Morgunblaðið - 07.06.2013, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013
Svarið við spurningu dagsins
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
tilbúnar í pottinn heima
Fiskisúpur í Fylgifiskum
Verð 1.790 kr/ltr
Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér.
Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska
eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.
Hvað þarftu mikið?
Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann
Kjartan Kjartansson
Björn Már Ólafsson
Þýski listamaðurinn Julius von
Bismarck neitar því að bera ábyrgð
á náttúruspjöllum sem unnin voru í
Mývatnssveit fyrr á þessu ári. Þetta
kemur fram í yfirlýsingu frá lista-
manninum sem ber titilinn „Ísland
skítstormur“.
Hlynur Hallsson myndlistar-
maður vakti athygli á að myndir af
orðum sem höfðu verið skrifuð með
stórum stöfum á Hverfjall, Kálfa-
strönd og Grjótagjá væru til sýnis á
listasafni í Berlín og væru eignaðar
Bismarck.
Í sýningarskrá sýningarinnar,
sem aðgengileg er á netinu, segir að
Bismarck hafi ásamt frönskum lista-
manni, Julian Charrière, skrifað
orðið „crater“ í gíg líkt og gert var í
Hverfjalli. Önnur mynd af mosa-
breiðu sem á er letrað „mosi“ er
einnig á sýningunni og virðist hafa
verið tekin á Íslandi. Á öðrum mynd-
um má meðal annars sjá skóg þar
sem orðið „skógur“ hefur verið
skrifað á trén.
Sérlegur listamaður CERN
Í stuttri yfirlýsingu sem hann
sendi til fjölmiðla í gær segir Bis-
marck að myndirnar átta sem til-
heyri sýningu hans sem ber nafnið
„List“ hafi verið teknar í fjórum
löndum á árunum 2012 og 2013.
Nafnlausir listamenn á hverjum
stað hafi unnið með honum að áletr-
ununum. Hann hafi sjálfur ekki
stjórnað gerðum þeirra á neinum
tímapunkti. Ónefndu listamennirnir
hafi verið algerlega á eigin vegum
þegar þeir gerðu áletranirnar. Sjálf-
ur hafi Bismarck vissulega komið til
Íslands en það hafi verið árið 2010.
Bismarck þessi er 28 ára gamall,
fæddur í Þýskalandi en er alinn upp
að hluta til í Sádi-Arabíu að því er
kemur fram á heimasíðu hans. Hann
nam meðal annars við Rýmis-
tilraunastofnunina í Berlín sem Ólaf-
ur Elíasson stofnaði. Í viðtali við
tímaritið Wired lýsir Bismarck að-
dáun sinni á dansk-íslenska lista-
manninum.
„Ég hafði áhuga á því hvernig
honum tókst að selja [það sem hann
gerir] sem list og að fá fólk til að
trúa að það sem hann var að gera
væri list en ekki bara regnbogi, foss
eða ljósapera,“ sagði Bismarck í við-
talinu. Hann hefur meðal annars
unnið sér það til frægðar að vera
sérlegur listamaður svissnesku
CERN-rannsóknarstofnunarinnar
sem gerir rannsóknir með stóra
sterkeindahraðalinn.
„Eitt úrræðið sem við höfum er að
gera úr þessi milliríkjalögreglumál,
þá er þessu beint gegnum al-
þjóðadeild ríkislögreglustjóra og
málið er sent til útlanda til rann-
sóknar. Önnur leið er að íslenskir
lögreglumenn fari og rannsaki málið
erlendis í samvinnu við þarlend yf-
irvöld,“ segir Sigurður Brynjólfsson,
yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á
Húsavík sem segir jafnframt að það
kæmi ekki á óvart þó að fleiri nátt-
úruspjöll fyndust í kjölfarið og vísar
þar til mosamyndarinnar á sýningu
Bismarcks.
Lögregla á von á að hafa
hendur í hári spellvirkjans
Sigurður segir að lögreglan hafi
búist við því að það kæmist upp um
sökudólginn fyrr eða síðar og hún
hafi fylgst með á netinu hvort mynd-
ir af náttúruspjöllunum skytu upp
kollinum.
Þegar er búið að hreinsa áletr-
anirnar í Grjótagjá og Hverfjalli en
sú þriðja stendur enn.
„Skítstormur“ geisar á Íslandi
Julius von Bismarck neitar því að bera ábyrgð á náttúruspjöllunum sem unnin voru í Mývatnssveit
Nafnlausir listamenn í fjórum löndum unnu með honum að áletrununum Voru á eigin vegum
Morgunblaðið/Kristín Heiða Kristinsdóttir
Hraun Eitt verka þýska listamannsins Julius von Bismarcks sem nú er á sýningu í Berlín sýnir orðið „Lava“
málað á hraun. Hlynur Hallsson myndlistarmaður vakti athygli á tengslum Bismarcks við náttúruspjöllin.
Segist saklaus Þýski listamaðurinn Julius Von Bismarck ber af sér ásakanir um að
hafa framið náttúruspjöll í Mývatnssveit fyrr á þessu ári.
Morgunblaðið/Kristín Heiða Kristinsdóttir
Náttúruspjöllin á Norðausturlandi
eru ekki þau fyrstu sem eru unnin
þar í nafni listar. Árið 1992 uppgötv-
aðist að einhver hafði málað ættartré
Völsunga á berg í Jökulsárgljúfri á
leiðinni milli Öskju og Kverkfjalla.
Talið var að spjöllin hefðu verið unn-
in allt að átta árum áður. Síðar kom í
ljós að Hollendingar báru ábyrgð á
þeim gjörningi.
Ættartréð var málað á 10-12
metra hátt berg, var um þrjár til
fjórar mannhæðir og hver stafur tíu
til fjörutíu sentímetra hár að því er
sagði í frétt Morgunblaðsins af nátt-
úruspjöllunum 24. október 1992. Í
trénu mátti skýrt lesa nöfn Sigurðar
Fáfnisbana og fleiri þekktra Völs-
unga.
Stendur inni í gljúfrinu
Að sögn Sigurðar Brynjólfssonar,
yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á
Húsavík, voru menn líklega ein-
hverja daga að bisa við ættartréð
með tilheyrandi sigvaði frá bjarg-
brún. Menn hefðu talið sig vita
hverjir voru þar á ferð en málið hefði
aldrei orðið að refsimáli. Að því er
Sigurður best veit stendur „lista-
verkið“ enn í gljúfrinu en stafirnir
séu þó eitthvað farnir að veðrast.
Náttúruspjöll Ættartré Völsunga var krotað á berg í Jökulsárgljúfri á 9.
áratug síðustu aldar. Það uppgötvaðist ekki fyrr en nokkrum árum síðar.
Teiknuðu ættartré
í Jökulsárgljúfri
Stafirnir eitthvað farnir að veðrast