Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Eggert
Stefnuræða Þingmenn hlýddu á stefnuræðu forsætisráðherra og alls fluttu 17 þingmenn og ráðherrar ræðu við umræðurnar.
Skúli Hansen
Gunnar Dofri Ólafsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra hyggst leggja
fram þingsályktunartillögu um að-
gerðaáætlun í tíu liðum sem varða
nauðsynlegar aðgerðir í þágu heim-
ilanna. Þetta kom fram í fyrstu
stefnuræðu hans sem forsætisráð-
herra á Alþingi í gærkvöldi.
„Í aðgerðaáætluninni verður
fjallað um undirbúning almennrar
skuldaleiðréttingar, höfuðstóls-
lækkun verðtryggðra húsnæðislána,
möguleikann á stofnun sérstaks
leiðréttingarsjóðs ef önnur fjár-
mögnun gengur of hægt og setningu
svokallaðra lyklalaga. Sér-
fræðihópur um afnám verð-
tryggingar af neytendalánum tekur
til starfa, sem og verkefnisstjórn um
endurskipulagningu húsnæð-
islánamarkaðarins,“ sagði Sigmund-
ur Davíð. Þá bætti hann við að á
meðal annarra aðgerða sem rík-
isstjórnin legði til í fyrrnefndri áætl-
un væri að lögfest yrði flýtimeðferð
dómsmála sem tengdust skulda-
vanda heimilanna. Benti hann á að
Hanna Birna Kristjánsdóttir innan-
ríkisráðherra hefði nú þegar lagt
fram frumvarp þess efnis. Þá sagði
Sigmundur Davíð að útlit væri fyrir
að hægt verði að auka veiðar þegar
á næsta fiskveiðiári.
Bjarni Benediktsson, fjármála-
og efnahagsráðherra, sagði í ræðu
sinni í gærkvöldi að hið góða bú sem
núverandi stjórnarandstaða hefði
talað um í sífellu væri ekki jafngott
og þau vildu vera láta. Þá sagði
hann gjaldeyrishöftin vera eins og
blikkandi ljósaskilti yfir landinu.
„Meðan höftin standa erum við
eins og gölluð vara í augum um-
heimsins. Ég hef stundum sagt að
þau séu eins og blikkandi ljósaskilti
yfir landinu sem á stendur: Varúð –
við trúum ekki á virði gjaldmiðilsins
– og það er ósanngjarnt að land sem
býr yfir jafn miklum og spennandi
tækifærum og Ísland skuli vera í
þeirri stöðu,“ sagði Bjarni.
Taki mið af framtíðinni
Katrín Jakobsdóttir, formaður
VG, lagði í ræðu sinni í gærkvöldi
áherslu á umhverfismálin og sagði
allar okkar ákvarðanir í nútímanum
eiga að taka mið af framtíðinni og
hagsmunum ófæddra kynslóða. Í
ræðu sinni gagnrýndi hún meðal
annars harðlega ummæli Sigurðar
Inga Jóhannssonar, umhverfis- og
auðlindaráðherra, þess efnis að ein
niðurstaða stjórnkerfisbreytinga
gæti orðið sú að umhverfisráðu-
neytið yrði óþarft.
„Allt eins mætti segja að fjár-
málaráðuneytið væri óþarft enda
megi flétta verkefnum þess inn í alla
aðra málaflokka, en mér er til efs að
nokkur myndi fara í þá vegferð, sem
segir sitthvað um forgangsröðun
málaflokkanna,“ sagði Katrín.
Útlit fyrir að hægt sé að
auka fiskveiðar á næsta ári
Fjármálaráðherra segir höftin vera eins og blikkandi ljósaskilti yfir landinu
Morgunblaðið/Eggert
Nýir ráðherrar Eygló Harðardóttir, Illugi Gunnarsson, Gunnar Bragi
Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í þingsalnum í gærkvöldi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013
’
Það eru mikil tímamót núna í póli-
tíkinni. Það er ný kynslóð tekin núna
við stjórnartaumunum, bæði í stjórn og
stjórnarandstöðu.
