Morgunblaðið - 27.06.2013, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
Rómantíska Reykjavík Það er gott að geta hvílt lúin bein eftir langa göngu og fengið að halla höfðinu að ástinni sinni, ekki síst á jafnrómatískum og fallegum stað og við Tjörnina í Reykjavík.
Ómar
Íranska þjóðin hefur
talað og rödd hennar
hefur heyrst. Yfir 70%
þeirra sem voru á kjör-
skrá nýttu kosninga-
rétt sinn og meirihlut-
inn kaus hófsamasta
forsetaefnið af átta
frambjóðendum sem
Verndararáðið hafði
samþykkt, en ráðið
hefur m.a. það hlut-
verk að rannsaka þá
sem vilja bjóða sig fram í opinber
embætti. Óvæntur sigur Hassans
Rowhanis í fyrstu lotu opnar nýjar
dyr, bæði fyrir viðræður við Íran og
aðgerðir til að bæta efnahag lands-
ins sem er í rúst eftir refsiaðgerð-
irnar gegn landinu.
Tækifærin sem gefast eru mikil-
væg en möguleikarnir á breytingum
með sigri Rowhanis eru engan veg-
inn ótakmarkaðir og alls ekki er víst
að breytingar verði. Forseti Írans er
þrátt fyrir allt ekki eini leiðtogi
landsins. Niðurstaða kosninganna er
þó sterkt og vænlegt merki og al-
þjóðlegir viðsemjendur Írana þurfa
að veita því athygli og gjalda í sömu
mynt.
Stemningin í Íran um helgina sem
kosningarnar fóru fram hefði ekki
getað verið ólíkari andrúmsloftinu
eftir forsetakosningarnar árið 2009.
Í Íran, eins og í öðrum löndum, gef-
ur gatan bestu vísbendingarnar um
stemninguna í samfélaginu og 75
milljónir íbúa Írans, sem hafa fengið
nóg af óðaverðbólgu og efnahags-
þrengingum, sáu ástæðu til að
fagna. Eftir að hafa handvalið fram-
bjóðendurna átta af
nær 700 mönnum sem
sóttu um að fá að bjóða
sig fram (og hafnað
umsóknum Akbars
Hashemi Rafsanjani,
umbótasinnaðs fyrr-
verandi forseta, og Es-
fandiar Mashaei, skjól-
stæðings Mahmouds
Ahmadinejads, fráfar-
andi forseta) ákvað Ali
Hosseini Khamenei
erkiklerkur, æðsti leið-
togi landsins, að leyfa
þjóðinni að tala.
Mikilvægt er hversu stór sigurinn
var: Rowhani, sem er fyrrverandi
aðalsamningamaður Írans í deilunni
um kjarnorkumál, fékk 18,6 millj-
ónir atkvæða af 36,7 milljónum og
sigraði sex íhaldssama frambjóð-
endur örugglega. Því fer þó fjarri að
hann hafi verið sigurstranglegastur í
upphafi kosningabaráttunnar.
Margir voru vissir um að Saeed Ja-
lili, sem er núna aðalsamningamaður
Írans í kjarnorkumálum, myndi fara
með sigur af hólmi og styrkja harð-
línustefnu Khamenei í sessi í öllu
stjórnkerfinu.
En umbótasinnar og miðjumenn
komust á skrið á hárréttum tíma.
Vikuna fyrir kosningarnar lýstu
tveir fyrrverandi forsetar, þeir Mo-
hammad Khatami og Rafsanjani, yf-
ir stuðning við Rowhani. Þremur
dögum fyrir kosningarnar dró annað
hófsamt forsetaefni, Mohammad
Reza Aref, framboð sitt til baka að
beiðni Khatami. Miðjumenn og um-
bótasinnar sameinuðust um Row-
hani sem skaust fram úr hinum
frambjóðendunum og sigraði.
Í kosningabaráttunni, sem ég
fylgdist grannt með, boðaði Row-
hani breytingar á samskiptum Írans
við önnur ríki og betri efnahags-
stjórnun heima fyrir. Með atkvæð-
um sínum sendu Íranar sterk skila-
boð um stuðning við þessa hagnýtu
stefnu, höfnuðu andspyrnustefnu
Ahmadinejads og sýndu að þeir vilja
að efnahagsbati gangi fyrir
þjóðernisrembingi.
Rowhani, sem er sjálfur klerkur,
áréttaði á blaðamannafundi eftir sig-
urinn að hann hygðist breyta sam-
skiptum klerkastjórnarinnar í Íran
við önnur lönd. Hann lofaði opnari
stjórnsýslu, hét því að bæta ímynd
landsins og boðaði aukið gagnsæi í
kjarnorkumálum til að endurheimta
traust á alþjóðavettvangi.
