Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013 kaffivélar fyrir heimili og vinnustaði Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Björk Þórarinsdóttir, einn sakborn- inga í Kaupþingsmáli á hendur fyrr- verandi stjórnendum bankans, krefst frávísunar ákæru á hendur sér, en fyrirtaka í málinu fór fram í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Málið er eitt það umfangsmesta sem sérstakur saksóknari hefur sent frá sér. Björk sat í lánanefnd Kaupþings og starfaði á fyrirtækjasviði bankans fyrir hrun en hún er ákærð fyrir um- boðssvik vegna starfa sinna í lána- nefndinni vegna lánveitinga bankans til félagsins Desulo Trading Ltd. Yfirheyrð sem vitni Björk Þórarinsdóttir var fyrst boð- uð til skýrslutöku í apríl 2010 sem sakborningur í málinu. Það var hins- vegar í júní sama ár að hún var boðuð til skýrslutöku sem vitni og henni til- kynnt að rannsókn á hendur henni hefði verið hætt. Þá var settur fyr- irvari um að ef ný sakargögn kæmu fram kynni rannsókn gegn ákærðu að verða tekin upp að nýju. Í byrjun árs 2012 var Björk boðuð aftur til skýrslutöku og þá var henni tilkynnt að hún væri á ný sakborn- ingur þar sem fram hefðu komið ný gögn. Verjandi Bjarkar, Halldór Jónsson hæstaréttarlögmaður, byggði frávísunarkröfuna á því að engin ný sakargögn hefðu komið fram heldur hefðu allar staðreyndir legið fyrir í fyrstu skýrslutöku yfir Björk. Ákæruvaldið hafnaði því að draga ákæruna til baka, að sögn Hall- dórs á þeirri forsendu að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefði í skýrslutöku greint frá mikilvægari stöðu lánanefndar en hann hafði áður gert. Halldór sagði það vera óþægilega tilfinningu að fólk hefði verið ákært til þess eins að styrkja málsgrundvöll ákæru á hendur ákærða Hreiðari Má. Íþyngjandi réttarstaða Björn Þorvaldsson, saksóknari, mótmælti kröfu um frávísun og krafðist þess að henni yrði hafnað. Rökstuddi hann það með því að vegna nýrra upplýsinga sem fram hefðu komið hefði verið rétt að breyta réttarstöðu Bjarkar. Hann sagði það íþyngjandi fyrir suma að vera með réttarstöðu sakbornings í lengri tíma vegna vinnu sinnar og því þyrfti að meta það reglulega þegar um væri að ræða langar rannsóknir. Þá hélt saksóknari því fram að við fyrstu skýrslutökur hefði komið fram að ákvarðanir um lánveitingar til De- sulo Trading Ltd. hefðu aðeins verið teknar af æðstu stjórnendum Kaup- þings. Hinsvegar hefði annað komið í ljós við skýrslutökur af Hreiðari Má Sigurðssyni og hlutverk lánanefndar hefði þar skýrst. Saksóknari sagði það mögulega vafasamt að breyta réttarstöðu áður en heildarmynd lægi fyrir, en ákærðu hefði verið ljóst að svo kynni að verða. Úrskurðar frávísunarkröfunnar má vænta innan 4 vikna. Morgunblaðið/Styrmir Kári Héraðsdómur Verjendur ákærðu, stjórnenda Kaupþings, eða fulltrúar þeirra, mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær til fyrirtöku frávísunarkröfu Bjarkar Þórarinsdóttur. Halldór Jónsson, verjandi Bjarkar, er annar frá hægri. Einn krefst frávísunar í Kaupþingsmáli  Björk var yfirheyrð sem vitni en síðar ákærð að nýju „Ég tel að þetta sé löðrungur gagnvart ákvörðun Alþingis sem tekin var af meirihluta þingsins á sínum tíma,“ sagði Einar K. Guð- finnsson, forseti Alþingis, um drög að skýrslu laga- og mannrétt- indanefndar Evrópu- ráðsþingsins um landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráð- herra. „Alþingi hefur aldrei lotið lægra en daginn sem ákvörðun var tekin um ákæru á hendur Geir H. Haarde.“ Einar sagði að drögin að skýrslu laga- og mannréttindanefnd- arinnar, sem Pieter Omitzigt, þingmaður frá Hollandi, skrifaði, væru mjög afdráttarlaus í fordæm- ingu á allri málsmeðferð og nið- urstöðu meirihluta Alþingis á sín- um tíma. „Þarna er fundið bæði að máls- meðferð og öllum undirbúningi málsins. Það er vakin athygli á því að ákvörðunin um ákæruna á hendur Geir H. Haarde er tekin meira og minna samkvæmt póli- tískum línum. Það hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir Al- þingi þegar þetta er orðin nið- urstaða nefndarinnar og málið komið þetta langt innan Evr- ópuráðsins.“ Einar undirstrikaði að þetta væri álit nefndarinnar, ut- an eins fulltrúa, og hollenski þing- maðurinn skrifaði það sem tals- maður nefndarinnar. Einar kvaðst strax hafa gert ráðstafanir til að afla sér drag- anna að áliti nefndarinnar og lesa þau. „Þótt Alþingi geti ekki að- hafst mikið úr því sem komið er tel ég að þingmenn hljóti að draga lærdóm af þessu áliti.