Morgunblaðið - 27.06.2013, Page 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
Á TOPPNUM Í ÁR
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
MANOFSTEEL3D KL.4:30-5-7:30-8-10:30
MANOFSTEEL2D KL.6-9-10:10
MANOFSTEELVIP KL.5-8
PAINANDGAIN KL.5:20-8-10:40
HANGOVER-PART3 KL.5:50-8
KRINGLUNNI
MAN OF STEEL 3D KL. 5 - 8 - 10
THE BIG WEDDING KL. 6 - 8 - 10:30
NOW YOU SEE ME KL. 5:30 - 8
MAN OF STEEL 3D KL. 5 - 8 - 11
MAN OF STEEL 2D KL. 6 - 9
THE BIG WEDDING KL. 6 - 8
PAIN AND GAIN KL. 8 - 10:40
NOW YOU SEE ME KL. 5:30 - 10
NÚMERUÐ SÆTIKEFLAVÍK
MANOFSTEEL3D KL.8-11
PAINANDGAIN KL.10:30
NOWYOUSEEME KL.8
AKUREYRI
MAN OF STEEL 3D KL. 5 - 8 - 11
THE BIG WEDDING KL. 6 - 8
PAIN AND GAIN KL. 10
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
PURE SUMMER MAGIC
ÓVÆNTASTI SMELLUR ÁRSINS
DREPFYNDIN GLÆPAGRÍNMYND
FYNDNASTA MYND SEM
ÉG HEF SÉÐ Í ÁR.
NEW YORK POST
T.V. - BÍÓVEFURINN
BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM
ERU GRJÓTHARÐIR Í ÞESSARI FRÁBÆRU MYND
OG VINSÆLASTI GRÍNÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA!
FRÁBÆR GRÍNMYND
NEW YORK DAILY NEWS
FRÁ CHRISTOPHER NOLAN ÁSAMT
Z. SNYDER KEMUR STÆRSTA MYND ÁRSINS
MAGNAÐASTA BÍÓUPPLIFUN ÞESSA ÁRS!
SPECTACULAR
EMPIRE
GLÆSILEG
OFURHETJUMYND
H.S.S. - MBL
FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Öll þessi verk hér voru unnin sér-
staklega fyrir sýninguna,“ segir belg-
íska myndlistarkonan Jeanine Cohen
þegar hún gengur með blaðamanni
um sýningarsal Hverfisgallerís neðst
á Hverfisgötunni. Sýning á mál-
verkum hennar, unnum með akrýl-
og flúormálningu á við, verður opnuð
þar í dag klukkan 17.
Cohen hefur áður sýnt hér, í i8 gall-
eríi fyrir níu árum, og hefur ferðast
um landið og unnið hér að list sinni.
„Nokkur verkanna vann ég sér-
staklega með hliðsjón af litum Ís-
lands; litum himinsins og náttúrunn-
ar hér. Þá blanda ég litina með því að
mála þá, lag fyrir lag,“ segir hún og
sýnir þrjú verk með stórum litaflöt-
um. Verk Cohen eru mjög formræn;
viðargrindur sem settar eru saman
og svo málar hún á valda fleti við-
arins, oft með skærum neónlitum
sem endurkastast á veggina og hafa
þannig áhrif á umhverfið.
„Þessi verk hér eru meira um
landslag og tilfinningu fyrir litum en
oft áður á sýningum mínum,“ segir
hún. „Á fyrri sýningu minni hér voru
líka málverk en á striga og inn-
römmuð, þar vann ég með liti náttúr-
unnar á mínimalískan hátt. Verkin
mín nú eru enn geómetrískari en lit-
irnir eru mjög mikilvægir.“
Hún segir þetta vera málverk, en
mætti ekki eins tala um málaða
skúlptúra?
„Þetta eru þrívíð málverk en ekki
skúlptúrar. Þetta er aðferð til að
nálgast málverkið með því að setja
saman formræna grind. Nú snúast
verkin mín mikið um það hvernig fara
má inn í þau; ég vinn með stoðgrind
þeirra.
