Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Núverandistjórnar-andstæð- ingar hafa gefið þá skýringu helsta á afhroði stjórnar- flokka síðasta kjör- tímabils að þeir hafi sýnt ábyrgð og ekki lofað miklu ólíkt Fram- sóknarflokki og Sjálfstæð- isflokki. Stórkarlaleg kosn- ingaloforð þeirra hafi gert gæfumuninn. Þessi skýring á afhroði Sam- fylkingar og VG er ósennileg. Það voru önnur loforð sem réðu þeirra örlögum. Kjós- endur horfðu til fjögurra ára gamalla kosningaloforða vinstristjórnarnarinnar. Þeir gáfu efndunum falleinkunn. VG lofaði að vera öflugur vörður fullveldis og merkisberi andstöðunnar við ESB. Þetta loforð markaði sérstöðu þess flokks í þeim kosningunum. Loforðið, heitstrengingin, var svikið og er nú orðið tákngerv- ingur sviksemi í íslenskum stjórnmálum. Flokkarnir lofuðu að reisa skjaldborg um heimilin og rétta hag skuldugra. Loforðið um skjaldborgina og norrænu velferðina koma næst í röðinni yfir svikin loforð stjórnmála á síðari tímum. En jafnvel mál sem vinstri- flokkarnir ætluðu ekki að svíkja sína kjósendur um fóru fyrir lítið. Verkstjórnarleysi og sérkennilegur framgangsmáti forystumannanna réðu miklu um það. ESB-loforð Samfylkingar klúðraðist í höndunum á Össuri og Jóhönnu. Fullyrðingar þeirra um efni, verklag og hraða málsins stóðust ekki skoðun. Blekkingarleikurinn að kalla aðlögun að ESB „samningaviðræður“ gaf mál- inu öllu vonda áferð og kom í veg fyrir „upplýsta umræðu“ um það. Loforð um að fullbúin „samningsmarkmið“ myndu liggja fyrir áður en vegferð málsins hæfist voru svikin. Aðförin að Stjórnarskrá lýð- veldisins rann út í sandinn, eins og forseti undirstrikaði í þingsetningarræðu. Loforð sem byggðust á sérvisku Sam- fylkingar í sjávarútvegsmálum voru, sem betur fer, einnig svikin. Það kom ekki til af góðu. Svo einkennilega var staðið að ætluðum breytingum að engin samstaða náðist um þær. Léleg verkstjórn drap það mál eins og „stjórn- arskrármálið“. Icesave I, II og III – landsdómsmál og fleira bættust svo við í troðinn svika- sekk. Það voru því loforð sem réðu mestu um afhroð vinstri- flokkanna nú, gömul loforð og illa svikin. Bent hefur verið á að ekki sé margt handfast í sáttmála núverandi stjórnar. Reykjavíkur- flugvöllur var eitt, en nú eru einstakir ráðherrar farnir að tala um það loforð með torkenni- legum hætti. Það veit ekki á gott. Annað sem virtist afgerandi snertir millidómstig sem koma muni Hæstarétti í starfslegt var. Það ákvæði stjórnarsátt- málans er nefnt í tengslum við innlegg forsetans við þingsetn- ingu og athugasemdir for- sætisráðherrans í framhaldinu. Björn Bjarnason, fyrrver- andi dómsmálaráðherra, hefur gert þau mál að umtalsefni. Hann telur að forsetinn hafi farið út fyrir vald sitt í nefndu tilviki. Björn segir: „Sætti rík- isstjórn og alþingi sig við að forseti Íslands færi út vald sitt á þennan hátt hlýtur að reyna á það fyrir þriðja armi ríkis- valdsins, dómsvaldinu, hvar embættismörkin eru með vísan til stjórnarskrárinnar. Spurn- ing er hvernig hanna eigi at- burðarás til að unnt sé að láta á valdmörkin reyna fyrir dóm- stóli. Rætt er um nauðsyn þess að koma á fót millidómstigi, meðal annars til að létta málum af hæstarétti. Þörfin fyrir stjórn- lagadómstól vex í réttu hlut- falli við óvissu um valdmörk á æðstu stöðum sem nú þegar kallar á ný hugtök til að sníða umgjörð um afskipti forseta Íslands af stjórnmálum.