Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013 kenningar hér heima og erlendis fyrir vörur sínar. Elsku Sigga, Eiríkur, Ólöf, Katrín Björk, Vignir Gísli og Ei- ríkur Hilmar. Megi góður guð vera styrkur á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Vignis Gísla Jónssonar. Sigþór. Nú er góður vinur Vignir G. Jónsson fallinn frá eftir erfið og löng veikindi. Við Þóra kynntumst Vigni og Siggu er okkur var bent á að tala við þau, því Vignir var ný- kominn heim frá Lundi í Svíþjóð vegna aðgerðar við parkinson- sjúkdómnum. Vignir hvatti mig eindregið að fara sömu leið ef ég gæti sem og ég gerði. Er ég hon- um og Siggu ævinlega þakklát- ur. Með okkur tókst góð vinátta og voru þau höfðingjar heim að sækja. Kæri Vignir, kveðjum þig og þökkum fyrir samfylgdina með tveimur erindum úr ljóði eftir Davíð Stefánsson. Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenskri jörð, veggi og vörður hlóðu og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnúum og höfðu sér ungir það takmark sett: að bjargast af sínum búum og breyta í öllu rétt. Það lýsti þeim sama leiðarstjarnan, en lítið er um þeirra ferðir spurt. allir kusu þeir kjarnann, en köstuðu hýðinu burt. Þeir fræddu hver annan á förnum vegi um forna reynslu og liðna stund og döfnuðu á hverjum degi af drengskap og hetjulund. (Davíð Stefánsson) Elsku Sigga, við biðjum Guð að blessa þig og vottum þér og þinni fjölskyldu innilega samúð. Þóra og Þórarinn. Um þær mundir sem ég hóf afskipti af útflutningsmálum 1971 hafði ungur athafnamaður á Akranesi, Vignir G. Jónsson, haslað sér völl í matvælaiðnaði. Hann hafði komið sér upp tækj- um til framleiðslu á grásleppu- kavíar og hafði nokkra reynslu í útflutningi. Á sama tíma var Sölustofnun lagmetis stofnuð af 22 niðursuðuverksmiðjum sem þáttur í uppbyggingu lagmetis- iðnaðarins. Ég fór þar með hlut- verk um tíma. Þrátt fyrir nokkra eftirgöngu hafnaði Vignir inngöngu í hin nýskipuðu samtök en vildi frek- ar takast á við verkefnin einn og óstuddur. Í dag er einungis ein þessara verksmiðja enn starfandi – litla fyrirtækið á Akranesi hefur haldið velli, þróast og bætt við sig nýjum greinum. Það er nú eitt öflugasta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu og einn af burðarásum bæjarfélagsins. Credit Info veitti því viðurkenn- inguna sem „framúrskarandi fyrirtæki 2013“. Vignir G. Jónsson stofnaði fyrirtæki sitt, sem ber hafn hans, með báðar hendur tómar og var ekki einu sinni Skaga- maður. Hann hafði ekki annað með sér að leggja en viljann, gott stjórnunar- og viðskiptavit og svo það, sem mestu máli skipti, gimsteininn hana Sigríði Eiríksdóttur, konu sína. Ég fylgdist með rekstri fyr- irtækisins úr fjarlægð. Að vísu nokkuð argur yfir því að hafa ekki tekist að véla þau inn í samtökin. En þegar fram leið sá ég af hve mikilli leikni Vignir stjórnaði sínu fyrirtæki og ann- aðist sjálfur sín markaðsmál. Hann byrjaði að salta hrognin sjálfur og gátu karlarnir lagt beint upp hjá honum. Þar sem verkefnin voru sveiflukennd gerði hann samning við starfs- fólkið sem tók mið af óreglu- legum vinnutíma. Allan tímann var Sigríður honum við hlið og skiptu þau með sér verkefnum. Ég minnist þess einu sinni er ég átti leið fram hjá gömlu verk- smiðjunni þar sem þau hjón höfðu verið að ljúka framleiðslu- degi síðla sunnudags og voru að þrífa eftir daginn og Vignir að sópa fyrir utan. Á níunda áratugnum kom nýja verksmiðjuhúsið – og síðan