Morgunblaðið - 07.06.2013, Side 30

Morgunblaðið - 07.06.2013, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2013 ✝ Eggert Bergs-son fæddist á Unastöðum í Kol- beinsdal í Skaga- firði 28. nóvember 1929. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. maí 2013. Foreldrar Egg- erts voru Bergur Magnússon, bóndi á Unastöðum, f. 13.10. 1896, d. 13.4. 1987, og Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 14.12. 1892, d. 19.10. 1960. Eggert átti þrjár systur, þær Guðrúnu, f. 19.2. 1922, d. 26.2. 1996, Margréti, f. 17.8. 1924, d. 2.11. 2007, og Steinunni, f. 8.7. 1932. Eggert kvæntist Ingunni Jónsdóttur hinn 3. júlí 1965. Foreldrar hennar voru Jón Gíslason, bóndi á Skálafelli í Suðursveit í Austur-Skaftafells- sýslu, og Pálína Gísladóttir hús- Diljá. 4) Hlynur Eggertsson, f. 20.11. 1973, hans börn eru Gabríella Rán, Einar og Mikael Eggert. Eggert fæddist á Unastöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði og ólst upp í Skagafirðinum. Árið 1948 fluttist hann ásamt fjöl- skyldu sinni til Siglufjarðar og svo til Reykjavíkur árið 1951. Hann nam húsasmíði og lauk prófi frá Meistaraskóla húsa- smiða árið 1965. Eggert starf- aði alla tíð við smíðar, lengst af hjá ÍAV víðsvegar um landið en frá árinu 1972 rak hann sitt eigið byggingafyrirtæki, Berg sf., ásamt félaga sínum. Bygg- ingafélagið Berg byggði heimili fyrir marga tugi fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu og vann þar að auki að ýmsum við- gerðum og viðhaldsverkefnum í trésmíði. Eggert var snjall bridgespilari og virkur fé- lagsmaður innan Bridge- sambandsins. Hann vann til fjölda verðlauna á því sviði. Eggert verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag, 7. júní 2013, kl. 13. freyja. Fóstursonur Eggerts og sonur Ingunnar var Jón Gíslason, f. 25.3. 1963, d. 1.1. 2008. Önnur börn Egg- erts og Ingunnar eru: 1) Bergdís Ingibjörg Eggerts- dóttir, f. 18.3. 1965, gift Gretti Sigurð- arsyni, þeirra börn eru Lena Margrét, Sunneva Björk og Bjarki. Lena er í sambúð með Atla Sigmari Þorgrímssyni, þau eiga eina dóttur, Evu Marín. 2) Pálína Sigurrós Eggertsdóttir, f. 12.2. 1969, gift Nikulási Kristni Jóns- syni, þeirra börn eru Tinna Rut, Sonja og Ingunn Dögg. Tinna er í sambúð með Krist- leifi Halldórssyni, þau eiga þrjú börn, Birtu Líf, Ólaf Loga og Kristleif Bjarna. 3) Sonja Egg- ertsdóttir, f. 7.12. 1972, dætur hennar eru Rebekka Rut og Ástarkveðja frá eiginkonu Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðinn. Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli. Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á en ég sakna þín mest á nóttunni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund en þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas) Ingunn (Inga). Fyrir 16 árum sá ég tengdaföð- ur minn fyrst í Daltúni. Mér stóð svolítill stuggur af honum, hann virtist frekar þögull og horfði á mig þungbrýndur. Ég ætlaði, jú, að verða eiginmaður elstu dóttur hans, svo kannski var þetta bara eðlilegt. Þegar ég fór að kynnast honum nánar kynntist ég hans rétta manni. Innan við harða skel- ina leyndist traustur, góður og hjálpsamur maður. Eggert hjálp- aði okkur mikið þegar kom að alls kyns smíðavinnu og vandvirkari mann var erfitt að finna. Allt varð að vera pottþétt. Þegar við Beddý keyptum húsið sem við búum í núna kom Eggert að skoða og taka út smíðina. Hann snerist í nokkra hringi og horfði á boga- dregna gluggana á efri hæðinni. Eftir dágóða stund sagði hann loksins „ja, hér var ekki verið að hugsa um smiðinn“. Það hefði sjálfsagt mátt gera þetta öðruvísi, að hans mati. Eftir