Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 2
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Eftir hlýja og sólríka sumardaga á Norður- og
Austurlandi í síðustu viku eru margir íbúar á Suð-
ur- og Vesturlandi farnir að bíða eftir að sumarið
gangi almennilega í garð. Trausti Jónsson veð-
urfræðingur segir að íbúar á höfuðborgarsvæðinu
eigi að anda rólega, yfirleitt sé sumarið varla byrj-
að um þetta leyti. „Veður hefur reyndar verið fá-
dæma gott undanfarin ár. En oftast hafa þessir
sumardagar sem við höfum fengið ekki komið fyrr
en seinna,“ segir Trausti.
Aðspurður hvort íbúar á SV-horninu séu orðnir
of góðu vanir eftir góð sumur undanfarin ár segir
Trausti það vel geta verið. Þá segir hann að fjöldi
sólarstunda í maí hafi verið yfir meðallagi, þó sé
hugsanlegt að fjöldinn það sem af er júní sé undir
meðallagi en Trausti tekur þó fram að hann hafi
ekki séð júnítölurnar.
Nokkuð hár hiti mældist á landinu í gær, t.a.m.
18 gráður í höfuðborginni, þótt væta hafi gert vart
við sig. Þá mældist hitinn tæpar 22 gráður í
Skaftafelli og á Egilsstöðum um miðjan dag í gær.
Í innsveitum sunnan- og vestanlands var hitinn
prýðilegur, 16-18 gráður.
Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veð-
urstofunni, segir að íbúar sunnan- og vestanlands
þurfi vart að kvarta yfir sumrinu hingað til, hita-
tölurnar segja sitt þótt blautt hafi verið um
helgina. Hitinn sé á pari við það sem gengur og
gerist á þessum ársíma.
Þungt yfir á Norður- og Austurlandi
seinni hluta vikunnar
Eins og áður segir var fremur hlýtt um allt land
í gær. Í dag á Elín von á að rigni S-SV-lands en
áfram verði tiltölulega hlýtt með austanátt. Á mið-
vikudag, fimmtudag og föstudag á Elín von á
austan- og norðaustanátt, og einhverri rigningu á
Norður- og Austurlandi, þar mun væntanlega
kólna einnig með norðanáttinni. Seinni hluta vik-
unnar á Elín von á að úrkomulítið verði sunnan-
og vestantil. „En ég á ekki von á að það verði jafn-
hlýtt og verið hefur fyrir norðan,“ segir Elín um
SV-hornið. Ef horft er til næstu helgar verður
hlýjast á Suðurlandi en hins vegar er væta í kort-
unum N- og NA-lands.
Eigum að anda rólega
Íbúar á SV-horninu þurfa ekki að örvænta „Oftast hafa þessir sumardagar
sem við höfum fengið ekki komið fyrr en seinna“ Hiti víða um 20 gráður í gær
Veður Regnhlífin var þarfaþing í höfuðborginni
um liðna helgi enda gekk á með skúrum.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013
NÝTT
HAFRA
KEX
ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ – NJÓTTU
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Dettifoss er kraftmikill í leysingunum og sogar
til sín fjölda ferðamanna. Þó er aðeins fært að
honum eftir nýja veginum af Mývatnsöræfum.
Mikil vinna hefur verið hjá landvörðum að stýra
umferð fólks að fossinum, til að gæta öryggis
þess og vernda viðkvæma náttúru. Jörð er blaut
og þegar skaflarnir þiðna skilja þeir eftir sig
djúpa krapapytti og stóra polla. Því þarf stöðugt
að marka nýjar leiðir fyrir gesti.
Stöðugt þarf að marka nýjar gönguleiðir
Ljósmynd/Birkir Fanndal
Kraftur í Dettifossi í vorleysingum
„Það er óraunhæft verkefni að ætla að fara að eyða lúp-
ínunni,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykja-
víkur. „Jafnvel þó að við myndum setja allan okkar kraft
og alla sumarstarfsmennina í það verk að uppræta lúp-
ínuna myndi ekki sjá högg á vatni.“
Aðspurður hvaða svæði séu í forgangi nefnir Þórólfur
Laugarás og Rauðhóla en bæði svæðin eru á lista Um-
hverfisstofnunar yfir friðlýst svæði sem talin eru í hættu
meðal annars af völdum lúpínu.
„Við höfum slegið lúpínuna nokkuð reglulega í Laug-
arásnum en jarðminjarnar þar eru að hverfa í alls konar
gróðri og er lúpínan þar duglegust. Lúpínan er mjög erf-
ið viðfangs og það er ekki hægt að eyða henni si svona.
Við höfum því lagt áherslu á að velja ákveðin svæði þar
sem við reynum að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu
hennar eins og til dæmis á Rauðhólum. Þangað höfum
við farið reglulega og reynt að stöðva framgang lúp-
ínunnar þar.“ Rauðhólar voru friðlýstir árið 1974 en þar
er safn gervigíga. Umhverfisstofnun mælist til þess að
lúpínunni þar sé haldið í skefju .
mariamargret@mbl.is
„Það er óraunhæft verkefni
að ætla að eyða lúpínunni“
Morgunblaðið/Ómar
Lúpínan erfið viðfangs
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Mín skoðun er
sú að þetta sé
ekkert nýtt, held-
ur var það inni í
hönnunarfor-
sendum virkj-
unarinnar strax í
byrjun að það
þyrfti að bora
u.þ.b. eina holu á
ári til að viðhalda
gufuðu vatni inn á
virkjunina,“ segir Guðmundur Þór-
oddsson, forstjóri Reykjavík Geo-
thermal og fyrrverandi forstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur, um Hellis-
heiðarvirkjun.
Reiknað með viðhaldsholum
Aðspurður hvort hann sé sammála
því að virkjunin sé langt undir getu
og væntingum segist hann ekki geta
séð annað en að virkjunin bæði upp-
fylli væntingar sem til hennar voru
gerðar sem og að hún starfi eftir
getu. „Það var alltaf reiknað með því
að það þyrfti að bora viðhaldsholur
til að afla henni gufu og það er það
sem verið er að gera. Ég get ekki séð
að það sé neitt meiri þörf á viðhalds-
holum en reiknað var með,“ segir
Guðmundur og bendir á að ekki sé
ennþá búið að bora eina einustu við-
haldsholu. Hann segir menn hafa vit-
að frá upphafi að afkastageta virkj-
unarinnar myndi minnka og að bora
þyrfti fleiri viðhaldsholur, þannig sé
ástandið á nokkurn veginn öllum
jarðhitasvæðum.
Holur tengdar virkjuninni
meira en 10 MW að meðaltali
Á vefsíðu Orkuveitu Reykjavíkur í
gær sagði Bjarni Bjarnason, for-
stjóri OR, að nú væri ljóst að jarð-
hitasvæði Hellisheiðarvirkjunar
stæði ekki undir fullum rekstri henn-
ar til frambúðar. Aðspurður hvort
hann sé sammála þessum ummælum
Bjarna segist Guðmundur telja að
það sé ekki rétt að svæðið standi ekki
undir væntingum. „Í hönn-
unarforsendum fyrir Hellisheið-
arvirkjun var reiknað með að holur
væru fimm megavött. Þær holur sem
eru tengdar Hellisheiðarvirkjun í
dag eru meira en tíu megavött að
meðaltali,“ segir Guðmundur og
bendir á að ef orkuöflun hefði verið
sinnt væri allt samkvæmt áætlun.
Virkjunin
uppfyllir
væntingar
Guðmundur
Þóroddsson
Reiknað með við-
haldsholum frá byrjun