Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Side 48
Viðtal
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013
ákveðið sig hvort það eigi að vera gott eða
vont veður. Annars endist hann stutt í fag-
inu.“
Veðurspár, hvers kyns fréttir af snjókomu,
rigningu, sól, hita og kulda eru eitt vinsælasta
lestrarefni vefmiðlanna. Að ónefndu hve vin-
sælt umræðuefni veðrið er almennt. Af hverju
haldið þið að fólk hafi svo botnlausan áhuga á
veðrinu?
Trausti: „Íslendingar hafa nú ekkert sérlega
mikinn áhuga á veðrinu. Ég held bara að Ís-
lendingar hafi stundum einfaldlega ekkert að
tala um og þá verður þetta eina umræðuefnið
sem eftir er. Það fyrsta sem ég spyr blaða-
mann sem hringir í mig; „Er ekkert að frétta?
Eru núna allir orðnir desperat?““
Guðrún Nína: „Svo er vandamálið stundum í
hina áttina líka, að veðrið er blásið upp. Það
er gefin út viðvörun fyrir ákveðið svæði og
ákveðið veður og í framhaldinu, í umfjöllun og
umræðu, vindur þetta of mikið upp á sig.
Þetta getur verið svolítið fín lína fyrir spáveð-
urfræðingana að ganga á.“
Elín: „Þetta fer líka eftir landshlutum. Vest-
firðingum dettur eiginlega aldrei í hug að
hringja í Veðurstofuna nema þeir séu að gera
einhver meiriháttar plön – bátur þurfi að
komast eitthvað og þvíumlíkt. Borgarbúar eru
sneggri til. En ég held samt að veðrið sé
meira áhugamál á dreifbýlinu, við verðum
bara ekki jafn vör við það.“
Haraldur: „Þetta er auðvitað rétt sem Trausti
segir. Áhuginn fjarar út á fyrsta hálftímanum
ef maður byrja að tala um veður. Menn eru
mjög fljótlega búnir að skipta yfir í íþróttir
eða Icesave.“
Einar: „Við erum auðvitað að einhverju leyti
dæmd til að tala um veðrið.“
Trausti: „Þetta er samt góð „pikköpplína“.
Með veðrinu getur myndast samtal.“
Eru veðurfræðingar þá góðir í slíku?
Trausti: „Já, í þessum línum náttúrulega.
Verst að maður kann engar aðrar. Hef ég
notað þetta? Já, já. En varðandi áhugann þá
var náttúrulega ekkert annað í sjónvarpinu
þegar ég var í þessu svo að það var mjög
mikið áhorf.“
Elín: „Þú varst ekki að keppa við neitt annað
efni.“
Trausti: „Nei, nákvæmlega og þá voru sumrin
líka svo leiðinleg á þessum árum gjarnan að
fólk sat bara inni og horfði á veðurfréttir.“
Haraldur: „Ég held að það segi mjög mikið
um blaðamann fyrst þú heldur að allir séu að
horfa á okkur og þetta sé eitthvað merkilegt.“
Spáin getur farið í vaskinn
Eruð þið svekkt ef veðurspáin gengur ekki
eftir?
Haraldur: „Já, en það er þó skárra ef maður
hafði ekki neina ástæðu til að ætla að hún
færi eins og hún svo fór. Alltaf getur maður
þó sannfært sig um að ef til vill hefði eitthvað
mátt fara betur í spánni út frá þeim for-
sendum sem maður hafði.“
Elín: „Ég verð mjög svekkt ef ég er búin að
leggja rosalega mikið á mig til að koma spám
og viðvörunum vel frá mér en svo tekur eng-
inn mark á manni líkt og gerðist í september
á síðasta ári þegar við spáðum illviðrinu sem
varð 10. september. Fé fennti í kaf og fólk sat
fast víða á norðanverðu landinu.“
Það var þá sem þáverandi innanrík-
isráðherra, Ögmundur Jónasson, sagði á Al-
þingi að engar viðvaranir hefðu verið gefnar
út um illviðrið. Haraldur setti ofan í við ráð-
herrann í veðurfréttatíma eftir þessi orð og
birti spákort frá 8. september þar sem sjá
mátti að gert var ráð fyrir þeim 25 metrum á
sekúndu sem svo urðu og snjókomu. Fékk
hann mikil viðbrögð?