því sem árin liðu styrktist samband okkar og þegar kom að því að ég kvæntist Beddý, elstu dóttur hans, þá gekk ég á hans fund og bað formlega um hönd hennar. Honum fannst þetta nú dálítið skrítið, en samþykkti gjörninginn þó. Eggert hafði gaman af að ferðast og fannst mikið til koma hversu víða ég hafði farið um land- ið, svo sem um allt hálendið og jöklana. Stundum sátum við yfir landakortum og ferðuðumst þar. Einnig hafði hann mikinn áhuga á fótbolta, þá sérstaklega ensku deildinni. Okkar lið var að sjálf- sögðu Liverpool. Það dugði ekki að horfa á liðið bara í sjónvarpinu, svo þá þurfti bara að drífa sig til Liverpool á alvöruleik. Þetta var á afmælisdaginn hans, 28. nóvem- ber 2004, þá 75 ára gamall. Nikki, hinn tengdasonur hans, hafði komið því þannig fyrir að við feng- um að hitta gamlan Liverpool- leikmann. Sá óskaði Eggerti til hamingju með daginn á ensku og talaði um áhuga ungra sem aldinna á fót- bolta og hversu langt menn væru tilbúnir að ferðast til að sjá liðið sitt spila og tók sem dæmi Eggert, þennan fullorðna herramann sem var kominn alla leið frá Íslandi til að sjá Liverpool spila. Svo gaf hann Eggerti rauðvínsflösku, merkta Liverpool. Eggert hlustaði á þann enska af athygli og ánægju og þegar hann hafði lokið máli sínu tók Eggert í höndina á honum, horfði í augu hans og sagði á íslensku: „Þakka þér kærlega fyrir þetta, góði.“ Þeir skildu alveg hvor annan á sinn hátt. Eggert var sómamaður, hreinn og beinn. Ég kveð tengdapabba og þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að þekkja hann. Vertu sæll. Grettir Sigurðarson. Elsku besti fallegi afi minn. Síð- ustu dagar hafa verið ansi erfiðir, en ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið örlitla stund með þér og fengið að kveðja þig. Afi Eggert, þú varst eini afi minn, en sá allra besti og margir öfunduðu mig fyrir að eiga svo góðan og ljúfan afa sem gaf sér mikinn tíma til að eyða með afas- telpunni sinni. Þú varst eins og hetja í mínum augum og oftast nær var nafnið þitt kallað ef eitt- hvað bjátaði á. Fallega Daltúnið var minn griðastaður og mitt ann- að heimili í æsku og fyrir það er ég ævinlega þakklát, því hjá ykkur ömmu var afskaplega gott að vera. Við vorum miklir vinir og gátum við brallað ýmislegt tvö saman. Ég gat alltaf treyst á þig, sama hvað það var. Þá má segja að ég hafi verið hálfgerð „afastelpa“ og gat oft platað þig til gera eitthvað með mér, eins og t.d. þegar þú keyrðir langleiðina til Selfoss bara svo ég gæti farið í reiðtúr og þú beiðst eftir mér í bílnum á meðan. Ég mun aldrei gleyma öllum fal- legu minningunum okkar saman og þín er og verður alltaf sárt saknað, elsku afi minn. Brosið breitt og augun skær, bið guð þig að geyma, bestu þakkir, þú varst mér svo kær. Þér mun ég aldrei gleyma. (Guðný Sigríður) Þín afastelpa, Tinna Rut Róbertsdóttir. Elsku afi minn. Það er ótrúlegt hvernig þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur og maður gat alltaf treyst á þig, allar þessar sundferðir og ís- bíltúrar. Ég man líka vel eftir því hvern- ig þú lést mig alltaf brosa með því að skvetta vatninu á okkur með höndunum í sundi. Ég mun sakna þín ógurlega mikið afi minn en ég veit að þér líður vel þarna, og þegar ég eign- ast börn og barnabörn mun ég minnast þín og segja þeim frá hversu frábær og góðhjartaður maður þú varst. Afi minn, þú varst og verður ávallt hetjan mín. