Morgunblaðið - 27.06.2013, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 27.06.2013, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 ✝ SteingrímurKristján Frið- rik Garðarsson fæddist á Sauð- árkróki 27. júní 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 20. júní 2013. Foreldrar hans voru Garðar Hauk- ur Hansen, f. 12. júní 1911, d. 1982, og Sigríður Ingibjörg Ámunda- dóttir, f. 20. september 1907, d. 1985. Systkini hans eru Garðar Haukur, f. 1930, d. 1971, Frið- rik Jón, f. 1931, d. 1982, Gunn- ar Hörður, f. 1932, Elínborg Dröfn, f. 1933, d. 1996, Sveinn Sigurbjörn, f. 1934, og Stein- unn Björk, f. 1936, d. 2000. Hinn 3. mars 1956 kvæntist þau eiga tvö börn og sjö barna- börn. Sigríður, f. 3.8. 1956, maki Þorsteinn Einarsson, þau eiga fimm börn og 16 barna- börn. Þorvaldur, f. 8.3. 1959, í sambúð með Svanhvíti Gróu Guðnadóttur. Fyrir átti Þor- valdur þrjú börn með fyrri sambýliskonu sinni, Ólöfu Harðardóttur, en misstu einn son af slysförum. Sævar, f. 19.4. 1960, maki Ingileif Odds- dóttir, þau eiga tvö börn. Frið- rik, f. 31.3. 1963, maki Steinvör Baldursdóttir, þau áttu þrjár dætur en misstu eina af slys- förum. Þau eiga fjögur barna- börn. Bylgja, f. 29.8. 1967, maki Auðunn Víglundsson, eiga þau þrjú börn. Stein- grímur, f. 23.12. 1972, maki Sæunn Eðvarðsdóttir, þau eiga þrjú börn. Steingrímur byrjaði ungur að vinna ýmis störf og voru þau flestöll tengd sjávarútvegi. Síðustu árin hefur hann rekið sitt eigið útgerðarfyrirtæki ásamt sonum sínum. Útför Steingríms fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 27. júní 2013, kl. 14. Steingrímur eft- irlifandi eiginkonu sinni, Baldvinu Þorvaldsdóttur, f. 16. september 1931. Þau eign- uðust átta börn en fyrir átti Stein- grímur eina dótt- ur, Sigurlaugu Hrönn, f. 28.11. 1948, með Lilju Jónasdóttur, f. 1923, d. 1971. Maki Sig- urlaugar er Guðmundur Gísla- son, þau eiga fjögur börn og tíu barnabörn. Börn Steingríms og Baldvinu eru: Garðar Hauk- ur, f. 24.5. 1950, maki Halla Rögnvaldsdóttir, þau eiga tvö börn og fimm barnabörn. Lísa Björk, f. 12.12. 1953, d. 12.7. 2007, maki Kári Gunnarsson, Elsku pabbi, nú ert þú búinn að kveðja okkur, eftir snarpa en erfiða sjúkdómslegu. Þú beiðst eftir að fara í hjartaaðgerð sem átti að skipta sköpum fyrir þig og mömmu. Eftir margar rann- sóknir og legu á hjartadeild fórstu heim, fullur bjartsýni, en skyndilega fór þér að hraka. Þegar við komum til ykkar í heimsókn fyrir tveimur vikum var útlitið ekki gott, þú varst mæðinn og þér leið ekki vel. Þú sagðir að nú væri ekki mikið eftir, sem reyndist rétt hjá þér. Elsku pabbi minn, við vorum ekki alltaf sammála þegar ég var yngri og við áttum ekki allt- af skap saman þá, ég skildi þig ekki fyrr en ég fór sjálf að eign- ast börn, að það sem þú varst að reyna að kenna mér var allt rétt. Ég ætla ekki að fara að telja upp allt sem þið mamma lögðuð á ykkur til að koma stórum barnahópi á legg, en álagið var mikið á þeim tíma, og reyndum við sem eldri vorum að létta ykkur heimilisstörfin og gæta hvert annars. Ég ætla ekki að hafa þetta miklu lengra en ég vil að þú vitir það að mér þykir mjög vænt um ykkur mömmu. Guð varðveiti þig, elsku pabbi, og ég veit að þér líður betur núna en ég mun sakna þess að þú komir ekki oftar á Kjalarnesið og ég muni ekki heyra „halló er einhver heima“ þegar þið mamma komuð í heimsókn. Þín dóttir, Sigríður Steingrímsdóttir (Sirrý). Steingrímur