Morgunblaðið - 03.07.2013, Side 44
Mikill minnihluti göngu- og hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu er upphit-
aður og því þarf að beita hefðbundnari meðulum í baráttu við hálkuna.
Um stíga og gangstéttir fara sérútbúnar dráttarvélar og til hálkueyðingar
er notaður sandur. Austan Sæbrautar og Reykjanesbrautar er sandurinn
blandaður salti að um 15-20% og var byrjað að nota þessa aðferð í janúar
2013. Stofnstígar, svo sem göngu- og hjólastígar milli borgarhluta, eru í
forgangi og síðan megingönguleiðir að strætóskýlum og skólum og eiga
þær að vera greiðfærar fyrir kl. 8.00 virka daga.
Saltblandaður sandur á stíga
HEFÐBUNDNUM MEÐULUM BEITT Í BARÁTTU VIÐ HÁLKU
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 184. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Þurfti að víkja fyrir stjörnukokki
2. Bílflautið fældi ekki hestana
3. Mistök sem kosta tugi milljarða
4. Kristján Arason sýknaður
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Rósa Gísladóttir opnar í Hörpu á
morgun sýningu á verkum sem hún
sýndi á stórri einkasýningu á Traj-
anusarmarkaði í Róm í fyrra og
nefndist Come l’acqua come l’oro …
eða Eins og vatn eins og gull …
Rósa Gísladóttir sýnir
Rómarverk í Hörpu
Í fjötrum
fjalla blárra
nefnist sýn-
ing sem opn-
uð verður í
Slunkaríki í
dag kl. 17. Á sýningunni eru verk unn-
in í ýmsa miðla; ljósmyndir, teikn-
ingar, textílskúlptúr. Verkin eiga ann-
ars vegar rætur sínar í ferðum Rósu
Sigrúnar um Vestfirði og hins vegar
vinnustofudvöl í Tangagötu á Ísafirði
í nóvember sl.
Í fjötrum fjalla blárra
opnuð í Slunkaríki
Málmsmíðafélagið spilar fyrir
gesti og gangandi í Gamla Kaup-
félaginu á Akranesi í kvöld
en tónleikarnir verða
forsmekkurinn af við-
burðum og skemmtun
sem verður á Írskum
dögum um helgina.
Tekin verða lög frá
AC/DC, Deep Purple,
Led Zeppelin o.fl.
Tónleikarnir hefjast
kl. 22.
Klassískt rokk og ról í
Gamla Kaupfélaginu
Á fimmtudag Norðaustlæg átt, 3-8 m/s, en 8-13 um tíma suð-
austanlands. Rigning austantil, en annars skýjað og stöku síð-
degisskúrir. Léttir til nyrðra og eystra um kvöldið. Hiti 8-13 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað, en
úrkomulítið. Birtir smám saman til norðvestanlands, en síðdegis-
skúrir syðra. Þykknar upp austanlands í kvöld. Hiti víða 10-15 stig.
VEÐUR
„Ég var búinn að gera nýjan
samning en síðan kom
þetta spennandi tilboð inn
á borð til mín frá ÍBV, og
samhliða því að við eign-
uðumst lítinn strák í síð-
ustu viku og stelpan er að
byrja í skóla fannst okkur
þetta vera rétti tímapunkt-
urinn að flytja heim,“ segir
Gunnar Magnússon sem
hefur sagt upp þjálfara-
starfi hjá norska liðinu
Kristiansund. »1
Barst spennandi
tilboð frá ÍBV
Gogga galvaska-mótið í frjálsum
íþróttum var haldið á Varmárvelli
undir stjórn frjálsíþróttadeildar Aft-
ureldingar í 24. sinn um síðustu
helgi. Rúmlega 150 krakkar tóku þátt
í mótinu sem tókst afar vel og fór
fram í flottu veðri í Mosfellsbænum.
