Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013 Helstu talsmenn síðustu ríkis-stjórnar héldu því gjarnan fram – og gera enn – að sú stjórn hafi náð tökum á rík- isfjármálunum. Þetta er meðal þeirra afreka sem komandi kynslóðir munu að þeirra sögn þakka „fyrstu hreinu vinstristjórninnni“ þó að kjósendur hafi sýnt eintómt van- þakklæti í nýlegum kosningum.    Í umræðum á Alþingi í gærkvöldiupplýsti fjármálaráðherra að glansmyndin af ríkisfjármálunum sem dregin hefur verið upp af fyrri ráðherrum á ekki við rök að styðj- ast.    Útgjöld umfram heimildir ogminni tekjur vegna minni hagvaxtar valdi því að nú stefni í halla á þessu ári um rúma 30 millj- arða króna. Afkoman verði því svipuð og í fyrra.    Minni hagvöxtur sem felur í sérminni tekjur í hagkerfinu – og þar með minni tekjur ríkissjóðs – er bein afleiðing þeirrar stefnu sem „fyrsta hreina vinstristjórnin“ bauð landsmönnum upp á.    Þess vegna var hárrétt súábending fjármálaráðherra að til að vinda ofan af vanda ríkisfjár- málanna nægi ekki að leggja áherslu á varfærni í ríkisút- gjöldum. Hér verði að skapa um- hverfi sem gefi af sér meiri hag- vöxt en undanfarin ár.    Stór þáttur í því að skapa skil-yrði fyrir hagvöxt er að lækka skatta sem eftir þrotlausar skatta- hækkanir „fyrstu hreinu vinstri- stjórnarinnar“ eru að sliga bæði fólk og fyrirtæki. Þær skattalækk- anir þola ekki bið ef koma á hag- vexti hratt aftur á viðunandi stig. Bjarni Benediktsson Gölluð glansmynd STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.6., kl. 18.00 Reykjavík 15 rigning Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk 1 þoka Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 17 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 18 heiðskírt London 13 skýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 22 skýjað Vín 21 léttskýjað Moskva 22 skýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 12 súld New York 14 skýjað Chicago 10 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:02 23:55 ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:18 23:37 „Það gengur bara rosalega vel,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson sem missti sem kunnugt er báða handleggi sína í vinnuslysi fyrir um 15 árum. Hann er nú staddur í Lyon í Frakklandi þar sem undir- búningsrannsóknir vegna handa- ágræðslu fara fram. „Þessa viku á ég eftir að klára fleiri hittinga og rannsóknir og eftir það verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort þeir setja mig á lista strax eða hvort þeir bíða fram á haustið, fram yfir sumarfrí. Ég veit ekki alveg hvernig það verður,“ seg- ir Guðmundur Felix. Það ætti þó að liggja fyrir í lok vikunnar hvert framhaldið verður. „Við erum ann- ars í tímabundnu húsnæði hérna, fullbúnu, sem við höfum í mánuð á meðan við erum að leita að lang- tímahúsnæði. Þannig að þetta er svolítið óvíst ennþá hvernig þetta allt saman verður.“ Hann segist hafa heyrt það á læknunum sínum að þeir hafi hist oft og undirbúið aðgerðina. „Ég hef rosalega góða tilfinningu fyrir þessu öllu saman,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega mjög stór aðgerð á alla mælikvarða. Þeir sögðust gjarnan vera að framkvæma aðgerðir í 4 til 6 tíma en þessi verður líklega allt upp undir 40 tíma þannig að það er rosa- lega mikill undirbúningur. Þeir ætla ekkert að klúðra þessu.“ „Hef rosalega góða tilfinningu fyrir þessu“  Guðmundur Felix Grétarsson í rannsóknum í Lyon fyrir handaágræðslu Guðmundur Felix Guðmundur Felix Staddur í Lyon. www.nortek.is Sími 455 2000 ÖRYGGISLAUSNIR FYRIR ÖLL HEIMILI Nortek er með mikið af einföldum notenda- vænum lausnum fyrir heimili og sumarbústaði. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is HEIMILISÖRYGGI • Innbrotakerfi • Myndavélakerfi • Brunakerfi • Slökkvikerfi • Slökkvitæki • Reykskynjarar Hæstiréttur hefur lækkað bætur til handa Alþjóðlegum bifreiðatrygg- ingum á Íslandi vegna þess að full ábyrgð yrði tjónvaldinum það þung- bær að réttinum þætti það ósann- gjarnt. Var bóta- fjárhæðin lækkuð úr rúm- lega 17 milljón kr. í 8,5 milljónir kr. Málið á rót að rekja til árekst- urs tveggja bif- reiða í ágúst 2009. Karlmaður ók annarri bif- reiðinni og var hún óvátryggð þegar árekstur varð, en við hann skemmdist hin bifreiðin og ökumaður hennar slasaðist. Hæstiréttur féllst á forsendur hér- aðsdóms um að maðurinn ætti sök á árekstrinum og bæri sem ökumaður ábyrgð á því tjóni sem hlaust af. Í dómi Hæstaréttar segir að af skattframtölum mannsins verði ráð- ið að tekjur hans séu lágar og fjár- hagur hans bágur. „Loks er óum- deilt að stefndi, sem hefur að lögum þann tilgang að bæta tjón eins og þetta og fær til þess fé frá vátrygg- ingafélögum, sem veita ökutækja- tryggingar, hefur bætt tjónþola tjón hans að fullu. Þegar allt fram- angreint er virt þykja þær aðstæður vera fyrir hendi að lækka megi bótafjárhæð, enda yrði full ábyrgð áfrýjanda á tjóninu honum það þungbær að ósanngjarnt mætti telja.“ Full ábyrgð yrði tjón- valdi of þungbær Hæstiréttur Bóta- fjárhæðin lækkuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.