta verk höfundarins S.J. Watson. Aðal- persóna verksins er kona sem vaknar á hverjum morgni án þess að muna hver hún er. Með því að rýna í dagbók sem hún heldur reynir hún síðan að raða saman brotakenndum myndum og komast þannig að því hver hún er. Spennufíklum skal bent á að láta þessa bók ekki framhjá sér fara. Þess má geta að þessi snjalla spennubók mun senn verða að kvikmynd með Nicole Kidman í aðalhlutverki. Leikstjóri er Rowan Joffe. ÓMISSANDI BÓK FYRIR SPENNUFÍKLA Nicole Kidman Það er nóg af þýddum erlend- um spennusögum á markaði og nú bætist íslensk spennusaga við Hinir réttlátu er spennusaga eftir Sólveigu Pálsdóttur sem í fyrra sendi frá sér Leikarann sem fékk ágætar viðtökur. Kunnur athafnamaður finnst myrtur á golfvelli á Suðurlandi. Sama dag verður sprenging í hvalveiðiskipi sem liggur við höfnina. Lögregluliðið hefur sannarlega í nógu að snúast. Ný íslensk spennusaga Eitthvað fyrir alla í bókum vikunnar NÝJAR BÆKUR ÚT ER KOMIN EINKAR FALLEG FÆREYSK BARNA- BÓK ÞAR SEM TÓNLIST LEIKUR STÓRT HLUTVERK. MARKAÐURINN ER FULLUR AF SPENNUSÖGUM OG NÚ KEMUR EIN Í VIÐBÓT, SEM ER ÍSLENSK. ÞÝDDAR ÆVIMINNINGAR LJÓSMÓÐURINNAR JENNIFER WORTH ERU KOMNAR ÚT OG FYRR- VERANDI FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKS HEF- UR SKRIFAÐ BÓK. Eigi víkja er bók eftir Jón Sigurðs- son, fyrrverandi formann Fram- sóknarflokksins. Hér er á ferð um- ræðurit um íslenska þjóðvitund, þjóðerniskennd og þjóðhyggju. Höfundur svarar hinum fjölbreyti- legustu spurningum, eins og til dæmis þeim hverjar séu samfélags- forsendur Bjarts í Sumarhúsum og hvort þjóðmálastefna sé falin í kvæðinu um Dísu í dalakofanum. Þjóðvitund og þjóðhyggja Veiða vind er barnasaga frá Færeyjum þar sem orð, myndir og tónlist mynda skemmtilega heild. Höf- undur texta er Rakel Helmsdal, Janus á Húsagarði myndskreytir og Kári Bæk semur tónlist sem fylgir með á geisladiski ásamt upplestri Benedikts Erlings- sonar á sögunni. Þórarinn Eldjárn þýddi. Þetta er einstaklega falleg bók með litríkum mynd- um, spennandi söguþræði og heillandi tónlist. Færeyskt tónlistarævintýri * Sterkasti maður í heimi er sá semstendur einn. Henrik Ibsen BÓKSALA 24.-30. APRÍL Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Skýrsla 64 - kiljaJussi Adler Olsen 2 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 3 Svikalogn - kiljaViveca Stein 4 Iceland - Small World small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 5 Kaffi og rán - kiljaCatharina Ingelman-Sundberg 6 Vitnið - kiljaNora Roberts 7 Sækið ljósuna - kiljaJennifer Worth 8 Brynhjarta - kiljaJo Nesbø 9 Risasyrpa - FjársjóðsleitWalt Disney 10 Í trúnaði - kiljaHéléne Grémillon Kiljur 1 Skýrsla 64Jussi Adler Olsen 2 SvikalognViveca Sten 3 Kaffi og ránCatharina Ingelman-Sundberg 4 VitniðNora Roberts 5 Sækið ljósunaJennifer Worth 6 BrynhjartaJo Nesbø 7 Í trúnaðiHéléne Grémillon 8 IðrunHanne-Vibeke Holst 9 MeistarinnHjort & Rosenfeldt 10 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Þegar vínið gengur inn, gengur vitið út.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.