Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér er nauðsyn að finna tíma fyrir
sjálfan þig. Varastu samt allan oflátungshátt
og leyfðu öðrum að njóta sigursins með þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er mikil gæfa að eiga trúnaðarvin
sem tekur á viðkvæmustu málum þannig að
enginn bíður hnekki af. Hulunni verður svipt
af spennandi leyndarmálum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Notaðu daginn til þess að slaka á
heima. Forðastu manneskju sem tekur frá
þér orku með stöðugum umkvörtunum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú mátt ekki láta deigan síga, held-
ur sækja fram af fullri djörfung til þess sem
þú vilt. Löngun þín til að gera öðrum til
geðs getur leitt til þess að þú setjir þér
óraunhæf markmið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það getur reynst erfitt að snúa blaðinu
við þegar deilur um viðkvæm málefni hafa
farið úr böndunum. Sýndu af þér kæti og
ekki taka allt svona alvarlega.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér hættir til óraunsærra draumóra í
dag og það bætir ekki úr skák að fólkið í
kringum þig er á alveg sömu nótum. Ekki
gera kröfur til eins né neins í dag.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú kannt að gæða gamla hluti nýju lífi
og gætir gert þér mat úr því með því að
kaupa gamla hluti og selja þá uppgerða.
Reyndu að hafa stjórn á skapi þínu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú færð innblástur í samtali við
ótilgreinda manneskju. Hafðu samt allan
vara á þér og ljóstraðu engu upp við fyrstu
kynni. Líttu á þetta sem spennandi tækifæri
til að auka þroska þinn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Bíddu með innkaup til morguns
og notaðu daginn þess í stað til samvista
við fólk. Rannsóknir munu skila góðum ár-
angri.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Óreiða og ruglingur þurfa ekki
alltaf að vera af hinu slæma. Til að geta séð
aðstæður með augum hins aðilans, verður
þú að geta gleymt sjálfum þér um stund.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Góð heilsa er öðru dýrmætari og
því skaltu vinna að henni. Nú verður ekki
lengur undan því vikist að sinna því fólki
sem þú hefur vanrækt að undanförnu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Fiskurinn er viðkvæmur núna og þarf
að gera upp við sig hvort hann vilji að fólk
segi að hann sé fullkominn eða leggi spilin á
borðið. Ekki einblína á það hver hefur lagt
mest af mörkum.
Bréf barst Vísnahorninu frádyggum lesanda sem verður
79 ára á árinu. „Ég hef ekki lagt
mig mikið eftir vísum um dagana,
en þær voru algeng dægradvöl,
þegar ég var barn. Ég er hérna með
vísu sem ég sendi þér. Forsagan er
sú, að maður fyrir austan fjall fékk
kunningja sinn úr Reykjavík í heim-
sókn. Það voru fagnaðarfundir og
áður en gesturinn kvaddi, var hon-
um fengin gestabók til að skrifa í.
Þegar hann var farinn tók húsráð-
andi gestabókina til að athuga hvað
hafði verið skrifað. Þar stóð:
Góður vinur vini gaf
veig úr sínu keri,
margur sýpur seyðið af
sykri og pressugeri.“
Viðkomandi kann þó ekki skil á
höfundi vísunnar. Ragnar Böðv-
arsson sendir þættinum einnig góða
kveðju: Ég sá kynduga fyrirsögn í
blaði: „Íslenskir kambar finna ekki
lýs.“ Og hann kastar fram:
Íslenskir kambar ekki finna lýs,
aldrei þær lengur taka sund í koppnum.
Valdsmönnum snjöllum hugur við því hrýs,
hamast því við að klóra sér í toppnum.
Annars er það tíðindavert að Grá
Skeggur kvaddi sér hljóðs á ný á
Boðnarmiði. Hann reis úr dvala og
orti:
Enn hefur sólar geislaglóð
gremju úr brjósti hrakið,
líkt og þegar laglegt fljóð
liggur hjá mér nakið.
Svo stóðst hann ekki mátið:
Yrkir kíminn allskyns flím
andinn vímu glaður.
Eyðir tíma oft við rím
orðaglíminn maður.
Æ skal flétta orðin rétt.
Oft er þetta gaman;
yrkja nett og ofurlétt
allskyns glettur saman.
Utan drunga, óðinn hér
oft við sungið höfum.
Bragatunga okkar er
aldrei þung í vöfum.
