Morgunblaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013
✝ GunnlaugurJónsson fæddist
í Skeiðháholti,
Skeiðum, Árnes-
sýslu 20. mars 1928.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
vangi í Hafnarfirði
27. maí 2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón Ei-
ríksson bóndi og
hreppstjóri í
Skeiðháholti, f. 1893 á Votumýri,
Skeiðum, d. 1986, og Jóhanna
Ólafsdóttir húsfreyja í Skeiðhá-
holti, f. 1893 á Eyrarbakka, d.
1992. Systkini Gunnlaugs eru:
Ólafur, f. 1924, d. 2002, Bjarni, f.
1925, d. 2008, Vilmundur, f. 1930,
og Sigríður, f. 1932. Gunnlaugur
ólst upp hjá foreldrum sínum í
Skeiðháholti þar sem þau bjuggu
blönduðu kúa- og sauðfjárbúi.
Árið 1949 kvæntist Gunn-
laugur eftirlifandi konu sinni,
Bergþóru Jensen, f. 1927 á Rauf-
arhöfn. Foreldrar hennar voru
Vilhelm Pétur Jensen, kaup-
maður og útgerðarmaður á Eski-
firði, f. 1874 á Eskifirði, d. 1961,
og Sigríður Guðmundsdóttir,
kaupmaður, f. 1908 á Grund í
gift Brjáni Árna Bjarnasyni. Dæt-
ur þeirra eru: a) Unnur Hólm-
fríður, í sambúð með Hafsteini
Viðari Hafsteinssyni, og b) Elva
Bergþóra.
Gunnlaugur varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1948. Hann innritaðist í Háskóla
Íslands; lauk upphafsprófi í efna-
fræði við læknadeild 1950; stund-
aði nám í landafræði, mannkyns-
sögu og uppeldisfræði 1950-54 og
lauk BA-prófi 1954. Gunnlaugur
lauk síðar námi í kerfisfræði;
stundaði nám í forritun og kerf-
isfræði við skóla IBM í Noregi og
Bretlandi og sótti fjölda nám-
skeiða í forritun, tölvu- og kerf-
isfræði bæði á Íslandi og erlendis.
Gunnlaugur vann hjá Skógrækt-
arfélagi Reykjavíkur 1950-56.
Hann var kennari við Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar, Gagn-
fræðaskólann í Keflavík og Gagn-
fræðaskóla Miðbæjar á árunum
1948-56. Árið 1956 hóf Gunn-
laugur störf hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga og vann
þar og síðar í Seðlabanka Íslands
í tölvudeildum sem forritari og
kerfisfræðingur þar til hann lét
af störfum 1995. Helstu áhuga-
mál Gunnlaugs voru skógrækt,
líflandafræði, náttúruskoðun og
tónlist.
Útför Gunnlaugs fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 11. júní
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
Jarðsett verður í Kópavogs-
kirkjugarði.
Grundarfirði, d.
1990. Fósturfaðir
Bergþóru: Ólafur
Árni Ágústsson,
verkstjóri á Raufar-
höfn, f. 1903, d.
1982. Fóstursonur
Gunnlaugs og sonur
Bergþóru: Ólafur
Árni Sigurðsson, f.
1947, d. 1968. Dæt-
ur Gunnlaugs og
Bergþóru eru: 1) Jó-
hanna, f. 1949, gift Árna Árna-
syni. Börn þeirra eru: a) Gunn-
laugur, kvæntur Svövu
Kristjánsdóttur, þau eiga soninn
Kristján Árna Árnason, og b)
Halla, gift Sveini Kristni Ög-
mundssyni, þau eiga synina Ög-
mund Árna og Gunnlaug Árna.
2) Sigríður Anný, f. 1951, sonur
hennar og Sveins Magnúsar
Sveinssonar er a) Ólafur Árni
Sveinsson, kvæntur Ingibjörgu
Helgu Helgadóttur, þau eiga
börnin Helga Frey, Önnu Sigríði
og Svein Egil. Sigríður Anný er
gift Ægi Breiðfjörð: Dætur
þeirra eru: b) Bergþóra Linda,
og c) Hildur Margrét. Synir Ægis
frá fyrra hjónabandi eru Einar
og Óðinn. 3) Steinunn, f. 1959,
Stutt kveðja frá dætrum með
þakklæti fyrir allt.
