Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013
HÁDEGISMATUR
Í FYRIRTÆKI OG
STOFNANIR
VINSÆLT - HEILSUBAKKAR
Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði
Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Fjölbreyttur matseðill
og valréttir alla daga
Við sendum hádegismat
í bökkum og kantínum
til fyrirtækja og stofnana
alla daga ársins.
Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum:
Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka.
Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags.
Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is
STUTTAR FRÉTTIR
● Alls var 131 kaupsamningi þinglýst á
höfuðborgarsvæðinu 31. maí til og með
6. júní. Þar af voru 100 samningar um
eignir í fjölbýli, 21 samningur um sérbýli
og 10 samningar um annars konar eign-
ir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var
4.054 milljónir króna og meðalupphæð
á samning 30,9 milljónir króna.
Á sama tíma var 9 kaupsamningum
þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 5
samningar um eignir í fjölbýli, 1 samn-
ingur um sérbýli og 3 samningar um
annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.
Heildarveltan var 112 milljónir króna og
meðalupphæð á samning 12,5 milljónir
króna. Þetta kom fram vef Þjóðskrár
Íslands í gær.
Fasteignaviðskipti fyrir
rúma 4 milljarða króna
● Stjórnvöld í Japan telja hagvaxtar-
horfur þar í landi betri nú en áður og
gera ráð fyrir 4,1% hagvexti á árs-
grundvelli á fyrstu þremur mánuðum
ársins, samkvæmt því sem fram kom á
fréttavef Breska ríkisútvarpsins, BBC, í
gær. Til samanburðar nam vöxturinn
1,2% á sama tíma í fyrra.
Breska dagblaðið Financial Times
segir þetta góðar fréttir fyrir Shinzo
Abe, forsætisráðherra Japans, en þing-
kosningar eru í næsta mánuði.
Spá 4,1% hagvexti í
Japan á fyrsta fjórðungi
Olíufélagið CNOOC, sem hóf nýlega
samstarf við íslenska olíuleitarfyr-
irtækið Eykon Energy, er fyrsta
kínverska olíufélagið til að koma að
olíuleit í Norður-Íshafi. Þetta kem-
ur fram á fréttavef Financial Times.
CNOOC, sem er í fullri eigu kín-
verska ríkisins, gekk inn í umsókn
um leitar- og vinnsluleyfi olíu og
gass á Drekasvæðinu ásamt Eykon í
seinustu viku.
Umsókn kínverska félagsins var
kynnt mánuði eftir að Kínverjum
var veitt áheyrnaraðild að Norður-
skautsráðinu, sem er helsti sam-
starfsvettvangur þeirra ríkja sem
liggja á eða að Norðurslóðum, og
tveimur mánuðum eftir að Ísland
varð fyrsta Evrópuríkið til að gera
fríverslunarsamning við Kína.
Ákvörðun liggur fyrir í haust
Eykon leitaði til CNOOC eftir að
hafa fengið frest frá Orkustofnun til
að afla sér samstarfsaðila sem að
mati Orkustofnunar hefði nægjan-
lega sérþekkingu, reynslu og bol-
magn til að annast olíuleit. Orku-
stofnun mun nú kanna nánar
fjárhagslega og tæknilega getu um-
sækjenda og mun ákvörðun hennar
um hvort hún úthluti Eykon og
CNOOC rann-
sóknarleyfi liggja
fyrir í haust.