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann. Í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt. Hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima. En eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Þínar afastelpur, Ingunn Dögg Nikulásdóttir og Sonja Nikulásdóttir. Ég skrifa þessi orð snemma morguns hér í Atlanta en þó ég sé órafjarri þá leitar hugurinn heim svo stuttu eftir fráfall afa Eggerts. Ég hefði gefið mikið til að geta verið viðstödd útförina, hjálpað til við undirbúninginn, tekið utan um ættingjana og haldið í hönd ömmu Ingu sem kveður nú ástina sína eftir meira en hálfrar aldar sam- veru. Ég get aðeins vonað að ég verði enn eins ástfangin og þau voru eftir öll þessi ár. Að geta enn hlegið, rifist svolítið (en fullyrt við barnabörnin að vera bara að tala saman), strítt hvort öðru, tautað stundum, horft svo ástleitnum augum á maka sinn og smellt á hann kossi, að því er virðist upp úr þurru – þannig upplifði ég sam- band ömmu og afa, ranghvolfandi augunum sem barn, en brosandi í dag því nú veit ég hversu dýrmætt þetta er. Ég upplifi nú aðrar tilfinningar en ég bjóst við þegar afi færi. Ég var nefnilega svo heppin að fá að kynnast honum síðustu árin sem manni, ekki bara sem afa. Hann var vissulega enn sá brosmildi, klári, stóri og sterki afi sem smíð- aði ÖLL húsin í Kópavogi og gat kastað manni svo gríðarhátt í sundi, afi sem hafði alltaf tíma fyr- ir barnabörnin, hossaði þeim á lærunum eða fór í sunnudagsbílt- úr út í sveit – en hann var nú líka orðinn mannlegur. Hann var ekki eins harðger og ég hafði alltaf tal- ið, hann var líka mjúkur og gat svo sannarlega fundið til, eins og ég sá best þegar Nonni dó. Ég sat hjá honum á Borgarspítalanum fyrir nokkrum mánuðum og við horfð- um út um gluggann yfir Kópavog. Röddin var veik en hann sagðist hafa áorkað svo miklu. Ég skildi það þannig að hann var sáttur við lífið sem hann hafði lifað og var tilbúinn til að kveðja þennan heim. Hann vissi hvað hann var ríkur og myndi skilja mikið eftir sig þegar hann færi. Þetta hjálpar mér mik- ið, því í stað sorgarinnar er auð- velt að einbeita sér heldur að dýr- mætum minningum um þann afa og þann mann sem við vorum öll svo heppin að eiga að. Hvíl í friði, elsku afi. Lena M. Aradóttir. Ég kynntist Eggert mági mín- um fyrst vorið 1964. Inga systir mín og hann voru þá að hefja sinn búskap í Kópavogi. Það voru strax góð kynni að kynnast Eggert. Hann bauðst srax til að lána mér bíl meðan ég stóð sjálfur í bíla- kaupum og var það vel þegið. Og það var alltaf svona, ef hann gat eitthvað aðstoðað þá bauð hann aðstoð. Og gistingin sem ég fékk vorið 1964 átti ekki eftir að verða síðasta gistingin og alltaf var jafn- gott að koma og spjalla við Egg- ert. Við spjölluðuðum um allt milli himins og jarðar. Jafnvel pólitík. Eggert hafði þann eiginleika að rífast ekki við fólk. Og við vorum alltaf sammála í pólitík þótt ég vissi að Eggert styddi Sjálfstæð- isflokkinn en ég sjálfur væri ein- hvers staðar úti á túni. Eggert var mikill spilamaður og vann til margra verðlauna í bridsinu. En hann hafði líka gaman af að tefla. Og við tókum marga skákina. Eggert var betri skákmaður en ég, svo ég hafði oftast þann hátt- inn á að sækja grimmt, en það dugði sjaldnast. Og ekki var ónýtt að leita til Eggerts með vinnu þeg- ar maður var á milli úthalda. Hann byggði margt íbúðarhúsið og marga blokkina og aldrei gaf hann annað til kynna en ég væri vel- kominn í vinnu þótt hann vissi að ég yrði hugsanlega farinn á sjó fyrirvaralaust. Og hann þyrfti jafnvel að keyra mig til skips eins og kom fyrir. Ég vann hjá honum þegar hann var að byggja íbúðir í Engihjallanum, í Árbænum og Furugrundinni. Hann rak bygg- ingarfélagið Berg og þetta var á árunum milli 1970 og 80. Eggert var í mörg ár verkstjóri hjá Ís- lenskum aðalverktökum