Sumarbyrjun, lífið og gróður-
inn dafnar. Ef sá sem ber virð-
ingu fyrir lífinu og elskar allt
sem lifir fær ekki notið – hvað er
þá eftir? Hugurinn höktandi,
gleymskan vaxandi, líkaminn
þreyttur og lasinn. Það sem ekki
breyttist var jafnaðargeðið,
æðruleysið og ástin og umhyggj-
an fyrir mömmu. Hönd í hönd
leiddust þau, hávaxni maðurinn
og litla konan – svo falleg sjón.
Við gætum hennar eins vel og við
getum, elsku pabbi.
Ræturnar menningarheimili í
sveit – faðirinn bóndi, hrepp-
stjóri og sáttasemjari, móðirin
lærð, bókhneigð og hafði unun af
að rækta garðinn sinn. Systkinin
öll gjörvuleg. Heimilisandinn
friðsæll. Viðkvæmur sveitapiltur,
næmur og gáfaður. Orti vísur og
teiknaði listavel. Að menntast
varð hans hlutskipti.
Fjölhæfur maður. Áhugamálin
mörg. Náttúrufræði, bókmennt-
ir, tónlist og ljóð. Eðlislæg fróð-
leiksfýsn og virðing fyrir þekk-
ingu – endalaus þekkingarleit.
Minnið með eindæmum. Glæsi-
legur, hraustur og sterkur. Skó-
greitur í heimahögum ber vitni
um seiglu, eljusemi og þekkingu.
Ævistarfið tölvur og forritun.
Fjölskyldan og afkomendurn-
ir þó ofar öðru, stolt og einlæg
gleði. Uppeldið fólgið í því að
leiðbeina og vera fyrirmynd,
minna um boð og bönn. Hvert og
eitt einstakt í huga hans, virðing
fyrir skoðunum og vilja. Rólyndi
og þolinmæði. Lífsviðhorfið
æðruleysi. Eignasöfnun ekki
aðalatriðið, ánægjan kemur inn-
an frá.
Þú lifir með okkur.
Steinunn, Sigríður Anný
og Jóhanna.
Fyrir rúmlega hálfri öld átt-
um við þess kost tveir ungir
kaupamenn hjá Lýð Guðmunds-
syni, hreppstjóra í Litlu Sandvík,
að fara ríðandi þaðan í Skeiða-
réttir (Reykjaréttir). Ég veit
ekki hvers vegna fararorð Lýðs
sátu svo fast í huga mínum og
sitja enn mörgum árum síðar, en
hann ráðlagði, ef við lentum í
einhverjum vandræðum, að fara
í Skeiðháholt og leita þar aðstoð-
ar. Í Skeiðháholt hafði ég þá
aldrei komið. Þessi ráðgjöf rifj-
aðist hins vegar upp fyrir mér
þegar ég kynntist og kvæntist
elstu dóttur Gunnlaugs Jónsson-
ar en hún er fædd í Skeiðháholti.
Forsjónin hefur vitað að þangað
skyldi ég eiga gott að sækja.
Kynni mín af tengdaföður
mínum hófust ekki fyrir alvöru
fyrr en við Jóhanna komum heim
eftir nám í Bandaríkjunum árið
1974. Og kynnin hófust við skóg-
rækt í Skeiðháholti. Fyrir þau
löngu kynni vil ég þakka.
Tengdafaðir minn fór að heim-
an til háskólanáms þannig að
bræður hans tóku við búi eftir
Jón Eiríksson, hreppstjóra, föð-
ur þeirra. Gunnlaugur fékk hins
vegar síðar landspildu nokkra á
jörðinni í sinn hlut og hóf þar
skógrækt. Í því efni nýtti hann
þekkingu sína sem náttúru- og
landfræðingur til þess að afla
kvæma frá líklegustu stöðum til
ræktunar. Hann var ekki ein-
ungis í samskiptum við aðila í
Noregi og Alaska, heldur sást
hann með rússneska orðabók að
semja bréf til aðila þar í landi,
sem undruðust tungumálakunn-
áttu hans, til þess að afla m.a.
rósa frá Kúrileyjum og sérstakr-
ar furutegundar þaðan sem nú
dafnar vel í garði okkar hjóna.
