Morgunblaðið - 27.06.2013, Page 34

Morgunblaðið - 27.06.2013, Page 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst ALVÖRU MÓTTAKARAR MEÐ LINUX ÍSLENSK VALMYND Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 25 1988-2013 „Af hverju eru Íslendingar svona skrýtnir?“ er yfirskrift á stóru við- tali við kvikmyndaleikstjórana Hlyn Pálmason og Guðmund Arnar Guð- mundsson í danska kvikmynda- tímaritinu Ekko. Hlynur hefur hlot- ið einmuna lof fyrir stuttmyndina En maler eða Málarinn sem var lokaverkefni hans úr Danska kvik- myndaskólanum og Guðmundur Arnar hlaut á dögunum sérstök dómnefndarverðlaun á kvik- myndahátíðinni í Cannes fyrir stutt- mynd sína Hvalfjörður. „Við stefndum þessum tveimur leikstjórum saman til að komast að því af hverju tveir hæfileikaríkustu listamenn danska kvikmyndageir- ans eru Íslendingar,“ segir m.a. í inngangi viðtalsins, en blaðamaður Ekko telur þá Hlyn og Guðmund Arnar arftaka Dags Kára og Rúnars Rúnarssonar. Bendir hann á að guð- dómlegur kraftur náttúrunnar leiki stórt hlutverk í myndum allra fjög- urra. „Leikstjórarnir fjórir eiga það líka sameiginlegt að myndir þeirra eru ljóðrænar auk þess sem fá orð eru sögð í þeim. Sumum Dönum finnst myndir þeirra ef til vill svolítið skrýtnar og öðruvísi.“ Aðspurðir hvers vegna Íslend- ingar séu svona skrýtnir verður Guðmundur Arnar fyrst til svara: „Ísland er mjög lítið land. Þegar maður byrjar á listsköpun sinni væntir maður þess ekki að geta orð- ið fjáður af því og þess vegna gerir maður bara það sem maður vill. Ég held því að við fylgjum eigin sann- færingu og gerum engar listrænar málamiðlanir.“ Hlynur er ekki sam- mála því að myndir þeirra félaga séu skrýtnar. „Við Dagur, Rúnar og Guðmundur vinnum á ólíkan hátt. Við skoðum myndir hver annars og skiljum hver annan vel, en við reyn- um aldrei að líkja hver eftir öðrum.“ Spurðir hvort þeir séu dýpri en Dan- ir svarar Hlynur því neitandi. „Nei, ég hef enga trú á því. Þetta snýst bara um ólíkt skaplyndi.“ „Hæfileikaríkustu listamenn geirans“  Kvikmyndaleikstjórar í Ekko-viðtali Hlynur Pálmason Guðmundur Arnar Guðmundsson Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íslendingar geta verið berdreymnir en engan dreymdi fyrir dramatík- inni á Snæfellsjökli 5. nóvember 1993. Þá hópaðist saman áhugafólk um geimverur og fljúgandi furðu- hluti til að verða vitni að heimsókn utan úr geimnum. Sjáendur víðs- vegar um heim höfðu sagt fyrir um heimsóknina með þónokkurri ná- kvæmni en geimverurnar áttu að lenda á jöklinum á slaginu 21:07. Ekkert varð af lendingunni þótt veðurskilyrði væru góð og móttöku- nefndin tilbúin með kampavín og kavíar. Leikararnir Kári Viðarsson og Víkingur Kristjánsson frumsýna í kvöld verkið 21:07 í Frystiklefanum á Rifi, en leikritið byggist á atburð- inum á Snæfellsnesi. „Í ár eru tutt- ugu ár liðin frá því að geimverur áttu að lenda á jöklinum og því til- valið tækifæri til að setja upp sýn- ingu sem þessa hér á Rifi,“ segir Víkingur. Kvíðasjúkt barn Hugmyndin að verkinu vaknaði hjá Kára, en hann er frá Hellis- sandi og man því atburðinn mjög vel. „Kára hefur alltaf verið hug- leikið að nota söguarfinn hérna og það hefur blundað í honum í nokk- urn tíma að gera leiksýningu um þennan atburð þegar geimverur áttu að lenda á jöklinum,“ segir Víkingur sem tekur það sér- staklega fram að Kári hafi verið kvíðasjúkt barn og atburðurinn tekið á hann fyrir tuttugu árum. „Þetta fór svo hrikalega illa í hann sem barn að hann var alveg að fara yfirum enda hélt hann að heim- urinn eins og við þekkjum hann í dag væri að farast. Auðvitað hlær hann að þessu í dag en þetta var ekkert grín fyrir níu ára tauga- veiklaðan gutta.