Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013 HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUM HÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erum með fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900 Ný ríkisstjórn Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks hefur tekið við völdum. Flokkar þeir, sem mynda stjórnina, gáfu mjög hástemmd loforð fyrir kosningar, fyrst og fremst varðandi skuldavanda heim- ilanna. Væri ef til vill réttnefni að kalla rík- isstjórnina loforðastjórnina. En stjórnarflokkarnir lofuðu fleiru en að leysa skuldavanda heimilanna. Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu því ákveðið í aðdraganda kosninganna að aft- urkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Framsóknarflokk- urinn lofaði því einnig í kosningabar- áttunni að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans, þ.e. vegna þess, að lægstu laun hækkuðu meira en líf- eyrir aldraðra og öryrkja. Lífeyrir þessara hópa var í frosti mestallan krepputímann. Landsfundir beggja stjórnarflokkanna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, samþykktu fyrir kosningar, að afturkalla ætti kjara- skerðinguna frá 2009 og leiðrétta kja- ragliðnunina, sem átt hafði sér stað sl. 4 ár. Ég var mjög ánægður að sjá þessar samþykktir landsfunda flokk- anna og að heyra yfirlýsingar fram- bjóðenda um sama efni. Ég taldi víst, að mikið starf kjaranefndar FEB á Alþingi sl. vetur hefði borið árangur en fulltrúar nefndarinnar áttu fundi með formönnum allra þingflokkanna, formönnum allra nýju flokkanna og með þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Einnig átti Landssamband eldri borgara fundi með þingflokkum. Ég var farinn að trúa því, að staðið yrði við framangreindar ályktanir flokk- anna og yfirlýsingar frambjóðenda. Vonbrigðin urðu því mikil, þegar ég las stjórnarsáttmálann og sá, að að- eins átti að standa við lítinn hluta af kosningaloforðunum. Þar stendur að afturkalla eigi skerðingu á frí- tekjumarki vegna atvinnutekna og fjármagnstekna en ekkert er minnst á aðra og þungbærari kjaraskerð- ingu, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009. Og ekkert er heldur minnst á að leið- rétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar sl. 4 ár. En hver var þungbær- asta kjaraskerðingin 1.júlí 2009? Hún var sú, að farið var að reikna greiðslur úr lífeyr- issjóðum með tekjum við útreikning á grunn- lífeyri og að skerðing- arhlutfall tekjutrygg- ingar var hækkað úr 38,35% í 45%. Þetta tvennt verður einnig að leið- rétta strax enda því lofað fyrir kosn- ingar og á landsfundum beggja stjórnarflokkanna. Það verður að efna öll þessi kosningaloforð strax í sumar eins og lofað var. Breytt að- ferð við útreikning á grunnlífeyri skerti tekjur yfir 5000 ellilífeyr- isþega og 19000 ellilífeyrisþegar urðu fyrir tekjuskerðingu vegna hækkunar á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar. Er verið að blekkja kjósendur? Það eru sjálfsagt einhverjar ástæður fyrir því, að stjórnarflokk- arnir ákváðu að afturkalla aðeins hluta af kjaraskerðingunni frá 2009. Sennilega er ástæðan sú, að flokk- arnir hafa talið, að öll afturköllunin yrði of dýr fyrir ríkissjóð. En þá hefði átt að segja það fullum fetum. Það er alltaf verið að tala um, að taka þurfi upp ný vinnubrögð í stjórnmálunum. Það er sagt, að stjórnmálamenn þurfi að koma hreint fram og segja kjósendum sannleikann. Þegar Bjarni Bene- diktsson talaði hreint út í sjónvarpi um innanflokksátökin í Sjálfstæð- isflokknum, hlaut hann lof fyrir og aukið fylgi. En þegar yfirlýsingar forsætisráðherra um kjaramál aldr- aðra og öryrkja eru skoðaðar kemur í ljós, að sami feluleikur og áður er á ferðinni. Það er látið líta þannig út, að ríkisstjórnin ætli að afturkalla