Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 13
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Ójafnt hlutfall karla og kvenna í ný-
skipuðum nefndum Alþingis er síð-
ur en svo nýtilkomið. Jafnrétt-
isstofa benti t.d. síðustu ríkisstjórn
á slíkan kynjahalla eftir þingkosn-
ingarnar 2009, en fékk lítil við-
brögð. Framkvæmdastjóri Jafnrétt-
isstofu segir viðbrögð núverandi
stjórnvalda við ábendingum þessa
efnis vera talsvert jákvæðari en við-
brögð fyrri stjórnvalda voru. For-
maður þingflokks Sjálfstæðisflokks-
ins segir jafnréttislög ekki hafa
verið brotin.
Ójöfn kynjahlutföll í nefndum Al-
þingis hafa verið til umræðu að
undanförnu, sér í lagi vegna þess að
engin kona situr nú í efnahags- og
viðskiptanefnd.
Ýmist fleiri eða færri konur
Til samanburðar við nefndaskip-
an þessa þings var litið á nefnda-
skipan síðasta þings, 2012-’13, en
upplýsingar um hana eru á vefsíðu
Alþingis. Við þennan samanburð
kom í ljós að hlutfallið á milli karl-
kyns og kvenkyns nefndarmanna er
nú ójafnara en áður í þremur af
átta nefndum Alþingis, mest er það
í efnahags- og viðskiptanefnd þar
sem hlutfall karla var áður 67% en
er nú 100% og þá er hlutfall karla í
utanríkismálanefnd 89%, en var
78% áður. Einnig hefur konum
fjölgað á kostnað karla í velferð-
arnefnd og eru þær nú 89% nefnd-
armanna.
Aftur á móti er kynjahlutfallið
jafnara í fimm nefndum nú, en var
á síðasta þingi. Sem dæmi má nefna
umhverfis- og samgöngunefnd, þar
sem konum hefur fjölgað og það
sama hefur gerst í atvinnuvega-
nefnd. Þá eru fleiri karlar í stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd nú en
áður, þegar konur voru 67%, en eru
nú 44%.
Gerðu athugasemd árið 2009
„Eftir kosningarnar 2009 skrif-
uðum við bréf til Alþingis þar sem
við gerðum alvarlegar athugasemd-
ir við skipun nefnda og bentum á að
hún væri ekki í anda jafnréttislag-
anna. Við fengum svör frá einum
lögfræðinga Alþingis þar sem sagði
að þessi lög ættu ekki við um Al-
þingi,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir,
framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.
Lögin sem Kristín vísar til eru frá
árinu 2008 og hún segir þau kveða á
um að hlutfall annars hvors kynsins
skuli ekki vera lægra en 40%, m.a. í
þingnefndum.
Konur eru tæp 40% þingmanna.
Er raunhæft í ljósi þess að gera þá
kröfu að kynjahlutföllin séu jöfn?
„Alþingi á að reyna að vinna í
anda laganna eftir því sem kostur
er á, en auðvitað er það ekkert allt-
af hægt. Til dæmis getur samsetn-
ing þingflokka verið misjöfn. Það
eru tveir karlar og ein kona í þing-
flokki Pírata. Í þingflokki Sjálf-
stæðismanna eru sex konur, þar af
eru tvær ráðherrar og ein formaður
þingflokks. Svo getur sú staða kom-
ið upp að allir þingmenn flokks séu
af öðru kyninu. Það segir sig sjálft
að þá er ekki hægt að koma þessu
við og svo er líka heimilt að beita
undanþágum ef hlutlægar ástæður
liggja fyrir, t.d. mikil sérþekking
fólks á tilteknu sviði.“
Kristín segir viðbrögð stjórn-
valda við gagnrýni Jafnréttisstofu
og annarra jákvæðari en oft áður
og eins er hún ánægð með hversu
mikil umræða hefur skapast um
málið og hversu margir hafa tekið
þátt í henni. „Flestir þeir þing-
menn, sem hafa tjáð sig um þetta,
segja að þetta sé ekki nógu góð
ásýnd á þinginu. Umræðan 2009
var ekki eins mikil og víðtæk og
nú.“
Hvað er hægt að gera til að
minnka líkurnar á því að nefnda-
skipan verði með þessum hætti í
framtíðinni? „Þingflokksformenn-
irnir gætu t.d. talað sig saman áður
en kosið er í nefndir. Við höfum
sent forseta Alþingis bréf þar sem
við hvetjum þingið til að taka þetta
mál upp. Nú er boltinn bara hjá
þinginu,“ segir Kristín.
Nokkuð sérstök framganga
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, segir nokkuð sérstakt að Jafn-
réttisstofa skuli fara fram með
þessum hætti. „Alþingi er ekki að
brjóta lög með þessum hætti, þó
það sé æskilegt að hlutfall kynjanna
í nefndum sé eins jafnt og hægt er.
Þessi lög eiga við um þegar skipað
er í stjórnir einkahlutafélaga.“
Að sögn Ragnheiðar fóru for-
menn þingflokkanna yfir nefnda-
skipan í gær. „Við skoðuðum hvort
við gætum með einhverju móti
breytt eða lagfært þennan kynja-
halla sem er í einstökum nefndum
og það verður skoðað,“ segir Ragn-
heiður.
Hvaða leiðir sjáið þið fyrir ykk-
ur? „Að verklagið við skipan í
nefndir verði með öðrum hætti. Eft-
ir að þingflokksformenn hafi ákveð-
ið nefndaskipan í samráði við for-
menn hvers flokks, þá fundi þeir og
fari yfir nefndirnar áður en end-
anlega er gengið frá þeim. Komi
mikill kynjahalli í ljós, þá væri
hægt að bregðast við honum áður
en tilnefnt yrði í nefndir. Ég held
að þetta verklag væri vert að taka
upp. Það er ljóst að við verðum að
taka betur tillit til kynjahlutfalls.
En það má samt ekki gleyma því að
við röðun nefnda ræður líka reynsla
og áhugasvið þingmanna. Það skipt-
ir máli að hafa reynslu og áhuga á
sviði þeirrar nefndar sem starfað er
í. Þannig nýtur fólk sín best og
hæfileikar þess sömuleiðis.“
Jafnari hlutföll í fimm nefndum
Kynjahlutföll í fimm af átta fastanefndum Alþingis eru jafnari nú en þau voru á síðasta þingi
Jafnréttisstofa hefur gert athugasemdir áður og segir viðbrögð núverandi stjórnvalda jákvæðari
Morgunblaðið/Þorkell
Jafn hlutur kynjanna Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins neitar því
að jafnréttislög hafi verið brotin við nýlega skipan í nefndir Alþingis.
Kynjahlutföll í þremur nefndum Alþingis
FjárlaganefndAllsherjar- og menntamálanefndEfnahags- og viðskiptanefnd
2012
2013
22%
78%
33%
44%
2012
33%
44%
2012
67%
2013
56%
67%
2013
100%
56%
KarlarKonur
nú og á síðasta þingi
Kristín
Ástgeirsdóttir
Ragnheiður
Ríkharðsdóttir
28 m/sKjöraðstæður til raforkuvinnslu
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013