Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Eggert Afreksmaður Jón Margeir hefur æft sund frá því hann var sex ára og á hann mörg Íslandsmet. Hann hefur einnig unn- ið til gullverðlauna á Ólympíuleikum auk annarra titla. Hann mun í haust taka þátt í heimsmeistaramótinu í Kanada. skemmtilegra að æfa á kvöldin, það getur verið erfitt að vakna snemma. En það er bara hluti af prógramm- inu,“ segir Jón Margeir og virðist einbeittur í sínum verkefnum. Að- spurður segir hann margt á sinni könnu. „Ég er búinn að taka þátt í mjög mörgum keppnum upp á síð- kastið. Ég var til að mynda í Þýska- landi og það gekk mjög vel þar. Ég var þar að keppa á þýsku meistara- móti,“ segir hann. Ekki er langt síð- an Jón Margeir setti nokkur Ís- landsmet á vormóti Aspar og Elliða. „Það er alltaf jafngaman að bæta þessi Íslandsmet, en ég þarf að æfa mikið svo það sé mögulegt. Ég æfi nánast á hverjum degi á morgnana og á kvöldin þannig að þetta getur tekið svolítið á. Svo er maður líka að vinna í Rúmfatalag- ernum. Ég fer því á æfingar fyrir og eftir vinnu,“ segir Jón Margeir. Gullið opnaði margar dyr Eins og flestir muna vann Jón Margeir til gullverðlauna á Ólymp- íuleikunum í fyrra. Hann segir það hafa verið mikla hvatningu. „Það gaf mér mikið sjálfstraust að taka þátt í Ólympíuleikunum. Það að vinna gullið opnaði líka fleiri dyr fyrir styrkjum og þess háttar. Það hefur hjálpað mikið til. Ég stefni á næstu Ólympíuleika og fleiri mót og þessir styrkir fara meðal annars í ferðakostnað og þess háttar,“ segir hann en auk Ólympíu- leikanna í Brasilíu árið 2016 er heimsmeistaramótið núna í ágúst og að sjálfsögðu setur Jón þar markið hátt. Hann segist þó ekki stefna á nein sérstök met frekar en önnur. „Maður vill bara halda sér í góðu standi, leggja sig allan fram og bæta þau Íslandsmet sem hægt er að bæta. Það er misjafnt eftir dögum hvaða grein ég er bestur í. Tvö hundruð metra skriðsundið er hvorki sprett- né langsund og getur því verið mjög erfitt,“ segir Jón Margeir. Mikill stuðningur og gott fólk Sundið er ekki það eina sem heillar Jón Margeir en hjólreiðar höfða einnig til hans. „Ég hef áhuga á fjallabruni, ég er svolítið í því. Þetta er skemmtileg íþrótt og ég er búinn að vera að horfa á myndbönd af þessu á netinu. Þetta leit út fyrir að vera skemmti- legt og sú varð raunin. Þetta getur verið svolítið hættulegt en maður passar sig bara. Það þarf bara að vera með gott hjól og þá fer þetta vel,“ segir hann. Jón Margeir segist alltaf halda ágætis tengslum við Öspina þó svo hann æfi þar ekki lengur. „Það er öðru hverju sem ég keppi með félaginu. Ég held samt góðu sambandi við félagið enda gott fólk þar á ferð,“ segir hann og bætir við að hann geti þakkað mörgum þá velgengni sem hann hefur notið. „Það er mest að þakka þjálf- urunum sem ég hef verið að æfa með, foreldrum mínum fyrir að styðja við bakið á mér og svo stend ég í mikilli þakkarskuld við bróður minn, Gísla Frey Sverrisson. Ein- hvern tímann langaði mig að hætta að synda en hann ákvað að borga mér fimm þúsund krónur fyrir hvert Íslandsmet sem ég bætti. Það er eiginlega honum að þakka að ég hélt áfram að synda,“ segir Jón Margeir. Hann kveðst þó ekki hafa orðið rosalega efnaður á þessum samningi. „Bróðir minn er nú hættur að borga mér fyrir Íslandsmetin en ég held samt áfram