Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 25
um. Með svona fyrirkomulagi sam- hæfast vinna og skólaganga ágæt- lega, skólaleiði nær ekki að þróast. Sá merki málvísindamaður, dr. Bjarni Einarsson, sagði eitt sinn við okkur, nemendur sína í Vél- skólanum: „Það hefir enga þýð- ingu að kenna fleiri en eitt erlent tungumál samtímis, ef þau eru fleiri en eitt verða nemendurnir bara ruglaðir.“ Hvert tungumál hefur sitt hólf í heilanum, frá hólf- inu sem er á „harða diskinum“ liggur leiðsla yfir í „vinnsluminn- ið“ sem tengt er tali, heyrn og sjón. Tungumálanám byggist á þjálfun sem eykur flutningsgetu leiðslunnar og bætir í minnið. Ef mörg mál eru undir misfarast tengingar og kerfið getur slegið út. Svona eins og rafvirki sem reynir að tengja einfasa rafmótor þrífasa kapli, með spennuna á og alla enda bera. Reynt er að bæta heilaskaðann með tyrknesku tób- aki, ef það gengur ekki er prófað hvítt efni, það dugir skammt, og endar oft með dánartilkynningu í dagblaði. Fyrir nokkrum mán- uðum átti ég erindi í bygging- arvöruverslun, hitti fyrir Óla, deildarstjóra lagnadeildar. Óli tók mér með slíkum virktum, að ég spurði hví hann væri svo glaður. „Það er svo gaman að hitta þig, Gestur, ég var 14 ár í skóla og kveið fyrir öllum tímum nema hjá þér, þá hlakkaði ég til.“ „Hvað var svona skemmtilegt?“ „Sögurnar maður, allar sögurnar.“ „Lærðir þú þá nokkuð ef þetta voru bara sögur?“ „Jú jú, heilmikið, því þess- ar sögur tengdust efninu með ein- hverjum dularfullum hætti, sem festi fræðin í huganum.“ Þessi aðferð er ekki ný, hún var m.a. notuð af M.E. Jessen, skóla- stjóra Vélskólans, og Finnboga Rúti Þorvaldssyni (föður Vigdís- ar), kennara við Iðnskólann í Reykjavík. Skólameistarar: Hættið að út- skrifa nemendur í líkkistum. GESTUR GUNNARSSON, Flókagötu 8, Reykjavík. UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Samfélagið hefur samkvæmt lögum ákveðnar skyldur gagnvart íbúum og einstaklingar hafa einnig ákveðnar skyldur samkvæmt lögum. Ein- staklingnum ber þannig skylda til að vera í húsi, þ.e. eiga lögheimili á ákveðnum stað, og ef hann getur það ekki vegna m.a. fé- lagslegrar stöðu (öryrkjar) er sveit- arfélögum skylt að veita íbúum að- stoð sem hentar þeim. Allt annað eru mannréttindabrot og klárlega brot á lögum um sveitarfélög. Húsnæðismál eru í molum hér á landi og nú svo komið að margar fjölskyldur hafa misst húsnæði sitt og leigusalar ekki þar undanskildir. Þær stofnanir sem hafa tekið yfir þessar eignir vilja fá bankaábyrgðir og/eða tryggingarfé gegn leigu hús- næðis. Mjög margir sem eru hús- næðislausir hafa einnig svo slæma stöðu að eiga ekki handbært fé né heldur bankaábyrgðarkredit til að leggja fram. Sveitarfélög hafa selt félagslegt húsnæði og ekki keypt annað í staðinn þ. á m. Reykjanes- bær sem svo sannarlega virðist ekki standa í stykkinu. Bjóða t.a.m. ung- um einstaklingi sem á börn sem hafa verið reglulega í dvöl hjá hon- um, eitt 10 fm herb. með eldunar- aðstöðu en enga geymslu undir bú- slóðina sem innifelur dót dætra einnig og finnst þeir bara assgoti góðir að bjóða þetta fram! Hvað eiga einstaklingar í svona stöðu að gera? Veiðileyfagjaldið og auðlegð- arskatturinn, lækkun skuldastöðu heimila/húseigenda hefðu nú komist langt í