Mikil tækifæri
Heiðar Már
Guðjónsson,
stjórnarformaður
Eykon Energy,
segir í viðtali við
Financial Times
alþjóðleg fyrir-
tæki streyma til norðurslóða í leit að
tækifærum. „Það er ekki bara olía
og gas; þarna eru steinefni, þarna
eru hugsanlegar nýjar skipaleiðir.“
Heiðar gerir hins vegar minni vænt-
ingar til komu kínverskra fyrir-
tækja til Íslands á meðan gjaldeyr-
ishöft eru við lýði. „Í
grundvallaratriðum kæfa höftin
hagkerfið þar sem innlend fjárfest-
ing er engin.“
Aukinn áhugi Kínverja
Kína hefur undanfarið sýnt
norðurslóðum aukinn áhuga. Í sein-
ustu viku var tilkynnt að sett yrði á
laggirnar nýtt rannsóknarsetur um
norðurslóðamál í Shanghai, eftir því
sem fram kemur í kínverska dag-
blaðinu China Daily. kij@mbl.is
CNOOC og Ey-
kon í samstarf
Sækja um leyfi til olíuleitar
Heiðar Már
Guðjónsson
VIÐTAL
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Ólafur Páll Snorrason, sem rekur
leigufélag, segir að það hafi gengið
erfiðlega að koma á fundum með
Reykjavíkurborg til að ræða bygg-
ingu fjölbýlishúsa.
„Við viljum stækka félagið og efla
þannig leigumarkaðinn. Það tók mig
um fjórar vikur að koma á fundi með
Degi B. Eggertssyni, formanni borg-
arráðs, til að ræða byggingu á 70-80
íbúðum í Úlfarsfelli. Ég reyndi allt
hvað ég gat en fékk engin viðbrögð.
Sömu sögu má segja af tilraunum til
að ná í embættismenn borgarinnar.
Það var ekki fyrr en ég fékk eiganda
félagsins Snorra Hjaltason, til að fara
í málið að það tókst að koma á fundi.
Á sama tíma tók það mig einungis
einn dag að ná í bæjarstjórann í
Hafnarfirði vegna byggingar á 20-30
íbúða blokk,“ segir hann í samtali við
Morgunblaðið og bætir við að
Reykjavíkurborg hafi ekki þótt mikið
koma til viljayfirlýsingar frá lífeyr-
issjóðum um að fjármagna bygging-
arnar. „Það dugði ekki sem staðfest-
ing á að fjármögnun væri til reiðu,“
segir hann.
Leigufélagið er með 51 íbúð í út-
leigu við Skyggnisbraut í Úlfarfelli í
þremur blokkum. Í haust lýkur bygg-
ingu á 23 íbúða fjölbýlishúsi í Norð-
lingaholti. Innan skamms verða íbúð-
irnar 74. Sameinaði lífeyrissjóðinn og
Stafir lífeyrissjóður lánuðu til bygg-
inganna. Upphaflega var leitað til
þessara sjóða með það fyrir augum
að skapa störf fyrir skjólstæðinga
þeirra, segir Óalfur Páll, og þakkar
það traust sem honum og hans fyr-
irtæki var sýnt. „Við höfum áhuga á
því að reka 200 íbúða leigufélag og
taka þá stöðuna,“ segir Ólafur Páll.
„Vegna þess hve erfiðlega hefur
gengið að semja við Reykjavíkurborg
höfum við leitað til Hafnarfjarðar og
stefnum á að reisa þar 20-30 íbúðir.
Þar var tekið mjög vel í hugmyndir
okkar, enda ríkir þar áhugi á upp-
byggingu í bænum. Verkefnið verður
bráðlega kynnt bæjaryfirvöldum.
Auk þess höfum við fengið góð við-
brögð frá Kópavogsbæ varðandi upp-
byggingu en það verkefni er mun
styttra á veg komið. Ef Reykjavík-
urborg hefur ekki áhuga á samstarfi
leitum við vitaskuld til nágranna-
sveitarfélaga. Það er mjög sambæri-
legt að búa í Reykjavík og annars
staðar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir
hann.
Einblínir um of á miðbæinn
Ólafi Páli þykir stjórnarmeirihlut-
inn í Reykjavíkurborg einblína um of
á uppbyggingu í miðbænum. Hann
segir að það sé meiri eftirspurn eftir
húsnæði í úthverfum en í miðbænum.
„Flestar fjölskyldur vilja ala upp
börn sín í úthverfum frekar en í mið-
bænum. Markaðurinn þar er því
nokkuð lítill og verður brátt mettur.
