Morgunblaðið - 07.06.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.06.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ásókn í háskólanám virðist enn vera að aukast, miðað við tölur sem fengust frá nokkrum háskól- um. Um 10% aukning umsókna er hjá Háskól- anum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri og tvöföldun í þær brautir sem Landbúnaðarháskóli Íslands tekur inn á næsta hausti. Frestur til að skila inn umsóknum um nám næsta vetur rann út hjá flestum háskólanna í fyrrakvöld. Verið er að fara yfir umsóknir. Lang- stærsti háskólinn, Háskóli Íslands, var ekki tilbú- inn með tölur um fjölda umsækjenda í gær. Að þessu sinni sóttu liðlega 2.300 um skólavist í Háskólanum í Reykjavík. Það er tæplega 10% aukning frá síðasta ári en þá var metár í fjölda um- sókna, samkvæmt upplýsingum sem Jóhanna Vig- dís Guðmundsdóttir, forstöðumaður samskipta- sviðs, veitir. Langmesta aukningin er í tölvunarfræði, eins og í fyrra. Verkfræðin er einn- ig vinsæl, þannig er eftirtektarverð aukning í heil- brigðisverkfræði. Þá sækja umtalsvert fleiri um að komast í viðskiptafræði. Um 1.000 umsóknir höfðu í gær skilað sér til Háskólans á Akureyri. Á sama degi í fyrra höfðu um 900 umsóknir borist og segir Dagmar Ýr Stef- ánsdóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningar- sviðs, að aldrei áður hafi jafn margir óskað eftir skólavist. Hún segir þetta athyglisvert í ljósi þess fjölda sem farið hefur í nám síðustu ár vegna erf- iðleika á vinnumarkaði. Mikil aukning er í um- sóknum um nám í viðskiptafræði hjá HA og hún er að ná fyrri styrk. Hjúkrunarfræði er einnig vinsæl og sálfræðin kemur þar á eftir. 270 nemar sækja um nám við Landbúnaðar- háskóla Íslands í haust. Samsvarar það því að þrír séu um hvert laust pláss í skólanum því 90 nemar útskrifuðust frá skólanum á dögunum. Ekki er tekið inn í allar deildir en Ágúst Sigurðsson rektor segir að tvöfalt fleiri umsóknir séu um nám á þeim brautum sem nú er tekið inn á, miðað við síðast. Ágúst segir að jöfn sókn sé í greinarnar. Flestar umsóknir séu um BS-nám í búvísindum. Þá sækja um sjötíu um starfsmenntanám í búfræði. Enn fleiri vilja í háskóla  2.300 nemendur sækja um skólavist í HR sem er 10% aukning og heldur meiri aukning er hjá HA  Stefnir í enn meiri fjölgun hjá Landbúnaðarháskólanum Morgunblaðið/Eyþór Útskrift Margir stúdentar hyggja á háskólanám. Uppboð á reiðhjólum, sem ratað hafa í óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, verður haldið á morgun, laugardag. Þetta er árviss viðburður sem jafn- an hefur verið vel sóttur. Að þessu sinni verða boðin upp 105 reiðhjól og sjö barnavagnar og eru gripirnir seldir hæstbjóðanda. „Fjöldi reiðhjóla sem fara á uppboðið hef- ur haldist nokkuð jafn undanfarin ár og er yfirleitt á bilinu 100 til 115,“ segir Telma Jónsdóttir, starfsmaður óskilamunadeildar lögreglunnar. „Í ár verða einnig nokkrir barnavagnar og kerrur á uppboðinu.