Verkin mín breytast sífellt eftir því
hvernig birtan breytist, því þá breyt-
ast skuggar og endurvarp litanna út í
rýmið.“
Cohen segir verk sín undir miklum
áhrifum af arkitektúr. Hún tekur til
að mynda mikið af ljósmyndum um
ferðum sínum um heiminn, þar sem
hún rýnir í form í umhverfinu.
„Verkin mín eru að vissu leyti
skyld mínimalískri list en eru ekki
mínimalísk, þau eru rómantískari en
svo. Ég byggi verkin mín sjálf úr viði,
set þau saman og mála. Vinnan end-
urspeglar tilfinningar mínar til verk-
anna. Það er líka mikilvægt að þau
séu í mannlegum stærðum.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Neónlitir Myndlistarkonan Jeanine Cohen við eitt verkanna í Hverfisgalleríi. Hún málar valda fleti á stoðgrindinni
og skærir neónlitir smitast út á veggi. „Verkin mín breytast sífellt eftir því hvernig birtan breytist,“ segir hún.
Málverkin unnin með
hliðsjón af litum Íslands
Jeanine Cohen sýnir málverk sín í Hverfisgalleríi
Fyrirtækið AEG Live hefur fengið
viðvörun frá breskri eftirlits-
stofnun með auglýsingum, Advert-
ising Standards Authority (ASA),
vegna markaðssetningar á tón-
leikum bandaríska tónlistarmanns-
ins Kanye Wests í tónleikahúsinu
Hammersmith Apollo í Lundúnum,
24. febrúar sl. Í auglýsingum kom
fram að aðeins yrðu haldnir einir
tónleikar með West en síðar var
tvennum bætt við, 23. febrúar og 1.
mars, vegna mikillar eftirspurnar
eftir miðum. ASA telur auglýsingar
AEG Live hafa verið blekkjandi en
tekur þó þær skýringar fyrirtæk-
isins gildar að ekki hafi staðið til að
halda fleiri tónleika þegar auglýs-
ingarnar voru gerðar. Viðvörunin
felst í því að AEG Live auglýsi tón-
leika sína ekki með þeim hætti
framvegis.
Blekkjandi markaðssetn-
ing á tónleikum Wests
AFP
Þrennir Kanye West hélt þrenna
tónleika í Lundúnum, ekki eina.
Hljómsveitin Árstíðir heldur tón-
leika á Kex hosteli, Skúlagötu 28, í
kvöld og hefjast þeir kl. 21. Tilefnið
er að kynna sérstaka vínylútgáfu af
plötu hljómsveitarinnar, Svefns og
vöku skil sem kom út árið 2011.
Tónleikarnir verða þeir einu sem
hljómsveitin heldur á höfuðborg-
arsvæðinu fram að tónlistarhátíð-
inni Iceland Airwaves þar sem hún
verður á tónleikaferðalagi erlendis
fram undir októberlok.
Vínyll Tveir úr Árstíðum á tónleikum.
Leikur á Kexi og
kynnir vínylútgáfu
Morgunblaðið/Ómar
Ákveðið hefur
verið að færa
tónleika breska
gítarleikarans
Jeffs Beck um set
og verða þeir
haldnir í Há-
skólabíói í kvöld
en ekki í Voda-
fone-höllinni eins
og til stóð. Beck
leikur þar ásamt
hljómsveit en hljómsveitin Mezzo-
forte leikur á undan, skipuð upp-
haflegum meðlimum. Beck er jafn-
an talinn með færustu gítar-
leikurum rokksögunnar, lék í
byrjun ferils síns með hljómsveit-
inni The Yardbirds og hefur hlotið
Grammy-verðlaun sjö sinnum, svo
fátt eitt sé nefnt.
Miðasala á tónleika Becks í Há-
skólabíói fer fram á midi.is.
Beck leikur í
Háskólabíói
Gítarsnillingurinn
Jeff Beck