alla skerðinguna á kjörum aldraðra og öryrkja en ætlunin er að aft- urkalla aðeins lítinn hluta hennar og þann, sem kostar minnst fyrir rík- issjóð. Það er engu líkara en, að það sé vísvitandi verið að blekkja kjós- endur. Það verður fylgst vel með því, að stjórnarflokkarnir efni kosningalof- orðin bæði um lausn á skuldavanda heimilanna en einnig varðandi kjör aldraðra og öryrkja. Eins og ég hefi getið um áður hafa lífeyrisþegar orð- ið að taka á sig yfir 17 milljarða kr. kjaraskerðingu vegna laganna frá 2009. Eðlilegast væri að aldraðir og öryrkjar fengju bætur fyrir allri þeirri kjaraskerðingu. En það eina, sem lífeyrisþegar geta gert sér vonir um er að fá lagaákvæðin um kjara- skerðinguna frá í 2009 felld úr gildi og málin færð til fyrra horfs. En þá er eftir að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans. Ef það væri gert í einum áfanga og líf- eyrir aldraðra og öryrkja hækkaður um 20% til þess að ná þeirri kaup- hækkun, sem láglaunafólk hefur fengið sl. 4 ár umfram hækkun á líf- eyri, þá mundi það kosta aðra 17 milljarða (10 milljarða fyrir aldraða og 7 milljarða fyrir öryrkja). Þó væri engin afturvirkni þar innifalin. Leið- rétting þolir enga bið. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði leiðréttingar af öldruðum og öryrkjum á þeim for- sendum, að það ætti að fara að sam- þykkja ný lög um almannatrygg- ingar. Nú er ljóst, að þau lög verða ekki samþykkt í bráð. Í stjórnarsátt- málanum segir, að endurmeta eigi frv. um almannatryggingar. Það getur því dregist lengi. Því miður virðist svo sem nýja ríkisstjórnin ætli að leika sama leikinn og fyrri ríkisstjórn í málefnum aldraðra og öryrkja. Ætla stjórnmálamenn aldr- ei að læra neitt? Kjaraskerðingin aðeins afturkölluð að hluta til Eftir Björgvin Guðmundsson Björgvin Guðmundsson » ... ekkert minnst á aðra og þungbærari kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja. Það er engu líkara en það sé vísvit- andi verið að blekkja kjósendur ... Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður kjaranefndar Félags eldri borgara. Mikil umræða var að sjálfsögðu um kjaramál eldri borg- ara á landsfundi Landssambands eldri borgara (LEB) 7.-8. maí sl. Fulltrúum í kjaranefndinni sem starfaði á landsfund- inum þótti lítið hafa miðað í leiðréttingum bóta almannatrygg- inga hjá síðustu rík- isstjórn. Mest er alltaf rætt um skerðingu bóta 1. júlí 2009 sem átti að vera tímabundin í 2-3 ár. Skerðing á tekjutryggingu vegna annarra tekna var þá einnig hækk- uð úr 39,35% í 45%, en sú skerðing á að renna út um næstu áramót ásamt skerðingu heimilisuppbótar. Hins vegar er tekjutenging grunn- lífeyris við lífeyrissjóðstekjur sem einnig var sett á með lögum 1. júlí 2009 enn í gildi og hefur haft í för með sér mikla óánægju þeirra sem hafa eitthvað úr lífeyrissjóðum, og gert að verkum að stór hluti eldri borgara er fastur í fátæktargildru. Það er sterk krafa eftirlaunaþega að það verði dregið til baka. Og þau loforð voru gefin fyrir kosn- ingar. LEB samþykkti tillögu starfshóps um endurskoðun al- mannatrygginga sem fól í sér ein- földun bótaflokka og skerðinga vegna annarra tekna. Þetta kemur fram í frumvarpi um lífeyristrygg- ingar og félagslegar bætur sem lagt var fram á Alþingi 7. mars sl., enda verður mikil lagfæring að því og kerfið miklu einfaldara og skilj- anlegra venjulegu fólki. En með samþykkt þess lagði ég jafnframt fram bókun þess efnis að við vild- um að grunnlífeyrir, eða ígildi hans væri óháð þessari tillögu og yrði upphæð sem allir fengju óháð öðrum tekjum. Með frumvarpinu ef að lögum verður fæst nokkur kjarabót, næstu árin, en það tekur ekki á öllum þeim skerðingum sem eldri borgarar hafa mátt sæta sl. fjögur og hálft ár og nemur allt að 17 milljörðum króna. Landsfundur LEB lagði áherslu