Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Page 23
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 J úlía Magnúsdóttir lærði svo-kallaða heilsumarkþjálfun íBandaríkjunum og segir að eftir námið hafi hún sannfærst um að megrunarkúrar virki ekki. „Það er staðfest að því oftar sem þú ferð í megrun því meiri verður fitusöfnunin. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta.“ Júlía vill hjálpa konum að kom- ast í það sem hún kallar hugsjóna- þyngd. „Hugsjónaþyngd er sú þyngdartala sem konur dreymir um að komast í. Sú þyngdartala þar sem líkaminn er í jafnvægi, konan sátt og orkan í hámarki. Flestar konur dreymir um að komast í einhverja ákveðna þyngd- artölu, fyrir marga var það ein- hver tala sem þær voru í fyrir nokkrum árum eða þegar þær voru yngri. Hjá öðrum er það kjörþyngd, en ég er ekkert sér- lega hrifin af orðinu kjörþyngd,“ segir hún og brosir. Hún segir einnig að það hægist á brennslunni hjá konum um allt að fimm prósent fyrir hvern ára- tug eftir breytingaskeiðið. „Það er hægt að binda enda á þennan vítahring með breyttum lífsstíl og matarvenjum,“ segir Júlía sem hefur stofnað vefinn Lifðu til fulls því hún segist vilja hjálpa konum að ná jafnvægi og tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Hún hefur trú á að umhyggja fyrir sjálfum sér fleyti konum langt í átt að betri heilsu og varar fólk, konur sem karla, við því að vilja gera allt í einu og færast of mikið í fang í byrjun. Júlía telur það geta hjálpað mörgum að einfalda hlutina og hún hefur trú á að með því að byrja á litlum skrefum geti maður öðlast heilbrigt líf. Hún leggur upp með fimm einföld skref sem hjálpa til við að hugsa vel um eig- in líkama og huga: Skref 1 Hreinsun er fyrsta skref- ið, bæði líkamlega og andlega. Losaðu þig við það hugarfar að það sé lausn að fara í enn eitt tímabundið átak og tileinkaðu þér þá hugsun að heilsusamlegur lífs- stíll er ferðalag sem endist alla ævi. Skref 2 Með því að borða hægar og anda betur á milli matarbita geturðu komið þér af stað í átt að betri tengingu við líkamann. Skref 3 Vandaðu þig við að velja og hafna upplýsingum sem dynja á okkur um hvað er hollt og hvað ekki. Leyndarmálið felst í að læra á eigin líkama. Skref 4 Reyndu að gera eitthvað skemmtilegt inn á milli sem hjálp- ar þér við að halda nýja heilbrigða lífsstílinn út, hvort sem það er að dekra við þig með því að fara í gufu eftir líkamsrækt, fara á kaffi- hús eða hvað sem er sem aðstoðar þig við að halda ferðalaginu áfram. Skref 5 Staldraðu við inn á milli og sjáðu hverju þú hefur áorkað og hvað hefur virkað. Passa þarf til dæmis að sitja ekki uppi með of einhæfa fæðu, sem verður fljótt leiðigjörn. Júlía Magnúsdóttir rekur vefinn Lifðu til fulls og kveðst vilja hjálpa konum að komast í það sem hún kallar hugsjónaþyngd. Morgunblaðið/Árni Sæberg JÚLÍA MAGNÚSDÓTTIR HEILSUMARKÞJÁLFI Aftur í gömlu töluna MEGRUNARKÚRAR VIRKA EKKI OG ÞVÍ OFTAR SEM VIÐ FÖRUM Í MEGRUN ÞVÍ MEIRI VERÐUR FITUSÖFNUNIN. HEILSUMARKÞJÁLFI TELUR LAUSNINA AÐ HEILBRIGÐU LÍFI EKKI AÐ FINNA Í TÍMABUNDNU ÁTAKI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Áhættureiknir Hjartaverndar met- ur áhættu einstaklings á að fá hjartasjúkdóm á næstu 10 árum og byggist á þeirri þekkingu sem Hjartavernd hefur aflað með öflugu vísindastarfi síðastliðin 40 ár. Full ástæða er til að benda fólki á þenn- an möguleika og að á heimasíðu Hjartaverndar er hægt að kynna sér málið á ensku, sænsku og pólsku, auk íslensku. Á síðunni segir að áhættumatið sé í samræmi við áhættumat í Evr- ópulöndum. Tekið er fram að nið- urstaða sem sýnir að áhætta ein- staklings sé lítil sé engin trygging fyrir að viðkomandi fái ekki hjarta- sjúkdóm þar sem aðeins er tekið tillit til helstu áhættuþátta sem eru þekktir nú á dögum. Einnig að nið- urstöðurnar séu ekki marktækar fyrir þá sem hafa fengið krans- æðastíflu, hafa farið í hjartaaðgerð eða í kransæðaútvíkkun. Hægt er að komast inn á áhættureiknivélina á vefsíðunni www.hjartavernd.is. ÁHÆTTUREIKNIR HJARTAVERNDAR Hægt er að reikna út áhættu á hjarta- sjúkdómum með sérstakri áhættu- reiknivél Hjartaverndar. Morgunblaðið/Kristinn Ert þú í áhættuhópi? Keppt verður um titilinn hrað- skreiðasti hjólreiðamaður landsins 2013 næstkomandi fimmtudags- kvöld, 4. júlí. Sæbrautin mun þá breytast í hringleikahús hraðans í hjólamótinu Alvogen Midnight Time Trial, en keppt er í götu- og þríþrautarflokki (16 km og 32 km) í kvenna- og karlaflokki. Margir af fljótustu hjólreiðamönnum og -konum landsins hafa boðað komu sína á mótið, en veitt verða verð- laun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki en 900.000 krónur af verð- launafé munu renna til góðgerð- armála. Hjólað fyrir menntun Alþjóðalyfjafyrirtækið Alvogen er aðalstyrktaraðili keppninnar og til- einkar hana menntun barna til að vekja athygli á þeirri staðreynd að of mörg börn í heiminum fá ekki að njóta þeirra réttinda að ganga í skóla. Þátttökugjald keppenda mun að fullu renna til Unicef og Rauða krossins og verður notað til að mennta stúlkur í Magdagaskar og til reksturs Verkmenntaskóla í Síerra Leóne. Undanfarin þrjú ár hafa starfsmenn Alvogen í 30 lönd- um staðið fyrir söfnun í nafni góð- gerðarsjóðs fyrirtækisins, Better Planet. Alvogen hefur nú þegar styrkt Unicef og Rauða krossinn um ríflega 20 milljónir í gegnum sjóðinn Better Planet. Söfnuninni lýkur nú í júlí og munu þau afhenda Unicef ágóðann. Hring eftir hring Keppnin hefst við Hörpu og liggur leiðin eftir Sæbrautinni að gatna- mótum Laugarnesvegar og til baka. Keppnishringurinn er um 5,5 km langur og verða hjólaðir þrír eða sex hringir eftir flokkum. Verðlaun verða veitt að keppni lokinni, en í vinning fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki fyrir sig eru flugmiðar fyrir tvo til Evrópu og 100.000 krónur sem vinningshafi gefur til góðgerð- armála á Íslandi að eigin vali. Hægt er að skrá sig til leiks á hjolamot.is. asdis@mbl.is SÆBRAUTIN BREYTIST Í HRAÐBRAUT HJÓLA Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, mun ekki láta sig vanta í hjólamótið. Hver hjólar hraðast?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.