Fræin af hengibjörkinni frá
Tromsø í Noregi eru einnig orðin
að hæstu trjám í garðinum okk-
ar. Mjór er mikils vísir.
Það eru ein af forréttindum
lífs míns að hafa fengið að kynn-
ast tengdaföður mínum. Hann
skar sig úr fjöldanum fyrir það
hversu mjög hann gaf af sjálfum
sér og hversu annt honum var
um hag annarra en sín og sér-
staklega sinna nánustu. Eigin-
girni þekkti hann ekki og honum
var sælla að gefa en að þiggja.
Börn okkar skynjuðu strax í
æsku þessa mannkosti. Ég man
eftir Höllu dóttur okkar í
Skeiðháholti þar sem hún gekk á
eftir afa sínum klædd í anórakk
og stígvél eins og hann, og hafði
jafnvel fundið leikfangapípu, sem
fullkomnaði eftirhermuna. Afi
var bestur. Og Gunnlaugur son-
ur okkar, og Ólafur Árni frændi
hans, gátu spurt afa sinn um
hvað sem var. Svör hans voru á
reiðum höndum. Afi þeirra var
lifandi alfræðiorðabók. Hann
virtist vita allt og muna allt.
Hann hóf svarið hins vegar alltaf
af sömu hógværðinni með orð-
unum „ég held“. En við sem
þekktum Gunnlaug Jónsson viss-
um að það sem hann sagði voru
staðreyndir málsins. Það þurfti
ekki að kanna það nánar.
Við eftirlifendur munum gæta
velferðar Bergþóru þinnar sem
var þér svo kær.
Árni Árnason.
Ég kynntist Gunnlaugi árið
1982 en þá bjó hann í Hafnar-
firði. Þá hafði ég kynnst dóttur
hans sem nokkrum árum seinna
átti eftir að verða eiginkona mín.
Ég minnist þess að hann kom
manni strax fyrir sjónir sem ró-
legur og látlaus maður sem ekki
barst mikið á.
Hann var frá upphafi mjög
hjálpsamur og allaf tilbúinn til að
greiða götu manns eins og hann
gat. Ég var nýkomin heim eftir
langa dvöl erlendis. Þá var gott
að fá ráðgjöf og heimili hans og
Bergþóru í Kelduhvamminum
var látlaust og hlýlegt og alltaf
gott að koma í heimsókn.
Mér varð fljótlega ljóst að
hann var víðlesinn og margfróð-
ur. Ég fékk upplýsingar um það
seinna að hann hafði verið í há-
skólanámi í læknisfræði, sögu og
landafræði en hann var ekki að
flíka því. Hann var líka lærður
tölvufræðingur, vann við slíkt í
Seðlabankanum.
Aðaláhugamál hans var þó
trjárækt og gróður. Hann hafði
mikla þekkingu á því sviði, flutti
m.a. inn plöntur frá fjarlægum
löndum til að gera tilraunir með í
sumarbústaðarlandinu sínu í
Skeiðháholti, þar sem hann
dvaldi löngum stundum. Aðrir
nutu góðs af, því hann gaf fús-
lega tré og plöntur og aðstoðaði
menn við ræktun.
Ég mun alltaf minnast Gunn-
laugs sem gáfaðs og góðs manns
sem gaf mikið af sér en bað aldr-
ei um neitt í staðinn.
Ægir Breiðfjörð.
Með fáeinum orðum langar
mig til að minnast tengdaföður
míns, sem lést hinn 27. maí sl.
Gunnlaugur tengdafaðir minn
var afar vel gerður maður á sál
sem líkama. Hann var myndar-
legur á velli og hafði til að bera
sérlega hlýjan og heilsteyptan
persónuleika. Hann var ótrúlega
vel lyntur, jafnan glaðlegur og
hafði góða kímnigáfu. Hann var
hvers manns hugljúfi, hafði mik-
ið jafnaðargeð til að bera, aldrei
sá ég hann skipta skapi, hvað
sem á gekk, né heyrði ég hann
nokkurn tíma hallmæla eða bera
kala til nokkurs manns.