áður en hann fór sjálfur í byggingarbrans- ann. Hann hafði einstakt lag á að stjórna fólki við vinnu og það var gott að vinna með honum. Og allt- af var stutt í léttleikann og grínið. Ég kveð góðan vin og mág. Við Elsa vottum Ingu systur minni og öllum aðstandendum innilega samúð. Sigurgeir Jónsson. Í dag er ég bæði hrygg og glöð, ég samgleðst Eggerti mági mín- um að vera kominn yfir í eilífð- arlandið, sem hann var farinn að þrá. Það var um vorið 1962 sem ég fór að vinna hjá Íslenskum aðal- verktökum á Stokksnesi, en Inga systir var að vinna þar. Fljótlega tók ég eftir dökkhærðum, brún- eygðum, brosmildum og kátum manni sem var alltaf að tala við litlu börnin sem voru þarna. Síðar varð þessi sami maður mágur minn. Okkar kynni hafa staðið í 51 ár. Enginn maður mér óskyldur hefur verið mér betri. Og man ég aldrei eftir að okkur hafi orðið sundurorða þótt nærri daglegur samgangur hafi verið í öll þessi ár. Eggert var einn af þeim mönn- um sem fannst betra að gera öðr- um greiða en að láta gera sér greiða. Þegar ég bjó ein með tvö lítil börn var Eggert mitt hald- reipi. Hann hjálpaði mér að finna íbúð, kom eftir langan vinnudag þegar kvölda tók og hjálpaði mér að flytja. Ég gat ávallt reitt mig á aðstoð hans ef með þurfti. Mér fannst Eggert aldrei verða samur eftir ótímabært andlát Nonna fyrir fimm árum. Ég sá hann síðast 2. maí á heimili hans í Daltúni. Ég var með ársgamlan dótturson minn í fanginu. Á þess- um tímapunkti var Eggert orðinn mjög veikur en einlægur áhugi hans á börnum var sá sami. Hann horfði stíft á drenginn, reyndi að brosa til hans og hvíslaði „hvað er hann gamall“. Það voru okkar síð- ustu samskipti. Hvíl í friði, elsku mágur. Þér mun ég aldrei gleyma. Róshildur. Eggert Bergsson, frændi minn, er látinn. Ég á margar og góðar minningar um þann góða mann. Að koma í Daltúnið til hans og Ingu þegar ég var lítil stelpa, hvort heldur í stutta heimsókn eða til að gista er við fjölskyldan kom- um í bæjarferð, er nokkuð sem ég minnist alltaf, því afskaplega gott var að vera hjá þeim heiðurshjón- um. Ef Eggert átti ekki von á okk- ur vísaði hann okkur í eldhúsið, hellti upp á kaffi og svo var hann skyndilega horfinn. Það þýddi eitt, hann skrapp í Nóatún eftir bakk- elsi, svo miklu og mörgum tegund- um að litlar stelpur að norðan vissu ekki hvað skyldi velja. Hann virtist hafa agalega gaman af því að gefa fólki að borða. Takk elsku Eggert fyrir góðar og skemmtilegar samverustundir, og sérstaklega var ánægjulegt ættarmótið okkar fyrir þremur árum og gaman að fara með þér að Unastöðum og fá allar sögurnar þaðan síðan í gamla daga. Elsku Inga mín, missir þinn er mikill og sendi ég þér og afkom- endum ykkar öllum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðrún Helga Marteinsdóttir. Eggert Bergsson ✝ Guðbjörg H.Beck fæddist að Hamri í Vest- mannaeyjum 18. ágúst 1924. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. maí 2013. Foreldrar henn- ar voru Helgi Hjálmarsson, fædd- ur að Efri-Rotum í Holtssókn, Rang- árvallasýslu, 13.10. 1880, d. 6.4. 1976 og Guðbjörg Vigdís Guð- mundsdóttir, fædd í Miðbæ, Siglunesi, Vestur-Barðastrand- arsýslu 12.12. 1889, d. 25.8. 1924. Systkini Guðbjargar eru: Hermann, f. 1916, d. 2006, Magnús, f. 1917, d. 1992, Hjálm- ar, f. 1920, d. 1993, Gunnar Ágúst, f. 1923, d. 2000, Sigurður Helgi, f. 1926, d. 1991, Hlöðver, f. 1927, d. 2007, Gústaf, f. 1928, d. 2010, Hugó, f. 1930, býr í Sví- þjóð, Laufey, f. 1932, býr í Nor- er hún giftist Sigurði Jónssyni, f. 1898, d. 1962, að taka Guð- björgu að sér. Kallaði Guðbjörg Sigurð alltaf fóstra sinn. Þann 30.11. 