Morgunblaðið - 10.07.2013, Page 2

Morgunblaðið - 10.07.2013, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skúli Hansen skulih@mbl.is Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, ákvað að staðfesta breytingar á lögum um veiðigjald sem nýlega voru samþykktar af Alþingi. Þetta tilkynnti hann á Bessastöðum í gær og tók því ekki tillit til þeirra undir- skrifta sem hafði verið safnað gegn breytingu gjaldsins. „Með lögum um veiðigjald, sem Alþingi hefur nú afgreitt, er ekki verið að breyta skipan fiskveiða og áfram verður greitt til þjóðarinnar bæði almennt veiðigjald og sérstakt veiðigjald; heildargreiðslur vegna nýtingar auðlindarinnar á næsta ári um tíu milljarðar króna,“ sagði for- setinn í ræðu sinni. Jafnframt benti Ólafur á að þegar hann hefði áður á grundvelli 26. greinar stjórnar- skrárinnar vísað lögum í þjóðarat- kvæði hefðu þau varðað annaðhvort grundvallaratriði í lýðræðisskipan landsins eða efnahagslegt sjálfstæði þess. „Yrði afdrifaríkt fordæmi“ Þá sagði Ólafur lögin ekki fela í sér grundvallarbreytingu á nýtingu auðlindarinnar en þau kvæðu á um tímabundnar breytingar á greiðslum til ríkisins, þ.e. sköttum vegna nýtingar. „Að vísa lögum af því tagi í þjóðaratkvæðagreiðslu væri svo afdrifaríkt fordæmi að víð- tækar umræður og afar breiður þjóðarvilji þyrfti að vera á bak við slíka nýskipan í meðferð skattlagn- ingar, þjóðaratkvæðagreiðslur um hækkanir eða lækkanir á einstökum tekjuliðum ríkisins,“ sagði Ólafur. Auk þess áréttaði hann hvatningu sína til stjórnvalda, Alþingis og rík- isstjórnarinnar, um að kappkosta við boðaða endurskoðun veiðigjald- anna að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arð- greiðslna til þjóðarinnar, enda sýndi fjöldi þeirra sem settu nafn sitt við undirskriftasöfnunina að almenn- ingur hefði ríkan vilja og réttlæt- iskennd í þessum málum. Á blaðamannafundinum svaraði Ólafur einnig nokkrum spurningum frá blaðamönnum sem þar voru staddir. „Nei, ég er það ekki og það gætir mikils misskilnings í umræðu undanfarna daga og vikur að halda að málskotsréttur forseta sé eins konar sjálfvirkt tæki þar sem fjöldi undirskrifta ræður úrslitum,“ sagði Ólafur, spurður hvort hann væri ekki með þessu að gerast ósam- kvæmur sjálfum sér í ljósi þess að árið 2004, er hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin, bárust honum færri undirskriftir en nú. Morgunblaðið/Eggert Veiðigjöldin staðfest Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, staðfesti í gær breytingar á lögum um veiðigjöld sem Alþingi hafði áður samþykkt. Fjöldi blaðamanna var viðstaddur blaðamannafund á Bessastöðum í gær. Staðfesti veiðigjaldið  Sagði lögin ekki grundvallarbreytingu á nýtingu auðlindar- innar  Hvatti stjórnvöld til að ná varanlegri sátt um málið Staðfesting » Ólafur sagði að afar breiður þjóðarvilji þyrfti að vera á bak við þá nýskipan í meðferð skattlagningar að setja hækk- anir eða lækkanir á einstökum tekjuliðum ríkisins í þjóð- aratkvæðagreiðslu. » Hann benti jafnframt á að fjöldi undirskrifta sýndi að þjóðin hefði ríkan vilja og rétt- lætiskennd í þessum málum. „Það er mik- ilvægt að forset- inn hafi sam- þykkt lögin sem gilda fyrir næsta fiskveiðiár,“ seg- ir Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvega- ráðherra. Hann segir að nú sé hægt að leggja á sérstakt gjald til viðbótar við það almenna og styrkja þannig góðan starfsgrundvöll smærri fyrirtækja í byggðum landsins. Sigurður segir umræðuna um lækkun gjaldsins villandi. Hún hafi aðeins miðast við gjaldið sem lagt var á. Flestir hafi verið sammála um að það hafi verið óhóflegt og haft slæmt áhrif á út- gerðirnar. agf@mbl.is Mikilvægt fyrir byggðir landsins Sigurður Ingi Jóhannsson „Þetta er í sam- ræmi við það sem ég reiknaði með að yrði niður- staða forsetans. Ég hef áður sagt að ég