að bæta þau,“ seg- ir Jón Margeir sposkur að lokum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -0 9 6 0 www.postur.is Hafðu samband við Fyrirtækjalausnir Póstsins í síma 580 1090 eða í fyrirtaekjalausnir@postur.is. Þú getur líka skoðað þær lausnir sem í boði eru á postur.is. Heimkaup stækkaði pakkann og bætti við sig sendlaþjónustu Póstsins Við viljum gera meira fyrir viðskiptavini okkar og aðstoða þá við að bjóða viðskiptavinum sínum réttar lausnir og hagræða í rekstri – það köllum við að stækka pakkann. Grasflatirnar við bakka Úlfljóts- vatns iða nú af lífi þar sem fyrsta vika Sumarbúða skáta hófst í gær. Laglegur hópur barna á aldrinum 8- 12 ára hefur nú hafist handa við að setja upp tjaldbúð, enda mikil áhersla lögð á að leyfa börnunum að spreyta sig á útivist og tjaldbúð- arstörfum. Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni býður upp á heillandi aðstöðu fyrir unga ofurhuga sem langar að upplifa ævintýri í nátt- úrunni. ,,Mest finnst krökkunum spennandi að fara á hjólabátum út á vatnið eða síga niður klifurturn- inn,“ segir Jónína Ósk Ingólfsdóttir, sem er sumarbúðarstjóri í ár. Sumarbúðirnar hafa verið starf- ræktar við Úlfljótsvatn í áratugi og hvert sumar flykkjast hundruð barna á Úlfljótsvatn til þess að njóta náttúrunnar, reyna á þol- mörkin og kynnast öðrum krökkum á svipuðum aldri. Á dagskrá eru ýmiss konar útivist, leikir og ævin- týri. ,,Krakkarnir vinna í flokkum, þar sem þau fá að takast á við ýmis verkefni,“ segir Jónína Ósk og út- skýrir að þannig læri börnin sam- vinnu og þjálfi með sér útsjónar- semi. Ævintýralegar sumarbúðir við Úlfljótsvatn Morgunblaðið/Eggert Útivist Það er vinsælt að búa til hengirúm á Úlfljótsvatni og mörg börnin sækjast eftir að gista í hengirúmunum þegar þurrt er úti og nægilega hlýtt. Áhersla lögð á útivist Austur aftur Nokkrar stúlknanna eru sitt annað sumar á Úlfljótsvatni. Skátastarf Þetta kallast að súrra og er það kennt strax á fyrsta degi. Hjólaður verður rangsælis 100 mílna hringur um Snæfellsnes næstkom- andi laugardag, svokölluð Jökulmíla. Ræst er í Grundarfirði og verður hjólað vestur fyrir jökul, til baka um Vegamót og Vatnaleið. Þeir sem ætla að taka því rólega og vilja njóta náttúrunnar eru ræstir klukk- an 9 um morguninn. Keppnisflokkur kvenna og karla er ræstur klukkan 11 og þátttakendur á tímatöku- og þríþrautarhjólum klukkan 11:.0. Hægt er að skrá sig til klukkan 18 á fimmtudag. Endilega… Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Dýrð Það gefur hjólreiðunum aukið vægi að hjóla í slíkri náttúrufegurð. …hjólaðu 100 mílur og njóttu náttúrunnar á Snæfellsnesi Íþróttafélagið Ösp var stofnað 18. maí árið 1980 af foreldra- og kennarafélagi Öskjuhlíð- arskóla, með stuðningi frá Íþróttasambandi fatlaðra. Ösp býður upp á afar fjölbreytta íþróttaiðkun en meðal þeirra íþrótta sem hægt er að stunda eru sund, borðtennis, frjáls- íþróttir, lyftingar og fótbolti. Markmið íþrótta- félagsins er að standa fyrir íþróttaiðkun með- lima félagsins þeim til heilsubótar og ánægju. Æfingar hjá félaginu hafa verið afar fjölsóttar og allir eiga möguleika á því að finna eitthvað við sitt hæfi, enda um margt að velja. Fjölbreytt íþróttaiðkun HEFUR VERIÐ STARFRÆKT Í YFIR ÞRJÁTÍU ÁR Ösp Félagið er vinsælt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.