Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Side 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 D anska sjónvarpið sýndi í vikulok- in fróðlegan þátt um banka- kreppuna í Danmörku haustið 2008. Það lentu nefnilega fleiri en Íslendingar í slíkri kreppu og drýgstan hluta hennar má rekja til ákvarðana um undirmálslán í Bandaríkj- unum og forgöngu Seðlabanka Bandaríkjanna og Seðlabanka evrunnar um að ýta undir lánsfjár- framboð á útsöluprís í áður óþekktu magni. Vextir voru keyrðir niður fyrir venjuleg mörk og hafðir þar langtímum saman. Þeir sem vildu vernda sparifé sitt klóruðu sér í kollinum. En þeir uppgötvuðu fljótt að hin nýja alþjóðavæðing gerði fjármagnseigendum kleift að leita á augabragði yfir landamæri eftir stöð- um sem gætu veitt þeim bærilega ávöxtun af öryggi. Meintu öryggi. Það ýtti undir hraðferð fjár af því tagi að matsfyrirtækin voru álíka útbær á einkunn um trúverðugleika eins og bréfaháskólar í Banda- ríkjunum á gráður og skjöl. Fjarsýnn mjög en sá verr nær sér Ekki fór hjá því að sjónvarpsáhorfanda yrði hugsað til nafnkunnugs greinanda frá Danske Bank, sem varð heimsfrægur á Íslandi fyrir að hafa viðrað op- inberlega að íslenska bankamódel útrásarflakkara fengi naumast staðist. Rannsóknarskýrsla Alþingis sýnir glöggt að Seðlabanka Íslands var þetta ljóst á undan greinandanum og gerði við litla þökk ítrekað aðvart um það. Bankinn varð þó að gæta þess að hleypa ekki af skriðu óstöðvandi áfalla á meðan hald- ið var í von um að viðsnúningur yrði eða gripið yrði til mótvægisaðgerða, sem einhverju kynnu að bjarga. Hinn danski fréttaskýringarþáttur dró á hinn bóg- inn ekki fjöður yfir það, að vinnuveitandi hins glögga greinanda, sem fór mikinn, var síst betur staddur en íslensku bankarnir, þótt það færi hljótt. Danskir stjórnmálamenn, sem telja sig enn að nokkru bundna trúnaði, einnig gagnvart umbjóðendum sín- um, dönskum almenningi, um það mál, opnuðu sig að hluta í þættinum. Ekki fór á milli mála að augljóst var orðið að þessi stærsti banki Danmerkur var kominn í þá stöðu að hann gat ekki lengur bjargað sér sjálfur frá hruni. Blásið var til leynilegra neyð- arfunda og þeir sem þá sóttu þóttust horfast í augu við efnahagslega skelfingu. Meðal eigenda stórbank- ans voru sumir af ríkustu mönnum Danaveldis. Danskir stjórnmálamenn, jafnt í stjórn og stjórn- arandstöðu, töldu sig ekki eiga nema einn kost. Þeir færðu ábyrgð á öllum skuldbindingum bankans í einu vetfangi yfir á danskan almenning. Það dugði til að bjarga bankanum og hinir efnuðu eigendur töp- uðu ekki sínu. En öðru vísi fór með marga aðra danska banka, sem mættu örlögum sínum áður en björgunaraðgerðin handa Danske Bank var full- komnuð. Þeir fóru á höfuðið og venjulegir danskir hlutafjáreigendur í þeim bönkum töpuðu öllu eða mestu af sínu hlutafé við það fall, hinir sömu og sett- ir höfðu verið í ábyrgð fyrir Danske Bank (og fleiri banka í leiðinni). En sem betur fer voru þetta bara danskir Jónar og Gunnur sem áttu hvort sem er lítið fyrir. Formerkin voru flest öfug Það væri eftirsóknarvert að Íslendingar fengju al- mennt tækifæri til að sjá þessa fréttaskýringamynd, Það sést, þegar gruggið loksins sest, að það var bara grugg *En svo vill til að erlendir aðilarhafa reynt að bera niðurstöðurRannsóknarnefndarinnar fyrir sig í málarekstri fyrir dómstólum. Hæsti- réttur svarar þeim tilraunum í merk- um dómi sínum frá 10. maí 2013. Hann hefur tekið fram að þótt víða megi finna vísbendingar og fróðleik í ritverki Rannsóknarnefndar hafi það ekkert sönnunargildi fyrir rétti, öfugt t.d. við niðurstöðu Landsdóms. Reykjavíkurbréf 28.06.13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.