Morgunblaðið - 27.06.2013, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
Handverksbakarí
fyrir sælkera
MOSFELLSBAKARÍ
Daglega er bakað bakkelsi
sem fá bragðlaukana til að
kætast.
Hjá okkur er hægt að fá þetta
gamla og góða og einnig
eitthvað nýtt og spennandi.
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Ívarsson, skipulagsfræðingur hjá
Landslagi ehf. Á fundinum, sem
verður í fundarsal á 4. hæð Ráðhúss-
ins og hefst kl. 17, kynnir Logi Már
skipulagslýsingu og fyrstu drög nýs
miðbæjarskipulags.
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Eldur kviknaði í íbúð á neðstu hæð
í fjölbýlishúsi við Borgarhlíð á Ak-
ureyri laust fyrir hádegi á þriðju-
dag. Einhver fór þar inn og virðist
hafa kveikt í en nágranni náði að
slökkva áður en mikið tjón hlaust.
Skemmdir urðu þó af eldi og reyk.
Lögreglan biður þá sem geta
upplýst um mannaferðir í og við
fjölbýlishúsið, Borgarhlíð 7-9, á
milli kl. 10.00 og 11.00 á þriðjudag-
inn að hafa samband í síma
4647700.
Norlandair á Akureyri gerði í
vikunni samning við Flugsafn Ís-
lands til þriggja ára og leggur fram
fjárstyrk til reksturs safnsins.
„Okkur rennur blóðið til skyld-
unnar. Við eigum rætur í safninu
því þar eru nokkrar vélar sem til-
heyrðu forvera okkar, gamla Flug-
félagi Norðurlands,“ sagði Friðrik
Adolfsson, framkvæmdastjóri Nor-
landair, við Morgunblaðið.
Norlandair er með þessu orðinn
næst stærsti styrktaraðili safnsins
á eftir Icelandair, sem Arngrímur
Jóhannsson stjórnarformaður
safnsins, segir að hafi styrkt starf-
semina myndarlega frá upphafi.
Einni kennsluvéla flugakademíu
Keilis í Reykjanesbæ var gefið nafn
í lok árlegs flugdags á Akureyri um
síðustu helgi. Arngrímur Jóhanns-
son skal hún heita, eftir flugstjór-
anum, vegna frumkvöðulsstarfs
hans í fluginu, að sögn Hjálmars
Árnasonar, framkvæmdastjóra
Keilis.
Miðbærinn á Akureyri er
bæjarbúum hjartfólginn og hefur
lengi verið. Engum er líklega sama
hvernig þar er um að litast og vert
að vekja athygli á opnum íbúafundi
í dag þar sem kynnt verða fyrstu
drög nýs miðbæjarskipulags.
Hönnuðir skipulagsins nýja eru
Logi Már Einarsson, arkitekt hjá
Kollgátu (og bæjarfulltrúi), og Ómar
Miklar breytingar á miðbænum
voru lagðar til fyrir nokkrum árum,
þegar fram fór alþjóðleg samkeppni
en þær urðu ekki að veruleika. Fróð-
legt verður að sjá nýju tillögurnar.
Ekki hefur farið framhjá bæj-
arbúum og gestum þeirra síðustu
daga að þyrla hefur flogið reglulega
yfir svæðið. Þar er á ferðinni gripur
á vegum Sportferða í samstarfi við
Reykjavík Helicopters og verður
boðið upp á útsýnisflug á Norður-
landi í sumar.
Þeir sem tekið hafa sér far með
þyrlunni eiga vart orð til að lýsa
hrifningu sinni. „Þyrlupallur“ er á
flötinni neðan við Samkomuhúsið.
Alls kyns ferðir eru í boði; allt
frá „hoppi“ á topp Kerlingar til
dagsferðar að helstu perlum Norð-
urlands; Öskju, Herðubreiðar, foss-
anna og Flateyjar, svo dæmi séu
nefnd. Skemmtileg viðbót við fjöl-
breytta flóru í ferðaþjónustunni en
ferðin kostar auðvitað skildinginn,
eins og gefur að skilja.
Ótrúleg listaverkasýning Að-
alheiðar S. Eysteinsdóttur var opn-
uð víða í Listagilinu sl. laugardags-
kvöld, í tilefni af fimmtugsafmæli
hennar. Ítarlega var sagt frá sýning-
unni hér í blaðinu fyrir opnun og
varla ástæða til að fara nánar í þá
sálma, nema með því að hvetja alla
íbúa Akureyrar, nærsveitunga og þá
sem leið eiga norður, til að skoða
sýninguna. Ég þori að veðja að eng-
inn verður svikinn af því.
