Morgunblaðið - 27.06.2013, Síða 25

Morgunblaðið - 27.06.2013, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 ✝ Dröfn Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 20. mars 1947. Hún lést í bílslysi í Skötufirði í Ísa- fjarðardjúpi 13. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðný Bjarnadóttir frá Stapadal í Arn- arfirði, f. 18. des- ember 1917, d. 23. júlí 1996, og Guðmundur Jóhannsson, húsa- smíðameistari frá Snæfoks- stöðum í Grímsnesi, f. 30. ágúst 1914, d. 13. desember 2006. Systkini Drafnar eru: Margrét, eiginmaður hennar er Friðrik Ágúst Helgason; Jóhann Bogi; og Gerður, eiginmaður hennar er Þór Whitehead. Árið 1967 giftist Dröfn Karli Haraldssyni lækni. Þau skildu. Þeirra börn eru: 1) Guðrún Bryndís, sjúkraliði og MSc byggingaverkfræðingur, f. 28.1. 1967. Eiginmaður hennar er Ísak Sverrir Hauksson, Phd eðlisfræði. Börn þeirra eru: a) Teitur Áki, f. 1.1. 1994, b) Freyja Sóllilja, f. 2.2. 1996 og c) Hildur Iðunn, f. 29.11. 1998. 2) Kolbrún, garðyrkjufræðingur, f. 2.11. 1968. Sambýlismaður hennar er Sigurður Grétar myndhöggvaraskori, 1993. Fljótlega að loknu námi varð gler fyrir valinu sem meginvið- fangsefni hennar og hún hóf ferilinn með samstarfi við gall- eríið Hjá þeim við Skólavörðu- stíg sem kom verkum hennar á framfæri. Síðar stofnuðu 10 listakonur galleríið Listakot við Laugaveg og var Dröfn ein af stofnendum þess. Hún vann við glerbræðslu á vinnustofu sinni að Fálkagötu 30b og eftir að Listakot hætti árið 2000 stofn- aði Dröfn eigið fyrirtæki um listaverk sín og handverk undir nafninu Íslensk list (Icelandic art) og hefur starfað undir því nafni síðan. Síðustu ár starfaði Dröfn á vinnustofu sinni að Korpúlfsstöðum og stofnaði ásamt listamönnum þar Gallerí Korpúlfsstaði í maímánuði 2011. Sem lærður myndhöggv- ari hefur Dröfn unnið með ýmis efni, þar sem listaverk úr gleri og pappír í þrívídd voru í fyr- irrúmi hin síðustu ár. Auk list- sköpunar var Dröfn leið- sögumaður erlendra ferðamanna um Ísland um margra ára skeið og á ferðum sínum hefur hún tekið ljós- myndir af náttúru landsins í öll- um sínum myndum. Dröfn hélt margar einkasýningar og tók þátt í samsýningum hérlendis sem erlendis, myndlistarsýn- ingar og ljósmyndasýningar og verk hennar er að finna víða um heim. Kveðjuathöfn fer fram í Kópavogskirkju í dag, 27. júní 2013, kl. 15. Pálsson vélstjóri. Börn Kolbrúnar eru: a) Benjamín Julian Plaggen- borg, f. 22.8. 1990; b) Brynja Sóley Plaggenborg, f. 2.6. 1992; c) Guðný Diljá Helgadóttir, f. 8.4. 1994; d) Sunneva Björk Helgadóttir, f. 2.11. 1998. 3) Gunnlaugur, uppeldisfræð- ingur, f. 18.3. 1975. Maki hans er Kerstin Gaudlitz. Þeirra börn eru: a) Phillip Etienne Gaudlitz Gunnlaugsson, f. 5.7. 2006 og Simon Freyr Gaudlitz Gunnlaugsson, f. 25.7. 2011. Eftirlifandi eiginmaður Drafnar er Sigurður Skúlason leikari. Þeirra sonur er Sindri, f. 2.7. 1990. Synir Sigurðar af fyrra hjónabandi eru: 1) Einar Skúli Hafberg Sigurðsson kerf- isfræðingur, f. 1.10. 1969, eig- inkona hans er Turid Hansen. Börn þeirra eru: a) Júlíanna Ósk, f. 31.7. 1992 og b) Svavar Skúli, f. 4.6. 1999. 2) Hrannar Már Sigurðsson Hafberg lög- fræðingur, f. 15.12. 