Morgunblaðið - 07.06.2013, Side 26

Morgunblaðið - 07.06.2013, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar rætt erum hvernigfara eigi með umsóknina um aðild að Evr- ópusambandinu og aðlögunarferlið sem nú hefur staðið yfir í nokkur ár gleymist yfirleittt hvernig þetta ógæfulega ferli hófst. Upphafið skiptir þó miklu máli í þessu sambandi vegna þess hversu óeðlilegt það var og hvaða vinnubrögð- um var beitt til að knýja fram að Ísland skyldi sækja um að- ild. Eins og Birgir Ármannsson alþingismaður lýsti því í þing- ræðu þegar fyrrverandi rík- isstjórn knúði málið í gegn með naumum meirihluta mátti heyra „svipuhöggin dynja á þingmönnum Vinstri grænna“ og „handjárnahringlið“ glumdi í þinginu dagana á undan at- kvæðagreiðslunni. Forysta fyrrverandi ríkisstjórnar greip eina tækifærið sem hún hafði, skömmu eftir kosning- arnar 2009, til að beita því afli sem hún þá hafði enn til að þvinga þingmenn sem and- snúnir voru aðild að ESB til að greiða þrátt fyrir það atkvæði með umsókninni. Í þessu skyni var einnig beitt blekkingum um þann tíma sem umsókn- arferlið tæki og ekki síður um það hvers konar ferli tæki við. Enginn forsprakka umsókn- arinnar viðurkenndi að um að- lögunarferli væri að ræða. Raunar hafa þeir enn ekki við- urkennt þá einföldu staðreynd. Þessu til viðbótar gleymist oft í umræðunni um að hætta við umsóknina að fyrrverandi ríkisstjórn neitaði að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækja skyldi um aðild. Engin áhætta skyldi tek- in með því að bera málið undir þjóð- ina, enda erfiðara að koma böndum á hana en nokkra þingmenn sem hægt var að beita miklum þrýstingi í návígi. Beina lýðræðið sem Samfylking og Vinstri grænir segjast styðja og tala jafnvel fjálglega um á tyllidögum kom ekki til álita þá. Ekki frekar en þegar þjóðin tók völdin í tví- gang af ríkisstjórninni í Ice- save-málinu. Þessi aðdragandi málsins, að ógleymdri meðferð fyrrver- andi ríkisstjórnar á því allar götur síðan, styður vitaskuld að gengið sé ákveðið til verks nú við að slíta viðræðunum og losa þjóðina við þá óvissu og átök sem þeim fylgja. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um að hefja viðræður og því algerlega órökrétt að þjóð- aratkvæðagreiðsla fari fram um að hætta þeim eins og stundum hefur flögrað fyrir í umræðunni. Hitt er augljóst, eins og bent hefur verið á, að umsókn um nýjar viðræður, dytti einhverjum í hug að sækja um aðild aftur síðar, kallaði á samþykki þjóð- arinnar. Utanríkisráðherra hefur til- kynnt að hann hafi stöðvað alla vinnu við umsóknina og vænt- anlega hefur þeirri ákvörðun verið fylgt eftir um allt stjórn- kerfið og hjá sendimönnum Ís- lands erlendis. Næsta skref hlýtur svo að vera að enda við- ræðurnar og loka þannig þess- um dapurlega kafla í sögu þjóðarinnar. Umsóknarferlið fór illa af stað en getur hlotið skjótan og farsælan endi} Nú þarf að loka kafla Þegar hópurfólks, sem fylgist vel með, horfði á þingmenn koma til síns fyrsta fundar og taka sér sæti í sal heyrðist hvað eftir annað spurt: „Hver er þessi?“ „Hver er þessi?