Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013
Opið: mán.-fös 8:30-18:00, lau 11:00-16:00
KRUMMA leikföngin fást: Mál og Menning Laugarvegi, Hagkaupabúðirnar
Öryggi – gæði - leikgildi
Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
Á TOPPNUM Í ÁR
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
NOWYOUSEEME KL.5:30-8-10:30
NOWYOUSEEMEVIP KL.5:30-8-10:30
HANGOVER-PART3 KL.5:50-8-10:10-10:50
EPIC ÍSLTAL3D KL.5:50
EPIC ÍSLTAL2D KL.5:50
FAST&FURIOUS6 KL.8-10:40
THEGREATGATSBY2D KL.5:10-8
STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 10:50
PLACE BEYOND THE PINES KL. 8
KRINGLUNNI
NOW YOU SEE ME KL. 5:30 - 8 - 10:40
HANGOVER - PART 3 KL. 5:50 - 8 - 10:10
IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40
NOW YOU SEE ME KL. 5:30 - 8 - 10:30
AFTER EARTH KL. 8 - 10:10
HANGOVER - PART 3 KL. 5:50 - 8 - 10:10
FAST & FURIOUS 6 KL. 10:40
EPIC ÍSLTAL2D KL. 5:40
STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 5:20 - 8
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
NOWYOUSEEME KL.8-10:30
AFTEREARTH KL.5:50-8
HANGOVER-PART3 KL.10:10
EPIC ÍSLTAL3D KL. 5:50
AKUREYRI
NOW YOU SEE ME KL. 5:30 - 8 - 10:30
HANGOVER - PART 3 KL. 5:50 - 8 - 10:10
FRÁBÆR GRÍNMYND
NEW YORK DAILY NEWS
ÓVÆNTASTI SMELLUR ÁRSINS
PURE SUMMER MAGIC
EMPIRE
FILM
T.V. - BÍÓVEFURINN
THE GUARDIAN
STÓRFENGLEG
EXHILARATING
ALDEILIS RÚSSÍBANI, ÞESSI MYND.
SJÁÐU HANA!
FRÁBÆR
EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS
H.K. - MONITOR
T.V. - BÍÓVEFURINN
3D 2DÍSL TALÞRI
ÐJ
UD
AG
ST
ILB
OÐ
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRI
ÐJU
DAG
STI
LBO
Ð
ÞRIÐJUDAGS
TILBOÐ Í DAG
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
Vorhefti Skírnis er komið út en
þetta er 187. árgangur þessa elsta
menningartímarits Norðurlanda.
Að þessu sinni eru konur mikill
meirihluti greinarhöfunda, sem er
nýmæli, auk þess sem tvær konur
eru í forgrunni í ritinu: Steinunn
Sigurðardóttir birtir ný ljóð og
Dagný Kristjánsdóttir ritar ítar-
lega grein um skáldsögu hennar,
Jójó, og Alda Björk Valdimars-
dóttir skrifar grein um hina dáðu
bresku skáldkonu Jane Austen.
Ævisagnaritun er fyrirferðar-
mikið efni í þessu hefti Skírnis, ekki
síst ævisögur kvenna. Erla Hulda
Halldórsdóttir vinnur að ævisögu
Sigríðar Pálsdóttur (1809-1871) og
skrifar grein um efnið og Rósa
Magnúsdóttir skrifar um bók sem
hún vinnur að um hjónin Kristin E.
Andrésson og Þóru Vigfúsdóttur.
Þá skrifar Þórunn Valdimarsdóttir
um föður Reykjavíkur – eða „ljós-
móður“; Skúla Magnússon fógeta,
og Vilhjálmur Árnason skrifar um
þróun lýðræðis.
Myndlistarþáttur Skírnis er helg-
aður Húberti Nóa; Jón Proppé
skrifar grein um listamanninn.
Morgunblaðið/Kristinn
Skáldkonan Ný ljóð Steinunnar Sigurð-
ardóttur birtast í nýjasta hefti Skírnis.
