Morgunblaðið - 07.06.2013, Side 17

Morgunblaðið - 07.06.2013, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Upplifun Slökun Endurhæfing VIÐ FUNDUM EKKI UPP HUGMYNDINA, EN VIÐ FULLKOMNUÐUM HANA Fáðu meira fyrir minna með Master Spas nuddpottum, þar sem gæði, ending og vandaður frágangur er til fyrirmyndar. 1.250.000,- Ný vörulína frá Master Spas á tilboði út maí Fullt verð kr. 1.330.000 m/vsk TS 6.2 198 x 198 x 86 cm 5 - 6 manna Morgunblaðið/Kristinn Sumarþing sett Að lokinni guðs- þjónustu í gær gengu þingmenn frá Dómkirkjunni til Alþingishússins. Skúli Hansen skulih@mbl.is Stjórnarandstaðan hlaut for- mennsku í tveimur þingnefndum, velferðarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, í gær þegar þingmenn kusu um skipan nefnda í kjölfar setningar þingsins. Þá mun stjórnarandstaðan jafnframt gegna varaformennsku í þremur nefndum til viðbótar; allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnu- veganefnd og umhverfis- og sam- göngunefnd. Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð fékk tvö embætti. Ögmundur Jónasson var kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar og Lilja Rafney Magn- úsdóttir er nýr varaformaður at- vinnuveganefndar. Þá var Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Sam- fylkingarinnar, kjörin varafor- maður umhverfis- og samgöngu- nefndar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, er nú formaður vel- ferðarnefndar. Þá verður Páll Valur Björns- son, þingmaður Bjartrar fram- tíðar, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Stjórnarflokkarnir tveir fengu formennsku í þremur nefndum hvor um sig. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fer með formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd, Jón Gunn- arsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, er formaður atvinnu- veganefndar og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, fer með for- mennsku í utanríkismálanefnd. Nýr þingflokksformaður Framsóknarþingmennirnir Vig- dís Hauksdóttir, Frosti Sigur- jónsson og Höskuldur Þórhallsson gegna formennsku í nefndum. Vigdís er formaður fjárlaga- nefndar, Frosti formaður efna- hags- og viðskiptanefndar og Höskuldur er formaður umhverf- is- og samgöngunefndar. Sigrún Magnúsdóttir var kjörin þingflokksformaður Framsóknar- flokksins á fundi þingflokksins í gær, Þórunn Egilsdóttir varafor- maður þingflokksins og Ásmund- ur Einar Daðason er nú ritari hans. Stjórnarandstaðan fékk for- mennsku í tveimur nefndum  Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknar Morgunblaðið/Kristinn Sátt á þinginu Guðlaugur Þór Þórðarson, Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson voru léttir í bragði þegar Alþingi var sett í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.