Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013
FUNDURINN
ÆTTARMÓTIÐ
NÁMSKEIÐIÐ
RÁÐSTEFNUR
Reykjalundi - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is
Með viðskiptum við okkur stuðlar þú
að atvinnu fyrir alla
BARMMERKI
Við öll tækifæri
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Hafrannsóknastofnun mun eiga að-
ild að tveimur rannsóknarleiðöngr-
um í sumar þar sem til stendur að
rannsaka stofnstærð makríls, bæði á
Íslandsmiðum
sem og annars
staðar á austan-
verðu Norður-
Atlantshafi.
Að sögn Jó-
hanns Sigurjóns-
sonar, forstjóra
Hafrannsókna-
stofnunar, hófst
þátttaka stofnun-
arinnar í fyrri
rannsóknarleiðangrinum í gær þeg-
ar rannsóknarskipið Bjarni Sæ-
mundsson lét úr höfn. Markmið leið-
angursins er að meta stærð
hrygningarstofnsins. Aðrir þátttak-
endur í verkefninu eru makrílveiði-
þjóðir innan ESB, Færeyingar og
Norðmenn. Rannsóknarsvæðið nær
frá ströndum Íslands til hafsvæðis-
ins við strendur Noregs í norðri og
allt suður til Biskayaflóa. Þessi rann-
sókn felst í hrognatalningu á þessu
stóra hafsvæði til að áætla hrygning-
arstofninn og hefur farið fram á
þriggja ára fresti og gegnt mikil-
vægu hlutverki við mat á ástandi
stofnsins, að sögn Jóhanns. Niður-
stöður leiðangursins munu liggja
fyrir í haust.
Grænlendingar þátttakendur
Síðari leiðangurinn með þátttöku
Íslands hefst 11. júlí þegar rann-
sóknarskipið Árni Friðriksson fer í
28 daga leiðangur til að kanna sum-
arútbreiðslu makríls í norðaustanan-
verðu Norður-Atlantshafi, þ.e. frá
ströndum Grænlands og Íslands, um
Færeyjar og að ströndum Noregs.
Um er að ræða samstarfsverkefni
Færeyinga, Íslendinga og Norð-
manna, sem hófst árið 2009, en
Grænlendingar taka þátt í þessari
rannsókn í fyrsta skipti í ár. Mæl-
ingar hér við land í fyrra gáfu til
kynna að heildarmagn makríls í lög-
sögunni væri um ein og hálf milljón
tonna, en alls voru mældar um fimm
milljónir tonna á rannsóknarsvæð-
inu.
Kanna fæðuhegðun makríls
Til stendur að kanna fleiri þætti,
svo sem fæðuhegðun makríls og
göngur makríls í sumar. „Síðan er
nýjung sem felst í því að menn hafa
verið að merkja makríl með nýjum
tegundum af merkjum sem þróuð
voru í Noregi. Fiskurinn er merktur
á öðrum hafsvæðum og endurheimt-
ist í fiskvinnslum, m.a. hér við land.
Tvær fiskvinnslur hérlendis hafa
komið sér upp útbúnaði sem getur
fundið merki í afla og lesið hvar við-
komandi fiskur hefur verið merkt-
ur,“ segir Jóhann.
Tveir makrílleið-
angrar í sumar
Fyrri leiðangurinn hófst í gær Makrílstofninn mældur
Morgunblaðið/Sverrir
Bjarni Sæmundsson Hafrannsóknaskipið hóf í gær leiðangur þar sem makrílstofninn verður mældur.
Jóhann
Sigurjónsson
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
borgarráði leggja til að fram fari ít-
arleg þarfagreining og athugun á
því hver sé ákjósanlegasti staður
fyrir miðstöð almenningssam-
gangna á höfuðborgarsvæðinu.
Horfa þeir m.a. til að kostir við
Kringlu, Mjódd og BSÍ séu bornir
saman í slíkri athugun. Í tillögunni
sem lögð var fram í borgarráði á
fimmtudag er áhersla lögð á að slík
greining fari fram áður en ákvörðun
um uppbyggingu samgöngu-
miðstöðvar verði tekin.
Tillagan var lögð fram í kjölfar
framlagningar bréfs frá staðgengli
borgarstjóra um tillögur vinnuhóps
Reykjavíkurborgar og Strætó bs.
um áframhaldandi vinnu að þróun
alhliða samgöngumiðstöðvar á
Umferðarmiðstöðvarreitnum. Af-
greiðslu var frestað á fundi borg-
arráðs á fimmtudag.
