Morgunblaðið - 27.06.2013, Side 20

Morgunblaðið - 27.06.2013, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Útgáfa Þjóð-mála, semfjalla um stjórnmál og menn- ingu, hefur sér- stöðu á Íslandi. Sumarhefti þess er komið út með frísklegu og for- vitnilegu efni. Jakob F. Ásgeirs- son ritstjóri fylgir blaði sínu úr hlaði með spalli og segir m.a.: „Feginsandvarp fór um allar Ís- landsbyggðir þegar ofríkis- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J.Sigfússonar var loks hrundið. Aldrei frá því að Jónas frá Hriflu var upp á sitt versta hafa aðrir eins ójafn- aðarmenn haldið um valda- tauma á Íslandi. Verst var þó að ráðherrar þessarar ríkis- stjórnar kunnu lítt eða ekkert til verka, svo sem makalausar ógöngur ríkisstjórnarinnar í nánast hverju málinu af öðru voru til vitnis um. Fólk tekur því nýrri ríkis- stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fagnandi enda þótt það viti ekki almennilega við hverju megi búast af því unga og reynslulitla fólki sem sest hefur í valdastóla. Allt er betra en það sem fyrir var, hugsa væntanlega flestir með sjálfum sér, og mun hin nýja rík- isstjórn trúlega njóta þess langt fram á kjörtímabilið að hafa tek- ið við af verst þokkuðu ríkis- stjórn í manna minnum. Margt er merkilegt við úrslit síðustu alþingiskosninga. Aldrei hefur sitjandi rík- isstjórn beðið ann- að eins afhroð í kosningum. Nýju flokkarnir, sem þóttust tala í nafni þjóðarinnar, fengu háðulega útreið. Endalausu rausi svokallaðra „álitsgjafa“ um nauðsyn stjórnarskrár- breytinga vísuðu kjósendur á haf út. Ennfremur kom í ljós að linnulaus áróður Ríkisútvarps- ins í þágu ríkisstjórnarflokk- anna allt kjörtímabilið hafði, þegar upp er staðið, lítil sem engin áhrif.“ Þessi orð ritstjóra Þjóðmála lýsa vitaskuld viðhorfum margra um þessar mundir. Kosningaúrslitin eru sterkasta vísbendingin um það. En mörg- um umhugsunarefnum um þessa ólánsríkisstjórn er þó enn ósvar- að. Hvers vegna misskildi hún svo gjörsamlega umboð sitt? Hvað gekk henni til? Hvers vegna hélt hún að hleypa bæri sem flestu í uppnám í þjóðfélag- inu aðeins hálfu ári eftir að bankar höfðu fallið og farið var að glitta í batamerkin svo víða? Og svo ótrúlega fljótt. Var það kannski þess vegna? Rík- isstjórnin hafði fleytt sér til valda á öldu óeirða og haturs. Mat hún það svo að forsenda langs valdaskeiðs slíkrar rík- isstjórnar yrði aðeins tryggt í eitruðu andrúmslofti tortryggni og haturs? Sú skýring virðist sí- fellt sennilegri. Skýringin á und- arlegri framgöngu síðustu ríkisstjórnar birtist smám saman} Myndin skýrist VilhjálmurÁrnason, einn af nýjum þing- mönnum Sjálfstæð- isflokksins, vakti athygli á umfjöllun um málefni sjómanna undir liðnum störf þingsins í fyrra- dag. Vilhjálmur fann að því hvernig talað væri um sjávar- útveg á þingi og sagði: „Nú höf- um við í þessum ræðustól gert heila stétt að glæpamönnum og hefur það verið stundað hér síð- ustu ár. Þetta finnst mér ekki vera bjóðandi þeirri stétt sem hefur byggt þetta land svo lengi sem við munum. Það er mjög mikilvægt að þessi um- ræða taki aðeins málefnalegri vinkil og að við berum virðingu fyrir þessari stétt. Það er mjög mikið af fólki í þessu landi, um allar dreifðar byggðir, sem á mjög mikið und- ir því að sjávarútvegurinn gangi hér vel. Við tökum þessa einu stétt og ræðum hana sér- staklega, í umræðu um auð- lindagjöldin, og gerum hana tortryggilega, að mínu mati. Þetta finnst mér ekki rétt.“ Og Vilhjálmur hélt áfram: „Ég kalla eftir því að horft sé til þess hvað þeir sem starfa í sjávar- útvegi eru búnir að gera mikið fyrir þetta land og að þetta sé virt við þá. Einu sinni var sjávar- útvegurinn hérna allur rekinn með tapi. Nú er farið að reka hann með hagnaði sem er gott. En á það að vera ávísun á að ráðist sé á þá sem atvinnu- greinina stunda? Við þurfum að taka þetta svolítið skynsamlega og taka þessa auðlindaumræðu í allri sinni heild með virðingu fyrir þeim sem í þessu vinna, en ekki að þeir þurfi að búa við óstöðugleika og ávirðingar.