Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Page 24
*Heimili og hönnunVöruhönnuður í Hafnarfirði málaði ofn í barnaherbergi fjólubláan til að lífga upp á rýmið »26 Loftljós frá dönsku framleiðendunum Fog & Mørup. Skrifið nafn framleiðandans í leitargluggann. Þónokkur ljós frá framleiðandanum er að finna á Ebay. Vasi eftir finnska hönnuðinn Kaj Franck (1911-1989) sem framleiddur var af Arabia. Finnst með því að slá inn nafn hönnuðarins. Einstök þýsk hönnun í anda „art deco“. Einn af þessum sérstöku fallegu hlutum á Ebay. Finnið með því að slá inn leitarorðið „Bauhaus“ og „Plant Stand“. String-hillurnar eru 60 ára gömul sænsk hönnun Nisses Strinning. Notið leitarorðin „String“ og „Shelves“. Nokkrar gerðir eru nú til sölu á Ebay. Á ebay.com er gott úrval bóka um heimili og hönnun, ekki síst frá 6. áratugnum. Þessi bók heitir Book of Interior Decoration og er til sölu núna. Hún kostar um 6.000 kr. íslenskar og má finna hana með því að skrifa titilinn í leitarglugga síðunnar. VERSLAÐ Á NETINU Fjársjóðsleit á Ebay ÞUNG HÚSGÖGN GETUR VISSULEGA REYNST DÝRT AÐ FERJA TIL ÍSLANDS AÐ UTAN. HINS VEGAR MÁ VEL SKOÐA LÉTTARI HLUTI; LAMPA, VASA, BÆKUR OG ANNAÐ, Á VINSÆLUSTU UPPBOÐSSÍÐU HEIMS; EBAY.COM. EKKI SAKAR EF ÞAÐ ER ÖRLÍTILL FORTÍÐARBRAGUR Á MUNUNUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Gullfalleg tekkskál undir salat og kartöflusalat. Athugið að uppboðinu lýkur í dag, sunnudag. Skrifið leitarorðin „Teak“ og „Danish“ til að finna skálina á Ebay. Tekk er eilíft. Dönsk salatáhöld úr tekki eru til í sérstaklega miklu úrvali á Ebay. Skrifið einfaldlega „salad“ og „teak“ í leitargluggann. Það er til ótrúlegt magn síma í anda sjötta áratugarins á Ebay. Það stendur í nánari lýsingu á símanum hvort hann er bara upp á punt eða virkar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.