1974, sam- býliskona hans er Jóna Benný Kristjánsdóttir. Dröfn útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands, Systurkveðja Elsku besta litla systir, sem fórst í svo miklum flýti. En þú varst líka alltaf svo fljót að öllu! Aldrei hangsað. Alltaf svo drífandi og skapandi. Mikið lifandis skelf- ing sakna ég þín. Ég sakna glað- værðarinnar og jákvæðninnar sem fylgdi þér. Aldrei neitt mál hjá þér að skreppa í Asparfellið og leysa úr vandamálum stóru syst- ur, sem var komin í strand með eitthvað. Hefði auðvitað átt að vera þveröfugt. En þú fórst aldrei í strand með neitt. Vandamálin eru til að leysa þau varstu vön að segja og þú fórst svo sannarlega eftir því. Elsku Dröfn mín, þú varst aldrei iðjulaus og alltaf að skapa eitthvað fallegt fyrir þig og ekki síður fyrir aðra. Þeir eru margir sem þú hefur glatt með sköpunargleði þinni á lífsleiðinni. Og hlutirnir þínir eiga eftir að gleðja marga um langa framtíð. Það er ekki öllum gefið að skilja svona eftir sig. Stóra glerlista- verkið á stofuveggnum mínum minnir mig mörgum sinnum á dag á þig og hvað við vorum glaðar þegar við vorum að búa það til. Þrátt fyrir harminn í hjarta mínu þessa stundina, þá er mér efst í huganum þakklæti til þín, elsku litla systir mín. Þakklæti fyrir að við vorum duglegar að segja hvað okkur þætti vænt hvorri um aðra. Þakklæti fyrir allt það sem þú hef- ur gefið okkur öllum. Ég kveð þig með sárum söknuði og bið almætt- ið að vernda stóru fjölskylduna þína og alla þína mörgu vini sem eiga um svo sárt að binda þessa dagana. Þín stóra systir, Margrét (Magga). Í dag kveð ég góða vinkonu. Við Dröfn kynntumst fyrir 15 árum í Brautargengi kvenna þar sem hún varð undir eins hrókur alls fagnaðar. Vinátta okkar hófst strax og urðum við góðar vinkon- ur þrátt fyrir breiðan aldursmun, við fundum ekkert fyrir því. Hún Dröfn mín var svo endalaus hug- myndasmiður, jákvæð og þraut- seig, með svo dillandi hlátur. Það var alltaf svo gaman að vera í kringum hana og hún var alltaf með ný verk á prjónunum, hvort sem það var að skapa í vinnunni, leiðsögumannast eða byggja bústað, þá gat hún bók- staflega allt sem henni datt í hug. Börnin mín voru líka svo heppin að fá að kynnast henni og kenndi hún m.a. syni mínum fyrstu drög- in að teikna karl. Hún hafði alltaf tíma til að spjalla við þau um alla heima og geima og hafði virkilega áhuga á því hvað þau voru að gera. Það er ekki langt síðan ég hitti Dröfn og við vorum að fara yfir það hvernig sumarið yrði hjá okk- ur og ekki óraði mig fyrir því að þetta yrði síðasta knúsið sem ég fengi þegar við kvöddumst, en svona er lífið hverfult. Elsku vin- kona, ég er þér óendanlega þakk- lát fyrir þann tíma sem við áttum og þú átt stað í hjarta mínu alla tíð. Elsku Siggi, Sindri og fjöl- skylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi englar vaka yfir ykkur. Kær kveðja, Brynhildur (Binna). Við hittum Dröfn síðast í Saur- bæjarkirkju á föstudaginn langa. Það voru fagnaðarfundir og áður en upplestur á Passíusálmunum hófst var reynt að sinna upplýs- ingaskyldu um hvað hver hafði verið að bardúsa undanfarið. Dröfn var að venju hlý og notaleg og ræddi af athygli og áhuga við sonardóttur okkar um síðustu við- burði á leikskólanum og