Gönguvika á Akureyri og í ná-
grenni hefst mánudaginn 1. júlí.
Gönguvikan er nú haldin í fimmta
sinn og boðið er upp á fjölbreyttar
göngur af ýmsum erfiðleikastigum,
allt frá tveggja tíma léttri göngu um
Hrísey upp í 28 tíma göngu á 24
tinda í Glerárdalshringnum.
Gönguvikan er samvinnuverk-
efni Akureyrarstofu, Ferðafélags
Akureyrar, Glerárdalshringsins
24x24 og Ferðafélags Hríseyjar.
Nánari upplýsingar á heimasíðu
bæjarins, www.akureyri.is
Í næstu viku kemur barna- og
unglingasirkusinn Cirkus Flik Flak
frá Danmörku í heimsókn til Ak-
ureyrar og heldur sýningar í íþrótta-
húsi Giljaskóla. Sýningar verða
fimmtudaginn 4. júlí kl. 19.00 og
föstudaginn 5. júlí kl. 10.00 og eru
gestum að kostnaðarlausu.
Aðeins að helsta áhugamáli
landsmanna í lokin. Boðið var upp á
langþráða rigningu í höfuðstað
Norðurlands í gærmorgun, ef hægt
er nota það nafn yfir fáeina dropa.
Gott fyrir gróðurinn, sagði gamla
fólkið, en svo var komið sólbaðs-
veður eftir hádegi. Held að spáð sé
rigningu í dag þannig að væntanlega
verður hægt að sitja úti á svölum
með kaffið...
Morgunblaðið/Skapti
Aðalheiður Sauðburður er ein sýninga Aðalheiðar í Listagilinu. Heba Ásgrímsdóttir ljósmóðir á opnunarkvöldinu.
Þyrlupallur í nýju miðbæjarskipulagi?
Morgunblaðið/Skapti
Arngrímur Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis ásamt flugstjóranum
Arngrími Jóhannssyni og alnafna hans, kennsluflugvélinni, á flugdeginum.
Kolviður og Landsbankinn hafa
gert með sér nýjan samning til eins
árs um kolefnisjöfnun.
Markmið hans er að binda kol-
efni, CO2, sem til fellur vegna til-
tekinnar starfsemi Landsbankans,
aksturs bíla og flugferða starfs-
manna, í gróðri og jarðvegi með
landgræðslu og skógrækt sem Kol-
viður hefur umsjón með.
Kostnaður við kolefnisbindingu
árið 2013 er 2.000 krónur á tonn af
kolefni. Áætluð losun Landsbank-
ans er um 240 tonn sem samsvarar
480 þúsund krónum, að því er kem-
ur fram í tilkynningu.
Kolviður starfar undir eftirliti
Ríkisendurskoðunar, Íslenskrar
skógarúttektar og ytri endurskoð-
enda sem yfirfara og sannreyna að
nauðsynleg plöntun og umhirða
eigi sér stað og að fjármunir séu
tryggðir til umhirðu þar til trjá-
ræktin hefur skilað þeirri bindingu
sem kolefnisjöfnunin miðar að.
Magnús Gunnarsson, formaður Skógrækt-
arfélags Íslands, Reynir Kristinsson,
stjórnarformaður Kolviðar, og Jensína
Kristín Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri
Þróunar, skrifa undir samninginn.
Nýr samningur um
kolefnisjöfnun
Ráðstefna verður
í Háskólanum í
Reykjavík á
morgun í minn-
ingu Guðjóns
Magnússonar
prófessors.
Á ráðstefnunni
munu erlendir og
íslenskir sér-
fræðingar fjalla
um leiðir til að stuðla að betri heilsu
og vellíðan. Þar verða einnig
kynntar nýjar niðurstöður embætt-
is landlæknis um heilsu og ójöfnuð
á Íslandi.
Ráðstefnan stendur yfir frá
klukkan 9-15. Michael Marmot, pró-
fessor og yfirmaður stofnunar um
heilsujöfnuð, verður aðalfyrirles-
ari.
Ráðstefna um
heilsu og vellíðan
Michael Marmot
Lindex á Íslandi mun á næstu fjór-
um árum leggja Barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna, UNICEF, lið við
uppbyggingu menntunar í Búrkína
Fasó í Vestur-Afríku.
Alls nemur styrkurinn tíu millj-
ónum króna og mun nýtast við að
auka aðgengi ungra barna að skól-
um, gera skóla barnvæna og auka
gæði kennslunnar en um 40% barna
í landinu ljúka ekki grunn-
skólanámi.
Styrkir UNICEF
vegna Búrkína Fasó
STUTT