Haraldur: „Já, miklu, miklu meiri en hefði
hvarflað að mér. En það verður að segjast
eins og er að spár eru ekki alltaf góðar, í
þeim skilningi að þær gangi eftir. Þessi í sept-
ember var þó glettilega góð. Spár fara stund-
um í vaskinn, sjaldnar en áður reyndar.“
Trausti: „Það er alveg rétt. Sjálfur hef ég
ekki unnið á spádeild síðan 1985. Ég held að
aðalhjálpartæki okkar á þessum tíma, það er
að segja hauspokinn, sé ekki lengur uppi á
borðinu. Þú sérð að það var þá áttatíu prósent
áhorf og svo kom vitlaus veðurspá! Maður
spáði sól og blíðu, allir fóru í útilegu og dag-
inn eftir vaknaði maður sjálfur við slagveð-
ursrigningu á glugganum heima.“
Einar: „Í júlí 2008 var ég fenginn í spjall í
Nauthólsvíkinni í miðri hitabylgju og voru lík-
ur á að daginn eftir myndi hitamet falla, með-
al annars í Reykjavík. Eftir að hafa legið að-
eins yfir kortunum fyrir viðtalið, taldi ég
líklegra að metið félli ekki. En auðvitað féll
það! Og ekki batnaði það daginn eftir því þá
lýsti ég því yfir í veðurfréttatíma að meta-
regninu væri lokið en metin héldu samt áfram
að falla á Vestfjörðum sólarhringinn þar á eft-
ir.“
Haraldur: „Ég man þegar Logi Bergmann
sagði við Þór Jakobsson veðurfræðing í beinni
útsendingu; „Nú kemur Þór og ætlar að út-
skýra spá gærdagsins.““
Elín: „Alveg rétt. Spáin hafði hljómað á þá
leið að besta ferðahelgin væri framundan en
svo rigndi eldi og brennisteini þannig að allt
fór á flot til dæmis í Húsafelli.“
Guðrún Nína: „Uppáhaldið mitt er þegar
fréttamaður snéri sér að veðurfræðingi og
spurði; „Jæja, og hvert á fólk svo að fara um
helgina.“ Veðurfræðingurinn svaraði:
„Heiiiiim“ með þungri áherslu og meinti það
innilega. Sjálf er ég meira í að sinna rann-
sóknum en veðurspám beint. En ég hef auð-
vitað áhuga á veðurlíkönunum, hvernig þau
eru að gera það og það eru staðreyndir að
hjálpartækin sem eru til staðar í dag eru orð-
in miklu betri en þau voru en geta orðið enn
betri. Við höfum öll áhuga á því hvað gerist
þegar veðurspá fer í vaskinn, það er að segja,
hvað var að gerast í reiknilíkaninu. Við ræð-
um gjarnan svokallaðar athugunarherferðir
við kollega okkar erlendis, sem snúa að því að
skilja eitthvað í lofthjúpnum betur og fá til
dæmis betri hugmynd um hvernig hafgolan
hagar sér. Allt þetta streymir svo hægt og ró-
lega í kerfið og endar í sjálfum spálíkön-
unum.“
Sérstakt að geta ferðast eftir veðri
Gera fjölskylda og vinir miklar kröfur til ykk-
ar? Eruð þið „læknar“ fjölskyldunnar sem
eigið að vita allt um veðrið næstu daga líkt og
læknarnir eiga að huga að heilsu allra í fjöl-
skylduboðum?