á öll þessi mál og ályktaði einnig að hækkun skattleysismarka væri ein besta kjarabótin fyrir allt láglaunafólk og þar með talið þá sem eru á eftirlaunum. Landsfundurinn samþykkti einnig að atvinnutekjur 67 ára og eldri skuli ekki skerða greiðslur frá TR, og má benda á að þannig er það í Noregi, auk þess sem sumar stétt- ir þar byrja að taka ellilífeyri frá 61-63 ára aldri. Mikið var rætt um hækkanir sem dunið hafa yfir frá áramótum eins og þjónustugjöld til lækna, sjúkraþjálfara og lyfja- kostnað, sem eftirlaunafólk hefur þurft að taka á sig án nokkurra leiðréttinga á greiðslum til að mæta þessum kostnaði. Lands- fundurinn krafðist þess að virðis- aukaskattur af lyfjum yrði lækk- aður úr hæsta þrepi sem er 25,5% í lægsta þrep sem er 7%. Það væri vissulega mikil kjarabót fyrir eldri borgara landsins sem eru senni- lega fjölmennasti hópurinn í lyfja- kaupum hér á landi. Þá kom til umræðu að sum sveitarfélög hafa lýst vilja til að lækka eða afnema fasteignagjöld af húsnæði sem eldri borgarar eiga og búa í. Þau hafa hins vegar ekki lagaheimild til þess, og auk þess er þeim gert að nýta hámark tekju- stofna sinna til að geta fengið framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga. Þess er óskað að þessu verði breytt með lögum svo sveitarfélög geti hlúð að sínum eldri borgurum Verða loforð stjórnarflokk- anna efnd? Eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Engu er líkara en nokkrir séu haldnir þráhyggju varðandi Reykjavíkurflugvöll og virðast sjá fyrir sér nýja og betri borg ef vellinum verður út- hýst úr borginni. Margar furðulegar staðhæfingar hafa verið settar fram um hættur og ókosti vall- arins, en hinir sömu hafa minna gert úr þeirri gagnsemi, arðsemi og öryggi sem hann veitir okkur. Þrjú meginmál Á liðnum árum hefur verið hamr- að á því að flugvélar séu hættulegar borgarbúum, óþægilegur hávaði sé af flugvélum og svo þetta klassíska, að lóðir séu svo verðmætar á flugvallarsvæðinu. Aðeins eitt slys hefur orðið þar sem flugvél hefur flogið á mann á svæðinu, en það var áður en hinn eiginlegi flugvöllur var byggður. Ef innanlandsflug flyttist til Keflavík- ur, væri ástæða til að huga að ör- yggi farþega á Reykjanesbrautinni, lengri flugtíma til flestra staða og nærri tvöfalt lengri tíma sem tæki farþega að ferðast með flugi innan- lands. Ef ekki yrði tímasparnaður við að nota innanlandsflug, er lík- legt að mun færri sæju sér hag í að nýta það. Hvað snertir hávaða, þá reyndist erfitt að mæla hávaða frá flugvélum því oftast yfirgnæfði umferðarniður þær mælingar. Eftir stendur þras um nýtingu svæðisins undir lóðir og nauðsyn á þéttingu byggð- arinnar, sem sumir kalla þrengingu byggð- ar. Í höfuðborgum er- lendis eru opin svæði sem engum dettur til hugar að nýta undir byggingar þótt verð- mæt séu. Borgir eru einfaldlega vistlegri með almenn- ingsgörðum og opnum svæðum. Mundi Reykjavíkurborg hagn- ast á lóðasölu í Vatnsmýrinni? Ekki eru líkur á að um gullgröft yrði að ræða, svo að einhverjir þyrftu að borga fyrir þessar dýru lóðir. Byggingasvæðið er erfitt vegna mýrarinnar en mjög djúpt er niður á fast fyrir undirstöður hárra bygginga. Þétting byggðarinnar myndi krefjast dýrrar gatnagerðar, nú þegar er umferðarþunginn mikill og má vart á það bæta. Svo þarf að skapa aðstöðu fyrir innanlands- flugið á Keflavíkurflugvelli og af- skrifa allar þær byggingar sem nú eru nýttar. Að auki þarf borgin að semja við ríkið um kaup landsins sem flugvöllurinn stendur á. Mér er spurn hvort eitthvað verður eftir af því fé sem fæst fyrir lóðasölu og hvort borgarbúar yrðu ánægðari eftir þéttingu byggð- arinnar. Næsta spurning er hvort þörf sé fyrir dýrar miðborgarlóðir Flugvallarþráhyggja Eftir Stefán Sæmundsson Stefán Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.