önnur þrjú hús, sem nú hýsa framleiðsluna. Þegar Vignir veiktist hafði Eiríkur sonur hans lokið námi í matvælafræðum og tók síðar al- farið við rekstri verksmiðjunnar og hélt uppbyggingunni áfram. Honum til halds og trausts var Ólöf, kona hans, svo að segja má að reksturinn hafi alla tíð verið í höndum fjölskyldunnar. Vignir sinnti starfi sínu fram til síðustu ára, sótti kaup- og ráðstefnur og var alla tíð vel með á nótunum. Ég hefði gjarnan viljað njóta samveru Vignis lengur. Hann var ljúfur og glaðlyndur maður. Hann virkaði á mig mannbæt- andi. Renötu og mér þykir gott að vita áfram af nærveru Sigríðar, – og Vignir, minn kæri, þú gast ekki skilið eftir betri fulltrúa að þér gengnum en Eirík son þinn og Ólöfu tengdadóttur. Við þökkum áratuga sam- starf við Vigni G. Jónsson og vottum fjölskyldu hans samúð okkar allra. Starfslið Triton ehf., Örn Erlendsson, Renata, Ormur og Rolf. Meira: mbl.is/minningar Athafnamaðurinn Vignir G. Jónsson er látinn, langt um ald- ur fram, eftir erfið veikindi. Ég hef þekkt Vigni í tæp 30 ár. Honum varð á að ráða mig í vinnu og sat hann uppi með mig í 22 ár. Á þessum árum byggð- ist fyrirtæki þeirra hjóna Vign- is og Siggu konu hans hratt upp. Það var lærdómsríkt og skemmtilegt að starfa hjá þeim hjónum í fyrirtækinu. Vignir var mjög útsjónarsamur og fór margar ferðir utan á uppboð á ýmsum vélum og varningi. Það var alltaf spenna hjá starfsfólk- inu þegar gámarnir voru opn- aðir, því þar kenndi oft ýmissa grasa. Það var fastur liður í mörg ár að gefa okkur starfs- fólkinu utanlandsferð í jólagjöf. Það voru skemmtilegar ferðir þar sem Vignir var hrókur alls fagnaðar og vildi gera vel við sitt starfsfólk. Ég og Jónas, Sigga og Vignir urðum mjög góðir vinir í gegnum árin og fór- um við í nokkur ferðalög er- lendis saman. Tvær ferðir stóðu þó upp úr, sigling með skemmtiferðaskipi og ferð til Pennsylvaníu þar sem Sigga var skiptinemi á sínum yngri árum. Veikindi Vignis tóku sinn toll síðustu ár en það aftraði honum ekki frá að fylgjast með framtíð fjölskyldunnar og fyr- irtækisins. Ég, Jónas og okkar börn og barnabörn stöndum í þakkar- skuld við þig, elsku Vignir, fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar í gegnum árin. Elsku besta Sigga, Eiríkur, Ólöf og börn, Guðrún og systk- ini Vignis, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Hvíl í friði elsku vinur. Guðný Aðalgeisrdóttir. Í dag kveðjum við Vigni Gísla Jónsson. Mætur og góður vinur er fallinn frá og ríkir sorg og söknuður í vinahópnum. Vissan um að hvíldin var góð eftir margra ára Parkinsonveikindi veitir nokkra huggun. Þrátt fyr- ir mikinn trega og söknuð finn- um við fyrst og fremst til þakk- lætis fyrir að hafa átt hann að vini og félaga. Upp koma margar minningar um skipuleggjandann sem hóaði í vinahópinn til að kynna nýj- ustu ferðaáætlun og hvort fara ætti í lengri eða styttri ferðir innan- eða utanlands. Alltaf var áhuginn mikill og allt vel skipu- lagt. Þetta kunni vinur okkar manna best, erum við honum ávallt þakklát fyrir að hafa ýtt við okkur. Hann var ein ástæða þess að við öðluðumst meiri þekkingu og aukna víðsýni, auk þess sem okkur voru gefnar góðar minningar víðsvegar að úr heiminum í góðra vina hópi. Útilegur í Vík um verslunar- mannahelgi á hverju ári eru perlur í minningasafn okkar. Yndisleg samvera í alls konar veðri, grillaður góður matur, varðeldur tendraður í fjörunni með söng og góðum gítarleik. Alltaf