Ljóst er að ekki er hægt að koma
stöðunni í kjarnorkumálum í sama
horf og árið 2003. Tilboðið sem var
til umræðu þegar ég sat síðast við
samningaborðið með Rowhani kem-
ur ekki lengur til greina. En með
sigri hans hafa Íranar tekið skref
fram á við; nú er það undir viðsemj-
endum þeirra komið að viðurkenna
að þetta er besta tækifæri til að ná
árangri í samningaviðræðum í að
minnsta kosti fjögur ár og þeir þurfa
að taka svipað skref.
Auðvitað væri heimskulegt að
gleyma því að æðsti leiðtoginn er
enn sá sem hefur síðasta orðið í
kjarnorkumálunum. En með því að
samþykkja sigur Rowhani kann
Khamenei erkiklerkur að hafa gefið
vísbendingu, ef ekki skýr skilaboð,
um að stefnubreyting kunni að vera
framundan.
Óljóst er hvernig þessu verður
komið í framkvæmd: stóra spurn-
ingin er í raun hversu mikið svigrúm
Khamenei veitir Rowhani sem, eins
og allir aðrir leiðtogar, verður fyrir
þrýstingi úr mörgum áttum þegar
hann reynir að koma utanríkisstefnu
sinni í framkvæmd. Rowhani þarf að
sigla milli skers og báru í kjarnorku-
málunum, sem gnæfa yfir flest önn-
ur málefni í samskiptum Írans við
önnur lönd.
Nauðsynlegt er að endurnýja
samskiptin hægt en örugglega –
einkum milli Írans og Bandaríkj-
anna. Tækifæri hefur gefist til þess
fyrir bæði ríkin. Hægt væri að ná
einhvers konar sáttum með var-
færnislegum umleitunum og hnit-
miðuðum aðgerðum. Eins og við vit-
um er sjaldgæft að slíkt tækifæri
gefist og við verðum að nota það, í
ljósi hættunnar sem stafar af kjarn-
orkudeilunni í granníkjum Írans.
Ekki verður þó hjá því komist að
spyrja annarrar spurningar varð-
andi hlutverk bandamanna Írana í
grannríkjunum. Þótt Rowhani sé
ekki sá eini sem ræður ferðinni í
þeim málum þarf hann að taka á
þeim vilji hann í raun og veru breyta
samskiptunum við önnur ríki.
Spurninguna sem Rowhani þarf
að svara má orða þannig: hvaða hlut-
verki á Íran að gegna, hver er köll-
unin? Vill landið beita áhrifum sín-
um í heimshlutanum með ábyrgum
hætti, setjast við samningaborðið til
að leysa alvarleg vandamál sem
steðja að honum? Eða vill landið
halda áfram að reyna að knýja fram
hagsmuni sína með hjálp ofbeldis-
fullra bandamanna sem hafa tekið
þátt í því að kveikja ófrið í Líbanon,
Írak og Sýrlandi?
Ég veit að Rowhani er skynsamur
og sanngjarn maður og ég er von-
góður um að hægt verði að hefja
þýðingarmiklar samningaviðræður
við Íran. Þótt tilraunir til að móta
nýja stefnu í utanríkismálum eigi
eftir að mæta mótstöðu harðlínu-
manna í Íran þarf alþjóðasamfélagið
að treysta írönsku þjóðinni og hlusta
á skilaboðin sem hún hefur sent.
Tími er kominn til að svara skila-
boðum hennar, með því að opna upp-
byggilegar samningaleiðir, sem
byggjast á hvötum til sátta og gera
alþjóðasamfélaginu kleift að leysa
kjarnorkudeiluna með friðsamlegum
hætti – og gera leiðtogum Írans
kleift að einbeita sér að því að ná
fram efnahagsbatanum og hagvext-
inum sem þjóð þeirra krefst.
Eftir Javier Solana » Þótt tilraunir til að
móta nýja stefnu í
utanríkismálum eigi
eftir að mæta mót-
stöðu harðlínumanna í
Íran þarf alþjóða-
samfélagið að treysta
írönsku þjóðinni og
hlusta á skilaboðin
sem hún hefur sent. Javier Solana
Höfundur er sérfræðingur í utanrík-
ismálum við Brookings-stofnunina og
formaður ESADEgeo. Hann var áður
hæst setti fulltrúi Evrópusambands-
ins í utanríkis- og öryggismálum og
framkvæmdastjóri NATO. ©Project
Syndicate, 2010. www.project-
syndicate.org.
Skilaboð írönsku þjóðarinnar