1951 giftist Guð- björg Páli Þóri Beck, f. 16.2. 1921, frá Reyðarfirði, þau eign- uðust fjögur börn en fyrir átti Guðbjörg þau: Elínu Eyvinds- dóttur, f. 1946, maki Alfred A. Frederiksen. Þau eignuðust tvo syni, annar þeirra er látinn. Barnabörn eru fjögur. Jónas Þór Jónasson, f. 1948, d. 1998, maki Katrín Þ. Hreinsdóttir, börn þeirra eru þrjú. Börn Guð- bjargar og Páls Þóris eru: Eirík- ur Beck, f. 1951, maki Margrét S. Beck (látin), börn þeirra eru þrjú og barnabörn sex. Margrét Beck, f. 1953, hún á eitt barn og tvö barnabörn. Páll Emil Beck, f. 1954, maki Lilja Guðmunds- dóttir, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. Hermann Beck, f. 1956, maki Margrét Harðardóttir, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. Útför Guðbjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 7. júní 2013, kl. 13. egi, Unnur, f. 1933, býr í Noregi og Sig- rún, f. 1937, d. 1987. Er móðir Guðbjargar lést var hún tekin í fóstur af föðursystur sinni Guðrúnu Hjálm- arsdóttur og Guð- mundi Þórðarsyni að Akri, Landagötu 17, Vest- mannaeyjum. Guð- mundur lést af slysförum 16. des. 1924, þá var Guðbjörg að- eins 4 mánaða gömul. Þá voru það Guðrún og börn hennar Lárus og Sigríður sem tóku Guðbjörgu að sér. Guðrún lést síðan þann 23. desember 1928. Þá ákváðu systkinin Lárus og Sigríður að hvort það systkinið sem giftist fyrr skyldi taka Guð- björgu með sér en þau gátu ekki hugsað sér að láta hana frá sér, Sigríður var þá 19 ára gömul. Það varð því hlutskipti Sigríðar Elsku amma. Þú valdir falleg- an dag til síðasta ferðalagsins. Það kemur mér reyndar ekki á óvart því þú hafðir einstakt lag á því að hafa alltaf fallegt í kring- um þig. Eftir langa og viðburða- ríka ævi var kominn tími til hvíld- ar. Við höfum átt góðar stundir saman og minningarnar hleypa brosi fram á varirnar. Þú ert mér fyrirmynd í svo mörgu. Svo ótrú- lega flink í höndunum, dugleg og hugvitssöm, ekkert var ómögu- legt, það þurfti bara að finna leið. Þig ég kveð að sinni elsku amma mín. Ég veit að vel verður tekið á móti þér. Dal einn vænan ég veit, verndar Drottinn þann reit. Allt hið besta þar blómgast hann lætur. Þar er loftið svo tært, þar er ljósblikið skært. – Þar af lynginu er ilmurinn sætur. (Hugrún) Ásta Guðrún Beck. Elsku amma mín, þegar ég hugsa til baka eru minningarnar um okkur saman svo óteljandi margar. Minningar fullar af hlýju og gleði og sól. Einhvern veginn áttir þú best heima í sólinni, inn- an um blómin þín að njóta veð- ursins á svölunum. Ég hef enn ekki fundið rósir jafn fallegar og vel ilmandi og þær sem þú rækt- aðir í litla gróðurhúsinu á Kópa- vogsbrautinni. Mér fannst þú eiga ráð við öllu, sama hvað um var spurt. Minnisstæðir eru hlut- ir sem þú áttir til að gera og fengu okkur barnabörnin til að hlæja, eins og að segja alltaf „bingó“ þegar einhverjir kysst- ust í bíómynd eða segja „kop- pótínó“ í stað cappuccino þótt af- greiðslustúlkurnar á kaffihúsunum leiðréttu þig alltaf. Margt lærði ég af þér sem hefur nýst mér vel í lífinu, það fyrsta var sennilega hvernig ég ætti að hnýta skóreimarnar mínar og það líður seint úr minningunni hversu stolt ég var að sýna hvað amma hafði kennt mér. Eitt það mikilvægasta sem þú kenndir mér var að fara vel með hlutina sem ég á, líkt og þú alltaf gerðir. Þessar og fleiri lexíur mun ég varðveita og virða alla mína ævi. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér jafn náið og ég gerði og eiga þig að. Það er því með sorg í hjarta sem ég kveð þig amma mín. Hvíldu í friði. Helga Margrét Beck. Guðbjörg H. Beck

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.