Gunnlaugur átti sitt hjartans
áhugamál, sem var skógrækt, og
var hann mikill sérfræðingur á
því sviði. Hann átti sinn sælureit
á Skeiðunum, sem var vísinda-
lega skipulagður með mikilli fjöl-
breytni trjáa, mörg hver sjald-
gæf og sérinnflutt frá fjarlægum
slóðum. Löngum dvaldi hann í
sínum sælureit og ræktaði skóg-
inn sinn af natni. Þótt trjárækt
væri hans aðaláhugamál fór það
ekki framhjá neinum sem hann
þekktu, að þar fór afar vel gefinn
og víðfróður maður. Gunnlaugur
var formlega menntaður á sviði
landafræði og sögu, en að því
námi loknu gengu í garð
bernskuár tölvutækninnar.
Hann varð fljótt áhugasamur um
þessu nýju tækni, kynnti sér
hana til hlítar og starfaði síðan
sem kerfisfræðingur hjá SÍS og
síðan í Seðlabankanum til starfs-
loka. En þekkingarforði hans var
ekki einskorðaður við trjárækt,
heldur náði yfir afar vítt svið,
m.a. dýrafræði og tónlist. Þrátt
fyrir sitt víðtæka áhugasvið,
þekkingu og reynslu var Gunn-
laugur samt fyrst og fremst mað-
ur náttúrunnar.
Kynni okkar stóðu í hartnær
25 ár. Mér varð það fljótt ljóst,
að Gunnlaugur ræktaði ekki að-
eins skóginn sinn heldur var fjöl-
skylda hans í forgrunni. Hann
var afar kærleiksríkur maður og
var alltaf fús til að miðla af þekk-
ingarbrunni sínum, ekki síst til
barnabarnanna, sem áttu með
honum margar góðar stundir.
Það er leitt að þurfa að horfa á
eftir svo vönduðum og fróðum
manni sem Gunnlaugur var og er
söknuðurinn mikill. En það er
víst hluti af lífinu að kveðja þessa
jarðvist og það hefur Gunnlaug-
ur núna gert. Ljóst er, að hann
skilur eftir sig sterkar minningar
í huga þeirra sem hann þekktu.
Brjánn Á. Bjarnason.
Minning um Lalla afa.
Ég á mér varla minningu úr
barnæsku án Gunnlaugs, afa
míns og nafna, sem nú er fallinn
frá friðsamlega í faðmi nánustu
fjölskyldu. Það var honum líkt að
kveðja þannig.
Hann var hæglátur, hógvær
og hagmæltur en jafnframt
margfróður og meinfyndinn.
Engan mann veit ég um sem
hafði jafn smitandi hlátur. Ég
sakna hans sárt.
Sterkastar eru minningarnar
úr sveitinni okkar fyrir austan
fjall. Þar sagði hann okkur Óla
frænda sögur, teiknaði fyrir okk-
ur dýr úr dimmustu Afríku og ís-
lenskar kýr og hesta. Allt vissi
hann og mundi og það var sama
hvaða spurningar við frændurnir
lögðum fyrir hann, alltaf var
hann með svör á reiðum höndum.
Það skipti ekki máli hvort það
var latneskt heiti á trjáplöntu,
fjarlægt fjall eða land.
Afi var einstaklega bókelskur
og las gífurlega mikið. Íslend-
ingasögurnar kunni hann held ég
barasta utanbókar. Tónlist var
einnig áhugamál en mestan
áhuga hafði hann þó á skógrækt.
Og honum tókst það sem fáum
hefur tekist á Íslandi, að rækta
skóg á mörkum hins byggilega
heims. Skóg sem skartar tegund-
um víða að úr heiminum í bland
við íslenskt birki og látlaust lyng.
Vegna þess að hann bar virðingu
fyrir öllu því sem grær og getur
dafnað, sé að því hlúð. Hvort
heldur það eru krækiber eða
Kúrileyja-fura. Það er okkar
hinna að sjá til þess að skógurinn
hans afa grói áfram og vaxi um
ókomin ár.