“ Ekki gerð refsing Tillaga um málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum var lögð fram á Alþingi 28. september 2010. Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum gegn 30 að ákæra Geir H. Haarde einan. Dómur var kveðinn upp 23. apríl 2012. Geir var sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði en sýknaður af þrem- ur öðrum ákæruatriðum. Honum var ekki gerð refsing. gudni@mbl.is „Er löðrungur gagnvart ákvörð- un Alþingis“  Forseti Alþingis segir niðurstöðuna mikið umhugsunarefni fyrir þingið Einar K. Guðfinnsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Drögin að skýrslu laga- og mann- réttindanefndar Evrópuráðsþings- ins gefa berlega í skyn að lands- dómsréttarhöldin hafi verið pólitísk, að mati Brynjars Níelssonar, alþing- ismanns og eins þriggja þingmanna í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins. „Ég var sjálfur þeirrar skoðunar þegar landsdómsmálið fór af stað að það væri pólitískt og skrifaði um það á sínum tíma. Að þarna væru menn að blanda saman pólitískri ábyrgð og refsiábyrgð,“ sagði Brynjar. Hann kvaðst ekki geta skilið niðurstöðu laga- og mannréttindanefndarinnar öðruvísi en að um pólitískt uppgjör hefði verið að ræða. „Það er ef til vill merkilegast að það eru allir í nefndinni sam- mála um þetta nema eini fulltrú- inn sem var hluti af ákæruvaldinu í málinu,“ sagði Brynjar. Eins og komið hefur fram var Þuríður Backman, fyrrverandi þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og fulltrúi Íslands í nefndinni, ósam- mála niðurtöðu skýrslunnar og skil- aði ein nefndarmanna séráliti. Brynjar sagði niðurstöðu Þuríðar í sjálfu sér ekki hafa komið á óvart. Einróma niðurstaða nefndarinnar, með þessari einu undantekningu, benti til þess að nefndarmönnum hefði ofboðið ákæran gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra. Niðurstaða er fengin Brynjar sagði að samkvæmt því sem gert var í málinu gegn Geir væri hægt að efna til landsdómsréttar- halda við hver einustu ríkisstjórna- skipti á Íslandi. „Hvenær voru menn að gæta hagsmuna, hvenær fóru þeir út fyrir umboð sitt,“ spurði Brynjar. „Það væri hægt að gera þetta alveg enda- laust gagnvart síðustu ríkisstjórn, en auðvitað eru menn ekkert að því.“ En getur Alþingi eitthvað gert eða á það að gera eitthvað varðandi landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde? „Ég get ekki séð að Alþingi geti gert neitt. Niðurstaða er fengin og málinu lokið á þessum vettvangi,“ sagði Brynjar. „Menn gerðu þetta, létu slag standa þrátt fyrir ýmsar að- varanir. Það er áhyggjuefni ef menn ætla að beita pólitíkinni með þessum hætti.“ Brynjar sagði að færi mál Geirs fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og hann dæmdi Geir í vil þyrfti vænt- anlega að leiðrétta hlut Geirs með einhverjum hætti. Geir H. Haarde sendi frá sér yf- irlýsingu í október síðastliðnum um að hann hefði ákveðið að láta reyna á mál sitt fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Réttarhöldin voru pólitísk  Brynjar Níelsson, fulltrúi í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins, telur ljóst að laga- og mannréttindanefnd þingsins líti á Landsdómsmálið sem pólitískt uppgjör Brynjar Níelsson Í málinu eru níu fyrrverandi stjórnendur Kaupþings ákærðir fyrir að hafa í sameiningu stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf útgefin í bank- anum. Í ákærunni segir sérstakur saksóknari að mörg brotanna hafi verið þaulskipulögð, staðið yfir í langan tíma og varðað gríðarlegar fjárhæðir. Þeim er einnig gefið að sök að hafa átt aðild að umboðssvikum sem fólust m.a. í aðgerðum til að halda uppi „óeðlilegu“ verði og eftirspurn eftir hlutabréfum bankanna. Þau lýstu sig öll sak- laus þegar málið var þingfest. Gríðarlegar fjárhæðir HÉLDU FRAM SAKLEYSI Aðalmenn í Íslandsdeild Evr- ópuráðsþingsins eru alþingis- mennirnir Karl Garðarsson, formaður, Brynjar Níelsson og Ögmundur Jónasson. Á Evr- ópuráðsþinginu sitja 318 aðal- fulltrúar og jafnmargir vara- menn 47 aðildarríkja auk áheyrnarfulltrúa þriggja ríkja. „Markmið Evrópuráðsins er að standa vörð um hugsjónir aðildarríkjanna um mannrétt- indi og lýðræði og stuðla að efnahagslegum og fé- lagslegum framförum innan þeirra,“ segir á vef Alþingis. Fulltrúar á Evrópuráðs- þinginu kjósa dómara til setu í Mannréttindadómstól Evr- ópu. 318 fulltrúar 47 ríkja EVRÓPURÁÐSÞINGIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.