“ Þessi við- burður er jafnan vel sóttur og ljóst er að þar er hægt að gera góð kaup. „Á síðasta ári var ódýrasta hjólið selt á litlar tvö þúsund krónur en var nokkuð laskað en dýrustu hjólin fóru á tæpar 50 þúsund krónur,“ segir Telma. Áhugasömum er þó bent á að hafa það hugfast að ástand reiðhjólanna er mjög misjafnt. „Hjólin sem hér um ræðir eru sum hver illa farin og fólk verður að hafa það í huga áður en það festir kaup á hjóli. Við ástandsskoðum ekki hjólin þó svo að við pöss- um upp á að selja ekki eitthvað sem er ónýtt. Það er hægt að gera þessi hjól upp, en sum hafa til dæmis legið úti á túni í margar vikur og þurfa því á einhvers konar viðhaldi að halda.“ Uppboðið verður til húsa í Skútuvogi 8, Reykjavík, í húsnæði Vöku og hefst það stundvíslega klukkan 11 á laugardag. Einungis er tekið við debetkort- um eða peningum. mariamargret@mbl.is Hjól leita nýrra eigenda  Reiðhjólauppboð lögreglunnar vel sóttur viðburður  Í fyrra seldist ódýrasta hjólið á tvö þúsund krónur Morgunblaðið/RAX Reiðhjól Björk Jónsdóttir, starfsmaður óskilamunadeildar lögreglunnar, skoðar þau hjól sem boðin verða upp. Erling Blöndal Bengts- son, sellóleikari, lést í gærmorgun í Michigan í Bandaríkjunum, 82 ára að aldri. Erling Blöndal Bengtsson var einn fremsti konsertsellisti sinnar kynslóðar og lék með flestum helstu sin- fóníuhljómsveitum heims. Hann fæddist í Kaupmannahöfn 8. mars árið 1932, sonur hjónanna Sigríðar Niel- sen frá Ísafirði og danska fiðluleikarans Valdemars Bengtssons. Hann vakti snemma athygli fyrir tónlistarhæfi- leika og faðir hans gaf honum litla fiðlu þegar hann var þriggja ára. Er- ling sagði síðar frá því að þegar hann ætlaði að spila á fiðluna vildi hann alltaf hafa hana á milli fóta sér eins og selló. Þá ákváðu foreldrar hans að láta smíða fyrir hann selló. Þetta selló gaf Erling Tónlistarsafni Ís- lands árið 2011 ásamt fleiri munum. Erling kom fyrst fram opinberlega á tónleikum í Kaupmannahöfn þegar hann var fjögurra ára. Hann hélt tón- leika á Ísafirði árið 1946 og tveimur árum síðar styrkti Tónlistarfélagið á Íslandi hann til náms í Curtis- tónlistarháskólanum í Philadelphiu í Banda- ríkjunum í tvö ár. Eftir það var Erling ráðinn kennari við skólann og árið 1953 var hann ráð- inn prófessor í sellóleik við Konunglega tón- listarháskólann í Kaupmannahöfn. Hann flutti síðan til Bandaríkjanna árið 1989 og tók við pró- fessorsstöðu við tón- listardeild Michi- ganháskóla. Erling heimsótti Ís- land oft og sagði í viðtali við Morg- unblaðið árið 2011, að tónlistarlíf sitt hefði ekki verið eins án Íslands. Síð- ustu tónleikana hér á landi hélt hann árið 2007 í Laugarborg í Eyjafjarð- arsveit. Hann var m.a. sæmdur stór- riddarakrossi fálkaorðunnar og fyrr á þessu ári veitti Ásta R. Jóhann- esdóttir, þáverandi forseti Alþingis, Erling verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Stytta af Erling, eftir Ólöfu Pálsdóttur, myndhöggvara, stendur á Hagatorgi í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Erlings er Merete Blöndal Bengtsson. Þau eignuðust tvo syni, Henrik og Stef- án. Andlát Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikari „Veðrið hefur verið alveg svakalega fínt; logn og sól. Margir hafa brunnið, en fjöldi fólks hefur komið í sund í dag,“ sagði Hafsteinn Óla- son, sundlaugarvörður á Egils- stöðum, en