„Okkur finnst mjög mikilvægt
þegar verið er að velja staðsetningu
fyrir samgöngumiðstöð í Reykjavík
og höfuðborgarsvæðið, að þá gangi
menn úr skugga um að verið sé að
velja rétta staðinn,“ segir Kjartan
Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðis-
flokks í borgarráði, og leggur
áherslu á að verið sé að taka ákvörð-
un um tilhögun mála næstu áratug-
ina. Þess má geta að sambærileg til-
laga sjálfstæðismanna var felld í
borgarstjórn í október á síðasta ári.
Þá vildu sjálfstæðismenn gera könn-
un á hvaða staðsetning væri heppi-
legust áður en borgarstjórn sam-
þykkti formlega að kaupa
Umferðarmiðstöðina við Vatnsmýr-
arveg.
Halda möguleikum opnum
„Ég hef séð minnisblöð um
málið þar sem m.a. hefur komið
fram að menn séu ekki vissir um að
BSÍ sé rétti staðurinn,“ segir Kjart-
an og bætir við að hann gruni að
margir, m.a. sérfræðingar sem hann
hafi rætt við, telji að betra væri að
hafa samgöngumiðstöðina austar í
borginni. Kjartan segist vilja halda
öllum möguleikum opnum. „Þetta
eru mjög viðamiklir útreikningar
sem þarf að fara í, við viljum bara að
besti staðurinn sé valinn. Sjálfum
finnst mér líklegast að þessi staður
gæti verið við Kringluna.“ Kjartan
er bjartsýnn á að tillagan verði sam-
þykkt og segist eiga bágt með að
trúa að svo afdrifarík ákvörðun
verði tekin í samgöngumálum borg-
arinnar án þess að sérfræðiúttekt
verði höfð að leiðarljósi.
Dagur B. Eggertsson, oddviti
Samfylkingarinnar í borgarstjórn
og formaður borgarráðs, lítur svo á
að tillaga Sjálfstæðisflokksins feli í
sér beiðni um að rifja upp gögn
málsins og af hverju niðurstaðan
hafi orðið sú að BSÍ væri besti kost-
urinn. Sjálfsagt sé að verða við því
og leggja fram áðurnefnd gögn.
Minnir Dagur á að á síðasta kjör-
tímabili hafi þáverandi borgarstjóra
(Hönnu Birnu Kristjánsdóttur) ver-
ið kynnt skýrsla á vegum Strætó bs.
um að BSÍ væri besta staðsetningin.
Þeirri skýrslu hafi hins vegar verið
stungið undir stól. Málið hafi verið
tekið upp aftur haustið 2010 og
skýrslan ásamt öðru hafi verið rótin
að því að borgin fór að kanna kaup á
BSÍ sem síðan gengu í gegn.
„Það liggja náttúrlega mjög
mikil gögn fyrir, annars hefðum við
ekki farið í að kaupa Umferðar-
miðstöðina. En það er fínt að fara
yfir öll rökin ef eftir því er óskað,“
segir Dagur. „Það er hluti af
vinnunni sem nú er í gangi að vinna
ítarlega þarfagreiningu,“ ítrekar
Dagur og bætir við að búið sé að
ræða við fjölmarga hagsmunaaðila,
viðbrögð þeirra séu mjög jákvæð.
Auk þess sé stuðst við ferðavenjuk-
annanir.
Vilja ítarlega þarfagreiningu
Morgunblaðið/Eggert
BSÍ Reykjavíkurborg keypti Umferðarmiðstöðina (BSÍ) í október 2012.
Kaupverðið var 445 millj. kr. en inni í því var einnig lóðin á Keilugranda 1.
Fleiri staðir undir samgöngumiðstöð
verði bornir saman í slíkri athugun
Samgöngumiðstöð
» Reykjavíkurborg keypti
Umferðarmiðstöðina í Vatns-
mýri í lok síðasta árs.
» Áætlanir eru uppi um þró-
un á umferðarmiðstöðvar-
reitnum sem m.a. felur í sér að
þar verði meginskiptistöð al-
menningssamgangna innan
höfuðborgarsvæðisins.
» Sjálfstæðismenn í borg-
inni leggja til að ítarleg þarfa-
greining og athugun verði gerð
á staðsetningu samgöngu-
miðstöðvar, nefna þeir sér-
staklega möguleika við
Kringlu, Mjódd og Vatnsmýri.
Dagur B.
Eggertsson
Kjartan
Magnússon