“ Það þarf þó ekki að vera neitt lakara. Breytingar á skipun Alþingis hafa vissu- lega verið óvenjumiklar, þeg- ar horft er til tvennra sein- ustu kosninga. Því er óneitanlega nokkur skortur á reynslu á Alþingi núna. En hitt er einnig staðreynd að álit þjóðarinnar á þinginu sem slíku hefur staðið óvenju- lega lágt síðustu misserin. Því er tækifæri til þess nú að ná til fólks á ný og vinna traust þess. Og það skiptir miklu að það takist. Það er ekki innantómur frasi að Alþingi sé mikilvægasta stofnun þjóð- arinnar. Stjórn- arskráin gefur Al- þingi vald til að setja almennar leikreglur í þjóðfélaginu, leikreglur sem iðulega fylgja hörð viðurlög séu þær brotnar. Að auki fer þingheimur með fjárveiting- arvaldið, heldur um budduna og hefur skattlagning- arvaldið, þar sem ríkið slær eign sinni á stóran hluta þess sem einstaklingurinn hefur aflað og deilir út að geðþótta og ekki endilega alltaf skyn- samlega. Fámennur hópur hefur því fengið mikið vald í sínar hendur, til að fara með í þjóðarumboði í fjögur ár. Það veltur á miklu að hann rísi undir ábyrgð sinni og njóti trausts til starfa. Nýjum þingmönnum fylgja góðar óskir og nokkrar væntingar} Alþingi hefur störf STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon F orseta lýðveldisins, Ólafi Ragnari Grímssyni, varð tíðrætt um Evr- ópusambandið í ræðu sinni við setningu Alþingis í gær sem kunnugt er og hafa ekki sízt orð hans um að sambandinu lægi ekki á að ljúka umsóknarferlinu gagnvart Íslandi verið á milli tannanna á einhverjum síðan. Tveir valin- kunnir kratar kusu í það minnsta að skilja um- mæli forsetans sem svo að Evrópusambandið vildi ekki Íslendinga í sambandið. Þeir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, sem líklega ber hvað mesta ábyrgð á því að umsóknin var send til Brussel á sínum tíma, og Karl Th. Birgisson. Össur krafði forsetann um skýringar á því í gær í samtali við Ríkisútvarpið hvaða ríki Evrópusambandsins það væru sem vildu ekki Ísland í sínar raðir og Karl spurði á heimasíðu sinni hvort evrópskir forsætisráðherrar hefðu verið að ljúga þegar þeir hefðu lýst því yfir á undanförnum árum að þeir vildu gjarnan fá Ísland inn í Evrópusambandið. Ekki veit ég það fyrir víst, en ummæli þeirra félaga benda til þess að þeir hafi ekki skilið hvað Ólafur var að fara. Ég taldi það þó nokkuð borðleggjandi. Hann var ekki að segja að Evrópusambandið vildi ekki að Ísland gengi í það heldur aðeins að því lægi ekki á í því sam- bandi. Forsetinn gefur síðan skýringu á þessu. Evrópusam- bandið vildi að hans mati ógjarnan að Íslendingar felldu inngöngu í sambandið í þjóðaratkvæði líkt og Norðmenn hefðu áður gert í tvígang. Það yrði áfall fyrir ráðamenn í Brussel. Karl kom reyndar aðeins inn á þetta og hæddist að þeirri hugmynd að það yrði á einhvern hátt slæmt fyrir Evrópusambandið ef það yrði fyrir „höfnun frá stórríkinu Íslandi“. Fyrir það fyrsta er vitanlega óþarfi að gera lítið úr Íslandi með því að tala um það í hæðn- istóni sem stórríki. Þarf Ísland að vera stór- ríki til þess að skipta máli? Er þarna á ferð- inni minnimáttarkennd? Eða stórveldis- hyggja? Það að Ísland er ekki stórveldi kom allavega ekki í veg fyrir að José Manuel Bar- roso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, nefndi það á sínum tíma ítrekað sem rök fyrir meintri heilsu evrusvæðisins að Ísland stefndi að aðild að því. Ísland skipti greinilega máli í þeim efnum. En þess utan vaknar eðlilega sú spurning hvort Karl geri sér grein fyrir þeim alvarlegu efnahagslegu erf- iðleikum sem ríki innan sambandsins, og um leið það sjálft, hafa glímt við á undanförnum árum? Það er full- komlega skiljanlegt í því ljósi að Evrópusambandið hafi ekki áhuga á því að stuðla vísvitandi að neikvæðum frétt- um tengdum því. Auk þess er markmið Evrópusam- bandsins með umsóknarferlinu auðvitað að Ísland gangi í sambandið og skiljanlegt að því liggi ekki ýkja mikið á þegar ljóst er að inngöngu yrði að öllum líkindum hafn- að. En þá er ferlinu líka sjálfhætt. