Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | Langholtsvegi 113 | Turninn Höfðatorgi | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is ÞAÐ KOSTAR LÍKA AÐ ÞVO SJÁLFUR! LÁTTU OKKUR SJÁ UM ÞÍNAR SKYRTUR. Efnalaug - Þvottahús 350 KR. SKYRTAN hreinsuð og pressuð -ef komið er með fleiri en 3 í einu Fullt verð 580 kr. stk. NÚ Á FIMM STÖÐUM Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur Langholtsvegi 113 Turninn Höfðatorgi ● Gullverð hefur undanfarna daga tek- ið að hækka að nýju eftir að hafa náð lægsta gildi sínu í 34 mánuði bara fyrir örfáum dögum. Gullverð hefur nú hækkað þrjá daga í röð. Það féll sam- tals um 23% á öðrum ársfjórðungi þessa árs, að því er fram kemur í morg- unpósti IFS greiningar í gær. Hækkun gullverðs undanfarna daga er þó langt frá því að leiðrétta skarpa lækkun gullsins að undanförnu því úns- an kostaði um 1.600 dali í byrjun apríl og var nálægt 1.300 dala markinu í byrjun vikunnar. Gullverð virðist vera heldur að glæðast á ný FRÉTTASKÝRING Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Ný stjórn Skipta hf., sem er móð- urfélag meðal annars Símans, Skjásins og Mílu, var kjörin á hlut- hafafundi félagsins í gær, þriðjudag. Sigríður Hrólfsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Árvakurs, var kjörin stjórnarformaður en eins og fram kom í fréttaskýringu Morgun- blaðsins í aðdraganda fundarins naut hún stuðnings Arion banka, stærsta hluthafa Skipta. Hún tekur við af Benedikt Sveinssyni. Þá var Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, kjörinn varaformaður stjórnar Skipta en Arion banki studdi hann einnig, eftir því sem heimildir blaðsins herma. Önnur í stjórn eru þau Stefán Árni Auðólfs- son héraðsdómslögmaður, Heiðrún Jónsdóttir og Helgi Magnússon. Heiðrún er stjórnarformaður Gildis lífeyrissjóðs og Helgi er varafor- maður stjórnar Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna. Þau sóttust bæði eftir endurkjöri. Skipti er „eftirlitsskyldur aðili“ Samkvæmt upplýsingum frá Skiptum er félagið það sem kallað er eftirlitsskyldur aðili en félagið hefur sérstakt leyfi til að innheimta kröfur fyrir önnur félög, svo sem Símann og Skjáinn. Aðilar sem stunda leyfisskylda fjármálastarf- semi lúta eftirliti Fjármálaeftirlits- ins (FME) og eru kallaðir eftirlits- skyldir aðilar. Á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins kemur meðal annars fram að hlutverk eftirlitsins sé að veita eftirlitsskyldum aðilum markvisst aðhald og að „fylgjast með að starfsemi þeirra sé í sam- ræmi við lög, reglugerðir, reglur og samþykktir sem um starfsemina gilda“. Í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi er kveðið á um hvaða flokkar fyrirtækja í fjár- mála- og vátryggingarstarfsemi lúta eftirliti FME en FME birtir lista yf- ir eftirlitsskylda aðila á vefsíðu sinni. Óheimilt að sitja í stjórn? Í lögum nr. 129/1997 um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða er fjallað um þær reglur sem lúta að lífeyrissjóðum og rekstri þeirra. 2. mgr. 31. gr. lag- anna hljóðar svo: „Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum mega ekki eiga sæti í stjórn annars eftirlitsskylds aðila eða aðila í nánum tengslum við hann né vera starfsmenn eða endurskoð- endur annars eftirlitsskylds aðila eða aðila í nánum tengslum við hann.“ Þar sem Skipti er skilgreint sem eftirlitsskyldur aðili er hægt að túlka ofangreindan lagatexta sem svo að stjórnarmenn lífeyrissjóða megi ekki sitja í stjórn félagsins. Um það eru hins vegar deildar meiningar en heimildir blaðsins herma að fráfarandi stjórn Skipta hafi margoft farið yfir þessi atriði með lögmönnum til að sjá til þess að stjórnarsetan bryti ekki í bága við nein lög. Aftur á móti hafa margir bent á að lagatextinn sé skýr og að- eins sé mögulegt að túlka hann á einn hátt. Þá kalla nokkrir heimild- armenn blaðsins eftir skýrari svör- um frá FME. Gerir ekki athugasemdir Frá Fjármálaeftirlitinu bárust þau svör að eftirlitið gæti ekki tjáð sig um einstök mál. „Fjármálaeft- irlitið bendir hins vegar á að við beitingu ákvæða laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, um hæf- isskilyrði stjórnarmanna, hefur Fjármálaeftirlitið túlkað hugtakið „eftirlitsskyldur aðili“ þannig að átt sé við þá aðila sem heyra undir eft- irlit Fjármálaeftirlitsins skv. 1. mgr. 2. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998,“ seg- ir í svari FME við fyrirspurn blaðs- ins. „Þar sem innheimtuaðilar skv. lögum nr. 95/2008 eru ekki taldir upp í 1. mgr. 2. gr. laga nr. 87/1998 hefur Fjármálaeftirlitið ekki gert athugasemd við að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum sitji í stjórnum inn- heimtuaðila.“ Endurskipulagningu lokið Skipti hóf fjárhagslega endur- skipulagningu í lok janúarmánaðar á þessu ári og var kosið til stjórnar samhliða því. Benedikt Sveinsson var kjörinn stjórnarformaður en þau Heiðrún Jónsdóttir og Helgi Magnússon voru einnig kjörin í stjórn Skipta, Heiðrún sem varafor- maður stjórnar. Í kjölfar endur- skipulagningarinnar lækkuðu vaxta- berandi skuldir félagsins úr 62 milljörðum kr. í 27 milljarða kr. Eftir endurskipulagninguna er Arion banki stærsti hluthafi Skipta, með 38% hlut, en Lífeyrissjóður verzlunarmanna sá næststærsti, með 13% hlut. Áður hafði Skipti ver- ið í fullri eigu Klakka. Á hluthafa- fundinum var því kjörin ný stjórn þar sem nýir eigendur tóku við fé- laginu en auk Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna og Arion banka eiga nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins nú hlut í Skiptum. Ákvæði um jöfn kynjahlutföll Fyrir hluthafafundinum lágu nokkrar tillögur um breytingar á samþykktum Skipta og voru þær samþykktar einum rómi, samkvæmt heimildum blaðsins. Meðal annars var samþykkt að fella úr gildi ákvæði um að stjórn félagsins hafi heimild til að veita áskriftarréttindi fyrir hlutafé fyrir allt að 5% af hlutafé félagsins. Að auki var nýtt ákvæði um jöfn kynjahlutföll við stjórnarkjör sam- þykkt en ákvæðið tekur mið af lög- um um kynjakvóta í stjórnun fyr- irtækja, sem kveður á um að hlutfall hvors kyns í stjórn skuli aldrei vera lægra en 40%. Sigríður stjórnarformaður Skipta Morgunblaðið/Eggert Skipti Lengi hefur verið stefnt að skráningu Skipta á markað. Búist er við að skráningin geti orðið á næsta ári.  Deildar meiningar eru um hvort stjórnarmenn í lífeyrissjóðum megi sitja í stjórn Skipta  FME hefur ekki gert neinar athugasemdir  Nýir eigendur hafa tekið við félaginu eftir endurskipulagningu Stjórnarseta » Sigríður Hrólfsdóttir var kjörin stjórnarformaður Skipta á hluthafafundi félagsins í gær. » Hún tekur við af Benedikt Sveinssyni. » Í lögum um starfsemi líf- eyrissjóða er kveðið á um að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum megi ekki sitja í stjórn annars eftirlitsskylds aðila. » FME túlkar innheimtuaðila hins vegar ekki sem eftirlits- skylda aðila. » Um þetta eru deildar mein- ingar. Ingimundur Sigurpálsson Sigríður Hrólfsdóttir ● Velta á fasteignamarkaði á höfuð- borgarsvæðinu það sem af er ári er tæp- lega 90 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra var veltan 73,3 milljarðar. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höf- uðborgarsvæðinu 21. júní til og með 27. júní 2013 var 133. Þar af voru 105 samn- ingar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um sérbýli og átta samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heild- arveltan var 5.042 milljónir króna og meðalupphæð á samning 37,9 milljónir króna.Nánar á mbl.is. Veltan aukist talsvert ● Icelandic Water Holding, sem flytur út íslenskt vatn undir merkjum Ice- landic Glacial, hefur samið við drykkjarvörufyrirtækið Evo-Sapiens S.A.C. í Perú um að dreifa vatninu og mun samstarfið hefjast strax, sam- kvæmt því sem fram kemur í frétta- tilkynningu frá Icelandic Water. Í tilkynningu segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, að hann sé mjög ánægður með að hafa náð samningi við einn af stærri dreif- ingaraðilum drykkjarvara í Suður- Ameríku. Jón Ólafsson stofnaði fyrirtækið ár- ið 2005 ásamt Kristjáni syni sínum. Jón er stjórnarformaður fyrirtækisins. Íslenskt vatn til Perú STUTTAR FRÉTTIR                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +12.32 ++2.01 ,+.414 ,5.-5, +1.4 +-5.02 +.,-3 +14.4, +/+.54 +,-.30 +11.0- ++2.1, ,+./01 ,5.-/, +1.440 +-5.1- +.,0,/ +1/.52 +/+.4 ,+2.4522 +,0.,0 +11.13 ++1.+/ ,+.2++ ,5.0,, +1./51 +-+.+3 +.,0/, +1/./, +/+.34 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.