Morgunblaðið - 10.07.2013, Page 10
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Þeir kynntust í grunnskólaog leiðir þeirra hafa legiðþétt saman undanfarin ár.Guðjón Geir Geirsson og
Róbert Ómar Elmarsson eru báðir í
Flensborg, vinna hvor hjá sinni
tískufataversluninni og hafa nú sett
á fót sína eigin fatalínu, Inklaw Clot-
hing. „Við höfum alltaf haft þvílíkan
áhuga á fötum og reynum að fylgja
tískunni. Þetta ævintýri okkar byrj-
aði síðan fyrir svona sjö mánuðum
en þá fórum við að velta fyrir okkur
hvað við gætum gert til að búa til
okkar eigin fatalínu,“ segir Róbert.
Vinirnir létu ungan aldur ekki
stöðva sig og lögðu höfuðið í bleyti
yfir framkvæmdahliðinni. Eftir
mikla leit að vörum sem uppfylltu
gæðakröfur þeirra pöntuðu þeir
hlýraboli frá Bandaríkjunum.
Hlýrabolir og húðflúr
„Þegar við ætluðum að koma
þessu út var komið sumar þannig að
það var ekkert hægt að fara út í að
koma með peysur. Hlýrabolir eru
svo mikið inn núna þannig að við
ákváðum að byrja á þeim. Við-
brögðin hafa verið framar okkar
björtustu vonum og fyrstu vikuna
seldum við helminginn af bolunum
okkar,“ segir Guðjón en hann teikn-
aði vörumerkið þeirra sem er blanda
af I og L sem stendur fyrir Ink
(blek) og Law (lög) og saman mynda
stafirnir X. „Húðflúr er þvílíkt mikið
í tísku og við ákváðum að vinna svo-
lítið með það. Við ákváðum líka að
sauma tatted í húfurnar en það þýðir
inkaður eða blekaður,“ segir Róbert.
Strákarnir lögðu mikið upp úr því að
merkið þeirra yrði saumað í húf-
urnar en ekki prentað á þær. „Þetta
eru svokallaðar snapbacks-húfur.
Við erum með þeim fyrstu hér á
landi að láta sauma í svoleiðis húfur,
segir Guðjón en þeir vinir kunna fyr-
irtækinu Margt smátt góðar þakkir
fyrir að bregðast vel við bónum
þeirra og vel unnin störf við merk-
ingar.
Fjármagna allt sjálfir
Þegar þessir athafnasömu
drengir eru inntir eftir því hvernig
þeir fjármagni þetta segja þeir
mikla vinnu liggja að baki. „Við er-
um bara rétt að verða tvítugir og
báðir í skóla þannig að þetta er svo-
lítið mikið fyrir okkur. Þetta er samt
búið að vera svo geðveikt skemmti-
legt. Við fjármögnum allt sjálfir og
höfum eytt miklum tíma utan skóla
og vinnu til þess að láta verða af
þessu. Við unnum mikið og notuðum
okkar eigin peninga til að borga fyr-
ir bolina. Síðan fengum við pening
fyrir þá og þá gátum við keypt húf-
urnar. Núna erum við komnir með
enn meiri pening og ætlum að kaupa
öðruvísi tegund af húfum, svona uni-
sex-húfur. Þannig að við vinnum
okkur smám saman áfram og erum
hægt og rólega að byggja okkur upp
lager til að geta tekið þetta skrefinu
lengra,“ segir Guðjón.
Strákarnir leggja mikla áherslu
á að fara ekki út í neinar fjárfest-
ingar nema eiga fyrir þeim og hafa
þeir fengið móðursystur Guðjóns til
liðs við sig til að halda utan um bók-
haldið. „Sumir sögðu að við værum
klikkaðir að gera þetta en við ætlum
okkur að ná langt og höfum trú á
þessu,“ segir Guðjón.
Kröfur um að vera töff
Innblásturinn fá þeir frá bretta-
heiminum og bandarískum tónlist-
„Við ætlum okkur
að ná langt“
Vinirnir Guðjón Geir Geirsson og Róbert Ómar Elmarsson hafa unnið hörðum
höndum við að koma á fót sinni eigin fatalínu undafarna mánuði. Aðeins 19 ára
gamlir sjá þeir um að finna réttu fötin og flytja til landsins, hanna merki til að
setja á þau og selja síðan. Allt þetta fjármagna þeir sjálfir og eiga þeir sér stóra
drauma um framtíð götutískumerkisins Inklaw Clothing.