»4
Mikið stuð á Gogga
galvaska-mótinu
„Það er frábært að koma allar saman
og maður fær hálfgerða gæsahúð við
að tala um þetta því nú er virkilega
farið að styttast í mótið. Það eru
mjög spennandi og skemmtilegir
tímar framundan,“ sagði Margrét
Lára Viðarsdóttir, markadrottning ís-
lenska landsliðsins í knattspyrnu, í
gær þegar síðasti hluti undirbúnings
landsliðsins fyrir EM hófst. »2
Spennandi og skemmti-
legir tímar framundan
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Lára Halla Sigurðardóttir
larahalla@mbl.is
„Ég er með þá hugmynd að nýta
upplýsingarnar frá skynjurunum
og setja á rafrænt form,“ segir
Hrönn Karólína Scheving Hall-
grímsdóttir, meistaranemi í um-
ferðarskipulagi og umferðarverk-
fræði í Danmarks Tekniske
Universitet, en hún vinnur nú að
meistaraverkefni sem fjallar um
möguleika á að auka hjólreiðar yfir
vetrartímann með aðstoð tækninn-
ar. Hugmyndin er að koma skynj-
urum fyrir á upphituðum hjólastíg-
um þar sem skynjararnir nema
ástand stíganna á rauntíma. Þess-
um upplýsingum væri hægt að
koma yfir á rafrænt/netvænt form,
svo sem í app fyrir snjallsíma eða
á heimasíðu, fyrir hjólreiðamenn
sem geti þá nálgast upplýsingar
um ástand stíganna hverju sinni
beint í símann.
Upphitað í Reykjavík
Svo virðist sem sífellt fleiri kjósi
að nýta hjólið sem samgöngumáta
og verður umferð á hjóla- og
göngustígum borgarinnar sífellt
þéttari. Unnið er að lagfæringum
og viðbótum á hjólreiðastígum í
Reykjavík í sumar og er gert ráð
fyrir að stígunum fjölgi og þeir
lengist á næstu árum. Í Foss-
vogsdal er til að mynda búið að út-
búa sérstakan hjólreiðastíg, aðskil-
inn frá göngustígnum og nú liggur
einnig samfelldur hjólreiðastígur
frá Hlemni niður í Elliðárdal. Ein-
hverjir stíganna eru upphitaðir í
dag.
„Reykjavíkurborg er með þá
hugmynd að hita upp hjólreiða-
stíga í borginni,“ segir Hrönn.
Þetta eru að sögn hennar skynj-
arar sem stjórna hitakerfinu og
skynja yfirborðið. Skynjararnir
nema til að mynda hvort hálka eða
ísing sé á stígunum og stjórna
flæðinu til að lágmarka orkunotk-
un.
Hrönn vill nýta upplýsingarnar
frá þessum skynjurum þannig að
hægt sé að setja á rafrænt form, til
dæmis í snjallsímaforrit, svokölluð
öpp. Hún segir hugmyndina vissu-
lega eiga sér fyrirmynd, heimasíðu
Vegagerðarinnar, þar sem öku-
menn geta kynnt sér færð á vegum.
Hrönn lagði fram rafræna könn-
un þar sem hún bað hjólreiðamenn
í Reykjavík um að svara nokkrum
spurningum um hjólreiðar þeirra. Í
niðurstöðunum getur hún séð
hversu margir hjóla og hversu
margir myndu ef til vill bætast við
ef stígarnir væru upphitaðir og
hægt væri að fá þessar upplýsingar
í símann. Margir hafa nú þegar
tekið þátt.
„Það kom mér helst á óvart að
það hjóla mun fleiri en ég hafði gert
mér í hugarlund,“ segir Hrönn.
Reykjavíkurborg hefur útvegað
henni upplýsingar um hjólreiðastíga
og annað tengt efninu og mun hún
kynna borginni niðurstöður meist-
araverkefnisins í haust.
Færð á reiðhjólastígum í app
Meistaranemi
hyggst nýta sér
tæknina
Ljósmynd/Hrönn Karólína
Meistaraverkefni Hrönn Karólína vill stuðla að auknum hjólreiðum á veturna með hjálp tækninnar.