Mín er skyldan að segja næst-
um tveggja ára syni mínum frá
honum langafa sínum fyrst að
ósk mín um að þeir gætu þekkst
betur í lifanda lífi verður ekki að
veruleika. Að fara með litla
drenginn í sveitina okkar og
kannski kenna honum latínuheiti
á nokkrum trjám, lesa fyrir hann
úr Íslendingasögunum eða bara
hlæja innilega með honum að
einhverju sem kætir okkur þá
stundina. Það var svo gott að
hlæja með afa.
Margt lærði ég af honum
elsku afa og ég vona að ég geti
komið að minnsta kosti brota-
broti af því áleiðis til næstu kyn-
slóðar. Þó helst því að vera góður
maður. Af því að það var hann afi
svo sannarlega. Umfram allt var
hann góður maður.
Gunnlaugur Árnason.
Yndislegur er fyrsta orðið sem
kemur í hugann þegar ég hugsa
um elsku Lalla afa. Hann var
yndislegur maður í alla staði.
Ljúfur, góður og endalaust þol-
inmóður. Gull af manni.
Margar minningar rifjast upp
nú þegar afi er fallinn frá. Ég hef
alla tíð litið mjög upp til Lalla
afa, allt frá því ég var lítil stelpa
og elti hann á röndum í Skeiðhá-
holti í appelsínugula anórakkn-
um mínum. Þetta var uppáhalds-
flíkin mín þar sem hún var alveg
eins og anórakkurinn hans afa,
nema hvað hans var blár. Ég
gekk líka um með bleiku og hvítu
plastpípuna mína í munninum
þar sem afi reykti pípu á þessum
árum.
Anórakkur og pípa er þó ekki
það eina sem ég hef „hermt“ eft-
ir afa. Honum tókst að smita mig
af helsta áhugamáli sínu, plönt-
unum. Þetta er áhugamál sem
gaman var að ræða við afa og
það var eins og að fletta upp í al-
fræðiorðabók að spyrja afa út í
þessi mál.
Á tímabili teiknaði ég einnig
mikið en það var eitthvað sem afi
var mjög flinkur í þótt hann við-
urkenndi það ekki sjálfur enda
hógvær með eindæmum. Ég dáð-
ist mikið að öllum flottu dýra-
myndunum sem hann teiknaði á
örskotsstundu þegar ég var lítil
og aldrei virtist hann þreytast á
að teikna fyrir okkur frænd-
systkinin hvert dýrið á fætur
öðru.
Afi starfaði við tölvur og á því
sviði starfa ég einnig í dag. Afi
leitaði stundum til okkar Svenna
með tölvumál, þó sérstaklega
Svenna, og var okkur ljúft að að-
stoða hann. Aldrei sagði hann að
það lægi á, hann vildi ekki ómaka
okkur, en þó vissum við að hann
var hálfhandalaus ef hann gat
ekki grúskað aðeins í tölvunni
sinni.
Það var dásamlegt að vera
með þeim ömmu í Skeiðháholti.
Vera innan um gróðurinn með
afa og fá heimsins bestu pönnsur
hjá ömmu. Í Skeiðháholti var afi
í essinu sínu innan um allar
plönturnar sínar. Þar eru ýmis
fágæt tré sem afi ræktaði upp af
fræi. Hann var glúrinn við að
koma sér í samband við skóg-
ræktarfólk víða í heiminum og
man ég eftir fræumslögunum
sem hann fékk oft send. Hann
var alltaf með augun opin fyrir
fallegum trjám og í skógrækt-
arferðinni til Alaska árið 2001
kippti hann með sér fræi af virg-
iníuhegg rétt fyrir heimför. Virg-
iníuheggurinn er nú orðinn
stærðarinnar tré í Skeiðháholti.
Ég átti margar góðar stundir í
Skeiðháholti með afa. Ekki síst
þegar við grófum upp klettana
okkar í hólnum. Það var mikið og
skemmtilegt verk fyrir litla
manneskju. Afi leyfði mér að
taka þátt í þessu með sér og
aldrei var maður fyrir. Það var
einnig skemmtilegt fyrir nokkr-
um árum þegar við fundum
sjálfsáðu fururnar við klettana
okkar. Þetta þótti afa merkilegt
að sjá og ég á eftir að fylgjast
með furunum á næstu árum og
sjá hvernig þær dafna.