mátti sjá glimt í auga og brosvipru í kinn þegar vinurinn var borinn í hjólastólnum að varðeldinum til að vera með í sprelli okkar hinna. Þau eru ófá skiptin sem okk- ur var boðið í mat hjá Siggu og Vigni og tekið var á móti okkur vinunum með hlýju faðmlagi. Þá var gaman að heyra frásagnir þeirra af ferðum sínum erlendis og árunum þegar þau bjuggu í Englandi. Oft barst talið að bók- um því áhugi Vignis á bók- menntum var mikill. Eftir glað- vært spjall var ávallt endað á söng og gítarleik. Síðasta samverustund okkar var 29. mars, þegar boðið var til veislu vegna sjötugsafmælis vinar okkar, þar var vel veitt, glatt á hjalla og mikið sungið. Gaman var að sjá hvað Vignir naut stundarinnar vel og ekki síður við. Að hafa átt hjónin Vigni og Siggu að vinum á lífsleiðinni hefur göfgað og þroskað okkur hin, sjá hvernig þau náðu að lifa lífinu lifandi þrátt fyrir hans miklu veikindi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Kæra Sigga og fjölskylda, sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðný, Jónas, Nína, Daníel, Rósa, Valdimar, Sigrún, Þórður, Guðrún og Marteinn. gista og áttum með þeim góðar stundir. Síðasta heimsókn mín til þeirra var á Hrafnistu. Þó að Þór- ey væri orðin veik og lægi í rúm- inu sínu þá var dýrðarljóminn enn til staðar. Ég er svo þakklát fyrir þessa stund og ég veit að pabbi minn, litli bróðir hennar er það líka. Mér þótti svo vænt um að geta setið með henni í örstutta stund og spjallað. Ég settist á rúm- stokkinn hennar, trúði henni fyr- ir einu leyndarmálinu enn, sem gladdi hana svo mikið að við feng- um báðar tár í augun. Guð blessi þig, elsku Þórey mín. Elsku Hreinn, Lena, Helga, Andrés, Svenni, Erna og fjöl- skyldur, Guð styrki ykkur í sorginni. Helga H. Gunnlaugsdóttir. Mig langar að segja nokkur orð um Þóreyju föðursystur mína sem var mér svo kær. Hún var hávaxin og falleg kona, viðkvæm og hlý. Það var alltaf gott að koma til hennar og Hreins. Mér leið alltaf eins og ég væri komin á mitt annað heimili, ég var alltaf velkomin og mér leið eins og ég væri ein af hópnum hennar. Ég heimsótti Þóreyju og Hrein nokkuð oft eftir að þau fluttu suð- ur, fyrst með foreldrum mínum og seinna fékk ég að fara ein og búa hjá þeim nokkra daga í senn. Það voru alltaf dásamlegir dagar, krakkar á öllum aldri, bæði þeirra eigin börn og svo vinir þeirra sem ég kynntist líka. Þarna kynntist ég nýjum leikjum, siðum, mat og fleiru. Hjá þeim borðaði ég hvalkjöt og fékk kakó í morgunmat. Við krakkarnir fórum í Vatna- garðana að leika okkur í skelja- sandinum og lækjunum sem komu þegar Sandey dældi sandi í land og stundum fengum við að fara um borð. Eitt sinn fékk ég meira að segja að gista þar með einu af börnum þeirra hjóna. Þetta var allt eins og besti skóli fyrir krakka utan af landi. Þórey og Hreinn ferðuðust mikið og fórum við fjölskyldan stundum með þeim og það var mitt fyrsta stóra ferðaævintýri að fá að sofa í „Hótelinu“, en það var húsbíll af frumlegri gerð, algjör forngripur og væri gaman að sjá hann í dag. Þetta voru frábærar ferðir um landið vítt og breitt og einni ferð man ég sérstaklega vel eftir en þá var farið upp á hálendi, yfir ár og vegleysur til að veiða í fjallavötn- um. Þegar ég stálpaðist og var far- in að vinna á sumrin tók Þórey að sér að fara með mér í verslunar- leiðangur í borginni, búð úr búð til að fata mig upp fyrir veturinn fyr- ir hluta af sumarlaununum. Eftir á að hyggja held ég að það