Guðmundur Steingrímsson
’
Var þetta stefnuræða ríkisstjórnar
fyrri aldar? Fannst hún í rykugu
djúpi skjalasafns Framsóknarflokksins?
Er hér í fæðingu ný pólitísk tilraun gam-
algróinna haftaflokka til að finna öryggi
sitt í helmingaskiptum?
Árni Páll Árnason
’
Ef hæstvirtur núverandi forsætis-
ráðherra hefði betur lagt við hlustir
hefði hann kannski lagt fram hófstilltari
loforð fyrir síðustu kosningar.
Katrín Jakobsdóttir
’
Skapist til dæmis stöðugt rekstr-
arumhverfi fyrir undirstöðu-
atvinnuvegi þjóðarinnar mun það að öll-
um líkindum leysa úr læðingi mikla
fjárfestingagetu. Sem betur fer lítur auk
þess út fyrir að hægt verði að auka veið-
ar þegar á næsta fiskveiðiári og auka þar
með útflutningstekjur þjóðarinnar um-
talsvert.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
’
Gjaldeyrishöftin hvíla eins og mara
á íslensku efnahagslífi. Íslensk fyr-
irtæki standa höllum fæti gagnvart er-
lendum vegna þeirra, missa af mik-
ilvægum tækifærum vegna seigju
kerfisins og innlendir fjárfestar eiga erf-
itt með að dreifa áhættu í fjárfestingum
sínum vegna takmarkana á fjármagns-
flutningum.
Bjarni Benediktsson
’
Verið hress, ekkert stress, bless.
Guðmundur Steingrímsson
’
Ísland þarf að leggja áherslu á að
vera í fararbroddi í norðurslóða-
samstarfi, með tilliti til nýtingar auðlinda
á svæðinu, umhverfisverndar og opn-
unar nýrra siglingaleiða um norðurhöf
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
’
Samt segir forsætisráðherra hér áð-
an að „horfurnar í rekstri ríkissjóðs
séu miklum mun verri en haldið hefur
verið fram“ og að það sé ekki fögur mynd
sem við blasi, þótt allir viti að hann taki
við góðu búi. Bíddu nú við. Rekstrarhorf-
urnar slæmar, en samt eru fyrstu verkin
að auka útgjöld og draga úr tekjum. Hver
er skynsemin í þessari stefnu?
Árni Páll Árnason
’
Við ætlum okkur að endurskoða
skattkerfið, einfalda það og lækka
skatta þar sem það getur augljóslega
létt undir með einstaklingum og fyr-
irtækjum, orðið til þess að örva hagvöxt
og fjölga störfum.
Bjarni Benediktsson
„Verið hress,
ekkert stress,
bless“
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Þingmenn Bjartrar framtíðar ætla
að leggja fram á sumarþinginu
þingsályktunartillögu þess efnis að
farið verði í þjóðaratkvæði innan
árs um það hvort halda skuli aðild-
arviðræðunum við Evrópusam-
bandið áfram. Þetta kom fram í
ræðu Guðmundar Steingrímssonar,
formanns Bjartrar framtíðar, á Al-
þingi í kvöld.
„Nú á að gera hlé en það er óljóst
hvað á að gera svo. Við í Bjartri
framtíð viljum mjög eindregið ljúka
þessum viðræðum og leggja fullbú-
ið plagg til samþykktar eða synj-
unar fyrir þjóðina í þjóðaratkvæða-
greiðslu,“ sagði Guðmundur og
bætti við: „Við viljum höggva á
þennan hnút sem er núna kominn
einhvern veginn upp í þessum mál-
um. Við ætlum því að leggja til,
núna á sumarþingi, með þingsálykt-
unartillögu að farið verði í þjóð-
aratkvæði innan árs um það hvort
halda skuli viðræðunum áfram.“
Tillaga um þjóðaratkvæði
Morgunblaðið/Eggert
Atkvæðagreiðsla Guðmundur vill þjóðaratkvæði um ESB-viðræðurnar.
Vilja að þjóðin fái
að kjósa um ESB
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á
sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan.
Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur
sínum náttúrulega lit.
GERUM SÓLPALLINN
EINS OG NÝJAN
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225