Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013 Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum Skóbúðin, Keflavík Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Full búð af nýjum vörum Kjólar kr. 6.900 - Jakkar kr. 12.900 FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Mikilvægt er að foreldrar kynni sér netnotkun barna sinna og ræði op- inskátt við þau um hana. Stundum nota börn tvo aðganga að samfélags- síðum og vita foreldrar ekki af öðr- um þeirra, að sögn Björns Egils- sonar, verkefnastjóra hjá Samfélagi, fjölskyldu og tækni (SAFT). Algengt er að kynferð- isbrotamenn noti netið til þess að komast í kynni við börn. Á föstudag féll til dæmis dómur yfir ungum manni í Héraðsdómi Reykjavíkur sem braut gegn fjölda stúlkna á aldrinum tólf til sextán ára. Hann talaði við þær í gegnum ýmsar sam- skiptasíður eins og Facebook, Skype, Tinychat og MSN. Þar þóttist hann meðal annars vera áhugaljósmyndari og bauð stúlkunum fé gegn því að fá að ljós- mynda þær eða að þær sendu honum myndir af sér nöktum eða í kynferð- isathöfnum. Lenda í vítahring „Ábendingar um svona mál hafa komið inn á okkar borð. Við tölum mikið um þetta á fræðslufyr- irlestrum. Svona tælingarmál er eitt af því sem þarf að forðast með börn og netið,“ segir Björn. Þannig mál geta átt sér langan aðdraganda og taka afbrotamenn- irnir sér langan tíma í að vinna traust krakkanna. Þeir þykjast vera jafnaldrar þeirra og hafa svipuð áhugamál. Smám saman fá þeir börnin til að treysta sér. Þetta á sér stað í gegnum samfélagssíður eða jafnvel spjallsvæði tölvuleikja. „Þetta getur oft verið rosalega lúmskt. Jafnvel ef krakkar láta til leiðast og senda viðkomandi myndir eða hitta þá, þá ná þessir af- brotamenn ákveðnu taki á krökk- unum. Ef þeir vilja slíta sambandinu nota þeir hótanir, hóta til dæmis að segja foreldrum barnanna hvað þau hafi verið að gera eða að birta mynd- irnar. Þetta verður oft vítahringur sem erfitt er fyrir krakkana að losna úr,“ segir Björn. Með tvo Facebook-aðganga SAFT hefur á heimasíðu sinni ýmis heilræði til foreldra um net- notkun barna. Þeirra á meðal er að foreldrar séu með krökkunum þegar þeir eru á netinu og að þeir geri samkomulag um netnotkunina. „Sérstaklega brýnum við fyrir öllum að ræða um þá áhættu sem fylgir því að hitta einhvern sem þau hafa kynnst á Netinu. Að börnin fari aldrei ein að hitta einhvern sem þau þekkja bara í gegnum Netið. Það getur verið stórhættulegt.“ Þrettán ára aldurstakmark er á Facebook en að sögn Björns brenn- ur það gjarnan við að krakkar ljúgi til um aldur sinn þar. „Stundum eru þau með einn Fa- cebook-aðgang sem fjölskyldan má sjá og svo annan sem foreldrarnir vita aldrei um. Það sem foreldrarnir þurfa að gera er að láta ekki sitt eftir liggja í þessu frekar en öðru í upp- eldi,“ segir Björn. Hóta krökkum að birta myndirnar Morgunblaðið/Ernir Samskiptasíður Ungur maður var nýlega dæmdur fyrir að tæla stúlkur, allt niður í 12 ára gamlar, m.a. í gegnum samfélagssíðuna Facebook. Fjarskiptafyrirtækin bjóða upp á netsíur sem loka fyrir að- gang að vefsíðum sem inni- halda efni sem búið er að skil- greina sem skaðlegt. Þær loka hins vegar ekki á samfélags- síður að sögn Björns hjá SAFT. „Þó að fólk setji upp netsíur þá eru þessi rafrænu rándýr ótrúlega slungin í að koma sér fram hjá þeim. Þau veigra sér ekki við að sigla undir fölsku flaggi,“ segir Björn og nefnir sem dæmi mál í haust þar sem fullorðinn maður klæmd- ist við stúlku á spjallsvæði tölvuleiks fyrir mjög unga krakka sem var talinn mjög öruggur. Sigla undir fölsku flaggi NETSÍUR Í vikunni fara fram inntökupróf í læknisfræði, sjúkraþjálfun og hag- fræði við Háskóla Íslands og nærri 450 nemendur taka þessi próf. Rúmlega þrjú hundruð nemendur þreyta inngönguprófið í læknis- fræði, 57 í sjúkraþjálfun og rúmlega 60 í hagfræði. Að venju eru margir um hituna í læknisfræðinni, en aðeins 48 nem- endur eiga kost á að setjast á skóla- bekk þar í haust. Tuttugu og fimm nemendur verða innritaðir í sjúkra- þjálfun og allir þeir sem ná lág- markseinkunn í inntökuprófinu í hagfræði eiga kost á plássi í deildinni í haust. Inntökupróf í hagfræði var haldið í fyrsta skipti síðastliðið sumar. Alls skráðu 74 nemendur sig til prófs, en aðeins 46 nemendur mættu í prófið. Þar af náðu 40 nemendur fullnægj- andi árangri. Prófið er í tveimur hlutum og reynir þar meðal annars á lesskilning á ensku, stærðfræði- hugsun og færni nemenda í að túlka upplýsingar. Í prófinu er einnig að finna spurningar sem snúa að þekk- ingu nemenda í stærðfræði og er þar prófað úr námsefni í stærðfræði í framhaldsskólum. Nemendur sem hafa lokið 60 ein- inga (ECTS) námi á háskólastigi þurfa ekki að taka inntökuprófið í hagfræðideild. Inntökuprófin í læknisfræði og sjúkraþjálfun fara fram 12. og 13. júní og inntökupróf í hagfræði fer fram föstudaginn 14. júní. Morgunblaðið/Kristinn Hundruð mæta í inntökupróf í HÍ  Aðeins 48 nemendur af rúmlega 300 komast inn í læknadeildina í haust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.