“ Með tilkomu millidómstigs og breyttu álagi á Hæstarétt færi vel á því að fela honum stjórnskipunarlegt úrlausnar- vald í ríkari mæli en nú er. Í al- þingisforsetatíð Halldórs Blön- dals var fullyrt að stjórnar- frumvarp, sem brást við hæstaréttardómi um að til- tekin lög uppfylltu ekki kröfur stjórnarskrár, færi sjálft í bága við stjórnarskrá. Voru deilur um þessi atriði illvígar og töfðu að þingið gæti brugð- ist við fyrrnefndum dómi. Halldór þingforseti og for- sætisnefnd hans brá á það ráð, sem var fordæmalaust, að biðja Hæstarétt að gefa álit á því at- riði. Rétturinn tók erindið fyr- ir á dómarafundi og naumur meirihluti þar samþykkti að taka erindið efnislega fyrir. Í framhaldinu varð það niður- staða allra dómaranna níu að hið nýja frumvarp stangaðist ekki á við stjórnarskrá. Allt datt í dúnalogn í þinginu og engin málaferli spruttu upp í kjölfar lagasetningarinnar, sem ella var talið líklegt. Þótt þessi atbeini Hæstaréttar hafi ekki verið óumdeildur reyndist hann mjög farsæll. Hugmyndir um milli- dómstig má nýta til að finna leið til að höggva á stjórn- skipulegar deilur} Gömul loforð og ný tækifæri Þ að er gömul saga og ný að gestsaug- að er jafnan gleggra en heima- manna. Þetta sannaðist enn á ný í vikunni þegar glænýr umhverf- isráðherra lét það verða meðal sinna fyrstu yfirlýsinga í embætti að velta þeirri hugleiðingu upp hvort umhverfisráðu- neytið væri máske alls óþarft. Téður ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, er vel að merkja landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sömu- leiðis og ætlar okkar maður sér greinilega að gera hluti á þeim vettvangi því hann bætti því við að mikilvægt væri að „umhverfismálin séu ekki andstæða atvinnumálanna“. Það var og. Í landi sem býr að slíkum auðlindum sem eru til staðar hér verður maður að vona að ráð- herra sá sem fer með málefni auðlinda geri sér grein fyrir mikilvægi þess að ávaxta pund sitt skyn- samlega í stað þess að spreða því öllu til skemmri tíma. Í því felst að hann geri sér grein fyrir því að farsæl af- greiðsla umhverfismála er hrein og klár forsenda þess að hér lifi og endist gjöful fiskimið, að hér sé sjálfbær land- búnaður sem gefur af sér afurðir sem jafnast á við það sem best finnst fyrir í heiminum og að hér séu til staðar innviðir sem geta ráðið við sífellda fjölgun erlendra ferðamanna sem hingað koma (sem er fagnaðarefni, svo því sé haldið til haga). Frammistaða umhverfisráðherra úr Framsókn- arflokki hingað til gefur reyndar tilefni til rétt mátulegrar bjartsýni, en Sigurður Ingi er þar með í dauðafæri að ger- ast forverabetrungur. Náttúruvernd, loftslagsbreytingar, friðlýst svæði, súrnun sjávar, mengun og annað slíkt eru nefnilega málaflokkar sem heyra undir umhverfisráðuneyti (og þarfnast sérstaks ráðuneytis, vel að merkja) en tengjast engu að síður með afskaplega beinum hætti afkomu okkar til lengri tíma litið þegar litið er til sjáv- arútvegs, landbúnaðar og ferðaþjónustu. Þar eru þrír af okkar mikilvægustu atvinnuvegum svo allt tal um mögulega óþarft ráðuneyti er í besta falli barnaskapur. Og þá komum við að glögga gestsauganu. Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronofsky, sem dvaldi hér um hríð á síðasta ári við töku á mynd sinni um Nóa og syndaflóðið, sneri hingað aftur til að tilkynna að hann ætlaði að styrkja Náttúruverndarsamtök Íslands með fjárframlagi. Aronofsky heillaðist að eigin sögn svo mjög af landinu og hinni einstöku náttúru þess að hann vill leggja sitt af mörkum til að tryggja verndun umhverfisins. Á sama tíma spyr ábyrgðarmaður ríkisstjórnarinnar í málaflokki umhverfismála hvort ef til vill megi leggja ráðuneytið nið- ur. Á minn sann! Eins og leikstjórinn útlendi benti á er ósnortin náttúra á undanhaldi í heiminum, ekki síst vegna viðhorfs manna á þá leið að umhverfismál megi ekki standa í vegi fyrir atvinnusköpun. Sigurður Ingi fer ekki af stað sem spámaður í eigin föðurlandi og ætti að þiggja hjálp hjá öllum þeim glöggu gestsaugum sem eru tilbúin að ljá hon- um svolitla sýn. Annars mun þessi „framsókn“ ekki standa fyrir neitt annað en afturför. jonagnar@mbl.is Pistill Hin glöggu gestsaugu Jón Agnar Ólason STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Bálfarir eru nú orðnar munalgengari á Íslandi engerðist fyrir fáeinum ára-tugum, sú fyrsta eftir kristnitöku fór fram 1948. Þá höfðu árum saman staðið yfir harðar deil- ur í fjölmiðlum um þennan nýja sið sem mörgum