Kristján Friðrik Garðarsson Minn kæri tengdafaðir kvaddi þennan heim að morgni 20. júní síðastliðins. Ég var rétt orðin 16 ára gömul þegar ég kom í þessa stóru hressu fjöl- skyldu. Ég var svo mikið vel- komin til þeirra Steina og Bald- vinu þegar ég flutti fljótlega inn á þeirra heimili til Frissa míns, það munaði ekki svo mikið um enn eitt barnið inn á heimili þeirra. Steini var af þeirri kyn- slóð sem aldrei sló slöku við í vinnu og vílaði ekkert fyrir sér. Vinnusemi og dugnað erfðu svo sannarlega öll börnin hans níu sem hann eignaðist. Ég vil þakka Steina sam- fylgdina og vil trúa því að hún Lísa hans hafi komið og tekið á móti pabba sínum með barna- börnin hans tvö sem fóru ung úr þessu lífi. Elsku hjartans Baldvina mín, ég votta þér og börnum þínum stórum og smáum samúð mína og veit að Steini passar upp á stelpuna sína sem hann kallaði þig svo oft. Læt ég hér fylgja ljóðið Vor eftir frænda þinn. Ljómar heimur logafagur, lífið fossar, hlær og grær – nú er sól og sumardagur, söngvar óma fjær og nær. Vorsins englar vængjum blaka, vakir lífsins heilög þrá. Sumarglaðir svanir kvaka suður um heiðavötnin blá. Hvílir yfir hæðum öllum himnesk dýrð og guðaró. Yfir jöklum, fram á fjöllum fellir blærinn þokuskóg. Nú er gott að vaka, – vaka, vera til og eiga þrá. Sumarglaðir svanir kvaka suður um heiðavötnin blá. Drekk ég glaður fjallafriðinn, fylli skálar sólskinsró. Teygar ljós við lækjarniðinn lítil rós í klettató. Sé ég fagra sýn til baka, sólareld og fjöllin blá. Sumarglaðir svanir kvaka suður um heiðavötnin blá. (Friðrik Hansen) Þín tengdadóttir, Steinvör. Kynslóðir koma, kynslóðir fara allar sömu ævigöng. (Matthías Jochumsson) Komið er að kveðjustund, Steingrímur frændi minn, „Steini Garðars“, hefur lokið lífsgöngunni. Steini var elsta barnabarn Ástu ömmu og Ámunda afa, fæddur sama árið og Auðbjörg yngsta dóttir þeirra. Móðir hans, Sigga frænka, systir pabba, var næst- elst þrettán systkina. Mismun- andi er hve við erum kunnug og tengd venslafólki okkar, frændfólkið á Sauðárkróki var og er okkur náið, það finnum við á sorgar- og gleðistundum. Það eru ógleymanlegar minn- ingar þegar Steini, Baldvina, Bodda og Friðrik, stundum Bjagga, komu í heimsókn á æskuheimilið í Bjarghúsum, Sigga frænka og Garðar eig- inmaður hennar í fararbroddi. Börnin voru alltaf með, glatt og gaman, gjarnan farið í útileiki, í þá daga var alltaf sólskin og gott veður, við vorum sólar- geislarnir. Steini og Baldvina áttu hjólhýsi langt á undan öðr- um og fannst okkur frændsyst- kinum það framandi útbúnað- ur. Svo komu húsbílar til sögunnar, áttu þau hjón slík farartæki. Mér er minnisstætt að fyrir nokkrum árum heim- sóttum við mamma hjónin á fal- lega heimilið í Birkihlíð sem stendur á einkar fögrum útsýn- isstað yfir Skagafjörðinn. Gest- risnin og hressleikinn var í fyr- irrúmi, húsbíllinn í innkeyrslunni var svo sannar- lega stolt frænda míns, sýndi hann okkur hvern krók og kima, allt vel búið, hér geymum við meira að segja sparifötin, sagði hann. Fallega sumar- kvöldið voru rifjaðar upp ótal minningar af mönnum og mál- efnum, þetta var með síðustu samfundum með þeim hjónum. Þau ferðuðust víða bæði innan- lands og utan og nutu þess að vera saman. Árin líða, heilsu hrakar, en ávallt voru Steini og Baldvina hrókar alls fagnaðar hvar sem þau fóru, á ættarmót- um var margt skrafað. Þau voru glæsileg hjón, svo er um afkomendur þeirra og