Ég er glöð yfir að drengirnir
okkar Svenna, Ögmundur Árni
og Gunnlaugur Árni, hafi fengið
að kynnast Lalla afa vel. Þeir
vita af eigin raun hversu góður
og hlýr maður hann var og
Gunnlaugur Árni getur stoltur
borið nafn þessa góða manns.
Öll fjögur kveðjum við Lalla
afa með söknuði, þakklát fyrir
allar þær dýrmætu stundir sem
við áttum með honum. Við mun-
um hugsa vel um Beggu ömmu.
Halla Árnadóttir.
Elsku afi minn, þá ertu farinn.
Þú varst mér nánast sem faðir.
Að fá að alast upp undir þinni
leiðsögn voru forréttindi og afar
gott veganesti. Þú varst mér svo
ljúfur og hjálpfús. Ávallt varst
þú til staðar og aðstoðaðir mig
með hvað sem er. Þú bjóst yfir
ríkum vitsmunum. Ætíð gat ég
leitað í þekkingarbrunn þinn
sem virtist stundum botnlaus. Þú
kenndir mér að umgangast
þekkingu af hógværð og var-
kárni, að best væri að bíða með
stóra dóma.
Ég man varla eftir því að þú
hafir talað illa um nokkurn
mann. Í mesta lagi hristir þú að-
eins höfuðið ef þér mislíkaði eitt-
hvað. Raupsemi og illindi náðu
ekki bólfestu í þér. Þú kenndir
mér að hver og einn verður að fá
að þroskast og dafna á sínum
forsendum og enga þýðingu hef-
ur það að þvinga eða beygja aðra
til fylgilags. Einnig kenndir þú
mér að dómharka situr eingöngu
í þeim sem dæmir.
Síðustu árin varstu því miður
aðeins skugginn af sjálfum þér
og gast ekki sinnt landinu þínu
fyrir austan, þar sem hjarta þitt
lá að stórum hluta. Í minning-
unni kýs ég að sjá þig í landinu
þínu með höfuð þitt meðal trjá-
toppanna. Takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig, elsku afi
minn. Guð blessi þig. Þú lifir
áfram í minningum okkar allra.
Ólafur Árni Sveinsson.
Elsku afi minn. Ég er alveg
týnd. Hvað á ég að segja núna
þegar þú ert farinn? Ég hef svo
ljóslifandi mynd af þér í huga
mér, með glettnissvipinn þinn og
glampann í augunum, svo glað-
vær og hlýr. Það er svo margt
sem mig langar að segja, en ég
kem því engan veginn í orð.
Mig langaði bara til þess að þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum,
allt sem þú kenndir mér,
fyrir að vera eins og þú ert – alltaf svo
undurblíður og yndislegur á allan
máta,
fyrir að sýna mér þá einlægu ást og
umhyggju sem ég fann alltaf svo
sterkt frá þér,
fyrir að taka mér skilyrðislaust eins og
ég er,
og svo ótalmargt fleira.
Það er svo margt sem mig
langar að segja, en ég held ég
láti þetta duga. Ég segi þér það
bara síðar, elsku afi, þegar við
hittumst næst. Þangað til muntu
lifa með mér í gegnum allar góðu
minningarnar. Við sjáumst, afi
minn.
Þín dótturdóttir,
Elva Bergþóra.
Afi okkar var góður maður
sem gaf okkur margt sem við
höfum lært að meta í gegnum
tíðina.
Hann var fróður, gat rætt um
heima og geima, alltaf af áhuga
og aldrei til að sýnast.
Hann sýndi okkur alltaf þol-
inmæði og áhuga. Hann gat lesið
fyrir okkur sömu söguna eða
púslað með okkur sama púslið
aftur og aftur. Hann var rólynd-
ur og flýtti sér sjaldan svo það
var þægilegt að vera nálægt hon-
Gunnlaugur
Jónsson
Blómasmiðjan Grímsbæ
v/Bústaðaveg
S: 588 1230
Samúðarskreytingar
Útfaraskreytingar