tel að þetta mál, sem er tekjuöflunareðlis fyrir ríkissjóð, henti ekki fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, um staðfestingu forsetans. „Við eigum að hlusta á þessar undirskriftir sem skilaboð um það að almenningur vill hafa hér veiði- gjöld,“ segir Jón. baldura@mbl.is Skilaboð um að fólk vill hafa veiðigjöld Jón Gunnarsson „Ég held að það megi nú í fyrsta lagi segja að þessi ákvörðun forseta skapar ríkisstjórnar- meirihlutanum afar lítið svigrúm til að lækka þetta gjald með var- anlegum hætti þegar nýtt frum- varp um veiðigjöld verður lagt fram á næsta þingi,“ segir Árni Páll Árna- son, formaður Samfylkingarinnar, í tilefni af ákvörðun forsetans. Vísaði Árni Páll til þess að forset- inn tæki sérstaklega fram í rök- stuðningi sínum að hér væri um tímabundna löggjöf að ræða. baldura@mbl.is Sníður ríkisstjórn- inni þröngan stakk Árni Páll Árnason „Þetta eru ákveðin von- brigði. Ég átti von á að hann myndi taka stöðu með þjóð sinni í þessu máli, en hann gerði það ekki,“ sagði Ísak Jóns- son, einn að- standenda undir- skriftasöfnunarinnar Óbreytt veiðigjöld, við mbl.is í gær í kjölfar ákvörðunar forsetans um að stað- festa breytingar á lögum um veiði- gjöld. Þá sagði Ísak jafnframt að honum þætti röksemdir Ólafs Ragnars veikar og honum fyndist sem Ólaf hefði skort hugrekki í þessu máli. bmo@mbl.is Segir Ólaf Ragnar skorta hugrekki Ísak Jónsson „Ég hef ekki bundið sérstakar vonir við hann áður í þessum efnum, enda tel ég hann ekki vera þann örygg- isventil sem hann gefur í skyn að hann sé,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, um ákvörðun for- setans í gær. Hún vill lítið gefa fyrir röksemdafærslu forsetans fyrir ákvörðun sinni. „Mér fannst hann reyna að tína upp úr hattinum sín- um þau rök sem hentuðu hans ákvörðun, en mér fannst hann vera í mótsögn við sjálfan sig.“ Einnig segir hún tal forsetans, um að veiðigjöldin séu skattur, ekki vera sannfærandi. bmo@mbl.is Forsetinn ekki öryggisventill Lilja Rafney Magnúsdóttir „Þetta er alveg eins og ég bjóst við eftir að við Píratar fórum og ræddum við hann. Þá var hann tilbúinn með allar réttlæt- ingarnar og spil- aði þeim öllum fram á blaða- mannafund- inum,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, um staðfestingu forseta á lögum um veiðigjald. Hann segir þó jákvætt að nið- urstaðan undirbyggi að ef tillögur berast um grundvallarbreytingar á kvótakerfinu, og þjóðin verði ósátt, muni vera auðveldara að þrýsta á forseta í kjölfarið. agf@mbl.is Lá fyrir á fundinum Jón Þór Ólafsson ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS - Hnappur semgetur bjargað þínu lífi og þinna nánustu. Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið frá fundi forsetans. Hitabylgja var norðan- og austanlands í gær, þar sem hitamælar sýndu víð- ar vel yfir 22 stig. Á Ráðhústorginu á Akureyri fór mælirinn hæst í 24 gráður og kældu margir sig niður í Lystigarðinum, m.a. þessar stelpur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Heitt fyrir norðan og austan Nokkurt tjón varð í Mjólkurbúi MS á Selfossi um miðjan dag í gær þeg- ar eldur kom upp hjá iðnaðarmönn- um sem voru þar að setja upp rör. Þeir reyndu að slökkva eldinn með slökkvitækjum, en hringdu á slökkvilið þegar útséð var um að það tækist. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var eldurinn nokkuð stað- bundinn og náði ekki að breiða úr sér. Eldur í mjólkurbúi MS á Selfossi Eldur kom upp í litlum fiskibát sem staddur var á veiðum norðvestur af Garðskaga í gærmorgun. Einn maður var í bátnum og sakaði hann ekki. Var honum bjargað um borð í nærstaddan fiskibát sem flutti hann að landi. Um hálftíma síðar var bát- urinn brunninn til kaldra kola og sokkinn til botns. Mannbjörg er bátur brann og sökk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.