Morgunblaðið - 27.06.2013, Page 36
„Hluti af mann-
kynssögunni“
Forsvarsmenn Þjóðminjasafns Bretlands hafa
hleypt af stokkunum bæklingi þar sem áhersla er
lögð á þau listaverk í eigu safnsins þar sem sam-
kynhneigð er til umfjöllunar. Í bæklingnum má
finna muni allt frá papírus Forn-Egypta og eró-
tískum myndum á rómverskum bikurum til mál-
verka eftir David Hockney. Frá þessu er greint á
vef BBC.
Að sögn Richards Parkinsons, sýningarstjóra í
forn-egypsku deild safnsins og höfundar bæklings-
ins, er markmiðið að varpa ljósi á það hvernig list-
irnar hafa fjallað um samkynhneigð og hversu erf-
itt hefur reynst að finna heimildir í listaverkum um
ástir til sama kyns. „Söfn hafa ávallt verið mik-
ilvægir staðir fyrir fólk til þess að velta fyrir sér
eigin kynhneigð. Flest söfn eiga í fórum sínum
grískar og rómverskar styttur af nöktum karl-
mönnum. Það þýðir að fyrir karlmenn sem þráðu
aðra karlmenn þá var þetta einn af fáum stöðum
þar sem þeir gátu horft á nakinn karllíkamann,“
segir Parkinson. Rifjar hann upp að könnun sem
gerð var meðal gesta safnsins í tengslum við sýn-
ingu um rómverska keisarann Hadrian árið 2008
leiddi í ljós að fæstir gerðu sér grein fyrir að
Hadrian hefði verið samkynhneigður. „Fólk heldur
oft að saga homma og lesbía sé minnihlutasaga, en
auðvitað er þessi saga hluti af mannkynssögunni.“
Föngulegur David eftir
ítalska myndhöggv-
arann Michelangelo.
Bæklingur um samkynhneigð í listum
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
Jorge Bucay, höfundurLeyfðu mér að segja þérsögu, segir bækur sínarekki vera dæmigerðar
sjálfshjálp-
arbækur þar sem
fólk getur flett
upp lausnum á
hinum ýmsu
vandamálum,
heldur fái bækur
hans fólk til að
velta vöngum,
hugsa og finna
sjálft lausnina.
Í bókinni segir
sögumaðurinn
Demíán frá heimsóknum sínum til
sálfræðings, sem er Bucay sjálfur,
en hann beitir býsna óvenjulegum
aðferðum í viðtalsmeðferð sinni.
Hann segir sögur og í lokin hefur
Demíán opnast ný sýn á sjálfan sig
og samskipti við annað fólk og hann
er betur í stakk búinn til að takast
á við lífið og tilveruna.
Sögurnar virðast koma héðan og
þaðan, sumar eru býsna hefð-
bundnar dæmisögur sem hafa sést
áður, aðrar með ævintýrablæ og
enn aðrar eru gamansögur. Þær
eru misgóðar og boðskapurinn
kemst misvel til skila, en til dæmis
er sú fyrsta um hlekkjaða fílinn
nokkuð áhrifarík í einfaldleika sín-
um og sagan um dyravörð vænd-
ishússins vekur líka til umhugs-
unar.
Þetta er falleg bók bæði að utan
og innan og er vafalítið gagnlegt tól
í hinni eilífu sjálfsleit.
SjálfshjálparbókANNA LILJA
ÞÓRISDÓTTIR
BÆKUR
Falleg bók með
fögru innihaldi
Leyfðu mér að segja þér sögu
mnn
Eftir: Jorge Bucay, Vaka-Helgafell 2013,
318 blaðsíður
Höfundurinn Jorge Bucay, höfund-
ur Leyfðu mér að segja þér sögu.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur býð-
ur upp á forvitnilega ljós-
myndagöngu um Gömlu höfnina í
Reykjavík í kvöld kl. 20 þátttak-
endum að kostnaðarlausu.
Í göngunni verður þróunarsaga
hafnarsvæðisins á um 100 ára
tímabili rakin með hjálp gamalla
ljósmynda. „Hin mikla hafn-
argerð í Reykjavík á árunum
1913-1917 markaði tímamót í
sögu Reykjavíkur og í göngunni
verða sýndar ljósmyndir sem end-
urspegla hafnarsvæðið bæði fyrir
og eftir framkvæmdirnar auk
þess sem hafnargerðinni sjálfri
verða gerð nokkur skil. Í göng-
unni verða einnig sýndar athygl-
isverðar ljósmyndir sem sýna hið
kröftuga athafnarlíf sem ein-
kenndi gamla hafnarsvæðið, auk
þess sem mörgum af þekktustu
kennileitum Reykjavíkurhafnar,
s.s. Kolakrananum, Steinbryggj-
unni og Verkamannaskýlinu
bregður fyrir,“ segir m.a. í til-
kynningu.