annað sem henni var efst í huga. Eins og svo oft vorum við á hraðferð en fannst við hæfi að fá andlega nær- ingu. Það voru ekki bara Passíu- sálmarnir sem lyftu okkur upp – heldur líka samræður við Dröfn áður en upplestur hófst. Dröfn bjó yfir mörgum hæfi- leikum. Listaverk hennar prýddu jólakortin, í teikningum, gleri eða ljósmyndum. Það var gott að vera nálægt henni og hún hafði lag á að lýsa lífinu og landinu bæði í orði og verkum. Snæfellsjökull, Keilir og fleiri fjöll lifnuðu við í glerverk- um hennar. Þýskir ferðamenn nutu góðs af þekkingu hennar og frásagnargleði. Hún hafði auga fyrir því smáa í náttúrunni og ljós- myndir hennar sýndu lifandi mosaþúfur með andlitsdráttum og svipbrigðum. Jólasveinninn henn- ar úr vír í gleri er sposkur á svip og ekki laust við að hann beri svip- mót Drafnar. Dröfn var hjálpsöm. Hvað hefði maður gert án hennar í stórsjó um borð í Baldri? Hún sagði að vísu, að það væri nánast logn og bjarg- aði fullorðnum með ró og yfirveg- un en börnunum með viðeigandi pokum á réttum augnablikum. Hún var kletturinn. Þegar sólargeislarnir skína í gegnum glerfuglana hennar í glugganum er eins og hún sé kom- in til okkar og við finnum nærveru hennar á sama hátt og þegar við sátum á föstudaginn langa í Saur- bæjarkirkju og hýddum á: Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Dröfn og eiga hana að vini í meira en aldarfjórðung. Fjölskyldu hennar allri sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Mímir og Lovísa. Með nokkrum orðum langar mig að minnast elskulegrar vin- konu minnar Drafnar Guðmunds- dóttur. Við kynntumst veturinn 1993 þegar Dröfn var á síðasta ári í höggmyndalist við Myndlista- og handíðaskólann og ég kenndi áfanga í búningasögu við textíl- deildina. Boðið var upp á nám- skeið í smíði fyrir nemendur og ég, kennarinn, fékk leyfi til að stinga mér inn í laust pláss. Smíðahugmyndirnar voru bæði stórbrotnar og metnaðarfullar. Svo kom í ljós að allir skyldu byrja á því að smíða trébakka með höld- um og var námskeiðið hálfnað þegar þeirri smíði lauk, enda handverkið í heiðri haft. Við Dröfn tókum því heilt námskeið að auki til að ljúka því sem hugurinn stóð til að skapa. Þarna kynntist ég manneskju sem átti eftir að verða ein af mínu nánustu vinkonum og áhugamálin fléttuðust víða saman. Dröfn í glerlistinni og ég í leik- myndahönnun. Mörg sumur ferð- uðumst við um landið með ferða- menn, ég með ítalska hópa og Dröfn með þýska. Að hittast á hringnum var ávallt mikil gleði. Dröfn tengdist vinum okkar og tók virkan þátt í Þorrablótsferð- um Samfó, sem gjarnan voru fræðslu- og skoðunarferðir enda margir leiðsögumenn í hópnum. Allt í kring eru fallegir hlutir minnar kæru vinkonu og daglega ber ég glerdiska frá henni á morg- unverðarborðið á gistiheimilinu okkar Forsælu. Á veggjunum hanga myndverk úr gleri og sól- argeislar brotna í marglitum gler- fiskum í gluggum. Við komum til með að sakna fallegu kveðjanna og hugvekjanna sem bárust frá Dröfn og Sigga um hver jól sem og við önnur tækifæri. Fátt er mér dýrmætara af forgengilegum hlutum en þessar fallegu kveðjur greyptar í gler. Fyrir þremur ár- um ferðuðumst við nokkrir vinir saman til Berlínar. Við skoðuðum