Æskuvinir Þeir Róbert og Guðjón kynntust í Áslandsskóla og æfðu lengi
saman knattspyrnu með Haukum. Þetta er fyrsta myndin af þeim saman.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013
Tónlistarhátíðin Eistnaflug hefst í
dag og mun hún enda í lok vikunnar.
Fyrir þá sem ekki vita er hátíðin hald-
in ár hvert í Neskaupstað en um er að
ræða eina allsherjar rokk- og listahá-
tíð. Í kvöld munu sveitirnar Dimma,
Sólstafir og Skálmöld opna hátíðina
og byrja tónleikarnir klukkan 19. Auk
þeirra munu sveitir á borð við banda-
rísku sveitina Red Fang, dönsku
sveitina The Psyke Project, færeysku
rokkarana í Hamferð og Þjóðverjana í
Contradiction koma fram í ár og
halda tónleikagestum á tánum. Flest-
ir tónleikarnir verða haldnir í Eg-
ilsbúð en þar að auki verður margt
listrænt um að vera í svokölluðu May-
hemisphere en báðir staðirnir eru
eins og áður segir í Neskaupstað.
Nánari upplýsingar má nálgast á
heimasíðunni eistnaflug.is en þar er
einnig hægt að kaupa miða á hátíð-
ina.
Vefsíðan www.eistnaflug.is
Morgunblaðið/Eggert
Rokkhátíð Sólstafir munu koma fram í kvöld á Eistnaflugi í Neskaupstað.
Rokkhátíð í Neskaupstað
Í tilefni af fyrstu breiðskífu sveit-
arinnar Grísalappalísu, Ali, mun
verða efnt til allsherjar útgáfuveislu
á hostelinu Kex við Skúlagötu klukk-
an 20. Frítt verður inn og margt í boði
en ýmis skemmtiatriði munu eflaust
vekja kátínu gesta auk þess sem tón-
list sveitarinnar mun fá að óma í eyr-
um viðstaddra. Nýtt tónlistar-
myndband við lag sveitarinnar, Hver
er ég?, mun einnig verða frumsýnt í
veislunni en það er einmitt trommari
sveitarinnar, Sigurður Möller Sívert-
sen, sem leikstýrir því en hann nam
kvikmyndaleikstjórn í Prag síðastlið-
inn vetur.
Endilega …
… fagnið með
Grísalappalísu
Stilla Myndband lagsins Hver er ég?
„Það má segja að þetta verði eins-
konar trúbadora-hátíð í Hrísey.Yfir
hátíðina er ýmislegt á dagskrá fyrir
alla fjölskylduna. Óvissuferðir fyrir
börn, unglinga og fullorðna. Ratleikur
um eyjuna og traktorferðir yfir alla
helgina. Fjöruferð með Skralla trúð,
prammahlaup, hjólbörurall, sand-
kastalakeppni. Heimir Ingimarsson
verður með söngsmiðju fyrir börnin.
Komið er fyrir sápu-rennibraut og
svæði fyrir sápu fótbolta, á þessum
stöðum mun fólk renna á hausinn,“
segir leikstjórinn og framkvæmda-
stjóri hátíðarinnar Jón Gunnar Th.
Veitingahúsið Brekka verður með
grill á hátíðarsvæðinu. Þar verður
meðal annars boðið upp á sushi úr
hráefninu úr eyjunni og hvannaplokk-
fisk. „Í ár verður mikil áhersla lögð á
tónlist. Margir ungir trúbadorar spila
í eyjunni og markmiðið er að hvert
sem gestirnir fara verði hugguleg
tónlist í boði. Það verður tónlist um
borð í ferjunni, fiðluleikari á höfninni
og plötusnúður í sundlauginni. Tón-
listarmennirnir sem eiga eftir að
spretta upp hér og þar yfir helgina
eru Sister Sister, trúbadorarnir
Brynja og Ósk, Aron Óskarsson,
söngkonan Vala Eiríksdóttir, Sölvi
Árnason, Haraldur Örn Haraldsson og
Heimir Ingimarsson. Á kvöldvökunni
koma þau fram og að lokum meistari
KK en hann syngur fyrir gesti á hátíð-
arsviðinu,“ segir Jón Gunnar. Um
miðnætti koma fram eldspúarar,
varðeldur er tendraður í fjörunni og
Eyþór Ingi Gunnlaugsson leiðir
brekkusönginn.
Hríseyjarhátíðin verður um helgina
Tónlistarveisla í Hrísey
Hríseyjarhátíðin Eyþór Ingi mun leiða brekkusönginn um næstu helgi.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Fallegir toppar
peysur og bolir fyrir
konur á öllum aldri
Stærðir S-XXXL
20-70%
afsláttur
Verið velkomin
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Útsala