fjöl- skyldur, þau ræktuðu garðinn sinn vel. Sorgin knúði dyra er þau misstu dóttur eftir erfið veik- indi og tvö barnabörn af slys- förum. Á erfiðum tímum í lífi fjölskyldunnar voru Steini og Baldvina akkerin, frændi minn var sjómaður í húð og hár, kunni vel til verka og vissi hvað kom til góða. Kynslóðir koma og fara, minningar ylja, þakk- læti fyrir samfylgd, samúðar- kveðjur til ástvina. Frændi minn hefur lokið lífsgöngunni með sæmd, blessuð sé minning hans, hvíli hann í friði. Guðrún Jónsdóttir. ✝ Birgir Gísla-son fæddist á Esjubergi á Akra- nesi 20. júlí 1936. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi í Reykjavík 18. júní 2013. Foreldrar hans voru Gísli Eylert Eðvaldsson hár- skeri, f. 22. nóv- ember 1905, d. 7. ágúst 1963 og Hulda Ein- arsdóttir húsfreyja, f. 18. júní 1914, d. 25. ágúst 1982. Systk- ini Birgis eru Einar Eylert Gíslason á Syðra-Skörðugili, f. 1933, giftur Ásdísi Sigrúnu Sigurjónsdóttur, f. 1949, Rósa Gísladóttir, f. 1934, d. 1940, Rósa Guðbjörg Gísladóttir, f. 1941, gift Reyni Þorgrímssyni, þau búa í Kópavogi, og Bryn- dís Benediktsdóttir, f. 1951, apríl 2007. Fóstursonur Jón- asar er Bjarni Kristinn Eg- ilsson, f. 29. ágúst 1993. Birgir bjó fyrstu tvö ár ævi sinnar á Akranesi en flutti þá ásamt fjöldskyldu sinni til Ak- ureyrar. Þegar Birgir var um 11 ára slitu foreldrar hans samvistum og flutti hann ásamt móður sinni og syst- kinum til Reykjavíkur. Birgir var sem barn og unglingur öll sumur á Austurlandi, fyrst í sveit og síðar í vegavinnu hjá afa sínum, Einari Jónssyni vegaverkstjóra. Birgir lauk búfræði frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1952 og fór síðan til Noregs að læra mjólkurfræði og var hann þar í fjögur ár. Að loknu námi flutti Birgir í Borgarnes og vann þar í Mjólkursamlaginu frá árinu 1958 til 1995 en þá varð hann að hætta vegna veikinda. Útför Birgis fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 27. júní 2013, kl. 14. gift Þórarni Gísla- syni, búsett í Garðabæ. Þann 2. apríl 1961 kvæntist Birgir Lilju Jón- asdóttur, f. 1. september 1938. Börn þeirra eru Hulda Birgisdóttir iðjuþjálfi, f. 21. september 1962, gift Jóni Jak- obssyni, f. 1962. Börn þeirra eru Jakob Orri Jónsson forn- leifafræðingur, f. 15. sept- ember 1987, Lilja Rún Jóns- dóttir, nemi í HR, f. 10. júlí 1991 og Svava Kristín Jóns- dóttir, f. 15. janúar 2000. Jón- as Heiðar Birgisson viðskipta- fræðingur, f. 28. október 1976, börn hans eru Stefanía Marta Jónasdóttir, f. 10. júní 1998 og Birgir Örn Jónasson, f. 23. Það var daginn sem hún mamma hefði orðið 99 ára sem þú kvaddir, Birgir minn. Þetta gerðist svo fljótt að ennþá finnst mér þú hljótir að sitja á skrifstofunni þinni í Borgar- nesi, búinn að finna nýjan fróð- leik um gamla kirkju, til að bæta við rit-og myndasafn þitt um kirkjur á Íslandi. Hann Birgir bróðir var bæði rauðhærður og freknóttur. Mamma sagði mér að þú hefðir verið mesti prakkari sem barn. Hún sýndi mér oft myndina af þér í duggarapeysu með hendur í vösum og hárið allt í lokkum. Þú hafðir víst týnst stuttu áður en myndin var tekin. Þau höfðu hlaupið um allt á Akureyri að leita að þér og fundið þig niðri á bryggju með vasana fulla af tyggjó og heilan flokk af hlæj- andi hermönnum í kringum þig og þú hafðir sagt: „Eruð þið að leita að mér?