Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013
BÓK VIKUNNAR 25 gönguleiðir á Snæfellsnesi eftir Reyni
Ingibjartsson er á metsölulista vikunnar. Snæfellsnesið stendur
alltaf fyrir sínu.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Kunningi minn einn hafði orð á því ádögunum að mikið væri um að höf-uðverk heimsbókmenntanna væru
þýdd á íslensku og væri það allt annað en
hér áður fyrr þegar lítið sem ekkert hefði
verið þýtt af úrvalsverkum. Þarna skjátl-
ast mínum góða kunningja, vissulega er
nokkuð um að perlur heimsbók-
menntanna séu þýddar þótt maður vildi
sjá mun meira af því, en það er alls ekki
svo að fá úrvalsverk hafi verið þýdd hér á
árum fyrr. Ég man eftir að hafa lesið Mýs
og menn eftir Steinbeck í þýðingu Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar þegar ég var á
unglingsárum. Ég komst í svo mikið upp-
nám við lesturinn að ég grét nánast úr
mér augun. Á forn-
bókasölum keypti
ég íslenskar þýð-
ingar af fleiri bók-
um Steinbecks og
enn eru Þrúgur
reiðinnar, Æg-
isgata og Kátir
voru karlar í bóka-
skápnum ásamt
fleiri bókum þessa
góða höfundar. Ég
á eldgamla þýð-
ingu frá 1940 á
Sulti eftir Hamsun, keypti hana á forn-
sölu og það sést sannarlega á henni að
hún hafi verið lesin. Sömuleiðis eru í
bókaskápnum Pan, Gróður jarðar og
Viktoría, allt gamlar þýðingar. Um dag-
inn endurlas ég þýðingar á verkum Ca-
mus, þar á meðal Pláguna sem Jón Ósk-
ar þýddi og svo Fallið og Útlendinginn.
Camus hefur átt sér vissan stað í hjarta
mínu allt frá því ég las í fyrsta sinn þess-
ar gömlu þýðingar. Þýðingar á bókum
Hemingways eru svo sannarlega í bóka-
skápnum, þar á meðal Gamli maðurinn
og hafið – frábær titill sem kallar ungt
fólk til sín – og þar eru líka Hverjum
klukkan glymur og Vopnin kvödd.
Ég gæti haldið lengi áfram að telja upp
þýðingar á stórkostlegum bókum sem ís-
lenskir bókaáhugamenn tóku að sér að
þýða vegna þess að þeir höfðu sanna
ástríðu til bókmennta. Það var mikil gæfa
að lesa þessar þýðingar á unga aldri, á
því skeiði þegar maður er hvað hrifnæm-
astur. Það var einmitt þessi lestur sem
skapaði bókmenntaáhugann, þökk sé hin-
um mörgu og góðu þýðendum sem miðl-
uðu af örlæti til manns heimsbók-
menntum.
GAMLAR
ÞÝÐINGAR
Ólafur Jóhann Sigurðsson
Gömul útgáfa af
Sulti.
Orðanna hljóðan
S
ælkeraflakk um Provence - 88
uppskriftir að hamingjunni að
hætti Provencebúa er þriðja
matreiðslubók mæðgnanna Sig-
ríðar Gunnarsdóttur og Silju
Sallé, en áður hafa þær sent frá sér bæk-
urnar Sælkeraferð um Frakkland og Sæl-
keragöngur um París. Samtímis því að Sæl-
keraflakk um Provence kemur út hefur
Sælkeraferð um Frakkland verið endur-
útgefin, en hún hefur verið ófáanleg um
nokkurt skeið. Hugmyndin að bókunum kem-
ur frá Sigríði sem hefur verið búsett í Frakk-
landi í 43 ár en dóttir hennar Silja er nýflutt
til Íslands ásamt frönskum eiginmanni.
„Ég fékk þá hugmynd að skrifa mat-
reiðslubók þegar eldri börnin voru að flytja
að heiman og ég sá fram á að mig vantaði
verkefni. Ég fór að líta í kringum mig og at-
huga hvað ég gæti gert. Ég komst að þeirri
niðurstöðu að ég kynni ekkert nema að elda
svo ég ákvað að skrifa kokkabók,“ segir Sig-
ríður. „Bækurnar hafa svo komið hver af
annari, þetta hefur verið svo skemmtilegt
verkefni að ég hef haldið áfram og það er
aldrei að vita nema fleiri bækur eigi eftir að
verða til.“
Uppskriftirnar í bókunum þremur koma
frá Sigríði en Silja sem er grafískur hönn-
uður og ljósmyndari hefur tekið flestar
myndirnar í bókunum þremur. „Þegar
mamma bað mig um að mynda fyrir fyrstu
bókina fannst mér skrýtin tilhugsun að
mynda mat, sérstaklega af því að ég hafði
aldrei gert það áður. En hún var mjög ákveð-
in og svo var þetta afskaplega skemmtileg
samvinna,“ segir Silja. „Mamma vildi hafa
myndirnar eins einfaldar og raunverulegar
og hægt væri, ekki of flottar og uppstilltar
heldur þannig að fólk sæi að það væri ekki
erfitt að elda eftir uppskriftunum.“
„Í þessari bók er fjölskyldumatur sem auð-
velt er að elda og myndirnar eru teknar í
eldhúsinu mínu og úti í garði,“ bætir Sigríður
við.
