Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 162. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Banaslys í kappakstrinum í … 2. Iain Banks látinn 3. „Án húmorsins væri ég dauður“ 4. Ekki borgað fyrir lyftu til … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tékkneska leikritið Undur töfra- mannsins verður sýnt í kvöld kl. 19:00 í Tjarnarbíói en sýningin er hluti af Alþjóðlegri leiklistar- og stuttmyndahátíð heyrnarlausra, Draumum, sem stendur til 16. júní. Leikrit fyrir heyrnar- lausa og heyrandi  Kvartett aust- urríska slagverks- leikarans Claudi- os Spielers hyggst gleðja tón- listarunnendur á KEX-hosteli við Skúlagötu í kvöld með latíndjassi. Með Spieler leika valinkunnir íslenskir tónlistarmenn, þeir Haukur Gröndal á saxófón, Ás- geir Ásgeirsson á gítar og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Austurríki og Ísland mætast í latíndjassi  Hin vinalega tónleikaröð „Þriðju- dagskvöld í Þingvallakirkju“ hefst að nýju í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20. Þá koma fram hjónin Laufey Sigurðardóttir og Þorsteinn frá Hamri. Hún leikur á fiðluna einleiksverk eftir J.S. Bach og á milli verka flyt- ur Þorsteinn eigin ljóð. Að- gangur er ókeypis. Laufey og Þorsteinn í Þingvallakirkju Á miðvikudag Austlæg átt eða breytileg átt, 3-10 m/s. Rigning með köflum SA-til, og dálítil úrkoma N-lands í fyrstu, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti yfirleitt 10 til 16 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-15 m/s, hvassast syðst, en hægari vindur á N- og A-landi. Rigning með köflum S- og SV-lands, annars bjartviðri. Hiti víða 12 til 20 stig, hlýjast á N- og V-verðu landinu. VEÐUR KR-ingar endurheimtu toppsætið í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær- kvöldi þegar þeir lögðu Ís- landsmeistara FH í Kapla- krika, 4:2. KR-ingar léku manni fleiri í 80 mínútur eftir að Róberti Erni Ósk- arssyni, markverði Hafn- arfjarðarliðsins, var vikið af velli fyrir brot á Mývetningnum Baldri Sigurðssyni. »3 KR endurheimti toppsætið Meistarar Miami Heat sýndu styrk sinn þegar þeir lögðu San Antonio Spurs með 19 stiga mun í öðrum úr- slitaleik liðanna um NBA- meistaratitilinn í körfu- knattleik. Staðan er því orðin 1:1 í einvígi lið- anna en næstu þrír leikir fara fram á heima- velli Spurs. »4 Meistarar Miami Heat sýndu styrk sinn Ríkharður Daðason stýrði Fröm- urum til sigurs í fyrsta leiknum sem hann stýrði Safamýrarliðinu eftir að hann tók við þjálfun þess af Þorvaldi Örlygssyni. Fram sótti Keflavík heim og hafði betur, 2:1. Á sama tíma fagnaði Breiðablik 2:0- sigri gegn nýliðum Víkings í Ólafs- vík sem eru án sigurs eftir sex um- ferðir í deildinni. »2 Sigur í fyrsta leiknum hjá Ríkharði ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Það er ekkert þessu líkt,“ segir Þór- ir Jónsson, skíðamaðurinn síungi sem verður 87 ára í sumar, um skíða- svæðin í Aspen í Bandaríkjunum, en þar hefur þessi keppandi í svigi og bruni á Vetrarólympíuleikunum í St. Moritz í Sviss 1948 skíðað nær ár- lega undanfarin 33 ár eftir að hafa verið á fullri ferð í brekkum víða í Evrópu um árabil. Á ársþingi Skíðasambands Íslands á dögunum var Þórir sæmdur heið- ursstjörnu sambandsins fyrir langt, ötult og óeigingjarnt starf í þágu hreyfingarinnar. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu til KR,“ segir hann hógvær, en Þórir byrjaði að æfa hjá KR í Skálafelli 1939, átti stóran þátt í uppbyggingu skíðasvæðisins þar, útbjó með félögum sínum fyrstu skíðalyftu landsins í Hveradölum 1949 með því að nota Weapon-jeppa með spili og staur, var lengi formað- ur skíðadeildar KR og Skíða- sambandsins auk þess sem hann var í stjórn sambandsins um árabil. Til stendur að reisa lyftu í norðurhlíðum Skálafells, þar sem alltaf er nægur snjór, og kemur Þórir að því verki en stefnt er að því að fjáröflun fari í gang á þessu ári. Sérstakur stíll Þórir fékk skíðabakteríuna, þegar hann var á seinni árunum í Miðbæj- arskólanum, 11-12 ára gamall. „Ég var íþróttasinnaður og mér þótti þetta vera skemmtilegasta íþróttin,“ rifjar hann upp. „Það var dálítil skíðabylgja á þessum árum eftir að L.H. Müller gaf skólanum 30 pör af skíðum og hver bekkur fór á skíði einu sinni á ári.“ Þá skíðaði hann með skólafélögunum og lagði grunn- inn að þátttöku á Ólympíuleikunum 1948 en í Aspen að þessu sinni stöðv- uðu hjónin Christin Cooper og Mark Tache hann í brekkunni, þar sem hann skíðaði með eiginkonunni Láru Lárusdóttur, spurðu hvaðan hann væri og forvitnuðust um skíðastílinn. „Þau voru í ólympíuliði Bandaríkj- anna í Sarajevo 1984 og hún varð þá í 2. sæti í stórsvigi,“ segir Þórir. „Norski ólympíu- og heimsmeist- arinn Stein Erikson, sem keppti á sama tíma og ég, bjó eiginlega til þennan stíl og ég útfærði hann á minn hátt.“ Þórir hefur verið á skíðum í yfir 70 ár, en spilaði áður badminton þess á milli og varð meðal annars Íslands- meistari 1958. Hann segir að beint flug til Denver komi sér vel og að ferðirnar til Aspen standi upp úr í skíðamennskunni. „Það er ekki hægt að bera þær saman við neitt annað. Aspen er önnur veröld. Þar er allt eins og þú vilt hafa það. Þetta er fal- leg íþrótt, það er unun að sjá góða skíðamenn og maður kemst ekki nær guðdómnum en á fjallstoppunum.“ Guðdómurinn innan seilingar  Þórir Jónsson hefur skíðað í meira en 70 ár Ljósmynd/Árni Rudolf Þrír ættliðir Egill Birgisson, Þórir Jónsson og Birgir Þórisson á skíðum í Aspen í Bandaríkjunum. Stíllinn Nánast ekkert bil er á milli skíðanna hjá Þóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.