“ Það var líka svo spennandi þegar þú loksins fluttir heim eftir námsárin þín í Noregi. Þú stóðst í stofunni, algjör gæi á svörtum flauelsjakka og netbol, og tókst upp úr töskunni gjafir handa öllum. Þannig fékk ég hana Dóru pissudúkku, sem var nú ekki neitt slor. Ekta geita- ostur, sagðir þú með syngjandi norskum hreim þegar við gædd- um okkur á ostunum sem þú komst með. Mamma svo áhyggjufull yfir því hvað þú varst mjór, en það skýrðist fljótt að matarpeningarnir höfðu farið í að öngla saman fyrir segulbandi, sem þá var óþekkt á Íslandi og hreint galdratæki. Þú varst nú ekki lengi heima því leiðin lá í Borgarnes. Starfið í mjólkursamlaginu beið eftir þér. En þar var líka hún Lilja sem varð konan þín. Oft sögðum við: „Ja, hvar væri hann Birgir ef hann hefði ekki gifst henni Lilju?“ Hún hefur alla tíð verið þinn fasti klettur í tilverunni. Börnin ykkar Hulda og Jónas svo mannvænleg og góðar manneskjur, sem hefur farnast vel í lífinu. Þú varst svo stoltur af þeim og barnabörnin svo hænd að afa og ömmu. Heimilið ykkar svo fallegt og hlýtt, ný- bakaðar kökur og brauð, handa- vinna og skrúðgarður. Á hverju ári hefur það verið mikið til- hlökkunarefni minnar fjöl- skyldu að fara á þorrablótið til Birgis og Lilju, gleðjast saman og borða heimagerðan þorra- matinn. Þú gast aldrei setið kyrr. Þú hafðir mikinn metnað í starfi og vannst að uppbyggingu mjólk- ursamlagsins í Borgarnesi, lýst- ir af áhuga nýjungum í fram- leiðslu og stækkun búsins. Þó var mest um vert að það var svo gaman í vinnunni og oft kátt á hjalla. En það var ekki bara vinna, náttúran, hestamennska og veiðar heilluðu. Þér var í lófa lagið að draga væna silunga og jafnvel laxa úr öllum pollum og sprænum, jafnt frosnum sem ófrosnum, þar sem enginn hafði orðið var áður. Hann Þórarinn minn hefur ekki svo sjaldan sagt mér sögur af veiðiferðum ykkar þar sem tófubani, prest- ar, Pétur frændi og fleiri komu við sögu og mikið hlegið. Elsku bróðir, þó þú sért horf- inn sjónum okkar þá lifir minn- ingin um þig. Þín systir, Bryndís. Birgir Gíslason Elsku amma, nú ertu farin. Mikið var erfitt að fá fréttirnar. Þrátt fyrir að við vissum að ekki væri langt eftir í þínum skyndi- legu veikindum. Þú varst svo yndisleg og hjartahlý mann- eskja sem snart alla sem þekktu þig. Elskulegri manneskja finnst vart á þessari jörð. Mér leið alltaf svo vel í sveit- inni og sótti hreinlega í það við hvert tækifæri. Bara að vera að sniglast í kringum þig í eldhús- inu, gera kleinur, baka hjón- bandssælu, gera rabarbar- asultu, og allskyns mat, sækja með þér egg út í hænsnahús, stússast í garðinum, fara í sund, heimsóknir um alla sveit og margt fleira. Hestaferðir voru í miklu uppáhaldi hjá þér og suð- aði ég oft um að fara í útreiðar- túr, og fórum við í nokkra um sveitina. Lífsgleði þín var líka smitandi og hvað þú fylgdist alltaf vel með, spurðir frétta hvernig gengi og hvernig við hefðum það. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hug- ann og allar eru þær skemmti- legar. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið og ég geymi þig í hjarta mínu alla ævi. Ég á svo margar minningar um þig, elsku besta amma mín að ég veit ekki hvar ég á að byrja! Mér fannst alltaf gaman að koma í sveitina, fara út í fjár- hús eða búa til stíflur í læknum þegar ég var yngri, skemmtileg- ast var þó að fá að fara út í fjós með þér og mjólka kýrnar, ég Erna Brynhildur Jensdóttir ✝ Erna Brynhild-ur Jensdóttir fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1928. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 16. júní 2013. Útför Ernu fór fram frá Skálholts- kirkju 22. júní 2013. átti rauða skál, spes fyrir þetta til- efni! Enn í dag finnst mér kúa- mjólkin langbest og það vissir þú, því í hvert skipti sem ég kom í heimsókn nú á fullorðinsárum fékk ég ekta kúa- mjólk, pönnsur eða eitthvert gotterí, það var alltaf tekið vel á móti manni. Ég man líka þegar ég og Helga Ýr fórum með þér í sund uppi í Reykholti og það var smá vindgola þegar við komum upp úr og þú sagðir að hárið á þér væri eins og „púddurass í vindi“ það sem við Helga Ýr hlógum að þér! Þessi setning var líka notuð í ýmsum tilgangi t.d. sem texti við lag og auðvitað alltaf þegar smá vind- gola feykti hárinu á manni til. Þessu gleymi ég seint. Stundum fékk ég að fara með í hestaferð- ir, með þér, afa og mömmu. Minnisstæðast er þegar við fór- um Kringlumýrina, mig minnir að ég hafi verið 11 ára og ég man að þú varst alltaf að hrósa mér hvað ég var dugleg, þú varst alltaf svo góð amma og alltaf að passa upp á mann. Ég man þegar þið fluttuð í Tjarn- arkotið, þá fannst mér einstak- lega gaman að skoða gamlar ljósmyndir sem þú geymdir í kommóðunni inni í herbergi og fékk að heyra allskyns sögur t.d. um hvernig þú og afi kynnt- ust. Þið afi höfðuð bæði svo gaman af því að ferðast og ég vil meina að ég hafi þetta frá ykk- ur, endalaus ferðalög um allan heim og alltaf var passað upp á að senda ömmu og afa kort. Svo þegar ég flutti austur á Horna- fjörð þá varstu svo dugleg að hringja í mig, ég á eftir að sakna þess svo mikið að heyra í þér amma mín, þú hafðir svo mikinn áhuga á hvernig mér gengi í kennslunni eða hvernig veiðin gengi hjá Guðjóni. Ég er svo þakklát að hafa átt svona æð- islega ömmu, ömmu sem var 85 ára og fór ennþá á hestbak! Hvíldu í friði, elsku amma. Þín ömmubörn, Brynhildur og Þórdís. Þegar við vorum yngri var farið í heimsóknir til ömmu og afa á Tjörn og það kom fyrir að við systkinin gistum yfir helgi. Þá fengum við að bragða á kleinunum og yfirleitt borðuð- um við yfir okkur. Þetta voru frábærir tímar og það sem situr ofarlega frá þeim tímum eru sundferðirnar. Þá keyrðum við á Volgunni í Reykholt og amma var alltaf svo flott með fínu, skrautlegu töskuna sína. Hún var nefnilega alltaf svo fín. Ljúfari og hressari manneskju er erfitt að finna. Hún var svo góð og dugleg að fylgjast með erfingjum og ættingjum og hvað þau voru að gera, enda var hún mjög ættrækin og kunni ættfræðina að manni fannst ut- anbókar. Hún var líka góð fyr- irmynd og kunni að lifa lífinu með afa og þau fóru í margar hringferðir og skreppitúra saman, hvort sem það voru reiðtúrar eða bíltúrar út um allt land. Það var því vont að fá símtal sunnudagsmorguninn 16. júní um að hún Erna, elskulega amma okkar, væri fallin frá. Það var hálfótrúlegt, því hún amma var svo einstök og hlýleg mann- eskja sem manni fannst að yrði hjá sér að eilífu, því þannig lét hún okkur líða í sinni návist. Um leið og maður varð sorgmæddur var samt hægt að gleðjast yfir því að hún þurfti ekki að þjást lengi. Fyrirvarinn var ekki mik- ill en það hefði heldur ekki gert það auðveldara að kveðja. En það er einmitt það sem við ger- um með þessum skrifum. Við kveðjum hana með miklum söknuði og þökkum, þökkum fyrir allar samverustundirnar sem við áttum saman. Takk amma, fyrir að vera þú alla tíð og megir þú hvíla í friði. Erlingur Þór (Elli Þór) og Helga Ýr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.