þar mældist 20 stiga hiti í gær og var það hæsti hiti sem mældist á landinu. Grípa þurfti til þess ráðs að opna aukabúningsklefa til að taka á móti sundlaug- argestum. Hitinn hefur verið í kringum tutt- ugu stig, heiðskírt og lítill vindur síðustu þrjá daga á Austur- og Norðurlandi. Þó að spáð sé að dragi aðeins fyrir sólu á Egilsstöðum í dag og á morgun er reiknað með 18 stigum og léttskýjuðu á laugardag. Mikil veðurblíða var einnig á Akureyri í gær, annan daginn í röð; logn, heiðskírt og hlýtt í veðri. Hita- stigið fer þó lækkandi á landinu. „Undanfarna þrjá daga hefur hiti náð 20 stigum víða á Norðaustur- landi og meira að segja víðar. Hlýj- asta loftið er nú farið hjá (til norð- austurs) og ívið kaldara loft fylgir í kjölfarið,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í bloggfærslu sinni. Hitinn næstu daga verður á bilinu átta til tuttugu stig. Undir kvöld í dag verður vætusamt sunn- an- og vestanlands, en þurrt á Norðurlandi. thorunn@mbl.is Sólríkt á Norðausturlandi Morgunblaðið/Steinunn Ásmunds  Kólnar lítillega í veðri á næstunni „Þetta eru allt gripir sem hafa verið að koma inn til okkar í nokkurn tíma. Við höldum alltaf fínustu hlutunum til haga. Það hefur alltaf verið draumurinn að halda sérstæð upp- boð líka eins og þetta, þar sem um sérstakt listmunauppboð var að ræða. Það eru alltaf tvö uppboð á ári af blönduðum hlutum,“ segir Sigrún Vikingur, aðstoðarverslunarstjóri Góða hirðisins, en sérstakt listmuna- uppboð var haldið þar í gær og söfn- uðust 465 þúsund krónur. Boðnir voru upp ýmsir fágætir listmunir, þeirra á meðal voru átta munir eftir Guðmund frá Miðdal og aðrir gripir honum tengdir eins og skál sem barnabarn hans, Guðmundur Ein- arsson, bjó til. Dýrasti hluturinn sem boðinn var upp var stytta af fíl ásamt afkvæmi sínu eftir Guðmund og seldist hún á 100 þúsund krónur. Tveir silfurpen- ingar ásamt einum gullpeningi seld- ust á 67 þúsund krónur. Lárus Blöndal, sálfræðingur hjá SÁÁ, tók á móti peningaupphæðinni en allur ágóði rann til styrktar Barnahjálp SÁÁ. Næsta uppboð verður í haust og eins og venjan er mun allur ágóði renna til góðgerð- armálefnis. Hæsta upphæð sem hef- ur safnast í einu uppboði er yfir 700.000 krónur og það var haldið árið 2008. thorunn@mbl.is Fíll Guðmundar frá Miðdal seldist dýrt  465.000 krónur söfnuðust á uppboði Uppboð Fíllinn eftir Guðmund frá Miðdal seldist á 100 þúsund krónur. „Aðsókn hefur vaxið jafnt og þétt hjá okkur undanfarin ár en núna eykst hún meira,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor Land- búnaðarháskóla Íslands, sem starfar á Hvanneyri en einnig á Reykjum í Ölfusi. Hann telur að aukin aðsókn stafi ekki síst af vaxandi áhuga á náttúrutengdum greinum sem skólinn grundvallast á. En skýr- ingarnar eru fleiri að hans mati: „Þá held ég að orðspor okkar sé ágætt. Það staðfestist í mikilli gæðaúttekt sem gerð var. Þar er lýst yfir miklu trausti á skóla- starfinu. Það hlýtur að segja sína sögu. Námið er gott og get- ur nýst nemendum vel. Þess vegna sækja þeir um.“ Áhugi á náttúrunni VAXANDI AÐSÓKN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.