Vinsælar skáldkonur í forgrunni í
nýjum og fjölbreytilegum Skírni
Konurnar voru í aðalhlutverki við af-
hendingu Tony-leikhúsverðlaunanna
í Radio City Music Hall í New York á
sunnudag. Konur hrepptu hvor
tveggja verðlaunin sem stóðu til boða
fyrir leikstjórn, auk þess sem gamla
poppstjarnan Cindy Lauper hreppti
eftirsótt verðlaun fyrir bestu frum-
sömdu tónlistina við leikhúsverk.
Kventónskáld hafa til þessa einungis
hlotið þau sem þátttakendur í hóp-
vinnu.
Lauper hlaut verðlaunin fyrir tón-
listina í söngleiknum „Kinky Boots“,
sýningu um dragdrottninguna Lolu,
en alls hreppti sýningin sex verðlaun,
fleiri en nokkur önnur, og var þar á
meðal valin besti söngleikurinn.
Sýningin „Mathilda“, sem fyrst var
sett upp í London af Royal Shake-
speare Company, var tilnefnd til tólf
verðlauna en hreppti fern.
Meðal helstu verðlauna má nefna
að Judith Light var valin besta sviðs-
leikkonan, fyrir leik í „The Assem-
bled Parties“ en hún hreppti verð-
launin einnig í fyrra fyrir „Other
Desert Cities“. Tracy Letts var val-
inn besti karlleikarinn fyrir „Who’s
Afraid of Virginia Woolf?“ en sýn-
ingin hreppti einnig verðlaun fyrir
bestu endurgerð leikrits og Pam
McKinnon fyrir leikstjórn.
Diana Paulus hreppti hin aðal-
leikstjórnarverðlaunin, fyrir söng-
leikinn „Pippin“.
Kastljós á konunum á
Tony-verðlaunahátíðinni
AFP
Kollegar Sally Field og Matthew Broderick afhentu Tracy Letts verðlaun
fyrir bestan leik í aðalhlutverki í „Hver er hræddur við Virginíu Wolf?“
AFP
Sigursæl Cyndi Lauper lét fara vel um sig eftir að hafa hreppt verðlaunin
fyrir bestu frumsömdu tónlistina. Hún samdi hana fyrir „Kinky Boots“.
Mark Ruffalo, Jesse Eisenberg,
Woody Harrelson, Morgan Free-
man og Michael Caine eru íslensk-
um kvikmyndagestum ekki ókunnir
enda flugu þeir beint inn á topp ís-
lenska kvikmyndalistans um
helgina með mynd sinni Now You
See Me. Myndin fjallar um hóp
töframanna sem fremja bankarán í
miðri sýningu í Las Vegas og dreifa
ránsfengnum til áhorfenda. Auðvit-
að er þó ekki allt sem sýnist í fyrstu.
Þá kemur mynd feðganna Wills
Smiths og Jadens Smiths, After
Earth, ný inn í þriðja sæti listans.
Bíóaðsókn helgarinnar
Bíólistinn 7.- 9. júní 2013
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Now You See Me
Hangover 3
After Earth
Epic
Fast & Furious 6
Star Trek: Into Darkness
The Great Gatsby
Iron Man 3
Croods
The Place Beyond the Pines
Ný
1
Ný
3
2
5
4
6
7
8
Ný
2
Ný
2
3
5
4
7
11
6
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Töframenn og bankarán
Bankarán Á toppi íslenska listans.
Á föstudaginn opnaði pólski ljósmyndarinn Marta
Magdalena Niebieszczanska ljósmyndasýningu í Café
Flóru í Grasagarðinum í Laugardal undir nafninu .is.
Marta sýnir þar náttúruljósmyndir sem hún hefur tek-
ið á ferðum sínum um landið með sígildum aðferðum á
filmu og camera obscura. Eru því allar ljósmyndir
hennar teknar á Íslandi.
Marta hefur búið hér á landi í nokkur ár og meðfram
öðrum störfum skrifar hún einnig fyrir pólsk-íslensku
vefsíðuna Iceland News Polska.
Sýning Mörtu verður uppi til 7. júlí og er opin daglega á opnunartíma
kaffihúsins Café Flóru.
Ísland í augum Mörtu Niebieszczanska
Pinhole Falleg
myndavél Mörtu.