Morgunblaðið - 27.06.2013, Page 18

Morgunblaðið - 27.06.2013, Page 18
BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hann hefur legið undir ámæli margra vonsvikinna stuðningsmanna sinna fyrir að hafa ekki staðið við kosninga- loforðin. Eitt þeirra var að gera bar- áttu gegn loftslagsbreytingum að helsta máli stjórnar sinnar. Núna lof- ar Barack Obama Bandaríkjaforseti að láta hendur standa fram úr erm- um. Obama flutti ræðu á þriðjudag og sagðist ætla að finna leið fram hjá þinginu, láta alríkisstjórnina hafa frumkvæði að því að minnka útblást- ur koldíoxíðs frá raforkuverum. Tryggja verði að losunin minnki um 17% (miðað við 2005) fyrir 2010 eins og stefnt sé að. Farin verður í fyrsta sinn sú leið í útblástursmálunum að senda Umhverfisstofnuninni, EPA, forsetatilskipun um að gera áætlun um takmarkanir á losun, fyrstu drög eiga að liggja fyrir á þessu ári. Fram kemur þó í New York Times að sér-  Obama dustar rykið af baráttu gegn loftslagsbreytingum Biður stuðningsfólk um betra veður fræðingar á þessu sviði álíti Obama vera heppinn ef endanleg áætlun liggi fyrir í janúar 2017 þegar hann lætur af embætti. Bandaríkjamenn hafa eitt í bak- höndinni. Það er stóraukin gasvinnsla úr tjörusandi sem er þessi árin að gera landið að nettó-útflytjanda á gasi og einnig á olíu fyrir 2030 ef spár ganga eftir. Verði gas notað í stað kola til að framleiða raforku merkir það mun minni útblástur. En skilyrð- ið er að lausn finnist á deilum um gas- vinnsluna sem sumir vilja banna. Þeir álíta vinnsluaðferðirnar of skaðlegar fyrir umhverfið. „Orkuver geta enn sent frá sér endalaust magn af kolefnismengun út í andrúmsloftið án þess að það kosti þau nokkuð,“ sagði Obama. „Þetta er ekki réttmætt, ekki öruggt og þetta verður að stöðva.“ Flest orkuver nota kol Þess má geta að hæstiréttur hefur sagt að nota megi lög sem sett voru að frumkvæði Richards Nixons forseta 1970, Lög um hreint loft, til að tak- marka losun gróðurhúsalofttegunda. En talið er að það verði lagatæknilega afar flókið og þingið mun þybbast við. Flest bandarísk raforkuver nota jarðefnaeldsneyti, gjarnan kol. Rúm 30% alls koldíoxíðútblásturs í landinu koma frá þeim, aðrir skaðvaldar eru einkum samgöngutæki og verksmiðj- ur. Forsetinn boðar miklar áætlanir um endurnýjanlega orku, reistar verða vindmyllur og sólarorkuver á svæðum í eigu alríkisstjórnarinnar. Alls eiga þau að útvega raforku handa sex milljónum heimila árið 2020. Og hann vill beita sér fyrir alþjóðlegum samningi um baráttu gegn loftslags- breytingum. Rétt að vera raunsær Hvernig voru viðtökurnar, fær for- setinn pólitísku veðurblíðuna sem hann biður um? „Það er mjög gott að ráðast gegn kolefnismengun og löngu tímabært en það tekur tvö ár að setja reglurnar og síðan líklega fimm ár að festa þær í lög svo að þarna er um langan tíma að ræða,“ sagði Van Jon- es, fyrrverandi ráðgjafi Obama varð- 18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Liðsmaður sérsveita brasilísku lögreglunnar við veggspjald í fátækra- hverfi í Rio de Janeiro á þriðjudag. Á mánudag kom til blóðugra byssubar- daga í hverfinu og féllu sjö menn, þ.