Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 27
og öðrum sem höllum fæti standa
með þessum úrræðum.
Nú hefur tekið við ný ríkisstjórn
þeirra flokka sem gáfu loforð um
það fyrir kosningar að dregnar
yrðu til baka skerðingar vegna
tekna eldri borgara og öryrkja frá
árinu 2009, og þeim bættur skað-
inn. Við gerum auðvitað ráð fyrir
því að þau loforð verði efnd. Ekki
má heldur gleyma því að meðan
laun hækkuðu á almennum mark-
aði fengu eldri borgarar enga sam-
svarandi hækkun á lífeyri. Stjórn-
málaflokkar eiga ekki að komast
upp með loforð fyrir kosningar en
svíkja þau síðan þegar þeir hafa
völd til þess að efna þau. Við mun-
um í Landssambandi eldri borgara
fylgjast vel með framvindu mála á
sumarþingi.
»Ekki má heldur
gleyma því að með-
an laun hækkuðu á al-
mennum markaði fengu
eldri borgarar enga
samsvarandi hækkun á
lífeyri.
Höfundur er formaður Lands-
sambands eldri borgara.
Morgunblaðið/Kristinn
þegar óumdeilt er að vöntun er á
ódýrara húsnæði á höfuðborgar-
svæðinu.
Hvar stöndum við þá?
Mín skoðun er sú að við getum
gleymt því að byggja nýjan flugvöll,
við höfum einfaldlega ekki efni á því
og eigum engan hentugan stað til að
byggja slíkan völl.
Sjúkraflug hefur bjargað mörg-
um mannslífum vegna nálægðar
sjúkrahúsa við Reykjavíkurflugvöll.
Því öryggi yrði fórnað með lokun
vallarins.
Tekjur af atvinnurekstri tengdum
fluginu, mundu flytjast til Reykja-
nesbæjar og ekki mundi það
minnka tómahljóðið í sparibauk
Reykjavíkurborgar.
Nýleg úttekt á stjórn Reykja-
víkurborgar gefur til kynna að
borgarstjóri skilji ekki sitt hlutverk
nægilega vel. Hann skrifaði á dög-
unum undir samning með
innanríkisráðherra um byggingu
flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli á
sama tíma sem kynnt er nýtt
borgarskipulag þar sem enginn
flugvöllur finnst.
Skildi borgarstjóri ekki hvað
hann var að undirrita, eða er skipu-
lagið bara gæluverkefni arkitekta?
» Við getum gleymt
því að byggja nýjan
flugvöll, við höfum ein-
faldlega ekki efni á því.
Höfundur er flugmaður.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013
viðarparket
Verðdæmi:
Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Nýtt
2-lock
endalæsing
GJÖRIÐ
SVO VEL!
Hafðu það hollt
í hádeginu
HAFÐU SAMBAN
D
OG FÁÐU TILBO
Ð!
HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is
HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og
næringaríkan mat í hádegi.
Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is
Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari
og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta
matreiðslukeppni heims.
Í innlendum fréttum
Morgunblaðsins þann
5. júní var birt viðtal
Skúla Hansen við
Brent Hartley, aðstoð-
arutanríkisráðherra
Bandaríkjanna yfir
málefnum Evrópu og
Asíu. Í lok viðtalsins
kom fram, að eftir um
það bil mánuð hefjast
samningar Bandaríkj-
anna við Evrópusambandið um sk.
Atlantshafssáttmála um viðskipti og
fjárfestingar (The Transatlantic
Trade and Investment Pact-TTIP ).
Hartley tók fram, að EFTA-ríkin,
Ísland, Noregur, Sviss og Liechten-
stein, yrðu að sjálfsögðu ekki hluti af
þessum samningi. Þetta hefði hann
rætt við hérlenda embættismenn og
einnig við norska og svissneska
embættismenn. Ekki er gert ráð fyr-
ir viðræðum við Ísland eða önnur
EFTA-ríki, hvorki sem heild í gegn-
um EFTA né tvíhliða.