Skúli Pálsson fagnaði upprisu
Grá Skeggs:
Ekki langt í burt sér brá
bögusmiður skæði,
heill og sæll með hár þín grá
og haganlegu kvæði!
Þá Ingólfur Ómar Ármannsson:
Strengi hörpu stilla kann,
stökur fínar semur,
andagiftin yfir hann
öllum stundum kemur.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Grá Skeggi, kömbum
og nöktu fljóði
Í klípu
„NEI MAÐUR, ÉG VEIT EKKI HVAÐAN ÞÚ
KEMUR. EN EF ÉG ÞYRFTI AÐ GISKA
MYNDI ÉG SEGJA 7UNDA ÁRATUGNUM.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HEY, ÞJÓNN. VIÐ DEILUM MIÐSTÆRÐ
AF PÍTSU.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... innan snertimarka.
MAMMA, HUGSAR ÞÚ
STUNDUM UM ÞESSA
ÁNÆGJULEGU OG ÁHYGGJ-
YLAUSU DAGA ÁÐUR EN ÞÚ
GIFTIST?
GETA
FUGLARNIR
FLOGIÐ?
ÞETTA ER
ÓGEÐSLEGT!
HVAÐ ER
AÐ HONUM?
ÞAÐ MÆTTI HALDA AÐ HANN
HEFÐI ALDREI SÉÐ HÁR-
BOLTASKRAPPBÓK FYRR.
Víkverji fagnar því að Samkeppn-iseftirlitið ætlar að rannsaka
olíufélögin enn á ný, og hvort þau
eigi með sér eitthvert samstarf eða
samráð sem geti haft hamlandi áhrif
á samkeppni. Olíufélögin hafa áður
verið sektuð fyrir ólöglegt samráð
og frægir eru fundir forstjóranna í
Öskjuhlíð forðum daga. Eftir því
sem næst verður komist þá liggur
ekki fyrir grunur um álíka háttsemi í
dag.
x x x
Þó liggur fyrir að olíufélögin eigameð sér samstarf í dreifingu
eldsneytis og Víkverji fagnar sér-
staklega rannsókn á ósamhverfu í
verðbreytingum félaganna. Eftir-
tektarvert hefur verið að sjá hve fé-
lögin eru fljót að hækka ef hækkun á
sér stað á mörkuðum erlendis, en að
sama skapi lengi að fylgja eftir verð-
lækkunum. Einnig er sjálft út-
söluverðið heill kapítuli út af fyrir
sig. Uppgefið verð er nánast það
sama hjá öllum félögum og aðeins
skeikar fáum aurum. Og alltaf
hækka eða lækka þau verðið um
sömu krónutölu. Það að sama verðið
sé á bensínstöð í Kópavogi og á
Kópaskeri er sömuleiðis sérstakt,
allt að því fyndið. Verðlag á elds-
neyti hér á landi er að jafnaði 15-
20% hærra en í ríkjum ESB og það
getur ekki talist eðlilegt.
Samkeppniseftirlitið hefur jafn-
framt lýst því yfir að skoða eigi út-
breiðslu bensínstöðva en þær eru
líkast til hvergi jafnmargar í heim-
inum, miðað við höfðatölu, a.m.k. á
höfuðborgarsvæðinu.
x x x
Víkverji bindur vonir við að þessirannsókn skili einhverjum ár-
angri fyrir neytendur. Eftirlitið mun
án efa skoða tryggðarafslátt olíufé-
laganna en með lyklum eða kortum
er veittur afsláttur frá útsöluverði,
mismikill þó, allt eftir því hvað öku-
menn kaupa mikið eldsneyti. Vík-
verji er með lykla hjá flestum fé-
lögum og það getur stundum verið
hvimleitt þegar sms-in byrja að
glymja í farsímanum. Þá hefur eitt
félagið riðið á vaðið með gott tilboð
og öll hin fylgja í kjölfarið – með
sama tilboð að sjálfsögðu. Meiri her-
mikrákurnar!
víkverji@mbl.is
Víkverji
Hann hélt oss á lífi, varði fætur vora
falli. (Sálmarnir 66:9)
Skóflur og garðáhöld
í miklu úrvali
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
1.695
4.995
frá 2.995
Sonax vörur
í úrvali
1.799799
4.190
2.995
995
399 10 stk
1.895
Barnaskóflur 795 stk
1.795
250
9.995
Tilboð
14.995