borgina og nutum samverunnar. Þarna gafst Dröfn tækifæri til að heimsækja sérverslanir og safna perlum í nýja línu listrænna skart- gripa. Þörfin fyrir að skapa fann sér ávallt nýjan farveg og þegar einar dyr lokuðust, opnuðust nýj- ar. Verkefnin voru mörg og bjart- sýnin og dugnaðurinn einkenn- andi. Fyrsta einkasýningin sem Dröfn hélt að loknu námi bar nafnið „Bernskuminningar“. Það var í byrjun árs 1994 og verður sú sýning mér alla tíð minnisstæð. Stöðlakot við Bókhlöðustíg, gamli steinbærinn og æskuheimili Dísu vinkonu Drafnar varð henni að yrkisefni, sögnin í verkinu var sterk frá upphafi til enda og lýs- andi fyrir þessa merku listakonu. Ég varðveiti í hjartanu alla marglitu þræðina sem Dröfn lagði inn í ævivefinn minn. Litir og töfrar, gleði, umhyggja og einlæg vinátta. Eftir liggur litfagur og margbreytilegur lífsins vefnaður. Minningarnar eru eins og marglit haustlaufin sem falla til jarðar og hrannast upp. Gráturinn kúrir í hálsinum og tárin, birtingarmynd tilfinninganna sem búa í hjartanu, losna úr læðingi nú þegar leiðir skilur og ég kveð mína kæru vin- konu með söknuði. Hennar yndislegu fjölskyldu sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Næm, skynsöm, ljúf í lyndi, lífs meðan varstu hér, eftirlæti og yndi ætíð hafði ég af þér, í minni muntu mér; því mun ég þig með tárum þreyja af huga sárum, heim til þess héðan fer. (Hallgrímur Pétursson) Hlín Gunnarsdóttir. Okkar elskulega Dröfn hefur kvatt okkur og minnumst við hennar með sorg í huga en fegurð í hjörtum okkar. Hún veitti okkur svo mikið af gæsku, gleði, umhyggju og ást. Umvafði okkur þegar hún heilsaði eins og við værum það kærasta sem til væri og eins þegar hún kvaddi var það af sama hlýhug. Hún var sannur vinur sem hægt var að leita til í sorg og í gleði og hún var mjög góður hlustandi. Samvinnan í galleríinu okkar á Korpúlfsstöðum var einstaklega góð, þar var Dröfn formaður frá upphafi og afar ósérhlífin. Um leið og við kveðjum okkar ástkæru Dröfn viljum við votta ástvinum hennar okkar dýpstu samúð. Ásdís, Elísabet, Bryndís, Dóra Kristín, Edda Þórey, Guðfinna, Marilyn, María, Sigurður Val- ur, Vala og Þórdís. Símtal, hún Dröfn lenti í hræði- legu slysi. Mig setti hljóða. Nei, nei, það getur ekki verið, ég heyrði í henni í gær. Hún var svo glöð og hamingjusöm, dáðist af innlifun að fegurð náttúrunnar og lýsti því sem fyrir augu bar. Hún hlakkaði til að fara á morgun og hitta Sigga sinn. Getur þetta ver- ið? Svarað var já, því miður, hún lést í slysinu. Enn einu sinni erum við minnt á hve lífið er hverfult. Rétt eins og hendi sé veifað er Dröfn, kær samstarfsfélagi og vinur, horfin úr þessu lífi. Stórt skarð höggvið í listamannahópinn okkar í Gallerí Korpúlfsstöðum. Dröfn var góður og fjölhæfur listamaður og hafði mikla ánægju af því sem hún var að fást við hverju sinni. Til stóð að hún opn- aði sýningu í Galleríinu okkar að Korpúlfsstöðum fimmtudaginn 20. júní. Við höfðum spjallað heil- mikið um efni væntanlegrar sýn- ingar hennar, þar sem um var að ræða áhugavert viðfangsefni sem tengdist hennar persónulegu reynslu sem hún tók á með ein- stökum hætti. Dröfn var ávallt hress og kát og hafði góða nærveru. Stutt var í dill- andi