Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég hef verið að kafa alveg frá þvíárið 1996, með hléum þó, því ég fóraðeins yfir í mótorhjól, snjósleða ogannað slíkt. En ég fór aftur að kafa
á fullu fyrir fimm árum og fjárfesti þá í
köfunarbúnaði og búnaði til að taka myndir
neðansjávar,“ segir Gísli Arnar Guðmundsson
kafari sem sendi nýlega frá sér ljósmyndabók-
ina Undirdjúp Íslands, en eins og nafnið gefur
til kynna eru myndirnar teknar neðansjávar
við Íslandsstrendur. „Ég var duglegur að setja
myndirnar mínar á Facebook og var með
myndasíðu á Flickr og fékk fín viðbrögð og
fólk hvatti mig til að gera eitthvað meira með
þetta og úr varð þessi bók sem Forlagið gefur
út,“ segir Gísli sem er sjálfmenntaður ljós-
myndari.
Kíkir á bak við og leitar
Gísli þekkir orðið lífríkið neðansjávar vel
Leyndardómar und-
ir yfirborði sjávar
Hann segir tilkomumikið að mæta þúsundum þorska í
torfum í sjónum. En hann kann ekki síður að meta að rek-
ast á örsmáar skepnur hafsins. Gísli Arnar Guðmundsson
hefur kafað við Ísland með myndavél
og gaf afraksturinn nýlega út á bók.
Ljósmynd/Einar Hansen
Í fullum skrúða Gísli með allar græjur á leið í köfun í Öskjuvatni.
Smár humrungur Þeir fela sig oft í klettasprungum.Marfló Þær eru lítil krabbadýr og telja þúsundir tegunda.
Hafin er hátíðin Vopnaskak á Vopna-
firði og stendur hún yfir til sunnu-
dagsins 7. júlí. Hátíðin hófst á lista-
smiðju Arnars Inga Gíslasonar
fjöllistamanns. Hugmynd lista-
mannsins er að ungviðið máli mynd-
verk sem fundinn verði staður að há-
tíðinni lokinni. Börnin fá fullt
sköpunarfrelsi. Á morgun, fimmtu-
dag, mun Einherji bjóða til fjölskyldu-
leika. Að leikunum loknum verður
Vélasafn Vopnafjarðar opnað í
Himnaríki. Um kvöldið klukkan 20
verður hátíðarkaffi í Miklagarði.
Hátíðarhöldin halda svo áfram um
helgina, en minnismerki bæjarins
verður afhjúpað, gestir og gangandi
geta gætt sér á súpu í boði Vopnfirð-
inga. Það verða líka hoppukastalar,
töframaður og tónleikar, svo eitthvað
sé nefnt. Allir ættu að finna eitthvað
við sitt hæfi á Vopnafirði og því um
að gera að skella sér á Vopnaskak.
Vefsíðan www.vopnafjardarhreppur.is
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Stuð Ingó og Veðurguðirnir verða með dansleik í Miklagarði á laugardaginn.
Vopnaskak á Vopnafirði
Í kvöld kl. 21 ætlar hljómsveitin Síð-
asti bærinn að halda tónleika á Cafe
Rósenberg. Hljómsveitarmeðlimir
eru Valdimar Örn Flygenring, sem
sér um söng og gítarspil, Arnviður
Snorrason á trommur, Þorleifur
Guðjónsson á bassa og Snorri
Arnarson á gítar.
Hljómsveitin Sól og mánar ætlar
að hita upp en þar sér Snæfríður
Sól Snorradóttir um söng, Bjarni
Bragi Kjartansson spilar á bassa,
Arnviður Snorrason á trommur og
Snorri Arnarson á gítar. Alltaf ljúft
að njóta lifandi tónlistar í notalegu
umhverfi á sumarkvöldum.
Endilega …
… njótið Síð-
asta bæjarins
Ljósmynd/Ásta Magnúsdóttir
Valdimar Örn Syngur og spilar.
Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum
hefst á morgun en hátíðin er ætíð
haldin fyrstu vikuna í júlí til að
minnast goslokanna 3. júlí árið
1973. Hátíðin mun standa frá
fjórða til sjöunda júlí og þar sem
nákvæmlega fjörutíu ár eru síðan
Heimaeyjargosinu lauk verður há-
tíðin í ár einkar öflug.
Meðal viðburða verða ljósmynda-
sýningar, tónleikar, málverkasýn-
ingar, gönguferðir og sögusýningar
svo eitthvað sé nefnt. Inn í dag-
skrána tvinnast síðan knattspyrnu-
leikur meistaraflokks karla í ÍBV
við Færeyingana í HB Tórshavn.
Á morgun munu rithöfundarnir
Yrsa Sigurðardóttir og Árni Þór-
arinsson lesa upp úr verkum sínum
auk þess sem sýnd verður ný heim-
ildarmynd Sighvats Jónssonar og
Jóhönnu Ýrar Jónsdóttur, Útlend-
ingur heima – uppgjör við eld-
gosið.
Hátíðinni mun svo ljúka á sunnu-
daginn með tónleikum Gísla Helga-
sonar og Bítladrengjanna blíðu í
stríðu í Alþýðuhúsinu klukkan 21.
Listsýningar, tónleikar og margt fleira
Hátíð í tilefni af 40 árum
frá goslokum í Eyjum
Morgunblaðið/Eggert
Tónlist Gísli Helgason og Bítladrengirnir halda tónleika á Goslokahátíðinni.
Skannaðu kóðann
til að nálgast dag-
skrá helgarinnar.
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
AF BRIMRÁS
STIGUM OG TRÖPPUM
25%
AFSLÁTTUR