“ Þetta er hárrétt ábending og full ástæða fyrir ýmsa þing- menn til að taka þessi orð til sín og endurskoða hvernig þeir fjalla um sjávarútveginn. Sum- um þingmönnum hefur reynst erfitt að fjalla um sjávarútveg- inn án þess að ráðast á hann og þeir láta sem hann sé afæta en ekki undirstaða efnahagslífsins hér á landi. Brýnt er að þetta breytist, einkum þegar þing- menn eiga í hlut. Óeðlilegt er að tala um undirstöðuna sem afætu } Réttmæt ábending N ýir þingmenn Pírata og Bjartr- ar framtíðar hafa allnokkra trú á sjálfum sér, án þess þó að búa yfir því yfirþyrmandi yfirlæti sem einkennir suma stjórn- málamenn og verður svo auðveldlega þreyt- andi. Þetta eru um flest ágætlega geðugir þingmenn sem vonandi munu halda persónu- leika sínum óskertum og ekki verða jafn- vélrænir og of margir alþingismenn verða með árunum. Stundum veltir maður því fyrir sér hvað það sé í umhverfi stjórnmálanna sem gerir að verkum að of margir þingmenn tapa með tímanum persónutöfrum og einstaklings- eðli, verða sterílir og fara allir að tala eins. Þingmenn þessara nýju flokka hafa ótrauð- ir boðað ný og betri stjórnmál og sagt að þeir sjái hvorki tilgang né vit í því að leggjast sjálf- krafa gegn málum ríkisstjórnarflokkanna heldur muni þeir taka afstöðu til hvers máls fyrir sig. Þetta er góð af- staða og verði henni fylgt af staðfestu er ljóst að þing- menn Samfylkingar og Vinstri-grænna verða einir um að stunda upphrópunarstjórnmál á Alþingi Íslendinga. Fyrir vikið eru þeir flokkar líklegir til að einangrast og smám saman gera sig marklausa í huga stórs hluta þjóð- arinnar. Það er ekki annað að heyra á nýjum þingmönnum Pír- ata og Bjartrar framtíðar en að þeim sé full alvara í því að taka mótaða afstöðu til mála. Ansi verður það góð til- breyting fyrir þjóðina að eignast þingmenn í stjórn- arandstöðu sem halda ró sinni og yfirvegun en eru ekki á stöðugum bömmer vegna þess að flokkur þeirra er ekki við völd. Reyndar verður ekki betur séð en að Píratar séu him- insælir yfir því að vera í stjórnarandstöðu og er það óneitanlega skemmtileg nýjung í ís- lenskri pólitík. Þjóðin hefur þörf fyrir marktæka stjórnar- andstöðu og hefur ekkert gagn af gjammandi hópi þingmanna sem bruna af stað upp í ræðupúlt Alþingis í hvert sinn sem ráðherra ríkisstjórnarinnar opnar munninn. Þjóðin hefur semsagt litla þörf fyrir þá þingmenn sem urðu sér til nýlega skammar þegar þeir héldu því fram að ráðherra ríkisstjórnarinnar væri að beita valdníðslu þegar tölvupóstur úr ráðuneyti hans var fyrir misskilning sendur til yfirmanns einstaklings sem ráðherrann hafði boðað á sinn fund. Viðbrögðum ákveðinna þing- manna í því máli svipaði helst til paranoju, en líklegra er samt að þeir séu einfaldlega ákveðnir í að nota öll mögu- leg brögð til að berja á ríkisstjórninni. Það virðist ekki trufla samvisku þeirra þótt þeir fari þar yfir öll mörk. Ekki eru þessi vinnubrögð til þess fallin að auka veg stjórnarandstöðu sem getur ekki sætt sig við að hafa eitt sinn haft völd en misst þau. Og varla teljast slíkir þing- menn góðar fyrirmyndir þeim nýju þingmönnum sem nú hafa sest á þing. Vonandi fer ekki svo illa að nýir þing- menn smitist af þeim ofsa sem einkennir of marga ein- staklinga á þingi. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Nýir þingmenn boða nýja tíma STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Nýjustu rannsóknir jarð-vísindamanna benda tilþess að fara þurfi framnýtt mat á jarð- skjálftahættu á Norðurlandi. Á ráð- stefnu sem fram fór á Húsavík í byrjun júní hittust fræðimenn og báru saman bækur sínar og kynntu nýjar rannsóknarniðurstöður um flekahreyfingar á Norðurlandi. Góðar og slæmar fréttir Að sögn Páls Einarssonar, pró- fessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands er tvo þriðju af flekahreyf- ingunum að finna á Grímseyjarbelt- inu, sem er að mestu leyti undir sjávarmáli. Það eru góðar fréttir, enda sé mesta hættan af jarð- skjálftum ofan sjávar. Hins vegar er um þriðjung flekahreyfinganna að finna á hinu svokallaða Húsavíkur- misgengi. Þar hefur spenna verið að hlaðast upp alveg frá því að stór skjálfti var þar síðast árið 1872. „Við teljum að flekahreyfingin á svæðinu sé um 6-7 mm á ári og sú spenna mun losna fyrr eða síðar í stórum skjálfta,“ segir Páll. Hann segir enn fremur að með nýjustu út- reikningum telji menn að skjálftinn sem kunni að losna geti náð styrkn- um 6,8 á Richter. Möguleg áhrif á mannvirki Haustið 2012 urðu nokkrir jarðskjálftar á Norðurlandi og má segja að þeir hafi verið kveikjan að ráðstefnunni. Á henni komu meðal annars fram sérfræðingar frá sjö löndum sem allir eiga það sameig- inlegt að hafa stundað rannsóknir sem tengdust jarðhreyfingum á Norðurlandi. Talið er að jarð- skjálftahrina eins og sú sem gekk yfir síðasta haust geti verið und- anfari stóra skjálftans sem búist er við. Páll segir menn verða að taka tillit til þess sem kom fram á ráð- stefnunni við framkvæmdir á svæð- inu, en fyrirhuguð er bygging kís- ilmálmverksmiðju á Bakka. „Þegar endurnýja þarf spítalann er líka sjálfsagt að þetta breytta hættumat sé tekið með í reikninginn. Spítalinn stendur í raun eins nálægt sprung- unni og hægt er,“ segir Páll. Hann segir þetta líka geta kall- að á úttekt á byggingum og undir- stöðum húsa. „Þótt stór skjálfti á svæðinu hafi sennilega ekki afleið- ingar fyrir venjuleg íbúðarhús skiptir miklu máli á hvers konar undirlagi húsin standa. Fyrr eða síðar kemur skjálfti og þá er mik- ilvægt að úttekt hafi verið gerð.“ Páll segir vinnu vera hafna við það að gefa út safn af upplýsingum sem unnar eru úr því sem fram kom á ráðstefnunni. Engar nýjar upplýsingar „Þetta eru í raun engar nýjar fréttir,“ segir Bergur Elías Ágústs- son, bæjarstjóri Norðurþings. Hann segir það koma á óvart að þessi um- ræða sé að skjóta upp kollinum núna „Við höfum verið fyllilega meðvituð um það verulega lengi að á svæðinu er skjálftahætta og við höf- um alltaf gert viðeigandi ráðstaf- anir í okkar starfi, hvort sem það er hjá bæjarfélaginu eða í iðnaði.“ Hann segir ítarleg- ar rannsóknir hafa farið fram á fyrirhuguðu iðnaðar- svæði á Bakka og að þær rannsóknir sýni að ekki hafi orðið jarðskorpuhreyfingar á iðnaðarsvæðinu í alllangan tíma. Þessar upplýsingar muni því ekki hafa nein áhrif á uppbygg- ingu á iðnaðar- svæðinu. Nýjar rannsóknir á jarðskjálftahættu Morgunblaðið/Eggert Norðurland Nýjar rannsóknir hafa verið gerðar á flekahreyfingum fyrir norðan. Haldin var stór ráðstefna um efnið í byrjun mánaðarins. „Nýjar jarðskorpumælingar sýna okkur á hvaða hraða spennan í Húsavíkurmisgeng- inu myndast,“ segir Páll Ein- arsson, prófessor við jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands. „Auk þess sýna nýjar hafs- botnsrannsóknir okkur hvernig misgengin liggja og halda áfram út í sjóinn. Okkur hefur tekist að kortleggja hvernig hreyfingin skiptist á milli hinna mismunandi greina á flekaskilunum.“ Hann segir rannsóknirnar sýna að misgengi sem kennt er við Skjólbrekku sé virk- asta misgengið og beri að fylgjast vel með því. Það er breyting frá því sem áður var talið, að öll hreyfingin á svæðinu ætti sér stað í Húsavíkur- misgenginu. Spenna í misgengjum NÝJAR RANNSÓKNIR Páll Einarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.