Morgunblaðið - 03.07.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16
Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri
ÚTSALA
50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!
Umræður um lýðræðishalla íESB eru greinilega farnar að
hafa áhrif á forkólfa sambandsins.
Framkvæmdastjóri þings ESB,
Klaus Welle, telur að sókn sé besta
vörnin og heldur því nú fram að í
ESB sé „lýðræðisafgangur“ (e. de-
mocratic surplus).
Þessa ályktundregur hann af
því að þingmenn á
Evrópuþinginu séu
undir minni áhrifum
frá eigin flokkum
og taki sjálfstæðari
ákvarðanir en tíðk-
ist á þjóðþingunum. Þar þurfi þeir
að hugsa um að ríkisstjórn haldi
velli en ekkert slíkt trufli þingmenn
á Evrópuþinginu.
Þetta er óneitanlega sérkennilegkenning og gæti varla orðið til
annars staðar en í innsta hring ESB
þar sem tengslin við almenning í
aðildarríkjunum hafa algerlega
rofnað.
Utan múra forystu Evrópusam-bandsins telst það kostur að
ríkisstjórn styðjist við meirihluta
þingmanna sem hafi lýðræðislegt
umboð frá kjósendum. Þessi teng-
ing er ekki fyrir hendi hjá ESB og
hluti lýðræðishalla þess.
Welle viðurkennir þó að ákveð-in vandamál séu uppi, enda
ekki annað hægt með sífellt minnk-
andi kosningaþátttöku og aukinni
miðstýringu. En þessi forystumað-
ur kann ráð við því: ESB efni til
kosningakvölds í annars dauflegum
Evrópuþingskosningum til að auka
áhugann.
Grundvallarbreytingar í lýðræð-isátt eða á stöðu aðildarríkj-
anna gagnvart sambandinu koma
hins vegar ekki til álita.
Klaus Welle
Öfugsnúinn „lýð-
ræðisafgangur“
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 2.7., kl. 18.00
Reykjavík 10 skýjað
Bolungarvík 8 skýjað
Akureyri 9 alskýjað
Nuuk 1 þoka
Þórshöfn 10 alskýjað
Ósló 17 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 21 léttskýjað
Lúxemborg 23 léttskýjað
Brussel 17 heiðskírt
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 18 heiðskírt
London 13 skýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 16 léttskýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 22 skýjað
Vín 21 léttskýjað
Moskva 22 skýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 17 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 11 léttskýjað
Montreal 12 súld
New York 14 skýjað
Chicago 10 léttskýjað
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:11 23:54
ÍSAFJÖRÐUR 2:05 25:10
SIGLUFJÖRÐUR 1:41 24:59
DJÚPIVOGUR 2:28 23:36
Komandi helgi, sú fyrsta í júlí, hef-
ur að jafnaði verið ein mesta ferða-
helgi sumarsins meðal Íslendinga.
Einar Magnús Magnússon, upp-
lýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir
ferðahelgarnar vera orðnar fleiri en
áður var og umferðina því dreifast
á jafnari hátt yfir sumarið.
Hins vegar segir hann álíka
mikla umferð vera um fyrstu helgi
júlímánaðar og sé um versl-
unarmannahelgina. Hann segir
óhætt að fullyrða að þetta sé ein
mesta ferðahelgi sumarsins.
34% fleiri bílar
en á meðaldegi
Til samanburðar má nefna að yf-
ir sumarmánuðina árið 2012 fóru
6.906 bifreiðar daglega í gegnum
Hvalfjarðargöngin að meðaltali. Á
föstudegi fyrstu helgarinnar í júlí
voru bifreiðarnar hins vegar 10.488
talsins. Um þá helgi voru því um
34% fleiri bifreiðar á ferð en á með-
aldegi.
Á sama tíma fór 10.501 bifreið yf-
ir Hellisheiði, en dagsmeðaltalið
þar er 7.761 bifreið. Ljóst er því að
töluvert fleiri leggja land undir fót
um þessa helgi en aðrar.
Tölurnar hafa verið svipaðar síð-
astliðin ár, en 2011 fóru 6.729 bif-
reiðar að meðaltali í gegnum Hval-
fjarðargöngin á sumarmánuðum, en
á föstudegi fyrstu helgarinnar í júlí
óku þar 10.455 bifreiðar í gegn.
Ein mesta ferðahelgin er framundan
Ferðahelgarnar eru þó orðnar fleiri
og umferðin dreifist á jafnari hátt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umferð Allir fara í ferðalag.
Héraðsdómur
Reykjavíkur hef-
ur sýknað Krist-
ján Arason af öll-
um kröfum
Kaupþings og
gert slitastjórn-
inni að greiða
honum 2,5 millj-
ónir króna í máls-
kostnað.
Slitastjórnin fór fram á að Krist-
ján greiddi rúman hálfan milljarð
króna, en það var lán til kaupa á
hlutafé í Kaupþingi banka.
Kristján færði hlutabréfin og lán-
in sem þeim fylgdu yfir í einkahluta-
félag, 7 hægri ehf., 12. mars 2008 og
þannig var hann leystur undan per-
sónulegri ábyrgð á lánunum. Félagið
varð gjaldþrota 2010.
Slitastjórn Kaupþings krafðist
skaðabóta en þeirri kröfu hafnaði
héraðsdómur, m.a. vegna þess að
ekki hafi verið ólögmætt eða ámælis-
vert hjá Kristjáni að óska eftir yfir-
færslunni, enda hafi ekkert komið
fram um að hann hafi á þessum tíma
haft réttmæta ástæðu til að ætla að
bankinn færi í þrot.
Kristján
Arason
sýknaður
Slitastjórn gert
að greiða 2,5 millj.
Kristján Arason