Einar: „Eða smiðir sem gera aldrei neitt
heima hjá sér, það er kannski meira svoleiðis
stundum. Maður er auðvitað oft spurður
hvernig veðrið líti út og stundum kemur það
fyrir að maður er ekkert inni í hlutunum. Sér-
staklega ef maður hefur ekki verið á vakt í
einhvern tíma. Þá verður fólk svolítið hissa að
maður sé ekki með tipp topp þekkingu á
spám næstu daga, þótt maður sé náttúrulega
alltaf að fylgjast með úr fjarska. Það gerist al-
veg að ættingjar í útilegu hringja í mann.“
Haraldur: „Sérstaða okkar hér á Íslandi er að
menn geta ferðast eftir veðri. Það er víðast
hvar ekki hægt. Þjóðverji getur ekki hagað
fríinu eftir veðurspánni. Ef veðurspáin er hins
vegar góð fyrir Norðurland keyra menn bara
norður og það er mikið frelsi falið í því. Þú
spyrð hvort fjölskyldumeðlimir geri ekki kröf-
ur til mín en það má segja að ég geri miklar
kröfur til þeirra – ég vil að allir geti lesið veð-
urkort. Það er svo mikið af aðgengilegum
upplýsingum á vefnum að menn eiga að geta
gert sína eigin veðurspá. Svo lítur maður á
þessa veðurfréttatíma sem kennslu.“
Elín: „Ég er sammála þessu. Mamma mín
saumaði sjálf allt á okkur systkinin og var svo
allt í einu komin í að sauma líka á börn ná-
grannanna. Þar til kom að því að hún sagði að
nú væri hún hætt að sauma fyrir nágrannana
en hún skyldi kenna þeim að taka snið og
sauma. Ég er reyndar að fatta að líklega er
ég að gera þetta sjálf – að kenna fólki veð-
urlæsi og verða sjálfbjarga. Ég er með ætt-
ingjana í símanum og segi þeim að fara inn á
þessa síðu, lesa þetta, skoða hitt og passa að
vera með allt bókmerkt svo að það sé hægt að
finna allar síðurnar auðveldlega næst. En ég
viðurkenni að það hrúgast oft fólk að manni í
boðum ef það er búið að vera sólarlaust og
leiðinlegt veður. Persónulega er mér nákvæm-
lega sama hvernig veðrið er, ég þarf ekki á
sól að halda fyrir mín daglegu plön.“
Trausti: „Ég er ekki mikið áreittur í fjöl-
skylduboðum núorðið. En fólk hringdi ansi
mikið þegar ég var í sjónvarpinu. Já, já,
ókunnugt fólk hringdi heim. En það vildi nú
svo til að ég var lengi vel ekki undir eigin
nafni í símaskrá heldur hét ég Þórdís Björns-
dóttir. Ég hafði þá tekið yfir símanúmer í
íbúð sem ég flutti inn í. Einn daginn þurfti
stúlkan reyndar að fá símanúmerið aftur en
þá var þetta að mestu gengið yfir. Það var
svolítið um drykkjusímtöl.“
Elín: „Nú hringir fólk bara á veðurstofuna.“
Guðrún Nína: „Yfirleitt þegar fólkið manns
hringir er maður ekki með neitt í höndunum
og oft er líka verið að spyrja um mjög stað-
bundið veður því veður er auðvitað staðbund-
ið. Ég er sérstök áhugamanneskja um að
kenna fólki veðurlæsi. Ég kenndi námskeið
hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem
viðfangsefnið var ský. Þar mættu hátt í 30
manns tvö kvöld til að læra aðeins um fyr-
irbærið. Bæði fagfólk úr ferðamennskunni og
einnig áhugasamur almenningur sem langaði
að skilja ský. Fyrirspurnum sem koma inn á
veðurstofuna reynir maður að svara þannig að
fólk læri eitthvað af svarinu.“
Orðið skúr er líka til í hvorugkyni
Símaþjónusta Veðurstofu Íslands er vel nýtt.
Ekki bara þegar óveður er í aðsigi og veður
hamlar daglegum athöfnum. Hafa veðurfræð-
ingar eitthvað fróðlegt og skemmtilegt að
segja af þeim símtölum?