fannst ógeðfelldur. Nú munu um 25% allra útfara hér- lendis vera bálfarir. Hlutfallið er eðlilega mun hærra eða 40% á höf- uðborgarsvæðinu; þar er eina bál- stofan. Af hálfu þjóðkirkjunnar er ekki amast við bálförum en upp- haflega snerust kristnir gegn þeim. Þeir vildu greina greftrunarsiði sína frá siðum heiðinna, víkinga- höfðingjar kvöddu oft jarðvistina í logandi skipi. Mælingar sýna að ekki er um að ræða neina hættulega jarðvegs- mengun vegna bálstofunnar í Foss- vogi. Fyrsti líkbrennsluofn í heimi var smíðaður um miðja 19. öld og var þá byrjað að berjast fyrir því að líkbrennsla yrði tekin upp. Beitt var heilbrigðisrökum en einnig væru þrengsli orðin svo mikil í hratt vaxandi borgum Vesturlanda að ekki dygði að halda fast í pláss- freka greftrunarsiði. Kaþólska kirkjan streittist á móti og leyfði ekki bálfarir fyrr en 1964. Hagkvæmnin er augljós. Stærð leiðis í duftreit á samkvæmt reglum að vera um hálfur fermetri og í reglugerð eru fyrirmæli um stærð legsteina. Grafarstæði fyrir kistu þarf sex sinnum meira land- rými en duftgröf, segir á vefsíðu Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis. Aðeins má setja lága leg- steina á duftkerareiti en allir vita að háir legsteinar eiga til að skekkjast í görðum á Íslandi vegna frosts og ýmissa breytinga í jarð- veginum. Gamlir kirkjugarðar eru oft fallegir og lögð áhersla á að halda þeim við. Talsvert er nú um að duftker séu með leyfi vanda- manna lögð í hefðbundin leiði í kirkjugörðum. Þegar bálför er gerð er hinn látni tilgreindur í bókum Bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma. Tekinn hefur verið í notkun nýr, þriggja hektara duftgarður, Sólland, við Vesturhlíð í Fossvogi en duftgarðar eru til á fleiri stöðum en á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru nærri fimm hundr- uð á öllu landinu sem láta brenna sig,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarðanna. „Sólland ætti að duga út öldina, og miðað við að hlutfall bálfara fari upp í 50%. Hann tekur rúmlega 30.000 duft- ker. En hér á Íslandi er auðvitað nóg landrými. Ef fólk býr úti á landi þarf að senda kistuna hingað ef notuð er líkbrennsla, þetta er auðvitað nokkur framkvæmd og kostnaður ef staðurinn er langt frá Reykjavík.“ Hægt að endurnýta duftreiti Hann segir að fyrir tilkomu bálstofunnar 1948 hafi lík verið send til Kaupmannahafnar eða Ed- inborgar ef notast átti við brennslu en ekki hafi verið mörg dæmi um það. Þórsteinn bendir á að mjög auðvelt sé að endurnýta duftreiti eins og gert sé í Hollandi og fleiri þéttbýlum löndum. Þetta sé þó ekki gert hér en gæti komið til þess í Sóllandi. „Þá er kerið grafið upp, ösk- unni dreift á opið svæði innan garðsins og annað ker jarðsett á sama stað. Oft er miðað við að leg- staðurinn sé leigður í 25 ár en stundum mun skemmri tími. Að- standendur fá bréf og spurt hvort þeir vilji leigja staðinn áfram, ef ekki þá fá aðrir að nota reitinn.“ Líkbrennsla sækir hratt fram á Íslandi Morgunblaðið/Styrmir Kári Sólland Forstjóri Kirkjugarðanna segir að Sólland ætti að duga út öldina. Í Japan eru nær öll lík brennd, hlutfall bálfara er einnig hærra á hinum Norðurlöndunum en hér, í Bandaríkjunum svipað og hjá okkur. Vilji maður láta brenna lík- amsleifar sínar er nóg að útfylla eyðublað sem fæst hjá Kirkju- görðum Reykjavíkur. Bálför er eins og venjuleg útför nema að því leyti að kistan er ekki borin til grafar. Eftir að kistan með lík- inu hefur verið brennd til ösku við allt að 1200 gráðu hita í tvær stundir er askan varðveitt í duft- keri. Aðstandendur ákveða hve- nær kerið er grafið í samráði við útfararstofu, þeir velja milli jarð- arfarar og bálfarar ef ekki liggur fyrir ósk hins látna. Duftker á að varðveita í kirkjugarði eða öðrum löggiltum grafreit. Misjafnt eftir löndunum JAPANAR BRENNA ALLA Bálför Víkingahöfðingjar voru oft brenndir með skipinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.