“ Sjálfur segist Víkingur ekki hafa haft nokkrar áhyggjur enda með stáltaugar eins og Vestfirðingum einum er lagið. Hlusta á öll sjómarmið Kári og Víkingur skrifuðu leik- verkið saman en nokkur vinna fór í að afla heimilda og ræða við fólk sem upplifði atburðinn eða atburða- leysið á jöklinum. „Undirbúning- urinn fyrir verkið fólst m.a. í því að ræða við fólk hér úr sveitinni og bæjarfélögum í kring sem varð vitni að þessum sérkennilega at- burði og athyglinni sem fylgdi hon- um, bæði frá innlendum og erlend- um fjölmiðlum, af fyrstu hendi.“ Víkingur og Kári lögðu áherslu á að taka ekki afstöðu til viðfangsefn- isins heldur hlusta á öll sjónarmið. „Auk þess að ræða við fólk hér af svæðinu sjálfu, hvort sem það var þátttakendur eða áhorfendur að viðburðinum, var rætt við ein- stakling sem hefur hitt geimverur og eins höfðum við samband við Magnús Skarphéðinsson, formann félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti,“ segir Víkingur. Heimssögulegur atburður? Þótt ætluð geimverulending á Snæfellsjökli verði seint flokkuð sem heimsviðburður á sama mæli- kvarða og Kúbudeilan eða leiðtoga- fundurinn í Höfða beindust bæði innlendar og erlendar sjónvarps- vélar að jöklinum. Slík athygli get- ur haft forvitnileg áhrif á smærri byggðarlög og segir Víkingur það ekki hafa farið framhjá þeim Kára við vinnsluna á verkinu. „Óneit- anlega hefur atburður sem þessi áhrif á minni bæjarfélög og við fjöllum um það hvernig bæj- arfélögin hérna í kring fara á hvolf við svona stóran atburð,“ en flestar persónurnar sem Víkingur og Kári leika eru einstaklingar af Snæfells- nesinu og því ætti einhver að þekkja sjálfan sig í verkinu. „Við hringdum í fólk og fengum leyfi og flestir tóku því bara vel enda þekkja allir Kára að góðu einu hérna. Enginn ætti að fara súr út af sýningunni eða það er í það minnsta ekki markmið okkar,“ seg- ir Víkingur, en sýningin er bráð- fyndin að hans sögn. „Það verður ekki sagt að þetta sé dramatískt verk en ég myndi nú ekki kalla þetta gamanleik heldur. Flestir ættu þó að skemmta sér vel og það verður mikið hlegið.“ Klukkutíma fyrir lendingu Mjög margir muna eftir atburð- inum á Snæfellsjökli og gaman fyr- ir fólk sem var á unga aldri þegar geimverurnar áttu að lenda að rifja upp viðburðinn og fjaðrafokið í kringum hann. „Leikverkið hefst klukkan átta eða rúmum klukku- tíma fyrir lendingu sem var áætluð 21:07. Fjallað er um tilfinningar og viðbrögð fólks rétt fyrir lendingu,“ segir Víkingur en hann er sann- færður um að bæði heimamenn og aðkomnir muni skemmta sér kon- unglega á sýningunni. Frystiklefinn í gamla fiskvinnslu- húsinu á Rifi hefur verið starf- ræktur sem leikhús í nokkur ár og sýningarsalurinn er þar sem áður stóð frystiklefi vinnslunnar. „Að- staðan er góð og það fer vel um bæði leikara og áhorfendur í þessu mjög svo skemmtilega umhverfi.“ Geimverur lenda í Frystiklefanum  Tuttugu ár eru liðin frá því að geimverur áttu að lenda á Snæfellsjökli  Leikararnir Kári Viðarsson og Víkingur Kristjánsson frumsýna leikverk um atburðinn á Rifi í kvöld Leikarar Kári Viðarsson og Víkingur Kristjánsson. Morgunblaðið/RAX Geimverur Snæfellsjökull sést hér í hillingum en fyrir tuttugu árum áttu geimverur að lenda á jöklinum. Leikrit Verkið 21:07 verður sýnt í Frystiklefanum á Rifi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.