Þegar Sigríður er spurð af hverju matur
frá Provence-sveitum hafi ratað í sérstaka
bók segir hún: „Í huga Frakka er þetta hér-
að mjög nátengt hamingjunni. Fjölmargir
vilja flytja til Provence þegar þeir hætta að
vinna og eru komnir á ellilaunaaldur, og það
eru ekki bara Frakkar sem flykkjast til Prov-
ance heldur fólk frá öðrum löndum sem vill
lifa þar hinu ljúfa lífi. Provence er ein-
staklega fallegt hérað og loftslagið afar gott,
húsin gömul og töfrandi og maturinn ein-
staklega ljúffengur. Svo heillar Miðjarð-
arhafið.“
Spurð hvort maturinn í Provence sé öðru-
vísi en matur annars staðar í Frakklandi seg-
ir Sigríður: „Matargerð í Frakklandi er ólík
og breytileg eftir héruðum. Hvert hérað hef-
ur sína hefð og þar ræður miklu hvað er
ræktað og hvernig búskapurinn er. Grænmeti
er uppistaðan í frönskum mat því Frakkland
er svo mikið gósenland og þar er hægt að fá
ferskt grænmeti allt árið. Það má segja að
mataráhuginn gangi í erfðir og uppskriftir
ganga á milli kynslóða og stundum er ákveð-
in uppskrift margra alda gömul, þótt hún hafi
vitanlega þróast í áranna rás. Stórfjölskyldan
sest niður og snæðir og ræðir saman um
matinn og eldri kynslóðin á til að tala um
máltíð sem hún borðaði mörgum áratugum
áður og ber saman við það sem hún er að
snæða í það skiptið. Það er ótrúlegt hvað
Frakkar eru minnugir þegar matur á í hlut.
Þeir hafa unun af góðum mat. Matseld er
sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar. Öll
fjölskyldan tekur þátt í matarundirbúningi,
fer saman á útimarkað og velur það sem
ferskast er hverju sinni þannig að maturinn
breytist eftir árstíðum.
Í matreiðslubókunum er ég að miðla til les-
enda franskri matarmenningu. Ég hef fengið
mjög góðar undirtekir og margir hafa sagst
hafa prófað uppskriftirnar og þótt maturinn
ljúffengur.“
Í HUGUM FRAKKA ER PROVENCE-HÉRAÐ NÁTENGT HAMINGJUNNI
Skemmtilegt verkefni
„Þetta var afskaplega skemmtileg samvinna,“ segja Sigríður Gunnarsdóttir og Silja Sallé um nýja
matreiðslubók þar sem Sigríður leggur til uppskriftir og Silja tekur myndirnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MÆÐGURNAR SIGRÍÐUR GUNN-
ARSDÓTTIR OG SILJA SALLÉ SENDA
FRÁ SÉR ÞRIÐJU MATREIÐSLUBÓK
SÍNA, NÚ UM PROVENCE-HÉRAÐ.
Ég les bækur af öllu tagi en leita yfirleitt meira í gamlar bækur en nýj-
ar. Oft fæ ég dellu og sökkvi mér ofan í ákveðið efni, t.d. atburði í
mannkynssögunni eða rithöfund. Á tímabili las ég allt
um Vesturfarana, sérstaklega mormónana og svo var
tímabil sem ég las allan Heinesen. Mér finnst gaman
að skoða í bókabúðum og enn skemmtilegra að kíkja
á bækur í Kolaportinu. Þar er hægt að gera mjög góð
kaup. Ég er líka hrifinn af rafbókum og fékk mér
Kindle sem ég er hæstánægður með. Sú bók sem er
mér efst í huga núna er skáldsagan Maður sem
heitir Ove eftir Fredrik Backman sem var að
koma út. Aðalpersóna bókarinnar er afar sérstakur
nánungi, í sjálfu sér óþolandi týpa, beiskur smámuna-
seggur sem kvelur flesta þá sem hann á í samskiptum við. Í bókinni
gerist það að líf hans tekur skyndilega óvænta stefnu og samhliða því
kynnast lesendur fortíð hans sem er í meira lagi dramatísk. Alltaf
gaman að lesa bækur sem maður hlær upphátt að – en hún er líka
sorgleg svo það er bæði hlátur og grátur. Frábær bók sem ég mæli
eindregið með.
Svo er nú alltaf gott að koma sér vel fyrir með góða glæpasögu. Var
að frétta af einni svoleiðis sem var að koma út. Sú heitir Hún er
horfin, er eftir Gillian Flynn og hefur fengið frábæra dóma. Ætla
að ná mér í eintak hið fyrsta, skilst að þetta sé bók sem maður verði
að lesa.
Í UPPÁHALDI
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
KERFISSJÓRI
Sigurður Guðmundsson leitar mikið í gamlar bækur en skemmti sér kon-
unglega við að lesa Maður sem heitir Ove.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Maður sem
heitir Ove.