hláturinn. Jákvæðni hennar og kraftur var hvetjandi og heillandi. Opinn faðmurinn sannur og innilegur. Kæra vinkona er horfin yfir móðuna miklu. Hjarta mitt er dap- urt, hugurinn fullur af minningum, minningum um fallegan persónu- leika sem ávallt var ljúft að vera nálægt. Megi máttur og kærleikur almættisins umvefja ykkur, kæru aðstandendur. Dröfn mun lifa um ókomin ár í minningum okkar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir. Það er svo margt. Svo margt að þakka. Svo margs að minnast. Svo margs að sakna. Við erum þakklátar fyrir stund- irnar okkar saman. Fyrir vinátt- una, hláturinn, tárin, heimboðin og fyrir hlýjuna sem frá Dröfn staf- aði. Við minnumst traustrar vin- konu, einlægrar og hispurslausr- ar manneskju sem átti auðvelt með að tjá tilfinningar sínar. Dröfn var sönn. Hugmynda- rík, skemmtileg og fyndin. Hjartað alltaf opið. Opið fyrir vináttu, hugmyndum og lífinu. Dröfn var svo full af orku. Tók þátt í öllu af heilum hug og með brennandi áhuga. Við sem vorum saman í list- galleríinu á Laugavegi bundumst sterkum vináttuböndum. Lista- kotsárin voru ekki mörg en þau gáfu svo mikið og gefa enn. Í Listakoti var Dröfn driffjöð- ur og þar kom svo vel í ljós fjöl- hæfni hennar, dugnaður og hug- myndaauðgi. Þó að galleríið hætti starfsemi þá hélt vináttan áfram að dafna og við Listakotsstelp- urnar höfum haldið hópinn. Nú höfum við misst eina og það er svo sárt. Við söknum Drafnar sem litaði okkar litla samfélag svo mikið. En hún verður áfram með okkur þegar við hittumst. Hún verður í hjörtum okkar í sorginni þegar við rifjum upp og tárumst saman. Og hún verður líka með okkur í anda þegar við gleðjumst og hlæjum og höldum áfram að hlúa að vináttu okkar. Því Dröfn verður alltaf með okk- ur Listakotsstelpunum þegar við komum saman. Hún er ein af okkur. Fyrir hönd Listakotsstelpn- anna, Sæunn Þorsteinsdóttir. Dröfn Guðmundsdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVI BÖÐVARSSON, Heiðargerði 17, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, fimmtudaginn 20. júní. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 1. júlí kl. 14.00. Böðvar Ingvason, Jónína Steinþórsdóttir, Þóra Ingvadóttir, Brynjólfur Magnússon, Sigurður Ingvason, Guðrún Inga Bragadóttir og afabörn. ✝ Ástkær frænka okkar, ÞÓRA LAUFEY VALDIMARSDÓTTIR, síðast búsett í Mount Dora, Flórída, andaðist á Orlando-sjúkrahúsi þriðjudaginn 25. júní. Halldóra Björk Guðmundsdóttir, Sveinn Ingi Þórarinsson, Heiðrún Birta Sveinsdóttir, Hafþór Bjartur Sveinsson, Snævar Ingi Sveinsson, Sara Lilja Sveinsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR HILDA HINRIKS, áður til heimilis Stórholti 21, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Grund sunnudaginn 23. júní. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 2. júlí kl. 13.00. Unnur Björg Ingólfsdóttir, Daníel Axelsson, Anna Þuríður Ingólfsdóttir, Magnús Þór Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, áður til heimilis á Austurbrún 6, síðar Dalbraut 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 15. júní. Útför hennar fer fram í Áskirkju föstudaginn 28. júní kl. 13.00. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.