Gönguna leiðir Gísli Helgason,
verkefnisstjóri hjá Ljósmynda-
safni Reykjavíkur.
Lagt er af stað úr Grófinni,
milli Tryggvagötu 15 og 17.
Ljósmyndaganga um Reykjavíkurhöfn
Bryggjulíf Hópur fólks við bryggju í
Reykjavíkurhöfn árið 1907 eða 1908.
Staðfest hefur
verið að Robert
Downey jr. muni
bregða sér í hlut-
verk Iron Man í
framhaldsmynd
um Avengers.
Downey jr. hefur
leikið járnkarl-
inn í þremur
myndum frá
árinu 2008 og fyrstu Avengers-
myndinni þar sem fimm ofurhetjur
leiða saman hesta sína. Fastlega er
búist við því að leikararnir Mark
Ruffalo, Chris Evans, Chris Hems-
worth og Scarlett Johansson leiki
einnig í framhaldsmyndinni sem
væntanleg er 2015. Samanlagt hafa
Iron Man 3 og Avengers Assemble
skilað tæpum þremur milljörðum
bandaríkjadala.
Downey jr. leikur
járnkarlinn áfram
Robert Downey jr.
Fjölbreytilegt
efni er í nýju hefti
Tímarits Máls og
menningar, þar á
meðal áður óbirt
ljóð eftir Ara Jós-
efsson (1939-
1964).
Í grein sem
fjallar um eðli
fjölmiðla og
ábyrgð eigenda gerir Árni Snævarr
upp dvöl sína á Stöð tvö. Þá ræðir
Kristrún Heimisdóttir við Jóhann
Pál Árnason heimspeking, sem ekki
hefur tekið þátt í íslenskri stjórn-
málaumræðu áratugum saman. Þau
ræða meðal annars sósíalismann og
alræðið, sögu íslenskra sósíalista og
þátt Einar Olgeirssonar sér-
staklega; fall kommúnismans í Aust-
ur-Evrópu sem Jóhann Páll hefur
skrifað mikið um og loks ber ís-
lenska hrunið á góma.
Örn Daníel Jónsson skrifar um
heita pottinn í Vesturbæjarlauginni
og ýmislegt kringum lauga- og sund-
menningu í Reykjavík. Úlfhildur
Dagsdóttir rekur sögu Medúsuhóps-
ins, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir
skrifar um mörk sagnfræði og skáld-
skapar og viss álitamál hvað þau
varðar og Árni Bergmann veltir
Halldóri Laxness og útópíunni fyrir
sér. Af skáldskap í heftinu má nefna
sögur eftir Bubba Morthens og
Sverri Norland, og ljóð eftir Þóru
Jónsdóttur og Véstein Lúðvíksson.
Ritstjóri er Guðmundur Andri
Thorsson.
Fjölmiðlar, sósíalismi,
og skáldskapur í TMM
Ari Jósefsson
7
EIN STÆRSTA
SPENNUMYND SUMARSINS!
Missið ekki af þessari
stórkostlegu teiknimynd
frá höfundum Ice Age
FRÁBÆR GAMANMYND SEM
ENGIN MÁ MISSA AF!
SUMARSMELLURINN Í ÁR!
16
16
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
BYGGT Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM
UM LEIGUMORÐINGJANN RICHARD KUKLINSKI
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
L
L
12
THE PURGE Sýnd kl. 8 - 10
THE ICEMAN Sýnd kl. 8 - 10:20
THE INTERNSHIP Sýnd kl. 5:30
EPIC 2D Sýnd kl. 5
EPIC 3D Sýnd kl. 5
FAST AND FURIOUS 6 Sýnd kl. 8 - 10:30
„Toppar alla forvera sína í
stærð, brjálæði og hraða.”
- T.V., Bíóvefurinn
HHH
H.K.
-Monitor
www.nortek.is Sími 455 2000
ÖRYGGISLAUSNIR FYRIR
ÖLL HEIMILI
Nortek er með mikið af einföldum notenda-
vænum lausnum fyrir heimili og sumarbústaði.
Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík
Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is
HEIMILISÖRYGGI
• Innbrotakerfi
• Myndavélakerfi
• Brunakerfi
• Slökkvikerfi
• Slökkvitæki
• Reykskynjarar