hafi krafist mikillar þolinmæði og um- hyggju þar sem ég hafði ekki mjög ákveðnar skoðanir. Þegar ég fór í nám til Reykja- víkur og svo þegar við hjónin hóf- um búskap þar, leituðum við mikið til Þóreyjar og Hreins. Það var alltaf notalegt og bara rétt eins og að koma til ömmu og afa. Það var alltaf tími fyrir spjall, tími fyrir okkur. Þórey var afskaplega lagin í höndunum, hún málaði á postulín, prjónaði og saumaði svo eitthvað sé nefnt. Fyrir mig sem hef áhuga á slíku var dásamlegt að kíkja í heimsókn og sjá hvað var verið að gera í það og það skiptið. Ég sakna Þóreyjar mjög sárt og það er skrítið þegar einhver fellur frá hvað ótrúlegir hlutir snerta tilfinningar manns. Einu sinni frétti ég að fjallið Kaldbak- ur væri fjallið hennar en hún saknaði alltaf norðurslóðanna. Síðan hugsa ég alltaf um frænku mína þegar birtan er falleg á Kaldbaknum. Elsku Hreinn, börn, tengda- börn, ömmubörn, langömmu- börn, pabbi og allir sem hafa misst dásamlega konu, ykkur öll- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halla, Haukur og fjölskylda. Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS GÍSLASON, fv. formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, lést fimmtudaginn 6. júní á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. júní kl. 15.00. Jarðsett verður í Útskálakirkjugarði. Hreinn Magnússon, Ásta Magnúsdóttir, Benedikt Ragnarsson, Jóhanna Magnúsdóttir, Þóra Björg Magnúsdóttir, Sigurður Þórarinsson, Solveig Ólöf Magnúsdóttir, Haukur Ómarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANTON GUÐLAUGSSON, Dalvík, lést á Dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, laugardaginn 8. júní. Útförin verður auglýst síðar. Sigurlaug Sveinsdóttir, Guðbjörg Antonsdóttir, Elín Antonsdóttir, Skafti Hannesson, Anna Dóra Antonsdóttir, Sveinn Sveinsson, Arna Antonsdóttir, Þórólfur Antonsson, Hrönn Vilhelmsdóttir, Árdís Antonsdóttir, barnabörn, langafabörn og langalangafabarn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN GUÐMUNDSSON Norðurbakka 25c, Hafnarfirði, lést laugardaginn 1. júní að heimili sínu. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 13. júní kl. 13.00. Inga Birna Kristinsdóttir, Víðir Ingimarsson, Jón Kjartan Kristinsson, Elsa Guðrún Jóhannesdóttir, Íris Kristinsdóttir, Lars Åberg, Örvar Kristinsson, Erica Ek, Magnús Kristinsson, barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi. GUÐLAUGUR GUNNARSSON, bóndi, Svínafelli í Öræfum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands föstudaginn 7. júní. Útför fer fram frá Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 15. júní kl. 14.00. Sólveig Guðlaugsdóttir, Ingvar Kristinsson, Hannes Guðlaugsson, Brynja Dögg Birgisdóttir, Gunnar Guðlaugsson, Ragna Ragnars, Hólmfríður Guðlaugsdóttir, Ármann Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Ísafold, áður Efstaleiti 14, lést sunnudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 12. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Rauða krossinn, Hringinn eða Landssamtökin Þroskahjálp. Halldóra Sigurðardóttir, Viðar Símonarson, Anna Sjöfn Sigurðardóttir, Guðmundur Páll Ásgeirsson, Ólafur Njáll Sigurðsson, Birna Bergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ELÍNBORG REYNISDÓTTIR, sem andaðist föstudaginn 24. maí í Noregi verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 13. júní kl. 15.00. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.