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Forsetinn misskilinn Pistill tækið hefði getað selt um þúsund miða í viðbót. SBA fékk rútur að láni úr nágrannasveitarfélögunum og að auki voru 14 tómar rútur keyrðar sérstaklega frá starfsstöð SBA í Reykjavík til að sinna verk- efnum dagsins. Þá voru allir leið- sögumenn kallaðir út, m.a. komu nokkrir sérstaklega frá Reykjavík. Bergþór bætir við að hægt hefði verið að flytja mun fleiri farþega hefði verið lengra á milli skipanna en þau lögðust að höfn nánast á sama tíma. Þá vill Bergþór einnig koma á framfæri að afköst ferðaþjónustu- svæða séu einnig takmarkandi þátt- ur. „Við höfum haft það viðmið að 800-900 ferðamenn geti verið í Mý- vatnssveit í einu. Þá erum við að tala um að hluti þess fjölda sé í Dimmu- borgum, hluti í Námaskarði og hluti í mat. Í gegnum reynslu undanfar- inna ára erum við búinn að finna út að þetta sé nokkurn veginn fjöldinn án þess að allt sé á öðrum endan- um,“ segir Bergþór. Minjagripir, hönnun og léttar veitingar Aðspurð segir María að ekki liggi fyrir hve miklar tekjur verði eftir í bænum í kjölfar svona dags. Hins- vegar vinni Rannsóknarmiðstöð ferðamála að kortlagningu tekna vegna skemmtiferðaskipa. Skipa- farþegar kaupi mikið af minjagrip- um, þá sé ásókn í íslenska hönnun töluverð. Einnig sæki farþegarnir mikið í kaffihús og léttari veitingar. Fjölgaði um fimm þúsund í bænum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gjaldeyrir Skemmtiferðaskipin tvö eru engin smásmíði. Ferðalangarnir settu sterkan svip á bæjarlífið á Akureyri á miðvikudag jafnvel þótt fjölmargir þeirra hefðu verið í skoðunarferðum á Norðurlandi lungann úr deginum.  70 rútur fóru með skipafarþega í skoðunarferðir FRÉTTASKÝRING Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Þetta gekk alveg frábærlegaog ekki komu upp neinvandamál. Það myndastsvona tilfinning eins og maður sé kominn til útlanda. Fólk var voðalega afslappað og sat úti alls staðar þar sem hægt var að sitja,“ segir María Helena Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferðamála á Akureyr- arstofu. Á miðvikudag voru tvö stór skemmtiferðaskip í Akureyrarhöfn með rúmlega fimm þúsund farþega innanborðs auk áhafnar. 70 rútur þjónustuðu farþegana og voru brott- farir um 90. Mikið líf var í bænum, margir ferðamenn röltu um bæinn, aðrir fóru í skoðunarferðir, annað- hvort innanbæjar eða um nátt- úruperlur á Norðurlandi. Fengu rútur frá Reykjavík „Þetta var rosalega stór dagur, við fluttum um 2.900 farþega í okkar skipulögðu ferðum skv. samningi við skipafélögin,“ segir Bergþór Erl- ingsson, markaðsstjóri hjá Sérleyfisbílum Akureyrar (SBA). Fyrirtækið býður farþegum skemmtiferðaskipanna upp á nokkr- ar gerðir skoðunarferða, m.a. á Mý- vatn og Goðafoss. Samtals voru farnar 62 ferðir og færri komust að en vildu að sögn Bergþórs sem segir að flutningsgeta SBA hefði ekki nægt til að sinna eftirspurn, fyrir- Skemmtiferðaskipin tvö sem lágu við Akureyrarhöfn á mið- vikudag greiða um 9 milljónir kr. í hafnargjöld. Alls greiddu skemmtiferðaskip um 100 millj- ónir kr. í hafnargjöld til Akureyr- arhafnar á síðasta ári og segir Pétur Ólafsson, skrifstofustjóri, hafnarskrifstofu bæjarins, að allt stefni í að gjöldin í ár muni nema 125-130 milljónum kr. „Við áætlum að um 80 þús- und farþegar komi í ár, svo má reikna með 30 þúsund manns í áhöfn,“ segir Pétur. „Við höfum verið að leika okkur að útreikn- ingum og ef meðaltalsaukning síðustu 20 ára heldur áfram stefnir í 150 þúsund farþega ár- ið 2021.“ 130 milljónir í hafnargjöld 150.000 FARÞEGAR 2021? Mona Lisa í Akureyrarhöfn árið 2010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.