Ég reikna með því að á næstu þrem-
ur til fimm árum verði búið að byggja
á þeim reitum sem hægt er í 101, og
þá eru úthverfi eini staðurinn sem er
eftir. Við viljum leggja okkar lóð á
vogarskálarnar og byggja t.d. í Úlf-
arsfelli en stjórnarmeirihlutinn í
Reykjavík virðist ekki vera áhuga-
samur um það og horfir nær einungis
til miðbæjarins. Ég er með langan
biðlista af fólki sem hefur áhuga á að
leigja í úthverfum en ekki í miðbæn-
um. Það ætti að vera stjórnmála-
mönnum kappsmál að sinna óskum
borgarbúa,“ segir hann. „Þó á ég von
á því að eiga viðræður við Reykjavík-
urborg um málið á næstu vikum.“
Grundvöllur stórra leigufélaga
Eftir fjármálakreppuna hafa skap-
ast forsendur fyrir því að reka stór
íbúðaleigufélög. Enda er mun erfið-
ara að fjármagna kaup á íbúðum en
áður. Stærri leigufélög eru líka í
stakk búin til að veita mörgum lang-
tímaleigusamninga og á betri kjörum
vegna stærðarhagkvæmni. En leigu-
samningarnir sem félög Ólafs Páls
gera eru ótímabundnir með sex mán-
aða uppsagnarfresti. „Forsendurnar
fyrir rekstrinum eru allt aðrar eftir
mikla aukningu í eftirspurn. Einstak-
lingar þurfa að eiga mikla peninga í
eigin fé til þess að kaupa sér húsnæði.
Hafi ungt fólk áhuga á að festa kaup á
sinni fyrstu íbúð þurfa margir að
biðja fjölskyldu sína að aðstoða sig
við kaupin. Það virðist líka vera orðið
viðurkennt að fólk sé á leigumarkaði,
eins og t.d. tíðkast í Danmörku. Áður
voru hagkvæmar íbúðir, með 2-3 her-
bergjum, einna helst til leigu, en nú
hefur bæst við áberandi eftirspurn
eftir íbúðum með fjórum herbergj-
um. Þannig að stærri fjölskyldur eru
farnar að leita í meira mæli á mark-
aðinn,“ segir Ólafur Páll.
Rík áhersla er á að velja leigjendur
af kostgæfni til að sambúðin gangi
sem best. Félagið sem á Skyggnis-
brautina heitir Byggingarfélagið
framtak og félagið sem á blokkina í
Norðlingaholti heitir Leiguhúsnæði.
Reykjavíkurborg Þrándur
í götu íbúðaleigufélags
Ólafur Páll Snorrason rekur stórt leigufélag og hyggst stækka það í 200 íbúðir
Löng bið Það var þrautin þyngri fyrir Ólaf Pál Snorrason að fá fund með
Degi B. Eggertssyni, formanni borgarráðs, varðandi uppbyggingu.
Morgunblaðið/Kristinn
74 íbúðir í leigu
innan skamms
» Leigufélagið er með 51 íbúð
í útleigu við Skyggnisbraut í
Úlfarfelli í þremur blokkum.
» Í haust lýkur byggingu á 23
íbúða fjölbýlishúsi í Norð-
lingaholti. Innan skamms
verða íbúðirnar 74.
» Stefnt er að því að íbúðirnar
verði 200 innan fárrra ára.
» Reykjavíkurborg einblínir
um of á miðborgina, segir
framkvæmdastjóri íbúðaleigu-
félags.
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./
+01.,1
++0.,
,+.21
,-.3-2
+0.,0+
+,0./
+.,,+4
+0,.5+
+53.25
+,-.03
+01.12
++0.55
,+.422
,-.3/5
+0.225
+,0.3/
+.,,5
+02.-5
+53.0
,+/.-+4,
+,+.+0
+00.+3
++0.3
,+.43/
,+.-,1
+0.203
+,3.2,
+.,,0/
+02.53
+/-.,5
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á