Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013 ÓDÝRU BÍLALEIGUBÍLARNIR VORU AÐKOMA! Vertu fyrstur, fáðu þann besta! Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is Eigum allskonar bíla, langar þig í einn? Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is Ertumeð kaupanda? Skjalafrágangur frá 14.990 kr. Löggildir bílasalar tryggja öryggi beggja aðila Fylgstu með okkur á facebook Sölulaun frá 39.900 kr. fi p y j g p Carpaccio með valhnetu-vinaigrette og klettasalati Grafið lam Villibráðar-paté með paprik Bruchetta með tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparrótars Bruchetta með hráskinku, balsam og grill uðu Miðjarðarhafsgrænm - salat fersku k r y d d j u r t u m í brauðbo með Miðjarða Risa-rækj með peppadew Silu með japönsku majón si sinnepsrjóma- osti á bruchet Hörpuskeljar, 3 smá Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og fersku Vanillufylltar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarb Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R sahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti m Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. Sími 511 8090 • www.yndisauki.is Kaupir hlut í Sinnum  Félag í eigu fjórtán fagfjárfesta hefur keypt 30% hlutafjár í EVU  Umfangs- mesta starfsemi EVU er Sinnum sem býður upp á fjölþætta velferðarþjónustu Kaup Ásta Þórarinsdóttir og Ásdís Halla Braga- dóttir, Sinnum, og Kolbrún Jónsdóttir, Kjölfestu. Kjölfesta, félag í eigu fjórtán fagfjárfesta, hefur keypt 30% hlutafjár í velferðarfyrirtækinu EVU, en umfangsmesta starfsemi EVU er rekstur á Sinnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sinnum. Sinnum, sem stofnað var haustið 2007 af Ástu Þórarinsdóttur og Ásdísi Höllu Bragadóttur, býður upp á fjölþætta velferðarþjónustu. Fyr- irtækið hefur vaxið hratt frá stofnun og starfa nú 78 manns hjá fyrirtækinu. Fram kom í viðtali Viðskiptablaðs Morgunblaðsins við Ásdísi Höllu fyrr á þessu ári að félagið hefði skilað hagnaði frá árinu 2008. Í takt við stefnu sjóðsins Haft er eftir Kolbrúnu Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra Kjölfestu, að mjög áhugavert sé fyrir fjárfestingarfélagið að taka þátt í uppbygg- ingu á þjónustu við aldraða, fatlaða, sjúka og aðra þá sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Meðal eigenda Kjölfestu eru tólf lífeyrissjóðir en félagið var sett á stofn í fyrrasumar og fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum. Kolbrún segir það í takt við fjárfestingarstefnu sjóðsins að fjárfesta í leiðandi félagi á þessu sviði. „Okkur finnst spennandi að koma að uppbyggingu á velferð- arsviði og teljum að EVA með Sinnum í far- arbroddi sé að gera mjög áhugaverða hluti á því sviði,“ segir hún. „Mikil viðurkenning“ Ásta Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Sinn- um, segir það mikinn styrk fyrir fyrirtækið að fá Kjölfestu inn í eigendahópinn. „Það að fá fagfjár- festa eins og Kjölfestu inn í hluthafahópinn er mikil viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið,“ er haft eftir Ástu. Auk kaupa á 30% hlut í félaginu felur samkomulagið við Kjölfestu í sér áskriftarloforð um viðbótarhlutafé inn í ný verk- efni á næstu misserum. „Við höfum mjög metn- aðarfullar hugmyndir um frekari uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða, sjúka og fatlaða og sam- starfið við Kjölfestu gefur félaginu tækifæri til að taka mun stærri skref í þá átt,“ bætir Ásta við. Danska ríkið var á sínum tíma harð- lega gagnrýnt fyrir að hafa látið Amagerbankann fara í þrot árið 2011 en nú eru þær gagnrýnisraddir þagnaðar þar sem ákvörðunin er ein helsta ástæða þess að danska ríkið heldur AAA einkunn sinni hjá mats- fyrirtækinu Moody’s. Þetta kom fram í frétt á vef Berlingske í gær. Þar kemur fram að bein tengsl séu þar á milli en danska ríkið er eitt fárra ríkja sem hafa haldið topp- einkunn hjá matsfyrirtækinu. Í febrúar 2011 var tilkynnt um fall Amagerbankans en þá kom fram að danska ríkið hafði veitt bankanum ríkisábyrgð á 13,2 milljarða danskra króna láni. Heldur AAA einkunn Fimmtán námsmenn fengu úthlut- að námsstyrkjum úr Samfélags- sjóði Landsbankans að þessu sinni. Styrkirnir voru nú veittir í 24. sinn. Heildarupphæð námsstyrkja nemur 5,4 milljónum króna, sem er hæsta styrkveiting banka af þessu tagi á Íslandi. Alls bárust um 900 umsóknir um styrkina, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatil- kynningu frá Landsbankanum. Veittir eru styrkir í fimm flokk- um: til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, til háskólanema og háskólanema í framhaldsnámi og einnig til listnema en Landsbank- inn er eini bankinn sem veitir sér- staka listnámsstyrki. „Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskar- andi námsmenn með framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíð- inni. Einnig var litið til annarra at- riða við valið svo sem rannsókna og greinarskrifa, meðmæla, sjálf- boðastarfa, afreka í íþróttum og þátttöku í félagsstarfi svo nokkuð sé nefnt,“ segir orðrétt í tilkynn- ingu. Styrkþegar Námsmennirnir fimmtán komu saman í Landsbankanum og og tóku við styrkjum sínum, sem eru samtals 5,4 milljónir króna. Landsbankinn styrkir námsmenn Seðlabanki Íslands heldur fjórða gjaldeyrisútboð ársins í dag. Um morguninn verður fjárfestum boðið að selja Seðlabankanum evrur, ann- ars vegar í skiptum fyrir ríkisbréf í verðtryggða flokknum RIKS33 og hins vegar gegn greiðslu í krónum samkvæmt hinni svokölluðu 50/50 leið. Fer útboðið fram milli kl. 09.45 og 10.45, og ræður þar hæsta sam- þykkta verð útboðsverðinu. Skv. til- kynningu sem Lánamál ríkisins sendu frá sér mun skiptigengið á fjölda eininga RIKS33-bréfa pr. evru byggjast á útboðsverðinu og föstu verði ríkisverðbréfsins, sem er 108,655808 kr. pr. einingu af bréfum með áföllnum vöxtum og verðbótum. Jafngildir það 2,85% ávöxtunarkröfu. Seinna útboðið, þar sem bankinn selur evrur í skiptum fyrir krónur, fer fram milli kl. 13.00 og 14.00. Verður það með sama hætti og útboð morgunsins. Gjaldeyris- útboð í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.