Þessi samningsgerð, sem hefur
verið í deiglunni í rúmlega tvö ár,
snertir stórbreytingar á þeim mark-
aðsaðstæðum og efnahagstengslum
sem tryggja lífsafkomu þjóðarinnar.
Nær 90% alls útflutningsins mætir
eftirspurn hátekjumarkaða Evrópu
og Bandaríkjanna. Auk arðbærari
viðskipta skiptir þetta fríverslunar-
og fjárfestingasamstarf miklu þegar
rofa tekur til varðandi skulda-
stöðuna og afnám greiðsluhafta.
Frá fyrri ríkisstjórn njóta Íslend-
ingar, umsækjendur aðildar að ESB,
þess að geta fylgst náið
með þessum samn-
ingum og þakka ber
Össuri Skarphéð-
inssyni. Aðild að þess-
ari stórtæku nýbreytni
er háð því að Ísland
gerist aðili að Evrópu-
sambandinu.
Nú upplýsir forset-
inn, að þvert ofan í vin-
samlegar yfirlýsingar,
kæri aðildarríki ESB
sig ekki um samninga
við okkur vegna hugs-
anlegs útlitsáfalls af neikvæðri
þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn
bendir á að Norðmenn hafi tvívegis
fellt aðild að ESB í þjóðaratkvæði.
Það var í fyrra skiptið 1972 og í það
seinna, reyndar mjög naumlega, árið
1994. Ég hef haft heiðurinn af því að
gegna starfi sendiherra í Noregi og
veit mætavel hve þung áhrif voru af
hinni ólánlegu sameiginlegu stefnu
ESB í sjávarútvegsmálum. Vafa-
laust var sá þáttur alveg afgerandi
1994 og til mikilla áhrifa 1972, ásamt
því að Danir brugðust þá fyrirheiti
um að halda sína þjóðaratkvæða-
greiðslu, fyrirsjáanlega jákvæða, á
undan þeirri norsku. Í öllu Evrópu-
ferlinu telst það sorglegt slys að
Norðmenn skyldu verða viðskila
samvinnu sem þeir áttu að skipa
með heiðri. Eftir hugrakka fram-
göngu í stríðinu lögðu þeir Samein-
uðu þjóðunum til fyrsta aðal-
framkvæmdastjórann, Trygve Lie,
voru stofnaðili að NATO með heilla-
vænlegum áhrifum á íslenska stjórn-
málaforystu og stóðu að stofnun
EFTA og lögðu öðrum fremur til að
Íslendingar fengu þar síðbúna aðild.
Ef ég vísa til starfsreynslu í
Brussel, skal fullyrt að Evrópusam-
bandið hefur lært sína lexíu í sjáv-
arútvegsmálum. Ég leyfi mér að
telja útilokað að það standi til af
þeirra hálfu að bjóða Íslendingum
samning sem vegur að sjávarútvegs-
stefnu okkar eða forræði í fisk-
veiðum í eigin lögsögu. En það þarf
að fá afdráttarlaust svar og það er
okkar ágæti aðalsamningamaður,
Stefán Haukur Jóhannesson, og
hans lið allt, fullfær um að færa okk-
ur að leikslokum. Fara verður að
óskum meirihluta landsmanna, sem
eru studdir af SA og ASÍ, að samn-
ingum verði lokið og þjóðaratkvæði
ráði varðandi niðurstöður.
Nú er svo komið að reyna skal á
vilja og skilning nýrrar ríkisstjórnar
um að standa vörð um þjóðarhags-
muni. Þar verður breið samstaða sé
hennar leitað. Í þeim samningum
sem nú gefast bíður tíminn ekki.
Eftir Einar
Benediktsson »Nú er svo komið að
reyna skal á vilja og
skilning nýrrar ríkis-
stjórnar um að standa
vörð um þjóðarhags-
muni.
Einar Benediktsson
Höfundur er fyrrverandi
sendiherra.
Þjóðarhagsmunir
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru send-
ar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn "Senda inn grein" er
valinn.