Haraldur: „Fólk hringir ekkert endilega bara
út af veðrinu. Til dæmis er hringt inn til að
ræða íslenskt mál. Í hvað kyni skúr eigi til
dæmis að vera. Það er mikið hringt út af því
orði.“
Guðrún Nína: „Það má taka það fram fyrir
þá sem hafa hugsað sér að hringja inn að orð-
ið er bæði til í karlkyni og kvenkyni.“
Trausti: „Og orðið er líka til í hvorugkyni.
Það skúrið.“
Haraldur: „Hvað er það gamalt?“
Trausti: „Frá nítjándu öld – eins og flest.“
Haraldur: „Einn maður reyndi svolítið að fá
mig til að breyta um kyn á orðinu. Hann tal-
aði við mig oftar en einu sinni þegar ég hitti
hann á förnum vegi. Síðasta tilraunin var á
þann veg að hann bað mig um að hafa orðið
stundum í kvenkyni og stundum í karlkyni.
Þá var hann aðeins farinn að slaka á með
þetta.“
Veðurfræðingarnir hlæja dátt.
Elín: „Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur
segir hann skúrinn og fær ítrekað að heyra að
það sé ekki rétt.“
Trausti: „Ég held að kyngreining orða sé
bara eins og kyngreining á fólki. Það eru ekki
allir sem passa við áætlað kyn.“
Haraldur: „Og líkt og með kyn á fólki hafa
margir mjög sterkar skoðanir á þessu.
Guðrún Nína: „Mér þykir mjög erfitt að sól-
in sé karlkyns á norsku.“
Þeir sem hafa átt erindi við Veðurstofu Ís-
lands símleiðis hafa tekið eftir því að símtölin
eru allt í einu orðin hljóðrituð. Af hverju er
það svo?
Elín: „Það er reyndar ekki allt í einu. Þetta
hefur verið gert fyrir flugveðursspár til að
Rannsóknarnefnd flugslysa hafi aðgang að
gögnunum sem flugmenn fá hjá okkur.“
Guðrún Nína: „Við þurfum að geta séð að
fólki hafi verið gefnar réttar upplýsingar.
Þetta var líka mjög mikilvægt í kringum síð-
ustu eldgos, árin 2010 og 2011, til að geta
skoðað söguna – hvenær fyrsta símtalið kom,
hvenær allt fór af stað og svo framvegis.“
Elín: „Allar þessar upplýsingar sem við erum
að gefa geta haft úrslitaáhrif á velferð fólks
þannig að þetta er líka gert til að verja okkur.
Það sem hefur gerst aukalega er að þau eru
heldur færri svívirðingasímtölin. Það munar
greinilega einhverju að fólk heyrir að símtalið
er tekið upp.“
Haraldur: „„Þá fer ég bara aftur að blogga!“
Trausti: „Ég er ekki mikið
áreittur í fjölskylduboðum
núorðið. En fólk hringdi
ansi mikið þegar ég var í
sjónvarpinu. Já, já,
ókunnugt fólk hringdi
heim. En það vildi nú svo
til að ég var lengi vel ekki
undir eigin nafni í síma-
skrá heldur hét ég Þórdís
Björnsdóttir.“
Guðrún Nína: „Þegar
sumarið nálgast fá margir
svolítið útópískar hug-
myndir um hvernig sum-
arið á að vera. Íslenska
sumarið er alls ekki þetta
heita skandínavíska sum-
ar sem við erum kannski
með í hausnum.“
Einar: „Einn í Bretlandi
hringir alltaf og biður um
veðrið á hádegi í Reykja-
vík og er sérlegur áhuga-
maður um það. Reyndar
var einn sem hringdi í
vor, svona klukkan fimm,
sex um nóttina, og spurði
hvort hann gæti haft
grillveislu á morgun. Ég
sagði „Já“ og þá brutust
út mikil fagnaðarlæti fyrir
aftan hann.“