að bæta leigumarkaðinn en, nei, stjórnvöld gæta fyrst og fremst hagsmuna hinna ríku en aðrir mega að manni virðist, ganga fram af ætt- ernisstapa. Langar að benda fólki á eftirfar- andi lagagreinar og benda á að fólk þarf að taka sig saman og krefjast aðgerða. Eins og áður kom fram eru margir í þeirri aðstöðu að geta ekki lagt fram peningatryggingar né heldur bankaábyrgðir enda væru margir ekki í svona stöðu ef ekki hefði komið til þetta hrun sem hefur lagt fjárhagslega stöðu margra í rúst. IV. kafli. Almenn ákvæði um rétt til félagsþjónustu á vegum sveitar- félaga. 12. gr. Sveitarfélag skal sjá um að veita íbú- um þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þess- um og jafnframt tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum. Aðstoð og þjónusta skal jöfnum höndum vera til þess fallin að bæta úr vanda og koma í veg fyrir að ein- staklingar og fjöl- skyldur komist í þá að- stöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf. XII. kafli. Húsnæðismál [45. gr.]1) Sveitarstjórnir skulu, eftir því sem kostur er og þörf er á, tryggja framboð af leiguhúsnæði, félagslegu kaupleiguhúsnæði og/eða félagslegum eignaríbúðum handa þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar fram- færslubyrðar eða annarra fé- lagslegra aðstæðna. 1)L. 34/1997, 9. gr. [46. gr.]1) Félagsmálanefndir skulu sjá til þess að veita þeim fjöl- skyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úr- lausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn. 1)L. 34/1997, 9. gr. Sveitarfélög sem ekki eiga nægi- legt af félagslegu leiguhúsnæði verða að semja við íb.lánasj. um að leigja af þeim húsnæði og end- urleigja sínum skjólstæðingum og ríkið ætti þar að koma að málum einnig. Það á að krefjast þess við velferðarráðuneytið og innanrík- isráðuneytið að sveitarfélögin verði skikkuð til þess að standa undir þessum lögum sem gilda. Ef ríkið og sveitarfélög standa ekki undir þessum lögum á að kæra ríkið og stofnanir þær sem málið varða fyrir mannréttindabrot og brot á stjórn- arskrá. Mannréttinda- brot ríkis og sveitarfélaga Eftir Ragnhildi L. Guðmundsdóttur Ragnhildur L. Guðmundsdóttir » Sveitarfélög standa ekki í stykkinu varð- andi félagslegt húsnæði eins og þeim ber sam- kvæmt lögum um sveit- arfélög. Ungt fólk er í átthagafjötrum. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og kennari. Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is Erum með allt fyrir Góður endir á góðum degi Nuddpottar Hreinsiefni Síur Viðgerðarþjónusta Varahlutir Act Heildverslun | Dalvegi 16b - 201 Kópavogur | 577 2150 | avon@avon.is Bylting frá Remington: Fyrstir hártækjaframleiðenda með Lithium rafhlöður í hártækjum – hleðsla allt að 4 x lengri. AQ7 – Remington Rotary VATNSHELD herrarakvél – 100% vatnsheld, má nota með froðu og geli BHT6250 – Wet-Tech Body Hair Trimmer – 100% vatnsheld S6280 Stylist Perfect Waves – Keramik húðaðar bylgju plötur. -Hitnar á 30 sek PG6060 – Lithium-Powered Grooming Kit – Lithium rafhlaða, ending allt að 110 mín MB4040 – Lithium – Powered skeggsnirtir – Lithium rafhlaða, notkun allt að 160 mín. HC5780 Lithium- Powered hárklippur - – Lithium rafhlaða, notkun allt að 150 mín. Nýtt frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.