á m. einn lögreglumaður. Brasilíska þingið felldi á þriðjudag með þorra atkvæða tillögu um stjórnarskrár- breytingu sem sagt er að hefði gert torveldara að berjast gegn spillingu. Stúlka á veggspjaldi biður um miskunn AFP Mannskæð átök í Ríó Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í gær úr gildi lög frá 1996 sem hafa komið í veg fyrir að samkynhneigð hjón gætu not- fært sér bótakerfi alríkisins. Fimm dómarar studdu bannið gegn slíkri mismunun en fjórir voru á móti. Niðurstaðan er mikill sigur fyrir þá sem berjast fyrir rétti samkynhneigðra til að ganga í hjónaband. Barack Obama varð í fyrra fyrst- ur forseta í embætti til að lýsa yfir stuðningi við slíkan rétt. Meðal þeirra réttinda sem hafa verið skert má nefna skattafrádrátt við erfðir og réttindi maka samkynhneigðra hermanna. Hæstiréttur tók ekki afstöðu í öðru máli sem höfðað var vegna laga í Kaliforníu er leggja bann við hjóna- böndum samkynhneigðra. Fjórir dómarar sögðu að rétturinn hefði fyrst átt að takast á við þann stjórnarskrárvanda sem lögin í Kaliforníu hefðu valdið. En meirihlutinn áleit að hæstiréttur og áfrýjunardómstólar alríkisins hefðu ekki vald til að takast á við málið. Þetta merkir að niðurstaða annars dómstóls, sem á sínum tíma felldi það bann úr gildi, er áfram við lýði. Gæti það orðið til þess að tryggja rétt samkyn- hneigðra til hjónabands í Kaliforníu. Hæstaréttur taldi að þeir sem studdu bannið hefðu ekki sýnt fram á að þeir yrðu fyrir miska ef mismununin yrði af- numin. kjon@mbl.is SAMKYNHNEIGÐ HJÓN UNNU SIGUR Í HÆSTARÉTTI Í WASHINGTON Fá alríkisbætur eins og önnur hjón Mjög sáttar. Rannsóknir sýna að tíðni dauðsfalla vegna hjarta- og æðasjúkdóma í Evrópusambandslöndum hefur minnkað um meira en helming í nær öllum aðildarríkjunum á þrem áratugum, segir í frétt BBC. Víðast hvar hefur tíðnin lækkað hjá körlum og konum á öllum aldri þrátt fyrir aukna tíðni sykursýki og offitu. Hjarta- og æða- sjúkdómar verða fleiri Bretum að bana en nokkur önnur tegund sjúkdóma, einum af hverjum fimm körlum og áttundu hverri konu. Skýrt var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í ritinu European Heart Journal en hana gerðu vísindamenn hjá Oxford-háskóla. Þeir benda á að mikill munur sé á nið- urstöðunum milli landa. Sums staðar fari tíðni offitu og sykursýki hækk- andi og einnig séu dæmi um auknar reykingar, allt gæti þetta haft nei- kvæðar afleiðingar og ýtt aftur undir dauðsföll á komandi árum. Í fáeinum löndum hefur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma aukist talsvert á síðari árum eða áratugum í afmörkuðum hópum ungs fólks, að sögn dr. Melanie Nich- ols sem stýrði rannsókninni. Halda verði áfram forvarnastarfi, berjast gegn reykingum, bæta mataræði og efla hreyfingu. kjon@mbl.is RANNSÓKN Á DÁNARTÍÐNI Í EVRÓPU SÍÐUSTU ÞRJÁ ÁRATUGI Mun færri deyja úr hjartasjúkdómum Hjartað skiptir öllu. HÚSGAGNAHÖLLIN • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • OP I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 OG D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0 ÚTSALA SUMAR- SÓFAR | SVEFNSÓFAR | H EILSUDÝNUR | HEILSURÚM | HÆGINDASTÓLAR | ELDH ÚSSTÓLAR | ELDHÚSBOR Ð | BORÐSTOFUSTÓLAR BORÐSTOFUBORÐ | SÓFA BORÐ | LAMPAR | PÚÐAR GLERVARAOG FALLEG SMÁ VARA UREYRI | REYKJAVÍK | AKU REYRI | REYKJAVÍK | AKUR EYRI | – fyrir lifandi heimili – AFSLÁTTUR %50 ALLTAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.